Tíminn - 16.11.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 16.11.1975, Blaðsíða 12
12 TiMINN Sunnudagur 16. nóvember 1975. Kyrsta sifta úr lyrstu gjörftabók Kiningarinnar. sonhefurviljaðhalda fastviölög og siði. Stundum hefur stúka hansekkiátt samleið meö honum i þeim strangleika. 1 fundargerö frá 2. febrúar 1890 segir: „Br. Jón Ólafsson kom með kæru yfir br. Guömundi fyrir aö hafa sýnt óhlýðni, ill orö og bjálfaskap af sér í fordyri fundar- salsins þá á fundinum. Br. Guöm. var á fundinum og játaöi hann rétt vera meginatriði kærunnar. Br. Jón Ólasson lagöi til, að br. Guðmundur væri rækur ger úr stúkunni fyrir afglöp þessi. Br. Einar Þórðarson lagði til, að Guðmundur væri sektaður um 1 kr. 50 aur fyrir brot á velsæmi. Um þessar tillögur urðu nokkrar umræður og lauk málinu svo að stúkan dæmdi Guömundi sekt á hendur 1 kr. 50 aur. og greiddi hann þá sekt þegar á fundinum.” Templarar margir vildu hækkaðan toll á vinföngum. Jón Ólafsson snerist gegn þvi. ffann hélt þvi fram, að fjárhagslegur ábati af vinsölu væri hvarvetna versti þröskuldur fyrir allri lög- gjöf til takmörkunar áfengis- verzlunar. Þvi væri það hættulegt fyrir bannstefnuna að lands- sjóður hefði tekjur af áfengi. Hér höfðu hvorir tveggja nokkuð til sins máls og skal ekki rökrætt frekar um það. Árið 1889 hafði fndriði Einars- son á hendur ritstjórn íslenzka Good-Templars, sem var blað stórstúku fslands. 1 marzblaðinu birtist grein, sem hann kallar: Dómur um tsl. Goodtemplar, og segirisvigum að sé eftir Þjóð- ólfi. En greinin er svo: ,,Hr. ritstjóri. Fyrstu mánuöina, sem „Isl. Good-Templar” kom út, hafði ég ritstjórn hans á hendi ásamt tveimur öðrum, og þaö sem stóð i blaðinu undir ritstjórnarnafni þá mánuði vil ég kannast við. Svo neyddist ég til fyrir friðsemdar sakir að segja mig úr rit- stjórninni, af þvi ég var svo skammsýnn að hugsa að Reglan mundi hafa gott af þvi að séra Þórhallur Bjarnarson yrði kyrr i ritstjórninni. Siðar stóð aftur nafn mitt um tima á blaðinu meðal rit- stjóranna, en ég fékk örsjaldan að sjá hvað i blaðið kom og aldrei fyrren það var alsett.svo að eigi var unnt að breyta neinu. Það hefur svo ýmislegt staðiö og stendur enn svo ýmislegt i „Isl. Good-Templar”, sem ekki aðeins er gagnstætt Good-Templar regl- unni, heldur allri heilbrigöri skynsemi, að ég verð að frábiðja að Reglunni eða mér sé eignaðar allar llugur ritstjórnarinnar. — Að ég aidrei hefi tekið til máls móti hneykslunum tsl. Good-Templars i blaðinu sjálfu, kemur eingöngu af þvi, að frá- gangur blaðsins cr allur svo la^aðuraðmáli, formi og efni, aö ég lyrirverð mig fyrir að setja nokkurt orö i blaðið. Jón Ólafsson.” Við þetta bætir Indriði þessum orðum: „Ef þetta á að vera vörn fyrir J. 01. og til þessaðbera af honum að hann hafi aldrei verið með toll- hækkun, þá er það fremur lök vörn. Til þess að verja það þyrfti meira en prenta grein i „Þjóð- ólfi”, það yrði nauösynlegt að brenna allt upplagið af alþingis- tiðindum 1887 til þess, þvi þau sýna, að Jón Ólafsson hefur bæði talað — og það mikið — fyrir toll- hækkun og greitt atkvæöi með henni. Reglan eða hann— og þau tvö eru ef til vill ekki algjörlega það sama — þurfa ekki að kenna „Isl. Good-Templar” um þá „flugu” að hafa fundið upp vfn- fangatollshækkunina 1887, þvi J. Ól. á hana með eins góðum rétti, hvað sem Reglan á i henni”. Hér mun þó fleira hafa borið á milli en ágreiningur um tollinn. Blaðið hafði birt nokkru áður þýð- ingu eöa endursögn á grein um refsingar i stúkunum. Þar er sagt að sumar stúkur hagi sér eins og það væri aðaltilgangurinn að reka menn úr reglunni svo fljótt sem unnt er. Siðan segirt.d., að reyna