Tíminn - 14.11.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.11.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Föstudagur 14. nóvembcr 1975 ÞORSKURINN Á SÖMU LEIÐ OG SÍLDIN i SKÝRSLU starfsnefndar, sem tilnefnd var af Rannsóknaráöi rlk- isins til aö gera úttekt á þróun sjávarútvegs, kemur meðal annars fram, aö þorskstofninn viö island er á góöri leiö meö aö hljóta sömu örlög og sildin. Verði ekki dregiö úr ofveiöinni, mun stofninn hrynja. Þessi linurit eru i skýrslunni og sýna glögglega, hvernig ástand þorskstofnsins er og hvernig fór fyrir sildinni. Sést þar aö þorsk- stofninn verður áriö 1979 aðeins 1/10 þess sem hann var 1970. Hrun sildarstofnins átti sér staö undir svipuöum kringumstæöum, og mörg ár geta liöið, þar til stofninn réttir viö aftur. Myndin sýnir einnig, aö árin 1975-’78 veröur hrygningarstofninn rétt fjóröungur þcss, sem áöur var. Sé tekiö tillit til þess, aö af sföustu 5 árgöngum er aðeins einn sterkur, veröur enn ljósari nauösyn þess aö draga úr sókn i þorskstofninn og nota þennan eina góöa árgang tii þess aö koma i veg fyrir algjört hrun hrygningarstofnsins. Forsenda þess, að hægt veröi að koma I veg fyrir hrun hrygningarstofnins er aö út- lendingar hverfi af miöunum ekki siöar en i ársbyrjun 1976, og aö ts- lendingar dragi úr sókn sinni i þorskinn um 15%. H£:R er sýnd þróun þorskafla og alls annars botnfisks, sem hefur veriö nýttur á islandsmiö- um. Þorskafli hefur minnkaö um 8.800 tonn á ári miöað viö timabiliö 1958—’74. 1951—'60 var meöalaflinn á ári 468 þús. tonn, 1960—'71 var meöalaftinn kom- inn niður I 395 þús. tonn. Miöaö viö aö spár standist um þorsk- afla fram tii 1979 má búast viö aö meöalaflinn á ári þennan áratug veröi um 325 þús. tonn. Þorskafli A. Forsenda 1: (lina 1.) Búast má viö hægfara afla- minnkun fram til 1978 eöa úr 370 þús. tonnum niöur i 320 þús. tonn. Á árinu 1979 verður afla- brestur og aflinn fellur um tæp 100 þús. tonn niður f um 230 þús. tonn. Eftir 1980 má búast viö enn frekari afiaminnkun. Hugs- anlegt er, miöaö viö meöalá- stand, aö árleg meöalminnkun verði um 20 þús. tonn, þannig aö 1985 veröi aflinn kominn allt niður I 100 þús. tonn. Þessi niðurstaöa byggist á þvi, aö ekki veröi algjör brestur á viökomu stofnsins (recruitment break- down) svo sem átti sér staö I sildarstofnunum. Fari svo þarf ekki aö búast viö afla. B. Forsenda 2: (lina 2). Búast má viö áþekkri þróun og að framan greinir. Aflinn fram til 1978 helst þó heldur meiri vegna meiri sóknar. Áriö 1979 veröur iviö meira hrun I afla eöa um 120 þús. tonn. Eftir 1980 verður svipuö þróun og undir A. nema heldur lakari afli fæst. Sama hætta er á viökomu- bresti stofnsins. C. Forsenda 3 og 4: (lina 3). Miöað viö virka stjórnun hafa mismunandi forsendur um þró- un lögsögumála ekki gildi. Veröi tekin upp virk stjórnun yröi afl inn á næsta ári aö dragast veru- lega saman eöa úr 310 þús. tonn- um, sem búast má viö, miðað viö óbreyttar stjórnunaraöferö- ir, i 210 þús. tonn. tJr þvi má bú- ÞESSI EINA TEGUND HENTAR I ALLT | Tvöföld ending Fæst í flestun kaupfélögum (ÆTTI AÐ FÁST í ÖLLUM) I ÞORSKUR 7 ÁRA OG EIDRI KYNÞROSKA HLUTI STOFNSINS NORSK- ÍSLENSKI SÍLDARSTOFNINN KYNÞROSKA HLUTI STOFNSINS ast viö stööugri aflaaukningu. Hversu ör sú aukning veröur er fyrst og fremst komiö undir þvi, hvernig klak tekst. Fram til 1979 eru fyrir hendi visbendingar um þessa þróun, en eftir þann tima er byggt á meöalástandi. Sam- kvæmt þvi getur afli áriö 1985 veriö kominn yfir 400 þús. tonn. Botnfiskafli A. Forsenda 1: (lina 4). Búast má viö heldur örari rýrnun heildarbotnfiskafla en jmrskafla á næstu