Tíminn - 11.11.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.11.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Þriðjudagur 11. nóvember 1975. \ 25 20 15 10 6 - ■#=! 163 H17 506 505 409 SAMR5MT GAGNFRÆÐAPRdF 1975 Dreifing meÖaleinkunna Sanrtals luku profi 2185 nemendur. 150 •inkumir Ma&altal MÖalaiiOajnna 4,87. Síðustu gagnfræðingamir útskrifast vorið 1977 INNTÖKUSKILYRÐI i mennta- skóla, verzlunarskóla eða hlið- stæðar námsbrautir I öðrum skólum og framhaldsdeildir gagnfræðaskóla verða sem hér greinir: Menntaskólar, verzlunarskól- ar og hliðstæðar námsbrautir i öðrum skólum: a) Meðaleinkunn i samræmd- um greinum verði 5 eða hærri b) Meðaleinkunn i skólaprófs- greinum verði 5 eða hærri c) Meðaltal meðaleinkunna (i a- og b-lið) verði 6 eða hærra. Framhaldsdeildir gagnfræða- skóla a) Meðaleinkunn i samræmd- um greinum verði 4,5 eða hærri b) Meðaleinkunn i skólaprófs- greinum verði 4,5 eða hærri c) Meðaltal meðaleinkunna (i a- og b-lið) verði 5,5 eða hærra. Reglur þessar gilda um þá nemendur, sem taka landspróf miðskóla og samræmt gagn- fræðapróf vorið 1976. Sjúkra- og endurtökupróf i samræmdum greinum fara fram i júnimánuði 1976, eins og verið hefur undanfarin ár, og verður það i siðasta sinn sem endurtökupróí af þessu tagi verða haldin. Þá er áætlað að 10. bekkur falli niður frá og með skólaárinu 1977—78, og útskrifast þvi sið- ustu gagnfræðingarnir með sama hætti og tiðkazt hefur vor- ið 1977. Landspróf miðskóla og sam- ræmt gagnfræðapróf vorið 1975 voru haldin með hefðbundnum hætti i mai sl. vor. Arangur varð svipaður og undanfarin ár. Samræmd próf i islenzku II (málfræði, setningafr., hljóðfr., stafsetningu og greinamerkja- setn.), dönsku, ensku og stærð- fræði voru þau sömu á lands- prófi og gagnfræðaprófi, og voru úrlausnir metnar á sama hátt i báðum prófunum. Auk þess voru haldin sam- ræmd próf i sögu, náttúrufræði og eðlisfræði i landsprófsdeild- um. Einstakir skólar sáu hins veg- ar um próf i islenzku I (ritgerð, bókmenntum og bragfræði) og landafræði. Linuritin hér tii hliðar sýna dreifingu meðaleinkunna nem- enda. Fjögur umferðarslys Gsal-Reykjavik — Fjögur um- ferðarslys yrðu á Stór-Reykja- vfkursvæðinu um helgina, en eng- in alvarleg. A laugardag varð fullorðinn maður fyrir bil á Borg- artúni, og mun hann hafa fót- brotnað. Hann var lagður inn á Landakotspitala. Um kl. 17 varö lOára telpa fyrirbil á Nesvegi, cn hun fékk að fara heim til sin að rannsókn lokinni. A sunnudaginn varð bilvelta á Hafnarfjarðarvegi, og hafði öku- maðurinn, sem var stúlka, misst stjórn á bilnum vegna hálku. Hún hlaut óveruleg meiðsl. A sunnu- dag varð fullorðin kona fyrir bil á gatnamótum Dunhaga og Hjarð- arhaga, en hún meiddistlitið sem ekkert. ,Nafnlausi lið- hlaupinn' reyndist vera Þjóðverji Gsal-Reykjavik— Maðurinn, sem um nokkurt skeið hefur gist fangageymslu lögreglunnar á Keflavikurflugvelli og neitað að segja til nafns, en sagzt vera bandariskur liðhlaupi úr Vietnam — er nú farinn til sins heima. Það losnaði um málband hans hjá út- lendingaeftirlitinu og i Ijós kom, að hann var Willy Penker, 25 ára, að aldri. Willy er Þjóöverji og fór utan á vegum v-þýzka sendiráðs- ins. Dómkvaddir menn meti Happdrætti Hóskólans: Níu milliónir á nr. 48009 skemmdirnar á Eyrabakka t GÆR var dregið i 11. flokki Happdrættis Háskóla Islands. Dregnir voru 11,475 vinningar að fjárhæð 103,500,000 krónur. Hæsti vinningurinn, niu milljón króna vinningar, komu á númer 48009. Trompmiðinn og tveir miðar til viðbótar voru seldir i AÐALUMBOÐINU i Tjarnargötu 4 og hinir tveir miðarnir voru seldir i umboðinu á ÞINGEYRI. 