Tíminn - 16.11.1975, Blaðsíða 21

Tíminn - 16.11.1975, Blaðsíða 21
20 TÍMINN Sunnudagur 16. nóvember 1975. Sunnudagur 16. nóvember 1975. TIMINN 21 BÚSKAPURí ÁSBYRGI, SKÓGARVARZLA OG SKÁLDSKAPUR VARLA GETUR það talizt nauðsynlegt að kynna tslending- um Asbyrgi. Svo fáfróður maður mun naumast til, að hann viti ekki eitthvað meira eða minna um þetta náttúruundur, og ófáir eiga góðar minningar bundnar við þann stað, eftir að hafa bakað sig þar i sól og sumaryl Hitt vita ef til vill færri, að i Ásbyrgi var og er bóndabær, — sem heitir auðvitað Asbyrgi — og að þar hefur verið búið um langan aldur. Stór er sú jörð að visu ekki á nútima mælikvarða, — en gam- an hlýtur að vera að eiga þar heima. Ásbyrgi er gömul bújörð Hér verður nú rætt við einn af bændunum, sem búið hafa i Asbyrgi, Erling Jóhannsson. En áður en við förum að ræða um búskap hans á þessum stað, lang- ar mig að spyrja: — Hvað veizt þú, Erlingur, um búskap I Asbyrgi áður fyrr? — Ég hef ekki á takteinum ýkjamikið af gömlum heimildum um Ásbyrgi. Eins og nafnið bend- ir til, er bærinn kenndur viö höfuðbólið As i Kelduhverfi. Sam- kvæmt Jarðabók Arna Magnús- sonar, var Ásbyrgi kirkjujörð frá Asi. Var það talin allgóð bújörðog átti hjáleiguna Byrgissel, úti á sandinum, þar sem fyrrum voru nægar engjar. Seinna fór það land nær þvi allt undir sand, eða eyði- lagðist með öðrum orðum i stór- flóðum Jökulsár seintá sautjándu öld og i byrjun þeirrar átjándu. — Eru einhverjar nánari heimildir til um búskap i Byrgis- seli? — Eiginlega ekki aðrar en þær, að þetta hefur með vissu verið eitt af þessum smábýlum, þar sem búskapurinn byggðist eingöngu á engjaheyskap. Þómunhafa verið búið þar all-lengi, en seinna voru þar beitarhús frá Þórunnarseli um langt árabil. — En búskapurinn i Asbyrgi? — Það sem fyrst liggur i aug- um uppi á þeim bæ, er hversu frábærlega góð aðstaða var þar tilfjárgæzlu fyrr á timum, á með- anByrgið varógirtmeðöllu. Eins og allir vita, sem þangað hafa komið, þá er Byrgið stórt að flatarmáli, þar voru ágætir búfjárhagar, og samkvæmt Jarðabók Arna Magnússonar var þar bjarglegur skógur til raftvið- ar, og nægur til eldiviðar og kola- geröar. Og enn má sjá minjar um kolagerðina, þvi að inni i Byrginu eru allt að þvi mittisdjúpar gryfj- ur, leifar gamalla kolagrafa. — Búskapnum hefur samt ekki tekizt að eyðileggja skóginn? — Nei, ekki nema að norðan- verðu. Norðurhluti Byrgisins, það sem næst var bænum, var orðinn aleyddur að skógi á átjándu öld, fyrir þvi eru heimildir. Búsýsla og fleiri störf — Hvenær byrjaðir þú að búa i Asbyrgi? — Við hjónin fluttumst i Byrgið árið 1938 og bjuggum þar til árs- ins 1961, að við fluttumst hingað til Reykjavikur. —Hvernig var að vera bóndi I Asbyrgi? — Satt að segja var ekki um mikinn búskap að ræöa þar sök- um þess hversu jöröin er landlitil. Hins vegar eru þar allgóð skilyrði til túnræktar. Það var þvi ekki al- veg nóg að treysta á búskapinn einan, ef afkoman átti að vera þolanleg. — Hvernig gazt þú drýgt tekj- urnar? — Atta árum áður en ég kom i Ásbyrgi, — á meðan ég bjó i Arnanesi — hafði ég tekiö að mér umsjón með girðingum og sán- ingu fyrir Sandgræðslu rikisins, og hélt þvi áfram, eftir að í Asbyrgi var komið, allt til ársins 1947. Ég hafði áður veriö eitt sumar suður á Rangárvöllum hjá Gunnlaugi Kristmundssyni til þess að læra þessi vinnubrögð. — Þetta var talsvert mikil vinna, einkum á vorin. — Það sem gerði mér kleift að sinna fleiri störfum en búskapnum, var það að bróðir minn, Björn, átti heimili sitt hjá mér, þar sem hann rak dálitið fjárbú. Hann var boðinn og búinn til þess að hugsa um mitt bú, engu miður en sitt eigið, og ég gat ávallt treyst á liðveizlu hans, þótt ég þyrfti að bregða mér fi;á. Um nokkurt árabil vann ég hjá Kaupfélagi Norður-Þingeyinga sem endurskoðandi