árum. Veldur þar mestu, aö stærstu botnfisk- stofnarnir eru aö komast I svip- aöa stööu og þorskurinn, t.d. er reiknað meö, aö ufsaafli minnki um 10 þús. tonn á næsta ári. Þvi má búast viö, aö heildar- botnfiskafli veröi jafnvel kom- inn niöur fyrir 300 þús. tonn 1985. Er þá reiknaö út frá meöalástandi. Veröi viökomu- brestur hjá einhverjum megin- stofni má búast viö enn minni afla. B. Forsenda 2: (lina 5). Samkvæmt þessari forsendu veröur áþekk þróun og undir A. Þaö, sem skilur á miili er, aö aflifyrri hluta timabilsins fram til 1979 veröur meiri vegna meiri sóknar. Eftir 1979 má bú- ast viö heldur rýrari afla eöa sem nemur 10—20 þús. tonnum. C. Forsenda 3 og 4: (lina 6). Veröi forsenda um virka stjórnun aö veruleika, þarf botnfiskafli aö minnka niöur i um 470 þús. tonn 1976, sem er um 80 þús. tonnum minni afli en áætiaö er aö óbreyttum stjórn- unaraöferöum. Búastmá viö, aö 1985 veröi botnfiskaflinn kominn upp í svipað magn og var á ára- tugnum 1960—1970. A ÞESSUM linuritum sést, hvernig fer fyrir þorskstofninum, ef svo heldur fram sem horfir og engri stjórnun veröur viö komið. Einnig sést hvernig fer, ef útlendingar halda áfram veiðum hér viö land, og sýnt er fram á, hvernig rétta megi við meö stjórnun sóknar. Þorskafli A. Forsenda 1: (Lina 1, mynd 1). Fram til 1978 má búast viö, aö þorskafli Islendinga verði á bilinu 300-350 þús. tonn. Arið 1979 má búast viö allt aö 100 þús. tonna aflaminnkun. Miöaö viö meöalástand er þess aö vænta, að afli veröi minni en 200 þús. tonn. Veröi viðkomubrestur hrapar afli. B. Forsenda 2: (lina 1, mynd 2) Fram til 1978 má búast viö um 200-250 þús. tonna afla. Arið 1978getur aflinn hrapaö I 160 þús. tonn. Vænta má innan við 200 þús. tonna afla eftir 1980. Veröi viökomubrestur hrapar afli. C. Forsenda 3 (lina 2, mynd 1). Draga verður úr sókn á næsta ári sem nemur þvl, aö afli fari niður undir 200þús. tonn. Eftir 1976má búast við bata, þannig aö fram til 1980 verði afli 260-300 þús. tonn. Eftir 1980 má reikna meöársafla milli 300og 400þús. tonn, og jafnvel meira veröi viökoma góö á næstu árum. D. Forsenda 4 (lina 2, mynd 2). Miðað viö forsendu um aðlögunartlma útlendinga sé gild, þýðir þessi möguleiki, að Islendingar dragi afla sinn saman sem nemur rúmum 100 þús. tonnum. Aflinn 1976 veröur þá tæp 100 þús. tonn. A árinu 1977 má búast viö tvöföldun og að afli veröi um 200 þús. tonn. A árunum 1978-1980 má búast við 240-280 þús. tonna ársafla og eftir 1980 veröur afli svipaöur og undir C. Botnfiskafli A. Forsenda 1: (lina 3, myndl) Fram til 1979 má búast við, að heildarafli botnfisks verði 500- 600 þús. tonn, en fari smám saman minnkandi eftir þann tima. Aflafall verður væntanlega 1979, sem stafar að mestu af minnkandi þorskafla. Einnig minnkar afli annarra teg- unda nokkuð. Vænta má, að 1979 fari afli niður i 450 þús. tonn. Eftir 1980 má búast við afla, sem er undir þessu marki. B. Forsenda 2: (lina 3, mynd 2). Miðað viö þessa forsendu má búast viö, aö afli Islendinga liggi á bilinu 300-400 þús. tonn fram til 1985, sem er nckkuð áþekkur afli og fengist hefur. C. Forsenda 3: (lina 4, mynd 1). Miðað viö þessa forsendu þarf aö draga úr sókn, sem sam- svarar um 170 þús. tonna afla. Þannig aö heildarfiskaflinn verði 450-460 þús. tonn 1976. Eftir þann tima má búast viö bata og að heildarbotnfiskafli veröi kominn I um 700 þús.tonn 1985. D. Forsenda 4: (lina 4, mynd 2). Draga þarf úr afla Islendinga niður i um 250 þús. tonn á næsta ári. Eftir það má búast við örari bata en undir C og að heild- arafli veröi kominn i svipað magn 1985.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.