Tíminn - 11.11.1975, Page 1

Tíminn - 11.11.1975, Page 1
Landvélarhf ÓLAFUR JÓHANNESSON, VIÐSKIPTARÁÐHERRA: Vona að mestu efnahaas erfiðleikarnir séu að baki OÓ-Reykjavík— Við viljum vona, að mestu erfiðieikar okkar i efna- hagsmálunum séu að baki. Það eru viss teikn á iofti um að dýrtíö- araldan í heiminum sé aðeins að réna og við njótum góðs af. Þetta sagði ólafur Jóhannesson við- skiptaráðherra f gær, i framhaldi af upplýsingum, sem hann gaf af ráðherrafundi EFTA. t ræðu þeirri, sem Þórhallur Ásgeirsson ráðuneytisstjóri flutti i nafni Ólafs á fundinum, sagði að i Bandarikjunum mætti greina ýmis batamerki i efnahagsmál- um, sem enn hefðu ekki náð til Evrópu, en vonir stæðu til að á- hrifin myndu brátt ná til alls heimsins. Þar sem fjórðungur alls útflutnings tslendinga er seldur til Bandaríkjanna, sést vonarglæta i hinu dimma tima- bili, sem við höfum gengið gegn- um. Ólafur sagði, að verð á einstaka afurðum okkar hefði farið aðeins hækkandi, en aldrei væri að vita, hvort slikt væri varanlegt. — Enn er kreppuástand i flestum Evrópulöndum, sagði Ólafur, en batinn i Bandarikjunum hlýtur að hafa verulega þýðingu fyrir okk- ur vegna hins mikla útflutnings þangað, og maður verður að vona að þetta verði meira en stundar- fyrirbæri. Ráðherrann lagði á- herzlu á að það tæki okkur áreið- anlega talsverðan tima að kom- ast út úr þeim erfiðleikum, sem hrjá okkur. Til að mynda er við- skiptahallinn alltof mikill til að hann verði réttur af. á stuttum tima. Getur þvi engin snogg breyting orðið á. — Það mætti kannski framkalla hana, sagði ráöherrann, en vildi ekki segja nánar hvað þar kæmi helzt til greina, en slikt hefði ýmsar af- leiðingar, sem flestir teldu mjög ósækilegar. Hraðskókmót að loknu svæðismóti 1 gærkvöldi var háð hraðskákmót og voru keppendur 100. Teflt var eftir Monradkerfi. Hver þátttakandi tefldi 16 skákir i 8 umf. Efstir voru: Poutianen með 14 1/2 Zwaig með 13 Jónas P. Erlings. 12 Jansa 12 Jón Þorsteinsson 11 1/2 Friörik ólafsson og Jansa fara yfir skák sina, eftir að henni hafði lokið með jafn- tefli igær. Lengst til hægri er Liberzon, baki við ljós- myndaranum snýr van den Broeck, og til vinstri er Ingi R. Jóhannsson. Úrslit svæð- ismótsins eru á bls. 7. Timamynd: Róbert. 4 meðvitundar- lausir eftir umferðarslys Gsal-Reykjavik — Um fátt er nú meira rætt manna á með- al en hin mörgu og ógnvekj- andi umferðarslys, sem orð- ið hafa á siðustu vikum. Samkvæmt upplýsingum, sem Timinn fékk hjá deild- arlækni á gjörgæzludeild Borgarspitalans i gærkvöldi, liggja nú fjórir meðvitundar- lausir á deildinni eftir um- ferðarslys: pilturinn, sem slasaðist i umferðarslysi á mótum Laufásvegar og Njarðargötu aðfaranótt 25. fyrra mánaðar, stúlkan, sem varð fyrir bil á Húsavik 3. nóvember, pilturinn, sem slasaðist á Djúpavogi i um- ferðarslysi laugardaginn 8. nóvember, og konan, sem varð fyrir bil i Keflavik á sunnudagskvöld. Að sögn deildarlæknisins er aðeins i einu tilvikinu hægt að rncrkja betri liðan, en það er hjá gömlu konunni, sem varð fyrir bil i Keflavik. Síldveiðin: Ekki fleiri bótar kærðir gébé— 1 gær rann út frestur fyrir þá sjö báta, sem hafa sildveiði- leyfi hér við land, en höfðu ekki hafið veiðar fyrir helgina. Alls fengu 43 bátar sildveiðileyfi. Þórður Eyþórsson hjá sjávarút- vegsráðuneytinu sagði frétta- manni Timans i gær, að þeir væru velflestir farnir til veiða. Ekki væri þó vitað með vissu um 2—3 báta, þeirhefðu ekki fengið neinn sildarafla, þegar siðast fréttist. Ekki hafa verið kærðir fleiri bátar fyrir að veiða meira en kvóti þeirra sagði til um. eða 215 tonn. Það er aðeins Hrafn GK