Tíminn - 14.11.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 14.11.1975, Blaðsíða 5
Föstudagur 14. nóvember 1975 TÍMINN 5 Lúðvík hefur dður samþykkt land- helgissamninga Samkvæmt frásögn Þjóð- viljans i gær varpaði Lúðvik Jósepsson cftirfarandi spurn- ingu fram i umræðum utan dagskrár um landhclgismál- ið: „Hvað á að gera i málefnum okkar sjáifra, ef samið verður viö aðrar þjóðir um t.d. 100 þúsund tonn samanlagt, sem er langt undir þeirra kröf- um?” Þessi ummæli voru túlkuð hér á þann veg, að Lúðvik gæti hugsaö sér einhverjar undan- þágur, úr þvi að hann nefndi ákveðið aflamagn. Annars hefði hann tæpiega nefnt töl- una 100 þúsund tonn. Lúðvik er af mörgum talinn raunsæjasti stjórnmálamaöurinn I Al- þýðubandalaginu. Þar af leið- andi hefur hann aldrei verið samfcrða samflokksmönnum sinum i mengunarpólitik flokksins, sem þeir standa fyr- ir félagarnir Stefán Jónsson og Jónas Arnason. Þvert á Lúðvik Stefán Jósepsson Jónsson móti hefur Lúðvik staðið i báða fætur og gert sér grein fyrir slaðreynduúi I mörgum málum.þó að stúndum hafi orðið bið á sliku, sbr. iand- helgissamningana 1973. Þá stóð Lúðvik fast á móti i byrj- un, en geröi sér siðan grein fyrir, að samningarnir voru hagstæðir, og samþykkti þá þess vcgna. Með þetta i huga er ekkert ósennilegt, að Lúðvik sé að snúast hugur nú, þó að hann láti þaö ekki uppi nema að takmörkuöu leyti. Aðvörun til Lúðvíks Með tilliti til fyrri hegðunar Lúöviks i landhelgismálinu er það ósanngjarnt, þegar flokksbræður hans á þingi ráð- ast með offorsi á blaðamenn, sem álykta, að sagan kunni að endurtaka sig, þ.e. að Lúðvik vilji semja aftur i landhelgis- málinu. Reiði Stefáns Jóns- sonar utan dagskrár I samein uðu þingi í gær, er hann veitt- ist að blaðamanni Timans, beinist þvi i raun fremur að Lúðvik en blaðamanninum. Það má skilja hana sem nokk- urs konar aðvörun til Lúðviks um að Ijá ekki máls á samningum. Þetta er ekki I fyrsta skipti, sem Stefán Jónsson kúskar forystumenn Alþýðubanda- lagsins. Enn er mönnum I fersku minni hvernig hann og Jónas Árnason beygðu Magnús Kjartansson i járn- blendimálinu. Þá voru viðhöfð nákvæmlega sömu vinnu- brögð og nú. f stað þess að skamma Magnús opinberlega réðust þeir félagar á Gunnar Thoroddsen. Vonandi lætur Lúðvik ekki kúga sig, heldur fylgir sann- færingu sinni. — a.þ. Athugasemdir vegna Eiður Guðnason fréttamaður sjónvarps: skrifa a.þ. um sjónvarpsþætti EINHVER, sem kallar sig a.þ., hefur tvo undanfarna daga skrifað um fréttaskýr- ingaþætti sjónvarps i dálkinn ,,A viðavangi” i Timanum. Þar sem mér eru málin skyld, óska ég eftir að Timinn birti eftirfarandi: Þátturinn um Þrýstihópa og þjóðarhag var saman settur að tilmælum útvarpsráðs. Þau voru einnig tilmæli ráðsins, að i þessum þætti yrði ekki leitað til stjórnmálamanna um þátt- töku. Útvarpsráð gerir sér betur grein fyrir þvi en a.þ., að ekki er nauðsynlegt, né heldur alltaf framkvæman- legt, að öll sjónarmið komi fram i sama þætti. Meginsjón- armiðið er, að jafnvægis gæti, þegar litið er til lengri tima. Visa ég þvi á bug þeirri að- dróttun, aö hér hafi verið um óheiðarleg vinnubrögð að ræða. A.þ. vitnar i umræður, sem fóru fram I fréttaskýringa- þættinum Kastljósi i fyrravor, um gang og meðferð dóms- mála. Yfirsakadómaranum i Reykjavik var þar boðin þátt- taka. Hann kaus að senda full- trúa i sinn stað. Andstætt þvi sem a.þ. heldur fram, þá var fulltrúanum kunnugt um það i öllum meginatriðum, hvaða mál myndi bera á góma i um- ræðunum, enda kom það fram af máli hans i þættinum. Enn verður að visa á bug aðdrótt- unum a.