Tíminn - 16.11.1975, Blaðsíða 17

Tíminn - 16.11.1975, Blaðsíða 17
Sunnudagur 16. nóvember 1975. TÍMINN 17 Gestur Vilhjálmsson afhendir kveöju Svarfdæla. hildarholti og Snorri Sigfússon, fyrrum skólastjóri og náms- stjóri, hafa lagt fram upphæðir, sem mættu verða mörgum til eftirbreytni og miða skulu að eflingu staðarins á viðeigandi hátt. Eigi er mér kunnugt hvort fleiri hafa lagt eitthvað af mörkum i sama sjóö, en ekki er liklegt að önnur viðhorf verði vænlegri til athafna og árangurs á staðnum, en einmitt hlutverk af þessum toga. Væri bæði sann- gjarntog viðeigandi að frá opin- berri hálfu yrði framlögum af þvi tagi veittur stuðningur hlið- stætt þvi er gerzt hefur á hinum foma biskupsstóli i Skálholti, en að sjálfsögðu skal til þess ætl- azt, að framtak fólksins i fjórð- unginum eigi frumkvæðið, rétt eins og gerðist sunnanlands. Það vantar þá i fyrstu röð sam- tök fólksins til þess að róa frammi, þá hlýtur skuturinn að koma með, svo hér sem alltaf reynist. Er virkilega ekki unnt að vekja hreyfingu um mark- mið og hlutverk i þessa átt með- al almennings, sem telur sig vera hliðhollan sögulegum efn- um og vilja hressa upp á fallnar hallir andlegrar reisnar um- rædds höfuðbóls? Ræktunarfé- lag Norðurlands átti ötula for- ystumenn fyrir rilmum 70 ár- um, er ýttu af stað sterkri öldu til athafna, og þar kom fjöldinn með og sýndi ágætan árangur. Hvar eru nú athafnamenn, aðil- ar, sem trúa á framtfðina og vilja standa i broddi fylkingar og koma af stað hreyfingu á vettvangi andlegs ræktunarfé- lags á Hólastað og umhverfis hann? hans og miklu fleiri munu hylla mikils vegs i framtiðinni. ólafur Bjarnason bóndi Gisli Magnússon hóndi x Xx NU eru liðin 93 ár siðan bændaskólinn var stofnaður á Hólum. Visthafa skipzt á sterk- ar áhugaöldur og ládeyða á vettvangi skólastarfsins á þessu skeiði. Þeir sem bezt til þekkja skulu meta hvernig málum er komið i starfsemi þessarar menntastofnunarnú. Ég trUi þvi tæplega, sem mér er tjáð, að jafnvel Skagfirðingar séu hættir aðsegja: „Heim að Hólum”. Sé það rétt þá er vissulega þarft og gott og sjálfsagt að hafast nokk- uð að til þess að endurheimta það viðkvæði. Máske hefur það sitt að segja, að hlutur staöar og skóla hefur af hálfu hins opin- bera vissulega verið i skuggan- um, en aðrar menntastofnanir sólskinsmegin, þar sem fjár- veitingavaldið hefur ráðið lög- um og lofum. Það hefur verið hátt á baugi i almennum um- ræðum, að þörf væri á þriðja bændaskólanum hér á landi. Þetta er náttúrlega skiljanlegt viðhorf i þeim landshluta, sem ekki hefur slika stofnun, en auð- vitað þarf að hefja þennan starfandi skóla til vegs og nú- tima sniös fyrst og fremst, en i öðrum landshlutum þarf enga búnaðarskóla, heldur fara að fordæmi granna okkar um Norðurlönd og hafa búnaðar- menntun sem hluta af námi þeirra menntaskóla, sem nú risa hver af öðrum i öðrum landshlutum. Það gegnir furðu, að nefndir, sem um undan farin ár hafa verið starfandi til þess aö kanna viðhorf i búfræði- menntun, skuli ekki hafa bent Hólastað og lyfta honum til Kristján Karlsson skólastjóri lljalti Pálsson Iramkvæmdastjóri f -vfeí/ v**' t' Kristni og kirkja voru löngum styrkar stoðir i reisn staðarins mmmmm m aHHBL þingi og þjóð á þá miklu hrifn- ingu, sem orðið hefur meðal frænda á Norðurlöndum við færslu búfræðimenntunar að hlið náttúrufræðigreina i menntaskólum. Aðeins 7 ár eru þangað til Bændaskólinn á Hólum getur haldið hátiðlegt 100 ára afmæli sitt. Við skulum vona að hann verði þá sólarmegin í þjóðfélag- inu. Það er margt hægt að gera á 7 árum til undirbúnings fyrir nýja hrifningaöldu og athafna- öldu, sem má og skal risa með byrjun nýrrar aldar á þessu sviði. Þegar skólinn var 75 ára var þar hátíðlegt haldið afmælið, en það skeið, sem runnið hefur sið- an, hefur sýnt brimgarða og brotsjóa umhverfis og á staðn- um. Við skulum vona að öldu- faldar komandi ára beri þar að landi margt til ágætis, sitthvað til framdráttar umræddu starfi og helzt eitthvað fleira, sem efla mætti staðinn og lyfta hróðri hans. Myndirnar, sem hér með fylgja, eru allar frá hátiðahöld- unum i sambandi við 75 ára af- mælið. Þær mega gjarnan minna á, að á þeim 7 árum, er enn lifa unz 100 ára afmælis Páll Zóphoníasson afhendir gjöf. verður minnzt á Hólum, er mörgu hægt að breyta til veg- legs framtiðarhorfs og virkilegs vegsauka á staðnum, norð- lenzkum byggðum til menn- ingarauka og virðingar. x Xx „Hvar skal byrja — hvar skal standa”. Það er ljóðlina Ur kvæði Matthiasar um Skaga- fjörð. Auðvitað stendur það eng- um nær en Skagfirðingum að vera i broddi fylkingar þegar hylla skal Hólastað, og vonandi eru þar margir ungir menn og konur, sem horfa heim til Hóla um komandi ár, þvi að þar er margt hægt að gera. Ég get vel trúað Jóhannesi bónda á Reykjum i Hjaltadal til þess að gefa jarðhita, þennan Framhald á bls 39 .a. tfetrarbjónusta ÖCFljffl CHEVROLET BUICK 1. Mótorþvottur 9. 2. Hreinsun á raf- 10. geymasamböndum 3. Mæling á raf- 11. geymi og hleðslu 12. 4. Skipt um loftsíu 13. 5. Skipt um bensin- síu í blöndungi 14. 6. Skipt um platinur 15. 7. Skipt um kerti 8. Ath. viftureim 16. Stillt kúpling Þrýstiprófaö kælikerfi Mælt frostþol Mótorstilling Yfirfara öll Ijós og stillt aðalljós Hemlar reyndir Stýrisbúnaður skoðaður Ath. rúðuþurrkur sprautur Innifalið í verðinu: Kerti, platínur, loft- og bensínsía og vinna Verð m/sölusk.: 4 cyl. kr. 8.652 6 cyl. kr. 9.65 7 8 cyí. kr. 10.248 GM SAMBANDIÐ VÉLADEILD ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ HÖFÐABAKKA 9. Simar: Verkst.: 85539 Verzh 84245-84710

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.