sem kærður hefur verið, enda framið einna gróflegasta brotið. fór 155 tonn fram yfir leyfilegt kvótamagn. AAig langar að taka alveg af skarið á næsta ári 97 MILLJÓNIR í INNISTÆÐULAUS- — SEGIR FRIÐRIK ÓLAFSSON STÓRMEISTARI FJ—Reykjavik — Það má eigin- lega segja að ég sé ekki alveg kominn í takt við sjálfan mig ennþá, sagði Friðrik ólafsson í viðtali við Timann i gær, eftir að hann hafði misst af möguleikan- um til þátttöku i millisvæöamót- inu meö jafnteflinu við Jansa. Þetta jafntefli sagði Friðrik að hefði verið „fingurfeill” hjá sér, þvi að áður en skákin fór i bið, hefði hann átt um flciri en eina vinningsleið að velja, en ein- hvern veginn hefði hann misst möguleikana niöur og skákina i jafntefli. Friðrik kvaðst hafa mikinn áhuga á þvi að geta helgað sig skákinni einvörðungu áfram. — Ég er búinn að vera i þessu á annað ár núna, en það tekur lengri tima en það að temja sér rétt vinnubrögö og koma tafl- mennskunni á fullnægjandi grundvöll, setja hvern hlut á sinn bás, ef svo má segja. Mig langar til að taka alveg af skarið á næsta ári. Friðrik sagði, að útaf fyrir sig væri árangur hans ekkert til að skammast si'n fyrir, og þessi árangur væri heldur stigandi hjá sér miðað við siðustu mót á undan. — En ég byrjaði illa á þessu móti, og á timabili virtust engir möguleikar á þvi að ég kæmist i snertingu við efstu sæt- in. Svo tókst mér að vinna nokkrar skákir á kröftunum, en þvi miður dugðu þeir ekki i sið- ustu skákinni, þar sem segja má að allt hafi gengið á móti mér tindir lokin. Friðrik sagði, að mót þetta hefði verið skemmtilegt að mörgu leyti, og áreiðanlega skemmtilegt fyrir áhorfendur, þar sem hart var barizt og litið um aðgerðalaus jafntefli, eins og þau sem oft verða á miklum stórmeistaramótum. Af skák- um sinum kvaðst Friðrik telja skákirnar við Poutiainen og Hartston einna beztar frá sinni hendi. — Ég setti nú miðið svolltið á þetta mót, sagði Friðrik. Svo það hefur eitthvað að segja, að ég skuli hafa misst af strætis- vagninum að heimsmeistara- titilinum næstu þrjú árin. En ég hef fullan hug á að halda skák- inni áfram og gera hana alveg upp við mig ávmæsta ári. Strax eftir áramótin tekur Friðrik þátt i skákmóti i Hol- landi. UAA ÁVÍSUNUAA — Bankarnir standa ekki við eigin reglur MÓ-Reykjavik. Bankarnir standa ekki við þær regiur, sem þeir hafa sjálfir sett sér og sainþykkt að standa viö, sagöi Björn Tryggvason aö- stoðarbankastjóri Seölabankans I viötali viö Timann i gærkvöldi. A föstudaginn var gerð skyndikönnun á innstæðulausum ávlsunum og kom þá i Ijós að þá voru 1199 ávisanir innstæðulausar að upphæð 97 milljónir króna. Það hefur veriö reynt að sporna við innstæðulausum ávisunum um fjölda ára, en samt sem áður fjölgar þeim stööugt. Björn taldi, að á- stæðurnar væru margar þótt stærst væri sú, að bankarnir stæðu ekki við sinar samþykktir. Þannig ætti t.d. fjöldi þeirra manna, sem nú verður að kæra fyrir misnotkun ávisana, alls ekki að hafa leyfi til aö hafa ávisanaviðskipti vegna fyrra misferlis. Einnig kæmi þarna til lélegur viðskiptamáti fólks ásamt kæruleysi við að aðgæta hversu háar fjárhæöir viðkomandi ætti inni til að ávisa á. Það þarf ekki að eyöa orðum að þvi hve alvarlegt ástand það er þegar jafn mikið af innstæöulausum ávisunum er i umferö, en ástandið ætti nú að fara að batna með tilkomu reiknistofu bankanna. Þá verður a.m.k. framkvæmd könnun á hvort út hafa verið gefnar innstæöulausar ávisanir á hverju kvöldi. Reiknistofan er nú þegar að hluta tekin til starfa, en um áramót verða allir bankarnir farnir að skipta við hana.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.