500,000 krónur komu á númer 4074. Trompmiðinn og tveir miðar til viðbótar voru seldir hjá Verzl- un Valdimars Long i HAFNAR- FIRÐI. Sá fjórði á ISAFIRÐI og fimmti miðinn á BLÖNDUÓSI. 200,000 krónur komu á númer 29279. Trompmiðinn var seldur i GRINDAVtK en hinir miðarnir af þessu númeri voru seldir á SUÐUREYRI. 50,000 krónur: 323 — 605 — 1036 — 7347 — 8092 — 9010 — 9658 — 10004 — 10694 — 11643 — 11712 — 11930 — 12726 — 12784 — 14810 — 16359 — 20638 — 27295 — 28765 — 28832 — 31227 — 34940 — 36127 — 36856 — 36858 — 38736 — 40752 — 41132 — 42603 — 42836 — 46597 — 47189 — 48008 — 48010 — 50660 — 51332 — 52317 — 53891 — 57460 — 59111 — 59122 — 59140. Mó-Reykjavik.— Það, sem nú er mest aðkallandi á Eyrarbakka er að fá niðurstöðu um, hvernig hægt er að endurbyggja vegg frystihússins, sem brotnaði i ó- veðrinu, og einnig að finna leiðir til að fjármagna kaup á nýjum b'átum i stað þeirra, sem fórust, sagði Þdr Hagalin, sveitarstjóri á Eyrarbakka, I viðtali við Tim- ann i gær. A fundi með þingmönnum Suðurlands á föstudaginn var, var ákveðið að óska eftir þvi, að dómkvaddir menn yrðu fengnir til að meta eigna- og mannvirkja- tjón, áfall atvinnulifsins og þá fjármagnsþörf, sem þyrfti til endurreisnar. Er vonazt til, að þessir menn verði skipaðir i dag. Að undanförnu hafa verið á Eyrarbakka menn frá Viðlaga- tryggingu að meta þær skemmd- ir, sem tryggingin kemur til með að bæta. Þá sagði Þór, að ljóst væri, að i næstu framtið yrði að gera veru- legt átak til að bæta hafnarað- stöðu á Eyrarbakka. Það væri ekki hægt fyrir menn þar að búa sifellt við það að bátar þeirra skemmdust i höfninni. Siðastliðin tvö og hálft ár hefði t.d. einn bát- ur frá Eyrarbakka verið tvö ár i slipp vegna tjóns, sem hann hefði orðið fyrir i höfninni. Slikt væri alls ekki hægt að búa við, og einnig yrði að fá brú yfir ölfusárósa til að útgerð stærri skipa gæti hafizt frá Eyrarbakka, með hafnaraðstöðu i Þorlákshöfn. Með brú þar styttist leiðin milli Eyrarbakka og Þorlákshafnar úr 50 km i 15. Portúgal er annað bezta viðskiptaland íslendinga Áhugi er á frekari viðskiptum landanna Oó-Reykjavik.Portúgal er ann- að bezta viðskiptaland Islend- inga. A þessu ári munu Portú- galir kaupa af okkur vörur fyrir um 6 milljarða króna, en við kaupum af þeim fyrir aðeins um 300 millj. kr. Bezta viðskipta- land Islendinga eru Bandarikin, og i þriðja sæti eru Sovétrikin. A tímabilinu janúar- septem- ber var flutt út til Portúgals fyrir 5.584 millj. kr., en innflutn- ingur þaðan nam 287 millj. kr. Má gera ráð fyrir að i árslok verði tölurnar svipaðar og greinir hér i upphaíi. A fyrrgreindu timabili nam útflutningur til Bandarikjanna 8.773 millj. kr., en innflutningur þaðan 4.389 millj. kr. 1 árslok munu þessar tölur hækka nokk- uð, þannig að við seljum fyrir 10 milljarða kr. til Bandarikjanna i ár og flytjum inn þaðan fyrir rúml. 5 milljarða kr. Útflutningur til Sovétrikjanna nam i janúar-september 4.095 millj. kr., en innflutningur það- an 5.172 millj. kr. 1 árslok eru Enn finnst dautt fé í Ölfusi PÞ—Sandhóli— Ekki eru öll kurl komin til grafar enn, og talið að ekki hafi enn fundizt allt það fé, sem fórst i sjávarflóðinu i ölfusi á dögunum. Þegar er vitað að um 20-30 kindur hafa farizt frá félags- búinu Króki og 18 kindur frá Þor- láki Kolbeinssyni á Þurá. Þá vantar fé frá Arnarbæli og Þór- oddsstöðum, eins og áður hefur komið fram i fréttum hér i blað- inu. Allt er á kafi i vatni ennþá á þessum slóðum og ómögulegt fyrir bændur að vita, hve miklu fé þeir hafa tapað, fyrr en þeir taka það á gjöf i vetur. tölurnar áætlaðar