ásamt Guðna Ingimundarsyni, bónda á Hvoli. Kaupfélagsstjórar voru fyrst Bjöm Kristjánsson, en siðar Þór- hallur Björnsson. Mér þótti þetta skemmtileg vinna, og það var sérstaklega ánægjulegt að fá að starfa með þessum ágætu mönn- um og kynnast þeim þannig betur en ella hefði orðið. — Var ekki lika allmikið starf að sjá um hið friðaða land i Asbyrgi? — Jú, það var talsvert mikil vinna. Svo mátti heita, að friðun- in næði til alls svæðisins innan byrgisveggjaniia. Þar var þvi margt handtakið við grisjun og gróðursetningu á vorin, og svo auðvitað að fylgjast með gesta- straumnum, eftir að hann hófst að sumrinu. — Var þetta þá ekki sæmilega launað? — Það væri að halla réttu máli, ef ég svaraði þessari spurningu játandi. Framan af árum var nefnilega varla hægt að segja, að um kaup væriað ræða, en siðustu tiu árin, sem ég var þarna, var ég skipaður skógarvörður — með hálfum launum. Um nokkurt tbúöarhúsið i Asbyrgi. Búskapurinn á þessari jörð var kannski ekki ýkja stór i sniðum. en umhverfið er fagurt og sérstætt, og friðsælt hefur verið að búa þar, ekki sizt fyrr á árum, áður en leljandi ónæöi varð af umferöinni. Tlmamynd Róbert, Erlingur Jóhannsson skeið rákum við h jónin gréiðasölu um sumarmánuðina sem að sjálf- sögðu hvildi eingöngu á herðum konu minnar. Og þótt sú starf- semi væri að visu ekki ýkjastór i sniðum, þá var að henni veruleg búbót. ókunnugir undruðust þessa náttúrusmið, og spurðu margs — Þú hefur komizt I nána snertingu við ferðamanna- strauminn og umgengni ferða- fólks? — Já, það gerði ég. Ég kynntist mörgu ágætu fólki, sem kom og tjaldaði i Byrginu og dvaldist þar lengri eða skemmri tima. En hvað snertir umgengnina, sem þú minntist á þá skorti nokkuð á það framan af árum, að hún væri eins og bezt varð á kosið, en það breyttist mjög til batnaðar, eftir þvi sem timar liðu, og á siðustu árum minum i Asbyrgi var ekki annað hægt að segja en að um- gengni fólks væri óaðfinnanleg. — Var mikill gestastraumur i Asbyrgi fyrir utan hinar stóru samkomur, sem voru árvissar? — Þú, það var ákaflega al- gengt. Og þeir, sem voru langt að komnir, komu jafnan við heima hjá mér til þess að i'á leiðsögn um Byrgið, og hún var að sjálfsögðu látin i té, væri þess nokkur kostur. — Um hvað spurðu menn? Jarðfræði staðarins og það, hvernig Byrgið hefði orðið til, eða búskapinn og það mannlíf, sem lifað hafði verið á á þessum sér- kennilega stað? — Þeir, sem aldrei höfðu komið þarna áður, urðu langmest undr- andi á hinu mjög svo einkennilega umhverfi, og þá leiddi það nokk- urn veginn af sjálfu sér, að þeir spurðu fyrst, hvernig i ósköpun- um landið hefði getað fengið á sig þessa mynd. Um svör min er það að segja, að ég hygg að þau hafi oftast ver- ið i þeim anda, sem leikmönnum hefur verið gjarnast að trúa, og Þorvaldur Thoroddsen áleit, nefnilega að Ásbyrgi væri jarð- fall, — að feiknarlegt landsig hafi myndað Byrgið. Hins vegar hafa siðari tima jaröfræðingar, eins og til dæmis dr. Siguröur Þórarinsson komizt aö þeirri niðurstöðu að Jökulsá hafi myndað Asbyrgi fyrir æva- löngu. Auðvitaö er það viðsfjarri mér að véfengja nýjustu upp- götvanir i þessu efni, en hins veg- ar var mjög eðlilegt að mönnum dytti fyrst i hug landsig, þvi að i Kelduhverfi eru einmitt fjölmörg önnur jarðföll en Ásbyrgi, — jarð föll, sem engar likur eru til að Jökulsá eða nokkurt annað vatns- fall hafi átt þátt i að mynda. Hvað Ásbyrgi snertir, gæti verið um hvorttveggja að ræða, — að áin hafi lagzt i gamalt jarðfall. — En minntist nokkur ferða- maður á kvæði Einars Benedikts- sonar, Sumarmorgunn I Asbyrgi? — Jú, komið gat það fyrir, en að visu voru þeir ekki margir. Ég man til dæmis eftir þvi, að einu sinni gisti Agúst H. Bjarnason prófessor hjá mér. Hann talaði við mig um þetta gullfagra kvæði og taldi þaö með allra