ætti að koma á sáttum og fá menn til að vinna heit á ný ,,áður en vér förum að fara eftir stjórnar- skránni”. Þar segir lika: „Munið eftir, að iögin geta að- eins gefið aðalreglur, sem settar eru fram i almennum setningum ogað stúkan, sem þekkir lunderni meðlimanna, og kringumstæð- urnar i hverju sérstöku máli á að ákveða hvort lögin eigi við i þvi tilfelli sem fyrir liggur eða ekki”. Trúlega hafa Jóni Olafssyni ekki þótt það góð fræði, að fundur ætti að dæma um það hvort lög giltu eða ekki. En þessi ágrein- ingur er þesseðlis, aðekki er unnt að loka augunum fyrir honum. Það fór svo, að Jón ólafsson á- varpar lesendur Islenzka Good-Templar i júni blaðinu 1889 og tilkynnir, að samkvæmt ráð- stöfun framkvæmdanefndar stór- stúkunnar hafi hann tekið að sér ritstjórnina næstu 4 mánuði. tþvi ávarpi leggur hann áherzlu á að „gott skipulag, löghlýðni og regla i smáu sem stóru eru lifsskilyrði fyrir að félagsskapur geti þrif- izt”. Hér verða tekin upp nokkur orð úr grein, sem Jón Ólafsson skrif- aði litlu siðar um félagsmál. Það er gert vegna þess að þau viðhorf voru túlkuð i fyrstu stúkunum og hafa haft sin áhrif. Hann segir: „Til hvers á ég að koma? Það er svo sem ekkert lið i mér, ég held ég geri ekki stóra figúru, þótt ég komi á fund. Þessi og þvilik svör heyrast allt of oft, þá er menn eru áminntir um að sækja fundi. Þetta er hin mesta villa. Látum hvern einn hugsa svo, og þá verður ekki aðeins öll Góð-Templara-Reglan, heldur og allur félagsskapur i heiminum að engu. Það er mjög liklegt að i stúku með 60—70 manns sé ef til vill, einkum i byrjuninni, ekki nema 3—4, siðar máske 5—6 menn, sem taki verulegan þátt i umræðum. En hvað ætli yrði úr fundum, ef sérhver hinna hugsaði svo: ekki verður min saknað. Þótt þú gerir ekkert annað á fundi, þá gefurðu gott eftirdæmi með þvi að koma. Sú hugsun ein, að með þvi að sækja reglulega fundi, getur verið að þu'styðjir að þvi, að halda ein- hverjum öðrum i Reglunni — sú hugsun ein má vera þér yfrin hvöt til að sækja reglulega fundi. Og fundarsókn er bezta og óhultasta ráðið til að gera sjálfum þér Regluna kæra og festa þig i henni. En svo átt þú lika að taka þátt i störfum Reglunnar eftir föngum og hæfileikum, og hver einasti meðlimur getur gert eitthvað. Það er gamall ósiður i stúkunum, að demba öllum nefndarstörfum sifellt á sömu mennina. Þetta er mjög rangt. Bæði ofþreytir það þá, sem fyrir ániöslunni verða, og svo deyfir það áhuga annarra, að vera til einskis notaðir. En þetta kemur og meðfram af þvi, hvað margir eru ófúsir að takast nokk- urt starf á hendur. Góður meðlimur á aldrei að neita að vinr.a það starf, sem honum er faliö, ef honum er það með nokkru mótu unnt að vinna sér að skaölitlu. Æ.T. ætti aö hafa i huga, að skipa sem oftast i hverja nefnd einhvern óvanan, ásamt góöum formanni, viö það venjast meðlimir störfunum og fá áhuga á málefnunum. Og meðlimirnir hafa hag af þvi, ekki aðeins sem Templarar, heldur og sem menn og þegnar i mannfélaginu, þeim lærist að hugsa og tala og verða nýtari menn við það. Enginn, sem gengur i Reglu vora, á að verða framandi meðal vor, vér eigum að kynnast hver öðrum, með þvi getum vér betur haft áhrif hver á annan til góðs. Einstæðingar, sem ekki eiga eig- inlegt heimilislif og ef til vill eiga ekki kost á nema umgengni mis- Niðurlag l'yrstu Iundargerðar. jafnra manna, eiga að sæta sér- legri athygli vorri. Vér eigum að láta oss annt um að kynna þá góð- um meðlimum, sem haft geta heillarik áhrif á þá. Vér eigum að láta þá sjá og finna, að það er meira en i oröi kveðnu að vér nefnumst bræður og systur. Vér eigum að sýna þeim alúð og vel- vild, og