Tíminn - 16.11.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 16.11.1975, Blaðsíða 6
6 'TÍMINN Sunnudagur 16. nóvember 1975. Fjölskylduboö á Akureyri 1914. Ingólfur Davíðsson: Byggt og búið í gamla daga Konur i leikbúningi á Akureyri um aldamót. Gamli sýslumannsbústaöurinn á Akureyri 1903. r' mm wrwr*' | aa I 1 !• mí l JRvij ÆfuJmt SH Cjr i 8 ítlf’lw ní w r — i‘^1 ■ 5**^1 B mm í Æ Æk 1 Gamla amtmanns- (sýslumanns-)húsiö á Akureyri fyrir aldamót. Litum á fjórar gamlar myndir frá Akureyri. Frú Anna Klemenzdóttir léöi þær i þátt- inn. Ein myndin sýnir gamla amtmannshúsið (Havsteens- hús), siðar kallað sýslumanns- húsið, og er liklega tekin á árun- um 1870-1880. Það brann i brun- anum mikla 1901. Sýsluskjölum, bókum og miklu af innanstokks- munum var bjargað. Kviknaði fyrst i gamla Hótel Akureyri, sem stóð dálitið ofar. Sjá Sögu Akureyrar eftir Klemenz Jóns- son. í viðbyggingunni til hægri var skrifstofa sýslumanns (bæj- arfógeta), en hann bjó með fjöl- skyldu sina i aðalbyggingunni. Yzt til hægri bak við sér i tjarg- að geymsluhús, er fljótt kvikn- aði i við brunann. Lágvaxnari maðurinn, er stendur framan við húsiö, mun vera Guðjón faðir Friöfinns leikara. Reyni- viðurinn gamli var einn af þremur stórum reynitrjám á Akureyri á þeim tima. Klemenz sýslumaður byggði sér fallegt ibúðarhús eftir brunann og sést það hér á mynd, sem tekin var 1903. Sér á gamla barnaskólann til hægri. Kirkjuturninn t.v.? Klemenz flutti suður 1904. Bjó Jón Stefánsson ritstjóri þá i hús- inu, en siðan var þar simstöð Akureyrar til 1922. Húsið stendur enn Hafnarstræti 3. Leikstarfsemi hefur lengi blómgazt á Akureyri. Hér er birt mynd af konum i leikbún- ingi. Þær eru: Til vinstri Maria Jensson, gift Kristni Havsteen, en til hægri Olga Schiöth, gift Friðjóni Jenssyni lækni. Mun myndin tekin fyrir aldamót á myndastofu Hendriks Schiöts, eins og margt góðra mynda. Frægar voru garðveizlurnar á Akureyri. Tré voru þar snemma gróskumikil og veður nyrðra oft kyrrt. Gætti einnig danskra áhrifa atkvæðamikilla ætta. Myndin hér sýnir samkvæmi Schiöth og Thorarensen fjölskyldnanna sumarið 1914. 1 aftari röð t.v. er frú Alma Thorarensen (fædd Schiöth), en næst Oddur Thorarensen og Olivia dóttir hans. Fyrir miöju erFriðjón Jensson læknir og frú Anna Schiöth, kunn fyrir bæði ljósmynda- og garðyrkjustörf. Lengst til hægri er Hendrik Schiöth bakari og siðar einnig póstmeistari. Komu þau Anna til Akureyrar 1868, að hvötum Höephners kaupmanns. Gamla sýslumannshúsið, er Klemenz lét reisa, stendur enn, Hafnarstræti 3, en dálitið breytt. Svalir og sérþak yfir þeim mun horfið. Útidyrum einnig breytt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.