Tíminn - 14.11.1975, Blaðsíða 17

Tíminn - 14.11.1975, Blaðsíða 17
Föstudagur 14. nóvember 1975 TÍMINN 17 Hansi og félagar Seika hér aukaleik — væntanlega gegn FH eða landsliðinu HANSI SCHMIDT og félagar hans I Gummersbach, mótherjar Vikings i Evrópukeppni meist- araliöa, leika hér einn aukaleik, þegar þeir koma hingað til að leika gegn Vikings-liðinu í Laug- BJÖRGVIN BJÖRGVINS- SON...má ekki leika meö Vik- ingi i Evrópukeppninni. ardalshöllinni 22. nóvember. Hansi og félagar munu væntan- lega leika gegn bikarmeisturum FH eða landsliðinu — sunnudag- inn 23. nóvember. — Við teljum okkur mjög heppna, að hafa náð samningi við Gummersbach um aukaleik, sagöi Rósmundur Jónsson, mark- vörður Vikingsliðsins. — Kostnaðurinn er mikill i sam- bandi við þátttökuna i keppninni. Aukaleikurinn mun hjálpa okkur mikið fjárhagslega, sagði Rós- mundur. Vikingar leika siðari leikinn gegn Gummersbach i V-Þýzka- landi 7. desember. Björgvin Björgvinsson átti upphaflega að leika með Vikingsliðinu þar, en nú hefur fengizt úr þvi skorið, að hann er ekki löglegur með Vik- ingsliðinu í Evrópukeppninni, þar sem hann verður að hafa verið löglegur með Vikingi i þrjá mán- uði, til að fá að leika i keppninni. Sömu sögu er að segja um Guö- mund Sveinsson hjá FH-liðinu, hann mun þvi ekki leika með FH gegn Oppsal á sunnudaginn kem- ur i Noregi — SOS VALUR Á TOPPINN — eftir að Valsmenn höfðu leikið sér að íslandsmeisturum Víkings, eins og köttur að mús JÓN KARLSSON.........Það var nóg að skjóta aö Vikingsmarkinu, þá lá knötturinn inetinu,” sagöi Jón, sem skoraöi 8 mörk fyrir Valsmenn. Islandsmeistarar Vikings voru auöveld bráð fyrir Valsmenn, sem léku sér að þeim eins og kött- ur að mús — og unnu stórsigur, 28:18. — Ég bjóst ekki við svona auðveldum sigri. Vikingarnir féllu i sömu gryfju og við gegn FH-ingunum — það vantaði alla baráttu í Vikingsliöiö og leikmenn þess léku sömu leikaðferðina allan ieikinn, aðferð sem við þekkjum og erum búnir aö læra. A sama tima og við komum i veg fyrir að leikfléttur þeirra gengju upp, heppnaðist allt hjá okkur, sagði Hilmar Björnsson, þjálfari Vals-liðsins, eftir leikinn. Viking- ar léku langt undir getu — þeir voru hvorki fugl né fiskur. Það var aðeins rétt i byrjun, að Vikingar ,,héldu höfði" og veittu Valsmönnum keppni — þegar staðan var 5:5, tóku Valsmenn leikinn i sinar hendúr. Þeir voru ákveðnir, og það heppnaðist allt hjá þeim. Vikingar gerðu heiðar- lega tilraun til að halda i við þá, en alla baráttu vantaði i leik íslandsmeistaranna — og sú til- raun reyndist vonlaus, ekki sizt vegna þess, að vörnin var léleg og markvarzlan stóð á núlli. Vals- menn þurftu aðeins að skjóta að marki, þá lá knötturinn i neti Vik- inganna. Þeir Rósmundur Jónsson og Sigurgeir Sigurðsson áttu afar slæman dag i markinu, en það verður aftur á móti ekki sagt um „kollega” þeirra i Vals- markinu, ólaf Benediktsson, sem varði eins og berserkur. Valsmenn höfðu yfir 13:7 i hálf- leik, og fimm fyrstu mörkin i siðari hálfleik var þeirra — stað- an varð 18:7 og stuttu siðar voru þeir komnir 12 mörkum yfir — 21:9. Þá tóku Vikingar dálitinn fjörkipp og minnkuðu muninn i 7 mörk (21:14), en sigur Valsliðsins var i öruggri höfn, og leiknum lauk með sigri þeirra, 28:18. Valsmenn sýndu ágæt tiiþrif i leiknum, og þeir áttu frekar létt með að opna lélega vörn Vikings- liðsins. Jón Karlsson og Guðjón Magnússon voru drýgstir við að finna götin i Vikingsvörninni, sem var oft á tiðum eins og gatasigti. Jón skoraði flest mörk Vals- manna, eða 8 (2 viti), Guðjón 6, Jón Pétur 5, Stefán 4, Steindór 3 og Jóhannes 2. Vikingar áttu lé- legan dag, það vantaði alla baráttuna hjá þeim — og þá léku þeir einhæfan sóknarleik, sem Valsmenn áttu ekki i erfiðleikum með að verjast. Páll Björgvins- son var markhæstur hjá Vikingi — með 8 (5 viti) mörk. Aðrir sem skoruðu voru Viggó 4, Skarphéð- inn, ólafur Jónsson og Stefán Halldórsson 2 hver. — SOS „Viö verðum í barétunni" — sagði Viðar Símonarson, sem skoraði 11 mörk gegn Þrótti STAÐAN T DEILD VALSMENN hafa tekiö forystu I 1. deildar kcppninni I handknatt- leik, en staðan er nú þessi I keppninni: Valur...........6 4 1 1 122:91 9 FH..............6 4 0 2 124:113 8 Haukar..........5 3 1 1 89:78 7 Víkingur........6 3 0 3 124:123 6 Fram............6 2 2 2 94:94 6 Grótta..........5 2 0 3 88:94 4 Armann........ 