Tíminn - 16.11.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 16.11.1975, Blaðsíða 7
Sunnudagur 16. nóvember 1975. ’TÍMINN 7 Á BOKAMARKAÐINUM Gunnar Gunnarsson ' er skáldsagan „útrás” eftir Jó- hönnu Þráinsdóttur, og er það fyrsta bók, sem hún sendir frá sér. Þrjár ljóðabækur koma út i haust eftir Þóru Jónsdóttur, Helga Sæmundsson og Simon Jóh. Agústsson. t þessum mán- uði kemur út „Suðrið” eftir Jorge Luis Borges i þýðingu Guðbergs Bergssonar. Af öör- um erlendum verkum sem vænt anleg eru.má nefna „Menn og múrar” eftir Hiltgunt Zassen- haus . Tómas Guðmundsson þýddi. Þá bók um „Hindenburg- slysið” eftir Michael MacDon- ald Mooney þýdd af Hauki Agústssyni. Er þá ógetið bókar- innar „Njósnari nasista i þjón- ustu Breta” eftir Dusko Popov. Dusko Popov var einn fræknasti njósnari bandamanna i siðari heimsstyrjöld og er þetta ævi- saga hans. Sagt er að Popov hafi verið fyrirmynd Ians Flemm- ings er hann skapaði söguhetju sina James Bond. Bókaklúbbur AB AB starfrækir bókaklúbb sem á vaxandi vinsældum að fagna. Klúbburinn hefur þegar gefið út 6 bækur á árinu. Þessar bækur koma ekki á almennan bóka- markað og eiga klúbbfélagar einir kost á að kaupa þær. Bóka- klúbburinn stendur að útgáfu á sýnis- og safnriti á islenzkum ljóðum. Þegar er komið út „ts- Hvað verður nýtt að lesa lanzkt ljóðasafn III”, sem spannar ljóð skálda frá siðari hluta nitjándu aldar og fram að upphafi þeirrar tuttugustu. t nóvember kemur svo „Islenzkt ljóðasafn II” Þar er úrval ljóða islenzkra skálda frá sautjándu öld fram á öndverða nitjándu öld. Ritstjóri þessa flokks er Kristján Karlsson og valdi hann ljóðin i III bindið og ásamt Hannesi Péturssyni skáldi valdi hann ljóðin i II bindið. Komið er út hjá bókaklúbbn- um ein þekktasta bók Grahams Greene „Mátturinn og dýrðin”. Þýðandi er Sigurður Hjartarson skólastjóri. Þá eru komnar út á árinu 3 bækur i nýjum flokki fjölfræðirita AB. Þær eru „Upp- runi mannkyns” i þýðingu Jóns 0. Edwalds, „Fornleifafræði” i þýðingu Björns Jónssonar og „Rafmagnið” i þýðingu Aðal- steins Guðjohnsens. 1 þessum flokki var áður komin út bókin „Fánar að fornu og nýju” i þýð- ingu Arna Böðvarssonar og „Plönturíkið” i þýðingu Jóns 0. Edwalds. Nýkomin er út skáld- saga J.D. Salingers „Catcher in the Rye” sem nefnd er „Bjarg- vætturinn i grasinu” og er i þýð- ingu Flosa Ölafssonar. Helgi Sæmundsson Bjarni Benediktsson * Tómas Guðmundsson skáld verður 75 ára 6. janúar n.k. Af þvi tilefni gefur AB út vandaða Tómas Guðmundsson útgáfu af „Stjörnum vorsins”. Listakonan Steinunn Marteins- dóttir myndskreytir bókina en Kristján Karlsson ritar formála að henni. ' Þá er væntanleg VIII bókin i safni ritverka Gunnars Gunn- arssonar og er það „Sælir eru einfaldir.” A næstu vikum koma út allmargar bækur. Ný skáld- saga eftir Guðmund G. Hagalin „Segið nú amen sr. Pétur”, sem er mjög nýstárleg og athyglis- verðsaga. Guðmundur Daniels- son sendir frá sér nýja bók, „óratória ’74” sögu úr sjúkra- húsi. Halldór Pétursson listmál- ari teiknar fjölda mynda i bók- ina. Guðmundur fjallar um margvislega atburði liðins þjóð- hátiðarárs — tvennar kosningar — holskuröi og sjúkrahúsdvöl sina. Þá er Kristmann Guðmunds- son með nýja bók „Stjörnuskip- ið”, sem er geimferðasaga, eins og nafnið bendir til. Væntanleg Nýjar bækur frd AB Guömundur Hagaltn EFTIRTALDAR bækur hafa komið út hjá Almenna bókafé- laginu á þessu ári eða eru vænt- anlegar: 1 júnimánuði s.l. kom út ljóða- saln Matthiasar Jóhannes- sen „Dagur ei meir” með 'myndum eftir Erró. Bókin, sem prentuð var i 1500 eintökum seldist upp hjá forlaginu á tveimur mánuðum og mun einn- ig vera uppseld eða á þrotum hjá bóksölum. Er fátítt, að ljóðabækur seljist i svo stóru upplagi á jafn skömmum tima. Meðalsala á slikum bókum er að jafnaði 200-300 bækur á ári. Þá eru komin út skáldverk Jakobs Thorarensen i sex bind- um. Tómas Guðmundsson og Eirikur Hreinn Finnbogason höfðu umsjón með þeirri útgáfu. r* Innan skamms gefur AB út „Land og Lýðveldi” III. bindi eftir dr. Bjarna Benediktsson. Þar eru birtar ýmsar greinar og ritgerðir frá siðustu árum Bjarna Benediktssonar. Hörður Einarsson lögfræðingur sá um útgáfuna. Jónas Þorsteinsson forseti FFSI Jónas Þorsteinsson. 27. ÞING F.F.S.l. var haldið i Reykjavik dagana 5.-8. nóvember sl. Fráfarandi forseti sambands- ins, Guðmundur Kjærnested skip- herra, gaf ekki kost á sér til end- urkjörs. Forseti til næstu tveggja ára var kjörinn Jónas Þorsteins- son, skipstjóri á Akureyri. Er Jónas fyrsti forseti F.F.S.Í., sem búsettur er utan Stór-Reykjavik- ursvæðisins. Forseti F.F.S.Í. er kjörinn sér- staklega, en á fyrsta stjórnar- fundi nýkjörinnar stjórnar var Ingólfur Sig. Ingólfsson, formað- ur Vélstjórafélags íslands, kjör- inn 1. varaforseti, 2. varaforseti var kjörinn Jóhannes Ingólfsson skipstjóri. Ritari var kjörinn Guðmundur Jónsson vélstjóri og gjaldkeri Jón Börkur Akason stýrimaður, Aðrir i stjórn eru As- geir Sölvason skipstjóri, Þór Birgir Þórðarson vélstjóri, Geir Ólafsson loftskeytamaður og Eggert Eggertsson bryti. Augtýsicf iTlmanuin VERKFÆRI HINNA VANDLATU Aðal-útsölustaðir i Keykjavik: («..I. Fossberg h.f. Skúlagötu 63. Byggingavörur h.f Ármúla 18 VERKFÆRI rir: Bifreiðaverkstæð vélsmiðjur og einstaklinga SUNDABORG — REYKJAVIK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.