beztu ljóð- — Rætt við Erling Jóhansson, o fyrrum bónda og skógarvörð um Einars ásamt Norðurljósum. — Hins er ekki að dyljast, að ég hygg, að mikill meirihluti þeirra, sem i Ásbyrgi komu hafi ekki þekkt neitt til þessa kvæðis Einars Benediktssonar, né heldur kvæðis Matthiasar Jochumsson- ar um Asbyrgi. Sumarhitar, vetrarriki og fagrir haustdagar — Getur ekki orðið óþægilega heitt I Asbyrgi, — þar sem bærinn stendur — þótt hann sé ekki á þeim staö i Byrginu sem hlýjast verður? — Jú, komið getur það fyrir, einkum þó i sunnanátt að sjálf- sögðu. Ég þekki ekki neinn annan stað á landinu, þar sem hiti getur stigið svo hátt. Ég mældi hitann að visu ekki að staðaldri, en átti þó að sjálfsögðu hitamæli, eins og flestir aðrir bændur, og ég minnt- ist þess oftar en einu sinni og oft- ar en tvisvar, að hitinn mældist tuttugu og átta gráður i forsælu. Og það var engan veginn óalgengt að hann væri talsvert yfir tuttugu stig á hlýjum vor- og sumardög- um. í slikum hita er auðvitað óþægilegt að vinna, til dæmis að heyskap, en hafgolan var til nokkurra bóta. Þannig getur til dæmis oft veriö talsverö gola heima við bæinn i Asbyrgi, þótt logn og steikjandi hiti sé, strax og kemur dálitið inn i Byrgið. — Var þá ekki gaman að búa I Asbyrgi, jafnvel þótt búskapurinn hafi kannski ekki alltaf verið stór I sniðum? — Jú, það er alveg hárrétt. Hið ánægjulegasta við veruna þar, var umhverfið, sem aldrei verður metið til fjár. Auk hinnar óvenju- legu náttúrufegurðar hefur Asbyrgi einn hlut upp á að bjóða sem liklega ber fremur að telja til skemmtunar en hlunninda: Þar er feikilega mikið berjaland. Það veit enginn, nema sá sem reynt hefur, hvilik unun það er að fara á mildum og kyrrum haustdögum til berja inn i Asbyrgi meö fjöl- skyldu sinni. Það er auðvelt að gleyma tima og rúmi við berja- tinslu þegar haustsólin gyllir allt umhverfis og ekki blaktir hár á höfði, en byrgisveggirnir lykjast um mann eins og útbreiddur faðmur. — Nei, þessu er ekki hægt að lýsa, menn verða að hafa reynt eitthvað áþekkt, ef þeir eiga að geta gert sér áhrifin i hugar- lund. — Eru ekki oft ákaflega góð veður á haustin þar? — Jú, þegar landátt er. Sunn- an- og suðvestanáttin eru beztar. En á veturna getur orðið býsna snjóþungt i Byrginu, og ber þar einkum tvennt til: I sunnan- og vestanátt skefur snjóinn fram af björgunum, en þau eru svo gifur- lega há, að undir þeim er alveg logn, og þar sezt snjórinn að. Sama er að segja þegar norðan stórhriðar geisa, þótt það gerist á annan hátt. Þá stendur hriðar- mökkurinn utan af hafi, inn yfir sandana og alla leið inn i Byrgi, en kemst ekki lengra en að björg- unum fyrir botni þess, og sezt þar um kyrrt. Af þessu tvennu leiðir það, að innan til i Byrginu er oft talsvert snjóþungt. — Olli þetta fannfergi ekki skaða á trjágróðri? — Það gat komið fyrir, ef Framhald á 23. siðu. ..Ilól'tunguinarkið i miðju er", segir Einar Benediktsson I sinu ága'ta kvæði. Sumarmorgunn i Ásbyrgi. Og vist er það rolt, að kle.ttaeyjuii i iniðju Asbyrgi likist engu fremur en hól tungu neðan á hestsfæti. Hér sést nokkur hluti „hóf- lungunnar", að svo miklu leyti sem hún veröur mynduð l'rá einni hlið. Ljósm. Páll Jónsson. Rétt hjá Asbyrgi er Astjörn. Skógur er þar i kring og svo fagurt, að seint mun gleymast þeim, sem einhvern tima hefur þangað komið. Þar hefur um langt árabil verið rekið barnaheimili, enda er erfitt að hugsa sér ákjósanlegra umhverfi til þeirra hluta. Ljósm. Páll Jónsson. Kitt al' mörgum náttúruundrum Norður-Þingeyjarsýslu I rúðurnar á húsuin mauna suð-vestanlands. Þvi að þá er eru Hólmatungur. Þangað ættu sem flestir að leggja leið hlýtt og bjart i llólmatungum. sina, ekki sizt i sunnanátt á sumrinþegar rigningin lemur I Ljósin. Páll Jónsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.