Tíminn - 16.11.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 16.11.1975, Blaðsíða 11
Sunnudagur 16. nóvember 1975. TÍMINN n þær allar samþykki. Leggist ein Þess. er sennilega hvergi getið stúkan niður, er húsið eign hinna hver sá „gamli einherji ’ er, eða þeirrar, sem eftir er, ef tvær *?em þetta setti saman. Einingin leggjast niður. Fari þær allar, erfir stórstúkan. Verðiný stúka stofnuð, er það á valdi þeirra sem fyrir eru, hvort hún fær eignarrétt. Umsjón hússins annast 3 menn og kýs hver stúkan einn þeirra. Smiöihússins var haldið áfram og 2. dag októbermánaðar var það vigt að viðstöddu fjölmenni, þar á meðal landshöfðingja og fleiri, sem boðið var. Húsvigslusiðir voru þar viðhafðir i fyrsta sinn á þessu landi og dáðust allir að þeim. Með þvi var hinu mikla og veg- lega verki lokið. Við það haföi reglan náð fastari fótum hér i bænum. Nú var hún orðin óðals- bóndi I Reykjavik, orðin múr- og naglföst, byggð á þvi bjargi, sem hvorki hindurvitni né hjátrú fengu bugað. Með þessu hafði Einingin reist sér bautastein, enda má með sanni segja, að timabilið frá stofnun hennar til þess tima sé sann-nefnd gullöld hennar, sem lýsi enn þann dag i dag og sé talandi vottur þess, ,,að sé viljinn sterkur er verkið létt”. Við þessa frásögn er ekki mörgu að bæta. Það er engin furða, þó að sumir væru hikandi við húsbyggingu og töluðu um erfitt árferði I þvi sambndi. En húsið kom upp og var helzta sam- komuhús höfuðstaöarins og mörgum að gagni utan góðtemplarareglunnar. Þegar kom fram undir alda- mótin og stúkunum i Reykjavik fjöl gaöi, voru svo miklar umræöur, tillögur og samningar um aðild þeirra og afnot af húsinu. Allt fór það þó vel, þannig að húsið var félagsheimili templara lengi siðan. A afmæli Einingarinnar 1898 var henni flutt afmælisljóð i le'tt- um tón. Það er til sérprentað og titill þess er á þessa leiö: Ein lystug visa um Eininguna, upphaf hennar, æviferil og af- reksverk. Samansett hennj til vegs og virðingar, gleði og gamans á hennar þrettánda af- mælisdegi af gömlum Einherja. Þetta ljóð er svo: .... Já, gott er æ á gamla dag’ að minnast, er góðir vinir saman koma’ og finnast, og öllum dætrum Einingar og sonum er það nú sérstaklega hugðnæmt i kveld. Og af börnunum á hún blessaðan fjölda— framar öllum vonum átti þá i liöi sinu einn mann, sem töluvert gerði af þvi að yrkja i svipuðum stil og var raunar brautryðjandi i þvi. Það var Jónas Jónsson þinghúsvörður, sem orti undir nafninu Plausor. Hann mundi vel sögu Einingar- innar frá upphafi, þvi að hann gekk I hana áður en hún var tveggja vikna. í ljóðinu er hann nefndur Jónas okkar Máni. Það er af þvi að hann var um skeið rit- stjóri blaðs, sem Máni hét. En þegar höfundar er leitað hlýtur hugurinn þó að nema staðar við Jón Ölafsson — Jón, sem einatt kjaftinn þandi. Siöar var i Einingunni maður, sem orti gamanmál i svipuðum stil og Plausor — Þorsteinn Gislason ritstjóri. Hann gekk að sönnu i Eininguna 1888, orti henni afmælisijóð 1889, en var ekki i Reykjavik 1898. En i formála fyrir Dægurflugum segir hann: „Allár hafa þessar gamanvisur verið sungnar á samkomum þegar þær voru nýortar, sumar oft, og hafa jafnvel ekki verið til annars gerðar en að skemmta mönnum i svip. Flestar þeirra hafa fyrst verið sungnar af frú Stefaniu Guðmundsdóttur leik- konu, og fór hún svo vel með þær, söng þær og lék af slikri list, að gamanvisnasöngurinn varð á þeim árum einn þátturinn I flest- um skemmtisamkomum hér i bænum, bæði almennum gleð- skaparsamkomum og gildum i heimahúsum.” En hvað sem um þetta má segja liggur nú ekki fyrir hver þetta orti eða flutti 17. nóvember 1898. Þegar hér var komið sögu og Einingin 13 ára voru félagsmenn hennar 334. í þeim hópi var margt hæfileikamanna. Fyrsti æðsti templar hennar, Guðlaugur Guömundson, var þá sýslumaður austur i Skaftafellssýslu og stúdentarnir frá fyrstu árum hennar voru i i embættum viða um landið, Séra Magnús austur á Prestsbakka, sr. Þórður vestur á Gerðhömrum, séra Einar Þórðarson austur á Hofteigi En Framtiðin hún fæddi Eininguna, það flestir ættum vér þeir gömlu’ að muna, henni’ aldrei þótti’ að afkvæminu gaman, enda varð