Tíminn - 09.11.1975, Blaðsíða 35

Tíminn - 09.11.1975, Blaðsíða 35
Sunnudagur 9. nóvember 1975. TÍMINN 35 Mánudagsmyndin í Háskólabíói Konur kúga ka r I- kynið Það er kunnara en svo að frá þurfi að segja, að kvikmynda- iðnaður Vestur-Þýzkalands hef- ur átt erfitt uppdráttar og ekki náð eins miklum vinsældum er- lendis og hann átti að fagna um 1930. Hér skal ekki reynt að skýra ástæðurnar fyrir þessu, en hitt er staðreynd, að Þjóðverjar eiga marga góða kvikmynda stjóra, þótt iðnaðurinn eigi við margvisa erfiðleika að striða. Einn hinn þekktasti, ef ekki sá fremsti, er Rainer Werner Fassbinder.ungur maður, ekki fullra 30 ára enn. Hann fæddist i Miinchen árið 1946 og lagði stund á leiklistarnám, en gerð- ist svo kvikmyndastjóri aðeins 21 árs, og hefur siðan gert að jafnaði tvær myndir á ári, auk þess sem hann hefur gert þætti fyrir sjónvarp og leikstýrt sjón- varpsmyndum, svo sem „Heddu Gabler" og „Briiðu- heimili" eftir Ibsen fyrir þýzkar sjónvarpsstóðvar. Flestar myndir Fassbinders fjalla um daglegt lif — leiðindi og tómleika daglegs lifs, sem fær loks utrás með ofsalegum hætti. Og sú mynd, sem Háskólabió hefur nú fengið og verður sýnd næstu mánudaga, Avaxtasalinn, sameinar þessi atriði og hugleiðingar Fassbind- ers um frelsi og kúgun — sem eru einkar fróðlegar á svo- nefndu „kvennaári" og svo skömmu eftir kvennadaginn fræga. Fassbinder hefur raunar sagt: „Þessi eilifi þvættingur um frelsun kvenna vekur gremju mina, þvi að lifsbarátt- an er ekki háð af körlum gegn konum, heldur snauðum gegn rikum, kúguðum gegn kúgur- um. Og i heiminum eru ná- kvæmlega eins margir kúgaðir karlmenn og konur." Þessi mynd Fassbinders fjall- ar i stuttu máli um gæflyndan mann, sem er kúgaður miskunnarlaust af hverri konu, sem hann kemst i einhver kynni við, móður siiini, sem sendir hann i menntaskóla, þegar hann vill verða iönaðarmaður, vændiskonu, sem verður til þess, að hann er rekinn úr lög- reglunni, ástinni sinni miklu, sem vill ekki giftast honum, af þvi að hann hefur neyðzt til að verða ávaxtasali og slikan mann er ekki hægt að kynna fyrir foreldrum sinum, konu sinni sem elskar hann ekki og dregur ekki dul á, hversu leiðin- legur hann er, og loks systur sinni, sem tekur lengstum mál- stað hans, en bregzt honum þó, þegar honum liggur mest á. Hér er á ferðinni óvenjuleg mynd, sem kvikmyndahúsgest- ir munu ekki gleyma — bæði vegna boðskapar og leiks. 1 aðalhlutverkunum eru þekktir þýzkir leikarar, svo sem Hanna Schygulla, Margrethe von Trptta, Ingrid Caven, Katrin Schaake, Karl Scheydt, Harry Bar, Kurt Raab og fleiri. AUGLYSIÐ í TÍMANUM Hljómleikar Kammersveitar Reykjavíkur 2. nóvember Þessir tónleikar tókust afar vel. Kammersveit Reykjavikur hefur sýnilega tekizt á stuttum ferli að hasla sér völl sólarmeg- in I hinni reykvisku tilveru, þvi hinn stóri salur Menntaskólans við Hamrahlið var þvi sem næst fullsetinn. Er það til marks um. vaxandi tónmennt Islendinga, sem er allt i senn afleiðing batn- andi menningar almennt, bættr- ar tónlistarkennslu og vaxandi velmegunar. Auk Kammersveitar Reykja- vikur, sem er samtök hljóð- færaleikara, starfa ýmis fél- ög tónlistarunnenda með miklum blóma: Kammer- músikklúbburinn heldur fyrstu tónleika vetrarins 16. nóvem- ber, Tónlistarfélagið stóð ný- lega fyrir frægum konsert Arna Kristjánssonar og Erlings Blön- dals Bengtsonar, og Tónleika- nefnd Háskólans hefur hálfs- mánaðarlegar hljómlistarsam- komur i Félagsstofnun stú- denta. Kammertónlist og hljóm- sveitarverk eru eins og ljóð og episk skáldsaga. 