þ. um óheiðarleg vinnubrögð. Alvarlegasta aðdróttunin, sem a.þ. klykkir út með, er á þessa leið: „Það vekur til dæmis mikla furðu, að sjón- varpið skuli hvað eftir annað leita til manna, sem uppvisir hafa orðið að alvarlegum fréttafölsunum á öðrum vett- vangi og fá þá til að stjórna fréttaskýringaþáttum”. Nú skora ég á a.þ. að: Koma fram f dagsljósið og hætta aö fela sig á bak viö stafina a.þ., og I örðu lagi að nafngreina þann mann eða þá menn, sem annazt hafa frétta- skýringar i sjónvarpi og orðið hafa uppvisir að fréttafölsun- um, á öðrum vettvangi, eins og hann orðar það. 1 grein sinni á þriðjudag sezt a.þ. i dómarasæti og dæmir okkur, sem að þessum þáttum hafa unnið, annars flokks blaðamenn. Hann um það, en finni a.þ.ekki orðum sinum og aðdróttunum stað, og komi fram undan felustöfum sinum, þá hljóta ummæli hans og full- yrðingar að skoðast sem ó- merkilegasta tegund skúma- skotablaðamennsku, — með öðrum orðum ósannindavað- a^- Eiður Guðnason. Alfreð Þorsteinsson: Sjónvarpsmenn verða að þola gagnrýni GETUR VERIÐ, að fréttastjóri sjónvarpsins og sumir undir- manna hans séu orðnir svo óvanir gagnrýni, að þeir hafi afmáð þetta hvimleiða orð úr oröabók- um sinum og vilji ekkert með það hafa? Rembingurinn, sem fram kem- ur i athugasemd Eiðs Guönason- ar, handhafa móðurmálsverð- launa sællar minningar, er ótrú- lega mikill i jafnstuttri grein, en það sýnir einungis, hve „hin nýja stétt” litur stórt á sig. Nóg um það. Greinarhöfundur gerir þrjú atriði að umtalsefni, og verður þeim svarað hér á eftir i stuttu máli. 1. Umræðuþátturinn um þrýsti- hópana batnar ekkert við þær upplýsingar, að útvarpsráð hafi mælt svo fyrir, að hann skyldi fara fram með þeim hætti, að þar kæmu ekki fram stjórnmálamenn. Útvarpsráð hefur áreiðanlega ekki ætlazt til þess, að stjórnandi þáttarins léti hann þróast upp i óhróður um stjórnmálamenn. Þarna bráststjórnandinn, viljandi eða óviljandi, hlutverki sinu. 2. Út af þættinum „um gang og meðferð dómsmála” vil ég að- eins endurtaka það, að fulltrú- anum frá sakadómaraembætt- inu var ekki nema að litlu leyti kunnugt um, hvað fjallað yrði um i þættinum, a.m.k. vissi hannekki fyrirfram um þau til- teknu mál, er lögreglumenn- irnir spurðu um. Það kom fram I svörum hans i þættinum. 3. Sá maður, sem átt er við, þegar rætt er um fréttafalsanir á öðr- um vettvangi, er Vilmundur Gylfason. Undanfarna mánuði hefur hann ritað vikulegar greinar i dagblaðið Visi. Ég held, að mér sé óhætt að full- yrða, að nær öllum greinunum hafi verið svarað og ósannindin rekin ofan i greinahöfund. Aðlokum þetta: Það eru gerðar sérstakar kröfur til sjónvarpsins um vandaðan og heiðarlegan fréttaflutning, þar sem hér er um rikisfjölmiðil að ræða. Sjónvarp- inu hefur á undanförnum árum tekizt að sigla framhjá hættuleg- um skerjum, sem ávallt hljóta að verða á leiðinni, þegar gæta þarf hlutleysis. En það þýðir ekki endilega, að sjónvarpið sé hafið yfir gagnrýni. Eiður Guðnason, og helzti sam- starfshópur hans, ætti að manna sig upp i það að taka gagnrýni, þegar hún er borin fram. Að öðrum kosti verður annars flokks blaðamennskan allsráðandi — a.þ. Lúðvík Jósepsson: ## Óþokkaleg skrif" „Herra ritstjóri Þórarinn Þórarinsson. 1 blaði þinu birtust i dag óvenju óþokkaleg skrif um mig og af- stöðumina i landhelgismálinu. Af þeim ástæðum sný ég mér til þin með beiðni um, að þú birtir þetta bréf mitt i Timanum, eða full- nægjandi leiðréttingu á þeim ósannindum, sem blaðið birti um mig. Skrif þau, sem ég á við, birtust i Timanum I dag, 13. nóvember, og eru undirskrifuð a.