Tíminn - 11.11.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 11.11.1975, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 11. nóvember 1975. TÍMINN 9 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri:' Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargöty, simar 18300 — 18306. Skrifstofur i Aðalstræti 7, simi 2650p — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð I lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánuði. BlaðaprentK'.f; Gagnrýni stjórnar- andstæðinga Síðustu vikurnar hefur borið i vaxandi mæli á þeirri gagnrýni, að efnahagsráðstafanir rikis- stjórnarinnar hafi reynzt ófullnægjandi og komið of seint. Þess vegna sé vandinn i efnahagsmálun- um nú meiri en hann hafi þurft að verða. í tilefni af þessari gagnrýni, þykir rétt að rifja upp eftirgreindar staðreyndir: Þegar rikisstjórnin kom til valda i ágúst- mánuði 1974, var það sameiginlegt mat sérfræð- inga og stjórnmálaforingja i öllum flokkum, að nauðsynlegt væri að framkvæma 15-17% gengis- fellingu eða aðra hliðstæða ráðstöfun til að tryggja rekstur útflutningsframleiðslunnar. Útlitið var hins vegar ekki talið verra en það, að þessi gengisfelling myndi nægja. Viðskipta- ástandið versnaði hins vegar miklu meira en menn höfðu séð fyrir. Þess vegna var það mat sérfræðinga i febrúarmánuði siðastl., að enn þyrfti að lækka gengið um 20%, ef útflutnings- framleiðslan ætti ekki að stöðvast. Svo skýr rök voru færð fyrir nauðsyn þessarar ráðstöfunar, að fulltrúar Alþýðubandalagsins i stjórn og banka- ráði Seðlabankans treystu sér ekki til að vera á móti henni og greiddi annar þeirra atkvæði með henni, en hinn sat hjá. Það var von sérfræðinga á þessum tima, að umrædd ráðstöfun myndi nægja til að tryggja atvinnureksturinn. Rikisstjórn, sem þannig hefur tvifellt gengið á einu ári, verð- ur vart ásökuð fyrir það, að hafa brostið þor til að gera róttækar ráðstafanir. Viðskiptakjörin hafa hins vegar haldið áfram að versna og þvi er nú komið i ljós, að þessar ráð- stafanir hafa reynzt ófullnægjandi. En erfitt er með nokkurri sanngirni að deila á rikisstjórnina fyrir að hafa ekki gert róttækar ráðstafanir á timum, þegar þess var ekki talin þörf af sérfræð- ingum, sem gleggst áttu að geta metið útlitið. Þvi er nú haldið fram, að til viðbótar gengis- fellingunum hefði rikisstjórnin átt að gera rót- tækar ráðstafanir til að draga úr framkvæmdum og minnka þenslu á þann hátt. Það var hins vegar ljóst, að hefði það verið gert, myndi hafa hlotizt af þvi miklu meiri kjararýrnun en ella, einkum hjá láglaunafólki, og auk þess hefði komið til verulegs atvinnuleysis. Hætt er við, ef svo langt hefði verið gengið, að launþegasamtökin hefðu orðið enn harðari i kröfum sinum og ekki aðeins komið til verkfalla, heldur meiri kauphækkana, sem hefðu gert ástandið enn verra. Tillögur um slikan samdrátt bárust lika siður en svo úr herbúðum stjórnarandstæðinga, heldur komu þaðan kröfur um margvislegar hækkanir. Þess er að geta, að verðhækkun oliunnar hefur mjög ýtt á eftir þvi, að framkvæmdum i orkumálum yrði flýtt og þær auknar og lands- menn þannig gerðir óháðir oliunotkuninni. Þess vegna var bæði hafizt handa um Kröfluvirkjun og byggðalinu og byggingu járnblendiverksmiðj- unnar, ásamt þvi að kapp var lagt á að flýta Sig- ölduvirkjuninni sem mest. Nú telja sumir þeirra, sem mest ráku á eftir þessum framkvæmdum, að hægara hefði átt að fara i sakirnar. Ósennilegt er ekki, að þessi tónn eigi eftir að breytast, ef oliu- verðið hækkar, jafnframt þvi, sem þeim fjölgar, sem verða óháðir oliunni. — Þ.