1 kammertón- listinni birtist kjarninn kristallstær, án vifilengja, útúr- dúra og umbúða. Hún er æðsta form tónlistar, og jafnframt hið skemmtilegasta, a.m.k. fyrir þátttakendur. Hitt er annað, að aðalform kammertónlistar, strengjakvartettar, heyrast hér alltof sjaldan. Virðist svo sem blásarar og slagverkamenn séu mun áhugasamari en streng- leikararnir, en vonandi rætist úr þessu þegar fjölgar i strengja- liðinu. Á efnisskrá Kammersveitar- innar voru fjögur verk, tvö fyrir blásara, og tvö fyrir pianó og hljómsveit. Blásaraverkin, Serenada eftir Mozart og Oktett eftir Stravinsky, voru sérlega kærkomin, þvi slik músik (önn- ur en lúðrasveitatónlist) mætti heyrast hér oftar. Vladimir Ashkenazy stjórnaði tónleikun- um og lék auk þess einleik i pianóverkunum, sem voru Rondó i B-dúr eftir Beethoven og Pianókonsert i C-dur eftir Mózart. Slagverkskúnst Ashkenazys er hafin yfir alla gagnrýni. Mér er sagt að tækni- vandræði séu honum ókunn þrátt fyrir smávaxnar hendur, og tónminni hans er sýnilega frábært, enda lék hann bæði og stjórnaði blaðlaust. Það mun hafa verið Jósef Haydn sem Wk upp á þvi að leika einleik og stjórna í sennUr sæti sinu. Siðan hafa margir tekið þetta upp, a.m.k. vestan hafs, einkum pianistar sem þykir tjáningar- mætti sinum skorinn þröngur stakkur við nótnaborðið. Ashkenazy tókst þetta ágætavel sem vænta mátti og hélt fullri virðingu i þessu annars háska- lega hlutverki. Annarra hljóð- færaleikara skal ekki getið hér sérstaklega, þótt freistandi væri, enda byggist kammer- músik ekki á einkaframtaki snillinga heldur á öguðu sam- spili. Góður strokkvartett, sem að auki er undirstaða kvintetta trióa o.s.frv., verður t.d. áðeins til þannig að sömu menn spili saman að staðaldri i langan tima og „læri hver á annan' Einhver hefur sagt að áhuga- menn spili fyrir listina en at- vinnumenn fyrir peninga. KammersveitReykjavikur mun vera rekin með áhugastarfi hljóðfæraleikara Ur Sinfóniu hljómsveit Islands, og kannsk er þar að finna lykil að ágæti þessara hljómleika. Formaður Kammersveitarinnar og kon sertmeistari er Rut Ingólfsdótt- ir fiðluleikari, Páll P. Pálsson er aðalhljómsveitarstjóri, en impresarió Þorkell Helgason Sigurður Steinþórsson Jörðin Ásbúðir i Skagahreppi i A-Hún.er til sölu. Hlunn- indi: æðarvarp og reki. Upplýsingar i sima 41942 i Kópavogi og hjá Rögnvaldi Steinssyni á Hrauni simi um Skefilsstaði. BRUÐUVAGNAR Búðarverð kr. 7.950 - Heildsölu- birgðir: INGVAR HELGASON Vonarlandi v/Sogaveg, símar 84510 og 84510 Frímerkjasafnarar Skákáhugamenn Frímerkjaumslög með teikningum eftir Halldór Pétursson og stimpli Svæðamótsins. Veggplattar með mynd af Friðrik Ólafssyni. Sendum i póstkröfu. Svæðamótið í skák SÖLUDEILD — HÓTEL ESJU Ylenntamálaráðuneytið 5. nóvember 1975 Laus staða l.ektorssláöa i enskum bókmenntum við heimspeki- deild lláskóla tslands.er laus til umsóknar. Laun samkvæmt iaunakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir með itarlegum upplýsingum um ritsmiðar og rannsóknir svo og um námsferil og störf, sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 10. desember n.k. Lögmannafélag íslands heldur almennan félagsfund i Þingholti föstudaginn 21. nóvember nk. kl. 17.15. Félagsstjórnin. Barnavinafélagið Sumorgjöf Fornhaga S. — Simi 27277 Starf forstöðukonu við dagheimilið Efrihlið er laust til um- sóknar. Fóstrumenntun áskilin. Laun skv. kjara- samningi borgarstarfsmanna. Umsókn sendist skrifstofu Sumargjafar fyrir 25. nóvember. Stjórnin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.