Tíminn - 14.11.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 14.11.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Föstudagur 14. nóvember 1975 INGVAR HELGASON Vonarlandi v/Sogaveg, símar 84510 og 845T0 40 ára verk- stjórafélag Stjórn Verkstjórafélagsins Þórs. Sitjandi frá vinstri: Jón Erlends- son formaður og Markús Guð- jónsson varaformaður. Standandi frá vinstri: Jón S. isdal gjaldkeri, Guðmundur H. Sigurðsson ritari og Sigurþór Jónsson meðstjórn- andi. gébé Rvik — Verkstjórafélagið bór hélt nýlega upp á fjörutiu ára afmæli sitt, og efni i þvi tilefni til hófs á Hótel Sögu 1. nóvember. 1 tilefni afmælisins voru tveir af fyrrverandi formönnum þess, Gisli Guðmundsson, yfirverk- stjóri hjá Héðni, og Þorvaldur Brynjólfsson, yfirverkstjóri hjá Landsmiðjunni, gerðir að heið- ursfélögum og sæmdir gullmerki félagsins fyrir vel unnin störf. Verkstjórafélagið bór er félag verkstjóra i málm- og skipasmiði, en það var stofnað 2. nóvember 1935 af nokkrum verkstjórum i Reykjavik. Félagið hefur unnið ötullega að bættum kjörum verk- stjóra, og eru félagsmfenn nú dreifðir um land allt. Meðlimir geta þeir verkstjórar orðiðt sem starfa við málm- og skipasmiði og hafa meistararéttindi i viðkom- andi iðngreinum. NÝSKIPADUR sendiherra Spánar, hr. Luis Villalba Olaizola, afhenti idag forseta Islands trúnaðarbréf sitt að viðstöddum utanrikisráðherra Einari Ágústssyni. Síðdegis þá sendiherrann boð forsetahjónanna að Bcssastöðum ásamt nokkrum fleiri gestum. Sendiherra Spánar á islandi hefur aðsetur i Osló. Tækniketill til sölu 3ja og hálfs fermetra með spiral og öðru tilheyrandi. Upplýsingar i sima 50524. BRÚÐUVAGNAR Heildsölu- birgðir: ÆVINTÝRA- maðurinn Óskaleikfang athafnabarnsins með óteljandi aukahlutum og búningum HEILDSÖLUBIRGÐIR: Norræni fjárfestingarbankinn höfuðmálið á aukaþingi Norðurlandaráðsins í Stokkhólmi Fjórir slösuðust í hörðum árekstri Gsal—Reykjavik — t fyrrakvötd varö mjög harður árekstur á mót- um Kleppsvegar og Langholts- vegar i Reykjavik, en þar lentu saman tveir fólksbilar. t öðrum bilnum slösuðust þrir farþegar og ökumaður, og voru þeir fluttir á slysadeild Borgarspítalans, en að sögn rannsóknartögreglunnar voru meiðsl þeirra ekki talin al- varlegs eðlis. Búðarverð kr. 7.950 - Aukaþing Norðurlandaráðs verður haidið i Stokkhólmi á laugardag, en i dag verða fundir ýmissa nefnda ráðsins. Aðalmál aukaþingsins verður tillaga norrænu ráðherra nefndarinnar um stofnun norræns fjárfestingarbanka. Á dagskránni verður einni tillaga ráðherra- nefndarinnar um áætlun um nor- rænan vinnumarkað og skýrsla forsætisnefndar ráðsins um nor- rænan kosningarétt og k jörgengi i sveitarstjórnarkosningum. Fulltrúar Alþingis i Norður-. landaráði eru sex, þau Ragnhild- ur Helgadóttir sem er forseti ráðsins, Jóhann Hafstein, Jón Skaftason, Ásgeir Bjarnason, Gylfi Þ. Gislason og Magnús Kjartansson. Sverrir Hermanns- son, Axel Jónsson og Gils Guð- mundsson sækja Stokkhólms- fundinn i forföllum Jóhanns Haf- steins, Gylfa Þ. Gislasonar og Magnúsar Kjartanssonar. Einn islenzkur ráðherra mun sitja aukaþingið, Matthias A. Mathiesen fjármálaráðherra, svo og framkvæmdastjóri Islands- deildar Norðurlandaráðs, Friðjón Sigurðsson, skrifstofustjóri Al- þingis. Þá mun Guðmundur Benediktsson ráðuneytisstjóri einnig sitja þingið. INGVAR HELGASON Úrval bréfa til Stefha Vonarlandi v/Sogaveg, simar 84510 og 84510 — lokabindið komið út Póstpantið Munið að senda gjafirnar TiMANLEGA MYNDALISTI — Póstkröfuþjónusta í síma 8-54-11. umJ GLIT HF HÖFÐABAKKA9 REYKJAVlK ICELAND listrœn gjöf VIÐ ÖLL TÆKIFÆRI BÓKAOTGAFA Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins hefur gefið út þriðja og siðasta bindiö af úr- vali bréfa, sem skrifuð voru Step- hani G. Stephanssyni á sfnum tima. Hefur Finnbogi Guðmunds- son landsbókavöröur valið bréfin og séð um útgáfuna, og skrifar hann einnig langan og merkileg- an formála að þessu sinni. Bréfritararnir eru niu, flestir þjóðkunnir menn: Skáldkonurnar Tehódóra Thoroddsen og Jakob- ina Johnson, Sigriður G. Brandon Jóhannsdóttir, húnvetnsk sveita- kona, sem var hluta ævinnar i Ameriku, en kom siðan að lokum heim til þess að enda ævina í elli- deild sjúkrahússins á Hvamms- tanga, Jón Jónsson frá Sleðbrjót Guttormur J. Guttormsson skáld, Baldur Sveinsson, orðabókahöf- ns G. undurinn, Sigfús Blöndal, dr. Guðmundur Finnbogason og Sig- urður Guðmundsson skólastjóri. Þessi nöfn nægja til þess að sýna og sanna, að margvisleg mál muni rædd i þessum bréfum og mörg snilliyrðin falla, og enda ljósi varpað á sitthvað, sem for- vitnilegt er. Bréfunum fylgja skýringar, til frekariskilningsauka á fólki, sem þar er nefnt, og atvikum ýmsum, og myndir af flestum bréfritar- anna. Finnbogi Guðmundsson dvald- istsem kunnugt er um skeið vest- an hafs, og hefur hann látið sér mjög annt um Vestur-fslendinga, ekki sizt minningu þeirra, sem ekki eru lengur ofar moldar, og sýnt það mjög rækilega f verki margsinnis. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.