Tíminn - 14.11.1975, Síða 1

Tíminn - 14.11.1975, Síða 1
PRIMUS HREYFILHITARAR í VÖRUBÍLA OG VINNUVÉLAR HF HÖRÐUR GUIf NARSSON SKÚLATÚNI 6 - SÍMI (91)19460 Sjá enn- fremur línurit á bls. 2 <>9 útdrátt úr skýrsl- unni í OPNU Gæzlan fer ró- lega af stað Oó—Reykjavík — Tæknilega séð geta afköst is- lenzka fiskiskipaflotans numið allt að 1 millj. tonna afla á ári. Meðalafrakstur botnfiskstofna var á timabilinu 1958-’73 730 þús. tonn, en mun minni hin siðari ár. Afkastageta fiskiskipaflotans er þegar 'meira en fullnægjandi, jafnvel þótt mið- að sé við að íslendingar nýti fiskstofnana einir. Miðað við okkar hlut i aflanum er afkastagetan rúmlega tvöfalt meiri en nauðsyn getur talizt. A sama tima og sóknin eykst, minnkar heildarafl- inn. Þorskaflinn minnkar um 8.800 tonn á ári. Verði svo fram haldið sem horfir i sjávarútvegs- málum, hrynur þorskstofninn, svipað og sildar- stofninn, upp úr 1980. Verðmæti islenzka fiski- skipaflotans óx um 133% á árunum 1962-’74. Á sama tima óx aflaverðmæti um 29,5% og hver króna, sem bundin er i fiskiskipum, gefur aðeins af sér 55% af þvi, sem hún gerði árið 1962. Þessar upplýsingar eru úr skýrslu um þróun sjávarútvegs, sem gerð var af starfshópi, sem til- nefndur var af Rannsóknaráði rikisins um stöðu islenzks sjávarútvegs og spá um þróun fram til 1980. Starfshópurinn hélt fund með blaöamönnum i gær og skýrði i stórum dráttum frá innihaldi skýrslunnar og helztu niðurstöðum. Það sem fyrst og fremst vekur athygli, er að ástand þorskstofns- ins við Island er miklu verra en búizt var við, og hætta er á að stofninn hrynji eftir nokkur ár, ef virkari stjórnun sjávarútvegs verður ekki tekin upp. Og virk stjórnun felst fyrst og fremst I þvi að samræma sóknina afkastagetu fiskstofna. Lagði starfshópurinn áherzlu á, að taka verði upp virka stjórn þegar á næsta ári til að koma i veg fyrir að árgangur þorsksins frá 1973 verði ek’ki drepinn niður, þvi það er eini sterki árgangurinn, sem nú er að vaxa. Ef ekkert verður aðhafzt, eru i mesta lagi 4-5 ár þar til þorskurinn hverfur af Is- landsmiðum um ófyrirsjáanlegan tima. En hvaðáað gera? Starfshópurinn kvað það ekki sitt hlutverk að taka pólitiskar ákvarðanir, heldur aðeins að benda á leiðir og afleiðingar. Að leggja hluta af flotanum mun vera hagkvæmasta leiðin, en það er ekki einfalt mál. Ef sjóðakerfið verður lagt niður, mun hluti flotans verða að hætta veið- um. Þannig má halda áfram að telja upp, hvaða stjórnunaraðferðir verður nauðsynlegt áð taka upp. 1 skýrslunni er talið mjög óliklegt, að virkri stjórnun verði komið við, ef íslendingar verða enn um sinn að veiða i kapp við útlendinga. Talið er liklegt, að stjórnunaraðferðir verði óbreyttar, og mun þorskafli Islendinga þvi haldast álika og sið- ustu ár, eða 230 þús. tonn næstu þrjú árin. En árið 1979 er gert ráð fyrir að hann falli ört, og óvissa rikir um þorskafla eftir 1980. Þá er raunar talið, að um algjört hættuástand verði að ræða. STJORNARFLOKKARNIR FJALLA UAA FREKARI VIÐ- RÆÐUR VIÐ V-ÞJÓÐVERJA ísland með síldveiði- banni, ef samstaða er um það OÓ—Rvik — íslendingar eru reiðubúnir að styðja tillögu um algjört bann við sildveiðum i Norðursjó, ef algjör samstaða næst um það á fundi Norður-At- lantshafsfiskveiöinefndarinnar, sem nú stendur yfir i London. Bretar munu vera búnir að veiða sinn kvóta af sild þar bæði i ár og næsta ár. Danir eru komnir langt fram yfir það magn, sem þeim var úthlutað, og islenzku sildveiðiskipin eiga töluvert eftir af næsta árs kvóta. Þótt við höfum ekki viðurkennt sam- komulagið um kvótaskiptinguna, munu islenzku fulltrúarnir tilbún- ir að styðja algjört bann við sild- veiðum i nót i Norðursjónum. Gsal-Reykjavik — Siðustu tvo daga hafa tveir sérfræðingar sambandsstjórnarinnar I Bonn verið hér á