Tíminn - 14.11.1975, Blaðsíða 14

Tíminn - 14.11.1975, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Föstudagur 14. nóvember 1975 LÖGREGLUHA TARINN 66 Ed McBain ið La Bresca í bifreið sinni á föstudagskvöldið var líka ókunn stærð. Um hana var ekkert vitað. Starf smenn lög- reglunnar bauð i grun að ef hafa mætti upp á öðru hvoru þeirra þá mætti toga út úr þeim sannleikann með ein- hverju móti. Þá væri hægt að fá úr því skorið hvort hinn fyrirhugaði verknaður'væri að einhverju leyti tengdur morðunum. Þá myndi einnig koma í Ijós hvort La Bresca væri á einhvern hátt tengdur heyrnardaufa manninum. Lögreglan var með fjöldann allan af ósvöruðum spurningum. Það vantaði aðeins einhvern til að veita svörin. Donner fékk þegar samband: —„Ég held ég viti hver hann er þessi Dom, sem þú ert að leita að,“ sagði hann við Willis. — Fyrirtak. Hvert er eftirnafnið? — Di Fillippi. Dominick Di Fillippi. Hann býr i River- head hverfinu hjá gamla Coliseum. Kannast þú nokkuð við hverfið? — Heldur betur. Hvað hefur hann á samvizkunni? — Hann vinnur með Coxial Cable-hópnum. — Einmitt það, sagði Willis. — Það er lóðið? — Hvað svo? — Hvað áttu við? — Hvað á þetta að segja mér? — Þetta hvað? — Þetta sem þú varst að segja mér. Er þetta eitthvert dulmál? — Er hvað dulmál? — spurði Donner, sakleysislega. — Coxial Cable. — Alls ekki. Þetta er hljómsveit. — Þessi Cable hópur? — Einmitt. En nú kallast þetta hópur en ekki hljóm- sveit. — Hvað kemur þessi hljómsveit málinu við? — Hljómsveitin heitir Coxial Cable. — Þú ert að grínast, sagði Willis. — Hjálpi mér allir heilagir, ef ég lýg einu orði. — Á hvaða hljóðfæri leikur Di Fillippi? — Ryþmagítar, svaraði Donner spozkur. — Hvar get ég haft uppi á honum? — Heimilisfangið er North Anderson 365. — Er það í Riverhead? — Svo sannarlega. Þýðandi Haraldur Blöndal J — Hvernig veiztu að hann er sá sem við leitum að? — Hann er einn af þessum loftbólulistamönnum. Undanfarnar vikur hefur hann verið að barma sér yfir því að hafa tapað stórupphæðum vegna hnefaleika- keppninnar. Það hefði mátt halda að það væru nokkur hundruð þúsund, en i raun og veru voru það aðeins tutt- ugu og f imm þúsund. Það er engin stórupphæð, er það? — Haltu áfram. — En hann hef ur einnig mikið um það rætt undanfar- ið, að hann viti um stórverknað, sem eigi að hrinda í f ramkvæmd. — Hverjum segir hann þetta? — Einn hljómsveitarmannanna er gamall uppgjafa- jálkur. Ég hef sambönd við hann. Þannig komst ég á sporslóð Di Fillippi. Þeir lentu á fylleríi fyrir tæpum fjórum dögum. Þá var Di Fillippi að gorta af þessari vitneskju sinni. — Nefndi hann nokkuð hvers eðlis verkið væri? — Nei. — Hvers konar fyllerí var þetta? Áfengi eða eitur? — Eitur. Vinsamlegt kvöld, notalegt og hlýlegt. — Kannski var Di Fillippi viti sínu fjær? — Það er líklegt. Hvað kemur það annars þessu við? — Hann gæti hafa dreymt þetta allt, sagði Willis. — Það held ég ekki. — Minntist hann nokkuð á La Bresca? — Ekki einu orði. — Nefndi hann nokkuð hvenær verknaðinn ætti að vinna? — Nei. — Ekki er þetta nú mikið að styðjast við, Fats. — Fimm þúsund króna virði. — Tvö þúsund í mesta lagi, sagði Willis. — Nei, heyrðu mig nú, þetta var hreint ekki svo lítil fyrirhöfn hjá mér. — Það minnir mig á annað, sagði Willis. — Huh? — Losaðu þig við þennan leikfélaga þinn. — Huh? — Stúlkuna. Næst þegar ég hitti þig verður hún að vera farin. — Hvers vegna? — Ég velti þessu fyrir mér og komst að neikvæðri niðurstöðu. 14. nóvember 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Guðrún Guðlaugsdótt- ir les „Eyjuna hans Múmin- pabba” eftir Tove Jansson i þýðingu Steinunnar Briem (14). Tilkynningar kl. 9.30.Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög milli atriða. Spjallað viö bændur kl. 10.05 tJr hand- raðanum kl. 10.25: Sverrir Kjartansson talar við Guð- nýju Jónsdóttur frá Galta- felli: annar þáttur. Morgun- tónleikar kl. 11.00: 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan : „Fingramál” eftir Joanne Greenberg Bryndis Vig- lundsdóttir les þýðingu sina (3). 15.00 Miðdegistónleikar 15.45 Lesin dagskrá næstu viku 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 VeðurfregnirJ. 16.20 Popphorn 17.10 Útvarpssaga barnanna: „Tveggja daga ævintýri” eftir Gunnar M. Magnúss. Höfundur ies sögulok (9). 17.30 Tónleikar. -Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 Þingsjá Kári Jónasson sér um þáttinn. 20.00 Frá tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar tslands i Há- skólablói kvöldið áður. Stjórnandi: Karsten Ander- sen. Einleikarar: Gayle Smith og Hideko Udegawa. Stúlkur úr kór Menntaskól- ans við Hamrahlíð syngja. Kórstjóri: Þorgerður Ingólfsdóttir. a. Þrjár nok- túrnur eftir Debussy. b. „Upp til fjalla”, svita eftir Árna Björnsson. c. Konsert fyrir fiðlu og selló eftir Brahms. 21.30 Útvarpssagan: „Fóst- bræður” cftir Gunnar Gunnarsson Jakob Jó- hannesson Smárri þýddi. Þorsteinn ö. Stephensen leikari les (15). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Dvöl Þáttur um bókmenntir. Umsjón: Gylfi Gröndal 22.50 Afangar Tónlistarþáttur i umsjá Ásmundar Jónsson- ar og Guðna Rúnars Agn- arssonar. 23.40 Fréttir i stuttu máli. Föstudagur 14. nóvember 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrá og auglýsingar 20.40 Kastljós. Þáttur um inn- lend málefni. Umsjónar- maður Guðjón Einarsson. 21.30 Samleikur á gitar og biokkflautu. Snorri örn Snorrason og Camilla Söd- erberg leika. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. 21.50 Ast. (Laska). Tékknesk biómynd frá árinu 1973. Leikstjóri er Karel Kach- yna, en aðalhlutverk leika Oldrich Kaiser, Jaroslava Schatterova, Milena Dvorska og Frantisek Vel- esky. Eva hittir af tilviljun fyrrverandi unnusta sinn, Brukner. Þau eru bæði frá- skilin. Hún á 16 ára dóttur og hann á son á liku reki. Feðgarnir flytja heim til Evu. en sambúðin er ekki árekstralaus. Þýðandi Ósk- ar Ingimarsson. 23.20 I'agskráriok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.