Þ. Magnús Ólafsson skrifar frá York: Concorde: Slysaskot — eða fjárfesting aldarinnar? Concorde í umferð 21. janúar næstkomandi HALLGRIMSKIRKJAN á Skólavörðuholtinu og Con- corde-þotan brezk-franska eiga ótrúlega margt sameig- inl egt. Hvort fyrirtækið fyrir sig er risavaxið, þótt á sinn hvorn mælikvarðann sé. Smfðatiminn fór fram úr öll- um áætlunum, og þegar verkið var vel á veg komið, þótti mörgum tilgangurinn heldur vafasamur. En nú er sá timi runninn upp, að farið er að hilla undir lokahögg smiðanna og hver veit nema bæði verkin verði að lokum helzta stolt viðkomandi þjóða. Að undan- förnu hefur þó Concorde-þotan verið meir i brennidepli en kirkja Hallgrims, og ætti það varla að undra marga. Hafa umræður snúizt um hávaða, kostnað, framtiðarhorfur og fleiri slík atriði og hefur sitt sýnzt hverjum. Concorde á nú að baki 11 ára meðgöngutima og 1254 milljón punda kostnað, sem hefur skipzt jafnt milli brezka og franska rikisins. Sú tala jafn- gildir um 450 milljörðum isl. króna, eða öll útgjöld rikisins i átta ár miðað við núverandi fjárlög. Auk þess hefur vélin 5000 klukkustunda reynslu i lofti miðað við t.d. 1400 klst. flugreynslu B747, áður en hún var sett á markað. Það þarf þvi ekki að koma á óvart, að bollaleggingar um fjárfest- ingu aldarinnar sé bæði mikl- ar og heitar. MEÐAL þeirra tæknilegu örðugleika, sem hönnuðir Concorde urðu að yfirstiga var flughæðin. Meðan venjuleg þota flýgur i um 30 þúsund feta hæð, er Concorde i 60 þúsund fetum. Þar er þrýstingsmunur utan og innan vélarinnar rúm- lega þrisvar sinnum meiri en i 30þúsund fetum. Við alvarlegt óhapp missir bæði áhöfn og farþegar samstundis meðvit- und, svo ekki sé talað um, að i þeirri hæð sýður blóðið. Þótt hugsanlegt óhapp sé minna og áhöfnin haldi meðvitund verð- ur þess að gæta, að Concorde er a.m.k. 4 minútur niður i 15 þúsund fet, þar sem súrefnis- innihald loftsins byrjar að vera nægilegt til að halda meðvitund, en venjuleg þota er ekki meir en tvær minútur. EN HVAÐ viðvikur tækni- legu hliðinni, þá hefur þó hávaðinn reynzt aðstandend- um Concorde öllu erfiðara við- fangsefni og kemur það til með að hafa hvað mest áhrif á söluhæfni vélarinnar. 1 sumar hafa staðið yfir hávaðamæl- ingar á þotunni á Heathrow-flugvellinum i London. Um miðjan október- mánuð birti viðskiptaráðu- neytið niðurstöðurnar eftir að hafa ráðgazt við iðnaðarráðu- neytið. Það er þessi skýrsla, sem hefur orðið aðalhvatinn að Concordeumræðum siðustu daga. Ráðuneytin segja vélina hafa brotið hávaðatakmörk Heathrow-flugvallar i um 70% mældra flugtaks- og lending- artilfella. Þótti sú tala þegar hin geigvænlegasta, en ekki nóg með það, heldur sýndist einnig mörgum maðkur vera i mysunni, og hafa þeir sömu margt til'sins máls. Mæling- una framkvæmdu viðskipta- og iðnaðarráðuneytin, en ekki umhverfismálaráðuneytið — með vin vorn Crosland land- helgisbr jótshetju i farar- broddi. „Hvers vegna?” spyrja menn og eru sterklega studdir af borgarráði. Þar kemur meðal annars fram, að Concorde fór oft yfir 133 deci- bela markið, sem er talið geta valdið heyrnarskemmdum. Þá nær hávaðinn til þrisvar sinnum stærra svæðis en hávaði frá venjulegri þotu. Auk þess hefur lekið út frá þeim mönnum, sem fram- kvæmdu mælingarnar, að tækin hafi verið staðsett 3,5 milur frá flugtaksstað, en við venjulegar aðstæður er miðað við eina milu. Og aðgerðir yf- irvalda munu ekki vera fólgn- ar I að dempa hávaðann, sem