Tíminn - 16.11.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.11.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Sunnudagur 16. nóvember 1975. ÞEIR RÆKTA ENNÞÁ BAÐMULL Alls konar gerviefni hafa tröll- riöiö öllu undanfarin ár, en nú er svo komiö, að fólk er aftur farið aö spyrja um hitt og þetta úr baömull og ull. Enn eru lika til menn, sem rækta baömull og myndirnar hér með eru frá Uzbekistan i Sovétrikjunum. Uzbekistan er i Miö-Asiu, og þar eru ræktuð meira en fimm milljón tonn af baðmull á hverju ári. Fyrir hálfri öld var baðm- ullarframleiðslan á þessum slóðum ekki nema um tvö hundruð þúsund tonn, en á þessu hausti var það svona meðal- dagsuppskera, enda mun hvergi i heiminum vera meiri baðm- ullaruppskera en i Uzbekistan. Til þess að enn megi auka fram- leiðsluna þarna austur frá, þarf að skapa meiri möguleika á aö veita vatni á akrana, þvi viða er svo þurrt, að baðmullin vex ekki. Myndirnar þrjár, sem hér fylgja með, sýna vinnuna við baðmullaruppskeruna, og það er næsta undarlegt að sjá baðm- ullarhaugana, sem likjast einna helzt snjóhúsum. FRAKKAR SELJA FÆRRI BÍLA Sala á frönskum bilum hefur minnkað um 14.6% i ár, miðað við árið á undan, að þvi er sagði i skyrslum um bilasölu þar i landi i júlilok. Þetta var þó ekki jafnmikill samdráttur og varð i frönskum iðnaði sem heild, en samdrátturinn nam 15%. I júni jókst bilasalan heldur frá þvi sem verið hafði fyrri hluta árs- ins, og var ástæðan talin sú, að tilkynnt hafði verið, að bilverð myndi hækka um 6%. Mestur samdráttur varð i sölu bila á innanlandsmarkaði, en útflutn- ingurinn hélzt nokkurn veginn sá sami og verið hafði i fyrra. A siðasta ári voru fluttir úr landi 745 þúsund bilar. Aðeins einn bilaframleiðandi i Frakklandi gat glaðzt yfir gangi mála þetta árið, en það var Citroén, sem á siöasta ári tapaði 981 milljón franka, en jók hins vegar söluna nú. Einna bezt gengur að selja minnstu tegundina af Citroén.og hefur verð á bensini haft hvað mest að segja varðandi þessa auknu sölu á smábilum. Til- kynnti fyrirtækið, að á þessu ári myndi tapið minnka um helm- ing, og ekki verða nema um 400 milljónir franka i árslok. Maður stendur yið barborðið og hrópar: „Einn bjór og einn Steinháger.” „Kráareigandinn setur bjórinn fyrir framan hann. „Hvar er snafsinn?” spyr gest- „Við höfum engan.” „Hvað i ósköpunum!” fnæsir maðurinn. „A ég að pina bjórn- um svona skraufþurrum niöur?” — Hvað eruð þér að tala um meinlausan radfó-amatör, frú min góö, — allur floti Norður-atlantshafsbanda lagsins er lagður úr höfn! DENNI DÆMALAUSI Ég lield, að það þurfi að gcra eitt- livað meira við mig.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.