landi til viðræðna við islenzka sérfræðinga i tengslum við samningaviðræður islendinga og V-Þjóðverja um landhelgis- málið. i gær gerðist það hins veg- ar að islenzka samninganefndin, sem ræddi við Þjóðverja á dögun- um, átti fund með þýzku sérfræð- ingunum og ræddu þá ráðherr- arnir tveir, Einar Agústsson, ut- anrikisráðherra og Gunnar Thor- oddsen, félagsmálaráðherra, sér- staklega við Þjóðverjana. Að sögn Gunnars Thoroddsen voru til umræðu á fundinum nokkur atriði sem voru óljós á samningafundunum hér fyrir skömmu, en hafa nú verið könnuð nánar. Að öðru leyti kvaðst Gunn- ar ekki geta tjáð sig um það, sem rætt hefði verið. Timinn innti Gunnar Thorodd- sen eftir þvi, hvort frekari samn- ingafundir með Þjóðverjum hefðu verið ákveðnir. Gunnar sagði, aö það mál væri ennþá á döfinni og það hefði verið sérstak- lega um það fjallað á þingflokks- fundum beggja stjórnarflokk- anna i gær. Þýzku sérfræðingarnir sem hér hafa dvalizt eru dr. Arno Meyer, fiskifræðingur og aðalráðgjafi Bonn-stjórnarinnar, og Gero Möcklinghoff, fiskimálastjóri. Að sögn Jóns Jónssonar, for- stjóra Hafrannsóknarstofnunar- innar voru rædd á fundunum með Þjóðverjunum tæknileg atriði sem snertu veiðar Þjóðverja hér við land, en Jón sagði, að fiski- fræðileg atriði hefðu ekki borið á góma, enda væri enginn ágrein- ingur um þau mál á milli þjóð- anna. Gsal-gébé—Reykjavik — Land- heigisgæzian mun fara róiega af stað fyrst um sinn, og við munum ekki verða með neinn gauragang i nótt, sagði Pétur Sigurðsson, for- stjöri Landhelgisgæzlunnar, i samtaii við Timann i gærkvöldi. — Venjulega aðvörum við erlendu skipin um miðnætti á stundum sem þessum, en svo biðum við birtingar og sjáum hverju fram vindur, sagði Pétur Timinn innti Pétur Sigurðsson eftir þvi, hvort störf Landhelgis- gæzlunnar yrðu á einhvern hátt með öðrum hætti á morgun en Þýzku sérfræðingarnir halda utan i dag. siðustu daga, og svaraði hann þvi til, að þau yrðu óbreytt. Pétur kvað öll varðskipin vera á miðun- um, utan Alberts, sem lægi i Reykjavikurhöfn. — Varðskipin hafa öll fengið sin fyrirmæli, þannig að þeirra að- gerðir verða samræmdar, sagði Pétur. Um klukkan 18 i gærkvöldi voru um fimmtiu brezkir togarar á veiðum hér við land, flestir úti fyrir Austfjörðum. Vestur-Þjóð- verjar voru utan við 200 milna landhelgina, en einn v-þýzkur togari sást þó á veiðum innan 200 milna markanna, að sögn Péturs Sigurðssonar. Tveir færeyskir togarar voru að veiðum innan 200 milnanna fyrir austan. Fjörtiu og sex brezkir togarar voru að veiðum fyrir Austurlandi, og sex voru út af Vestfjörðum. Færeyskutogararnir tveir voru á mjög svipuðum slóðum og þeir brezku. Pétur Sigurðursson, forstjóri kvaðst búast við þvi að tæpur helmingur brezku togaranna myndi halda heim á leið á næstu dögum. l'/a milljón gébé—Rvik — Einni og hálfri milljón króna var stolið I gær úr vöruafgrciöslu Fiugfélagsins Vængja á Reykjavlkurflugvelli. Var Húnaðarbankinn i Reykja- vik að senda útibúi sinu á Hólmavik þessa peninga og lá pakkinn uppi á hillu i afgreiðsl- unni. A6 sögn rannsóknarlögregl- unnar i Reykjavik mun þjófnað- urinn hafa verið framinn milli klukkan eitt og fimm i gærdag, en um seðlana, sem allt voru fimm þúsund og eitt þúsund stolið króna seðlar, var búið i venju- legum pappir og pakkinn merktur útibúi Búnaðarbank- ans á Hólmavik. Að sögn Magnúsar Jónssonar banka- stjóra, er vitað um númerin á seðlunum, en erfitt gæti orðið að fylgjast með þeim, þegar þeir koma inn i verzlunum eða bönk- um. Vill þvi rannsóknarlögregl- an beina þeim tilmælum til allra þeirra, sern áttu leið um vöruaf- greiðslu Vængja á tfmabilinu frá klukkan eitt til fimm i gær- dag . að láta sig vita ef þeir hafa séö eitthvað grunsamlegt.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.