henni lika bumbult af þeirri jóðsótt, svo á endanum hún dó af öllu saman. En Einingin hún átti friska stráka, sem allir komu saman fyrst hjá Láka þar einn var Jón, sem einatt kjaftinn þandi, sjö álna guðsorðið hann Magnús, berserkurinn Borgþór, Pétur og Arni og Jónas okkar Máni’ og Laugi kandi. Þótt hennar systur hygðust henni’ að skáka, úr húsnæðinu óx hún upp hjá Láka. og alla Glasgow undir sig hún lagði og alla furðaði’á, hvað hún þreifst og þaut upp svona ’á augabragði. Og Einingin vildi’ endilega byggja, en aðrir spáðu’ á þvi hún mundi liggja. Hún fékk sér útmælt úti I tjörn á svelli og henni varð ekkert hált á þvi, af þvi hún var snemma föst og þétt á velli. Já, Einingin var ung og kröftum treysti og alein þetta hús I fyrstu’ hún reisti hún bar svo hátt með heiöri Reglu-merkið, að hinar stúkurnar linntu fjandskapnum og gengu i lið' meö henni þegar þær sáu kraftaverkið Fyrst þá má segja, að Reglan föstum fótum hér færi’ að standa’ og slægi tryggum rótum, og allt var þetta Einingunni’ að þakka, og þvi segi ég það, að öllum ólöstuðum, aðReglan okkar á sér enga betri krakka. Hver hefir flesta meðlimi til muna? Hver mestan skerfinn lagði’ i „útbreiðsluna”? Hver hefir tollað hæst I Stór-stúkuna? Þar er nú engum blöðum um að fletta. Allir verða þar að nefna til og Þvi hróss-orði á hana vel má ljúka, ben<*a á Eininguna. að hún er landsins fyrirmyndar-stúka. 1 heiðurs-skjali’ er hangir þarna’ á veggnum, hefir sjálf Stór-stúkan viðurkennt þaö. Hún var og er og verður það bæði þykkt og þunnt i gegnum. Já, gott er að vera’ I Good-Templar-reglunni, já, gott að visu’, en bezt i Einingunni, og af þvi hún er einmitt stúkan bezta, vilja menn lika helzt i hana ganga, og þvi hefir hún flesta. Já, Einingin má af sér mikið láta, því Einingin hún hef’r af nokkru’ að státa, það vona’ ég allir undir með mér skrifi, og hrópi 9sinnum húrra þegar ég segi: EININGIN hún lifi. o.s.frv. En aðrir komu I þeirra stað. Þar má nefna Arna Eiriks- son, leikara, Borgþór Jósefsson og Stefaniu Guðmundsdóttur konu hans, Þorvarð Þorvarðsson prentara, Jón Arnason prentara um skeið og þegar nær dró alda- mótum Guðmund Magnússon skáld og Guðmund Björnsson landlækni. Þannig voru þar menn úr fremstu röðum leikara, rit- höfunda og ræðuskörunga. Verðandimenn töldu, að i sinni stúku hefði verið mest úrval menntamanna og andans menn. Mun erfitt að hrekja það að svo hafi verið fyrstu áratugina. En Einingin var lengstum fjöl- mennari og hún hafði á að skipa skörungum, sem voru I fylkingar- brjósti hvar sem þeir fóru. En þetta voru ekki einu stúkurnar i Reykjavik. Stúkan Hlin var stofnuð 1894 og stúkan Bifröst 1898. Það mun óhætt að segja, að Jón Ólafsson hafi átt mestan hlut að þvi að móta félagsskapinn fyrstu árin. Hann var forgöngumaður um stofnun stórstúkunnar, þvf að það var Einingin, sem samkvæmt tillögu hans vakti það mál. Og þó að Björn Pálsson hefði umboð há- templars til að stofna stórstúku Is lands og væri kosinn fyrsti stór- templar lenti starfið og sæmdin á Jóni Ólafssyni, þar sem Björn Pálsson fór af landi burt á þvi sama sumri. Jón ólafsson var forgöngu- maður þess að stofnað var stig- musteri I Reykjavik — þingstúka, sem raunar hafði þá ekki annað hlutverk en að veita annað stig reglunnar. Seinná varð hann svo forgöngumaður þess að umdæmisstúka var stofnuð. Þegar svo stórstúkan hóf að gefa út málgagn sitt var Jón Ólafsson i ritstjórn þess og skrifaði þar margt. Það er greinilegt að Jón Ólafs- í ------\ NÖTIÐ tAÐBESTA Látið TAKA ÚR YKK HR —HLOSSB— Skipholti 35 • Símar: 8-13-50 verzlun • 8-13-51 verkstæði • 8-13-52 skrifstofa AUGLÝSIÐ í TÍMANUM FarseÓill, sem vekur fögnuó eriendis Félög með fastar áætlunarferðir ( desember bjóöum viö sérstök jóla- fargjöld frá útlöndum til (slands. Þessi jólafargjöld, sem eru 30% lægri en venjulega, gera fleirum kleift aö komast heim til íslands um jólin. Ef þú átt ættingja eöa vini erlendis, sem vilja halda jólin heima, þá bendum viö þér á aö farseðill heim til Islands er kærkomin gjöf. Slikur farseöill vekur sannarlega fögnuð. FLUGFÉLAG LOFTLEIDIR /SLA/VDS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.