þ., sem mun merkja Alfreð Þorsteinsson, sem er fréttamaður blaðsins á Al- þingi. Grein a.þ. i Timanum ber yfirskriftina: Vill Lúðvik semja um 100 þús- und tonn? í greininni segir orðrétt: „Það vakti athygli i þessu sam- bandi, að Lúðvik Jósepsson nefndi sjálfur töluna 100 þúsund tonn sem hugsanlegan aflakvóta fyrir útlendinga. Ekki verður önnurályktun dregin af þvi en sú, að Lúðvik telji óhjákvæmilegt að leyfa veiðar erlendra fiskiskipa innan landhelginnar að einhverju marki.” Hér er um meiri og ósvífnari fréttafölsun að ræða en ég minn- ist að hafa áður séð. I máli minu á Alþingi beindi ég þvi til rikis- stjórnarinnar að hún lýsti þvi yf- ir, að engir undanþágusamningar við útlendinga yrðu gerðir. Ég hefi marg sinnis að undan- förnu lýst yfir eindreginni and- stöðu minnivið samninga við út- lendinga um fiskveiðiheimildir i fiskveiðilandhelginni. Flest, ef ekki öll dagblöð landsins hafa skýrt frá þessari afstöðu og ekki efast ég um, að þú viðurkennir fúslega að þessi afstaða min hefir ljóslega komið fram. 1 máli minu á Alþingi I gærdag kom þessi af- staða skýrt fram eins og áður. Ég benti á að allir samningar við út- lendinga um veiðiheimildir, hlytu eins og nú er komið að leiða yfir okkur hrikalegan vanda. Jafnvel minnstu undanþágur eins og t.d. 100 þúsund tonn hlytu að leiða til þess að skerða yrði veiðiheimildir Islendinga, ef fara ætti eftir áliti fiskifræðinga okkar um þol fiski- stofnanna. Grein a.þ. er öll með eindæm- um. Hann likir kröfu minni um það, aö landhelgin verði varin af öllu afli, með töku landhelgis- brjóta eða með þvi að klippa frá þeim veiðarfæri, sem jafngildi þess að koma upp „upplýsinga- miðstöð erlendra veiðiþjófa.” Ég vænti þess, að sem aðalrit- stjóri Timans birtir þú þetta bréf, eða biðjist á annan hátt afsökunar á ósvifinni fréttafölsun a.þ. Lúðvík Jósepsson.” Athugasemd: Rétt er, að það komi fram, að umrædd skrif, er Lúðvik vitnar til, voru ekki á þingfréttasiðu blaðsins. Frásögn blaðsins af um- ræðunum frá Alþingi mótmælir hann ekki, og er þvi fráleitt að tala um fréttafölsun i þvi sam- bandi. Að öðru leyti svarar a.þ. fyrir sig i þættinum ,,Á viða- vangi” i dag. — Þ.Þ. Framleiðsla hafin á ný hjá Sanitas: HEILBRYGÐIS- YFIRVÖLD FUNDU EKKERT ATHUGA' VERT Gsal-Reykjavík — Framleiðsla á Sanitas-gosdrykkjum er nú aftur komin i eðlilegt horf, en sem kunnugt er var framleiðslan stöðvuð um tíma, þar eð lútur fannst I þremur gosdrykkjar- flöskum frá fyrirtækinu, þann 30. október sl. Sanitas stöðvaði framleiðslu sina i samráði við heilbrigðisyfir- völd, og innkallaðar voru allar gosdrykkjabirgðir. Samhliða voru gerðar mjög viðtækar próf- anir á lager verksmiðjunnar og á birgðum mjóg margra kaup- manna viðs vegar á sölusvæðinu, og höfðu heilbrigðisyfirvöld þær athuganir með höndum. Niður- stöður prófananna voru á þá lund, að hvergi fannst nokkuð athuga- vert, og ekkert benti til þess að framleiðslunni væri ábótavant. Þann 6. þ.m. var svo gefin út yfirlýsing heilbrigðisyfirvalda þess efnis, að ekkert væri þvi til fyrirstöðu að framleiðsla hæfist á ný af fullum krafti, og eru nú Sanitas-gosdrykkir aftur á boð- stólum i verzlunum um allt land. Sanitas-gosdrykkir eru nú aftur fáanlegir i verzlunum, eftir nokkurt hlé og hér má sjá einn af starfsmönnum verksmiðjunnar við dreifingu á gosdrykkjunum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.