þykir illmögulegt sem stend- ur, heldur að hækka hávaða- takmörkin, og hefur Concorde andstæðingum þótt það heldur skringileg ákvörðun. Brezk blöð virðast hafa hik- að að fordæma hávaðann, og hafa þannig áhrif til myndun- ar sterks almenningsálits, sem myndi beinast gegn Con- corde, og þá hugsanlega getað seinkað komu vélarinnar á markaðinn. Blöðin vita mikil- vægi þess, að þotan komist á markað sem fvrsl no einhiioi; hluti stofnfjármagnsins komi til baka. Svo og vinna þúsund- ir manna við smiði hinna 16 véla, sem eru i undirbúningi og atvinnuástandið er ekki upp á það bezta sem kunnugt er. Þess heldur leggja þau á- herzlu á atriði eins og skoðanir reynsluflugmanna Concorde, sem segja hávaðann fara minnkandi með aukinni reynslu flugmannanna. Auk þess hefur verið bent á, að þéttbýli kringum Heathrow sé fram úr öllu hófi og hávaða- takmörkin þvi svo lág. Er þá gjarnan vitnað til Charles de Gaulle flugvallarins, en fyrir tiu árum stöðvuðu Frakkar allar byggingaframkvæmdir á þvi svæði. Svo helztu mótmæl-_ in hafa komið frá samtökum ibúa af Heathrow-svæðinu, sem telur um 3 millj. manna. ÞAÐ ER alkunna, að á- ætlunarflug þarf a.m.k. tvo flugvelli. Og ekki er sama hvar flugvellirnir eru eða hvað þeir heita. Dallas i Texas, Montreal i Canada, Melbourne í Ástraliu, flugvell- ir i Japan og Mið-Asiu eru allt stórir staðir, sem hafa sam- þykkt Concorde og fer það vel. En varðandi N-Atlantshafs- flugið, þá eru mikilvægustu pölarnir Heathrow og Kenne- dy-flugvöllurinn i New York. Eins og fram hefur komið er liklegt, að Heathrow verði að samþykkja Concorde, en það sama er ekki upp a teningnum i New York. Flutningamála- ráðherra Bandarikjanna, William Coleman, hefur nú fengið hávaðaskýrslu þá, sem hér hefur verið drepið á, en ekki er búizt við að ákvörðun verðitekinfyrreni nóvember. Nú þykir ljóst, að Concorde svarar ekki háðvaðaskilyrð- um, og þvi má álita að niður- staða bandariskra yfirvalda verði algjörlega stjórnmála- legs eðlis. Þ.e. hvort tengsl Bandarikjanna við Bretland og Frakkland séu mikilvægari en mótmæli ibúa við Kenne- dy-flugvöll. Og þótt sú niður- staða verði Concorde i hag er málið ekki leyst. Bandariskir þegnar hafa þann lagalega rétt, að þyki þeim réttindum sinum ógnað á einhvern hátt, mega þeir leggja málið fyrir rétt. Og Concorde þykir ógna voldugir sjóðir hafa safnazt til að borga þeim fjölda lögfræð- inga, sem boðið hafa fram lið- veizlu sina. Kennedy-leyfið er afger- andi. Án þess mundu t.d. stóru bandarisku flugfélögin TWA og Pan Am trúlega aldrei kaupa Concorde. En það er einmitt aðalatriðið. 1 dag hafa einungis niu vélar selzt til British Airways og Air France, en það er li'tið brot af þeirri sölu, sem þarf til að ná upp i stofnkostnaðinn. Kin- verjar vilja fá tvær vélar og eins tranir, en báðar þjóðirnar hunu halda að sérhöndunum, þar til ljóst verður hvernig þær revnast i áætlunarflugi. Þar eru rúmir 43 milljarðar islenzkra króna, sem gætu komið i kassann, en kaupverð hvers „stykkis” er 10.8 mill- jarðar króna (isl.). Fái Concorde grænt ljós i Bandarikjunum, eru allar lik- ur á, að vélin einoki flutninga á 1. flokks farþegum, sem eru um 2 millj.árlega. Fyrsta far- rými i Concorde tekur 100 far- þega og býður upp á úrvals- þjónustu. En það sem máli skiptir er, að Concorde bvður UPP á hraða. Og vestrænir kaupsýslumenn, sem hvorki hugsa i dollurum né pundum — heldur minútum, munu velja Concorde vegna tima- sparnaðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.