þannig, að Sovétrikin kaupa af okkur fyrir 5 milljarða króna á árinu, en við kaupum af þeim fyrir 7 milljarða kr. Þessar upplýsingar komu fram á fundi, sem ólafur Jó- hannesson viðskiptaráðherra hélt með blaðamönnum i gær. Satt bezt aö segja kom það mönnum talsvert á óvart, hve mikilvægt viðskiptaland Portú- gal er okkur. Þeir kaupa nær eingöngu saltfisk af Islending- um, og greiða fyrir hann i hörð- um gjaldeyri, en innflutningur þaðan er óverulegur, miðað við kaup þeirra á okkar afurðum. Það, sem Islendingar kaupa frá Portúgal, eru veiðarfæri, vefn- aðarvara, vin og ávextir. A ráðherrafundi EFTA, sem haldinn var i Genf i siðustu viku, notuðu fulltrúar landanna tæki- færið til að ræða saman um frekari verzlunarviðskipti. Is- lenzku fulltrúarnir létu i ljós á- huga á að liðka fyrir innflutn- ingi portúgalskra vara eftir þeim reglum, sem hér gilda. Portúgalirnir töldu, að þeir gætu aukið útflutning til Islands á landbúnaðarafurðum, og höfðu aðallega áhuga á að selja okkur vin, grænmeti, kartöflur og ávexti. Nautakjötið á nýja lága verðinu í dag FRA OG MEÐ deginum i dag vcröa verulegar veröbreytingar á nautgripa- og kindakjöti, eins og frá hefur verið sagt i fréttum Timans. Kiiulakjöt hækkar i veröi um 4—6%, en nautgripakjöt lækk- ar allt aö 38%, miðað við heild- söluverð. Þessar vcrðbreytingar hafa verið samþykktar af ríkisstjórn- inni og aðilum i sex-manna- nefndinni, þannig að niður- greiðslur vcrða teknar upp á nautgripakjöti, en lækkaðar á kindakjöti að sama skapi. Heild- arupphæö niðurgreiðslna úr rikis- sjóði breytist ekki. Nokkrar til- færslur hafa vcrið gerðar i verð- flokkuin nautgripakjöts, þeim hefur verið fækkað úr 10 i 8. Holdanautakjöt var áður i I. og II. verðflokki, en nú er það allt i 1. verðflokki. Meðal heildsöluverð á holdanautakjöti I heilum og hálfum skrokkum var áður kr. 480, en er nú 317 kr. á kg., lækkun- in nemur 34%. Smásöluverð á þessu kjöti miðað við heila og hálfa skrokka eru nú 418 kr. hvert kg: Verðið i 2. verðflokki i heilum og hálfum skrokkum eru 348 kr. I smásölu, en 264 kr. hvert kg. i heildsölu. Sambærilegt heildsölu- yerð áður var kr. 430 á kg. Lækk- unin nemur um 38%. Skráðer i fyrsta sinn hjá Fram- leiðsluráði smásöluverð á naut- gripakjöti, hliðstætt og gert hefur verið varðandi kindakjöt. Sem dæmi má nefna að steik úr mið- læri i II. verðflokki kostar nú kr. 579. Gullass kostar kr' 1200 kr. hvert kg. og betri flokkur af hakki kostar 768 kr. hvert kg. Samkvæmt verðlagsgrundvelli landbúnaðarafurða er gert ráð fyrir að framleiðendur fái kr. 349 fyrir hvert kg af kjöti, sem fer i III verðflokk, heildsöluverð á sambærilegu kjöti, sem er nú i II. verðflokki er 264 kr., niður- greiðsla á hvert kg eru kr. 160. Niðurgreiðslur eru mismunandi miklar, lægst i 8. verðflokki kr. 50 á kg., en i 1. verðflokki kr. 178 - á kg. Nokkur verðhækkun er á kinda- kjöti vegna þessara ráðstafana. Hryggur hækkar úr 486 kr. hvert kg. i 519 kr. Kóteiettúr úr 533 kr. i 561 kr. Súpukjöt kostaði áður 424 kr. en nú kr. 451. hækkunin nemur 6,4%. Innbrot á Króknum Gó-Sauðárkróki. Brotizt var inn i verzlunina Vöku á Sauðárkróki aðfaranótt laugardags. Ekki er vitað til að neinu hafi verið stolið i verzluninni, en þar voru eng- ir peningar geymdir. Hins vegar tókst þjófunum að opna bilskúr, sem er við verzlunina, og stela þar bil. Billinn fannst mikið skemmdur niðri á hafnar- garði, og úr honum hafði verið stolið myndavél, sem að verðmæti var ekki undir 100 þúsundum króna. Ekki hefur hafzt upp á þjófunum, en málið er i rannsókn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.