reyna að vera sannir vinir öllum þeim sem það verðskulda. Vér megum ekki láta þann bróður eða systur, sem er fáráðlingur fyrir heiminum, vera fáráðling meðal vor. Það er ekkert sárara en að vera vinalaus og einmana, svo að enginn skiptir sér af manni eða hirðir um, hvað manni liður. Látum engan mann sæta þeim forlögum i Reglu vorri. Stúka vor á að vera „eins og gott heimili, þar sem enginn er lítilsvirtur, en öllum gert jafnt undir höfði”. Það er kunnugt, að Jón Ólafs- son var lengi talinn i fremstu röð islenzkra striösmanna i blaða- mennsku. Þess gætti lika þegar hann réði blaði reglunnar. Haust- ið 1889 birti hann greinina: „Bacchus i löggjafasæti”, Viður- styggð á helgum stað”. Þar segir svo: „Fleira verður að gera en gott þykir, ef vel á að vera i þessum heimi. Það er allt annað en skemmti- legt verk, að draga fram einstak- an mann með nafni og gera van- sæmandi breytni hans að umtals- efni f opinberum blööum fyrir augum allrar þjóðarinnar... En er mönnum fullljóst, hve þýðingarmikil staða alþingis- mannsins er, þingmannsins, sem á að vera löggjafi þjóðar sinnar? Það veitir ekki af hinum vitrustu og beztu mönnum til þess, og hin- um vitrasta ogbezta manniveitir ekki af öllu þvi viti og gætni, sem guð hefur gefið honum. Sé hann ekki gæddur þvi nema 1 meðal- lagi, eða ef til vill langt um miður en I meðallagi, þá er honum þvi meiri þörf á að neyta sins punds sem bezt. Glæpi næst gengur það fyrir mann, að svipta sig vis vitandi þeirri rænu og ráði, sem hann hefur þegið af náttúrunnar hendi. - - - 1 neðri deild Alþingis hefur það stórhneyksli átt sér stað i sumar, að 2—3 þingmenn hafa setið ölvaðir á þingi, ekki eitt ein- stakt sinni, heldur aftur.-- Þaö er engin bót i máli, þótt séra Sveinn sé ekki sá eini i þessu efni. Hann er sá hneykslanleg- asti, því hef ég nefnt hann. Ég vildi óska að þaö gæti orðiö öörum til viðvörunar”. Litlu siðar birti Jón Ólafsson greinina: Hvernig stöndum vér? Þar hélt hann þvi fram að sárafá- ir af meðlimum reglunnar skildu hana og tilgang hennar. Sú grein er að visu skrifuö gegn vinfanga- tolli sem opinberum tekjustofni, en hún fjallar lika um það að regl- an hafi verið illa stofnuð á Is- landi. Þar segir svo: „Vér erum margir talsins, meðlimir Reglunnar, en alltof fá- ir Goötemplarar. Þetta er von, þvi að Reglan var hræðilega illa, herfilega illa stofnuð hér á landi i fyrstu, að minnsta kosti var hún afleitlega stofnuð hér i Reykja- vik. Og hvers var annars von? Ég var i sumar boðsgestur á einum stað ásamt þeim manni, er fyrst var umboðsmaður hátempl- ars hérá landi. Ég drakk vatn, en hann drakk — vin. Sá maður er fyrst breiddi út GT-regluna hingað til Reykjavik- ur og siðan stofnaði stórstúkuna, hann lézt þá hafa hinn mesta á- huga á Reglunni, ég og aðrir glæptust á að trúa einlægni hans þá: ég man enn eftir, mér til skammar og blóðugrar skap- raunar, að ég kvað fyrir minni hans óverðskulduð orð, hann stóð upp og svaraði og kvaðst vigja skyldu hinu góða málefni Reglunnar allan þann mátt, sem guð hefði gefið sér, þetta fékk á mig þá, þvi að maðurinn virtist tala af einlægni, en hann lagði svo dýrt við, enda virtist hann vera mikill trúmaður, þvi aldrei las kapellán svo bæn i stúkunni, að þessi maður kross- lagði ekki hendurnar og drúpti höfði á bringu af fjálgleik. Hann selur nú brennivin og drekkur sjálfur eins og fara gerir. Hvernig átti Reglan að vera stofnuð hér af slikum manni?” Enginn veit sina ævina fyrr en öll er. Þó að Björn Pálsson yrði ekki varanlegur i liði templara er engin ástæða til að efa einlægni hans meðan hann vaón að stúku-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.