5 1 1 3 69:97 3 Þróttur........5 0 1 4 77:97 1 Markhæstu menn: Páll Björgvinss. Vik......41(14) Hörður Sigmarss. Iiaukum 34(11) Pálmi Pálmason, Fram ...32( 4) Viðar Simonarson, FH......29( 6) Friðrik Friðrikss. Þrótt.... 27( 5) Þórarinn Ragnarss. FH ... 27(13) Jón Karlsson, Val.........26( 7) Björn Péturss. Gróttu.....26( 12) Geir Hallsteinss. FH......25( 4) — VID verðum meö i baráttunni um meistaratitilinn, eins og und- anfarin ár, sagði Viöar Simonar- son, sem var hetja FH-liðsins, er það sigraði Þrótt (24:21) á góðum endaspretti. Viðar sýndi alla sina gömlu takta og var i miklum ham — hann sendi knöttinn 11 sinnum i netamöskva Þróttarmarksins, og þar að auki átti hann heiöurinn af mörgum öðrum mörkum. Þróttarar komu á óvart, höfðu yfir framan af, en undir lokin varð reynsluleysið þeim að falli, og FH-ingar, með Viðar Simonar- sonfremstan I flokki, tryggðu sér sigur með góðum spretti undir lokin. TÉKKAR, sem tryggðu sér jafn- tefli (1:1) gegn Portúgölum i Lissahon i Evrópukeppni lands- liða, standa nú bezt að vigi i 1. riðli keppninnar. Tékkar hafa hlotiö 7 stig eins og Englendingar — og eiga Tékkar eítir aö leika með Viðar átti stórleik — skoraði 11 mörk, þá átti Geir Hallsteinsson góða spretti — 5 (1 viti) mörk, Þórarinn 5 (2 viti), örn.Sæmund- ur og Guðmundur Arni eitt mark hver. Friðrik Friðriksson átti góðan leik með Þróttar-liðinu — skoraöi 8 (1 viti) mörk. Konráð 4, Halldór 3, Jóhann 3, Sveinlaugur 2 og Trausti 1, skoruðu hin mörk Þróttar. gegn Kýpur-búum, en Engiend- ingar gegn Portúgölum i Lissa- bon. Englendingar þurfa að vinna góðan sigur i Lissabon, til að eiga möguieika á að komast i 8-liða úr- slitin. Jafntefli í Lissabon Punktar • BOWLES OG BELL MEIDDIR MANCHESTER. — Colin Bell, hinn snjaili miðvallarspilari Manchester City, mun ekki leika með enska landsliðinu gegn Portúgal i Lissabon i næstu viku. Bell, sem hefur leikið 48 lands- leiki, meiddist illa i leiknum gegn Manchester United á Maine Road — hann tognaði illa i vöðva á fæti og verður sennilega frá keppni um mánaðartima. Þess má geta, að mörk City gegn United skor- uðu Dennis Tueart(2), Asa Har- ford og Joe Royle. BELL BOVVLES Miklar likur eru á, að Sten Boxvlcs, Q.P.R., leiki ekki heldur með enska landsliðinu i Lissabon. Bowlesmeiddist i hné i leik gegn Newcastle. — Það er vafasamt að Bowles geti leikið með okkur gegn Ipswich á laugardaginn, og það er of snemmt að segja um, hvort hann getur leikið með gegn Portúgölum, sagöi Dave Sexton, framkvæmdastjóri Q.P.R. • JÓHANNES Á SKOT SKÓN UM GLASGOW. — Jóhannes Eð- valdsson var hetja Celtic á Somerset Park, þegar Celtic vann stórsigur i leik gegn Ayr — 7:2. Jóhannes skoraði „hat-trick” — þrjú mörk i leikn- um. „Dixie” Deans skoraði 2 mörk, en þeir Kenny Dalglishog Roddy McDoiuld, eitt hvor. • BAYERN VILL KAUPA CRUYFF MUNCHEN. — Wilhelm Neusecker, formaður Bayern Mun- chen, vinnur nú að þvi að fá hollenzka knatt- spyrnusnillinginn Johan Cruyfftil að leika með Bayern-liðinu, eftir að samningur hans við Barcelona rennur út i vor. Neudecker hefur rætt við föður Cruyffs, sem er umboðsmaður hans, og sagt er, að Neudeckerhafi látið hann fá ó- útfyllta ávisun, þar sem Cruyff geti skrifað þá peningaupphæð, sem honum sýnist, fyrir að leika með Evrópumeisturunum. • SAMNINGAR TÓKUST EKKI MÚNCTíEN,— Sænski landsliðs- maðurinn Conny Thorstensson mun sennilega leika sinn siðasta leik með Bayern Munchen á laug- ardaginn. Samningur Thorstens- sonar.sem Bayern keypti frá At- vidaberg FF fyrir teimur árum, rennur út á laugardaginn. Það hefur ekki náðst samkomulag milli Svians og Bayern Múnchen um nýjan samning — þar sem Thorstenssonfer fram á upphæð, sem Bayern vill ekki samþykkja. — Ég hef ekki ákveðið, til hvaða félags ég vil fara, en ég hef góí sambönd i Sviss, sagði Conn; Thorstensson, þegar hann vai spurður um, hvert hann ætlaði at fara.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.