Tíminn - 11.11.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 11.11.1975, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 11. nóvember 1975. TÍMINN Blakaldar staðreyndir Nýlega upp- lýsti Tdmas Arnason alþm. hvernig oliuverðs- hækkanirnar á undanförn- um misserum hefðu bitnað á okkur islend- ingum. Upplýsti hann. að tslendingar yrðu að greiða (i milljörðum kr. mcira fyrir oliuvörur á þessu ári, miðað við sama magn 197:1. Kkki er vist. að menn liafi almennt gert sér grein fyrir þvi, hversu gifurleg hækkunin er. Inni i þessari tölu er þó ekki það flugvéia- bensin, er islcndingar kaupa, en þar er um umtalsvert magn að ræða. Þegar rætt er um orsakir hinnar miklu veröbólgu, sem her geisar, er vitaskuld ekki hægt að ganga framhjá stað- reynd eins og þessari. Það er heldur ekki hægt að ganga framhjá þeirri staöreynd, að Ves tm annaeyjagosið h e f u r kostað þjóðina milljarði króna, beint og óbeint. Kaup- gjaldssamningar i upphafi siðasta árs höfðu lika mjög neikvæð áhrif. Ofan á þetta hefur bæt/.t, að helztu útflutn- inesvörur okkar lækkuðu i verði á sama tlma og erlendur varningur, sem við flytjum inn, hækkaði stórlcga. Hér hefur allt lagzt á eina svcif. En þrátt fyrir þessar augljósu staðreyndir leyfa sumir sér að ganga framhjá þeim, meira að segja þeir, sem gerst ættu að vita. Hin ný|a stétt Það er leitt til þess að vita, að hér á landi skuli risin nv stétt manna I tengslum við og i blaðamannasléti, er virðist hafa það eitt að markmiði að skapa vantrú meðal almenn- ings á stjórnmálamönnum og embættismönnum með vafa- sömum fullyrðingum og á- róðri i rikisfjölmiðlum undir yfirskini hlutiauss og heiðar- legs málflutnings. Vinnubrögð sumra þcssara manna eru með þcim hætti, að þau flokk- ast undir það, sem kallast 2. liokks blaðamennska. Sér- kenni þessara vinnubragða eru þau að tæpa á visSum hlut- um, skapa tortryggni, og skilja siðan við málin. án þess að brjóta þau til mergjar. Blaðamennska eða frétta- mennska af þessu tagi tiðkast mjög meðal siðdeg- isblaða. er telja sig þurfa á sliku efni að halda. Kr illt til þess að v i t a , a ð fréttastofa sjónvarpsins, undir stjórn Emils Björnssonar, skuli hafa fallið i þessa gryfju. —a.'p. Mynd fjöl- miðla af konum brengluð og óraunveruleg A norrænni ráðstefnu ,,Um konur i fjölmiðlum”, sem nýlega var haldin á Voksenaasen við Osló, var ákveðið að setja á stofn nefnd, skipaða fulltrúum allra Norðurlandaþjóðanna, til að vinna að þvi að breyta mynd fjöl- miðla af konunni. Þátttakendur i ráðstefnunni voru á einu máli um, að sú mynd væri brengluð og óraunveruleg. Ráðstefnuna á Voksenaasen skipulagði norska kvenréttinda- félagið með stuðningi Norður- landaráðs og voru þátttakendur blaðamenn og fulltrúar kven- réttindaféaganna i Finnlandi, Sviþjóð, Danmörku Islandi og Noregi. Frá Islandi sátu ráðstefnuna Friða Björnsdóttir blaðamaður og Margrét R. Bjarnason, fréttamaður. Ráðstefnan visaði til yfir- lýsingar um konur og fjölmiðla, sem samþykkt var á kvennaárs- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna I Mexikó í sumar, en þar var meðal annars mælzt til þess, að rikisstjórnir og aðrir hlutaðeig- andi aðilar, hvettu fjölmiðla landa sinna til að gefa verðuga og jákvæða mynd af konum og losa þær undan þvi hlutverki að vera tæki til auglýsinga og sölu neyzlu- varnings — með það fyrir augum að breyta afstöðu og hugsunar- hætti, bæði karla og kvenna, og stuðla þannig að jafnstöðu kvenna, samstöðu og fullri hlut- deild þeirra i samfélaginu. Til að geta hafizt handa sem fyrst hafa fulltrúar kvenréttinda- félaganna, sem þátt tóku i ráð- stefnunni skipað bráðabirgða- nefnd sem starfa- áieittármeð aðra þátttakendur I ráðstefnunni sér til ráðuneytis. Þeir, sem bráðabirgðanefndina skipa skulu sjá til þess, að i löndunum öllum verði stofnaðar vinnunefndir, er samvinnu hafi við fulltrúa kven- réttindahreyfingarinnar og starfsfólk fjölmiðla. Bráða- birgðanefndin skal koma saman i Kaupmannahöfn i desember 1975 og vinna að gerð tillagna um til- högun starfsins i nánustu framtlð. Eftir eitt ár skal bráða- birgðanefndin leggja fram tillögu um skipan norrænnar fastanefnd- ar, er haldi starfinu áfram, og skal hún háð samþykki stjórna kvenréttindafélaganna, sem fulltrúa áttu á ráðstefnunni á Voksenaasen. Hlutverk nefndar- innar er að dýpka og breyta þeirri mynd, sem fjölmiðlar gefa af konum. Fyrsti þátturinn í starfi hennar verður að hafa for- göngu um að kanna'ð verði og skilgreint hvernig norrænir fjöl- miðlar hafa fjallað um hið al- þjóðlega kvennaár Sameinuðu þjóðanna. Bæði i þvi og áfram- haldandi starfi vonast nefndin eftir fjárhagslegum stuðningi frá Norðurlandaráði, sem hefur látið i ljds áhuga á þvi að styðja verk- efni af þessu tagi. Nýr áfangi á Kanarí blómaeyjan Tenerife í vetur veröa farnar 7 feröir til Tenerife. Hin fyrsta 14. desember en hin síöasta 4. apríl og er hún jafnframt páskaferð. Dvalió veröur í íbúöum og á þriggja og fjögurra stjörnu hótelum og veröiö i tvær vikur er frá 47.900 krónum, sem er þaó hagstæðasta sem býöst. Sért þú aö hugsa um sólarferð í skammdeginu, þá snúöu þér til okkar. FLUGFÉLAG LOFTLEIDIR ÍSLANDS Reynsla okkar af óskum íslendinga undanfarin 5 ár og sá frábæri árangur sem náöst hefur í Kanarí- eyjaferöum okkar, er þaö sem nú hvetur okkur til aö færa enn út kvíarnar. Viö höfum nú skipulagt ferðir til blómaeyjunnar Tenerife, sem af mörgum er talin fegurst Kanarí- eyja, en hún ér granneyja Gran Canaría, þar sem þúsundir íslendinga hafa notið hvíldar og hressing- ar á undanförnum árum. (Fréttatilkynning)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.