Tíminn - 16.11.1975, Blaðsíða 26

Tíminn - 16.11.1975, Blaðsíða 26
26 TÍMINN Sunnudagur 16. nóvember 1975. KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR KVIKMYNDIN A AÐ BÚA VIÐ SAMA RÉTT OG SÖMU VERND OG AÐRAR USTGREIN- AR. KLIPPING AT- RIÐA ÚR KVIKMYND- UM BER VOTT UM F'ADÆMA HROKA OG ÓB I LG I RN I E M - BÆTTISVALDSINS. KVIKMYNDA- HORNIÐ Umsjónarmaður Halldór Valdimarsson ÞAÐ ER ALLT OF SJALDAN SEM LISTAVERK A BORÐ V I Ð Þ E S S A KVIKMYND REKUR A FJÖRUR ÍSLENZKRA KVIKMYNDAUNN- ENDA. HÚN E R HREIN OG FALLEG OG SYND AÐ BANNA HANA. ÓÐUR TIL KONUNNAR UNDIR JÁRNHÆL KVIKMYNDAEFTIRLITS? Emmanuelle og vinstúlka hennar, Marie Ange, hvilast í hengistólum, eftir að hafa svalað hvötum sfn um. Marie Ange er mun yngri, en hefur þó tileinkað sér meir látæði hinna „fullorðnu” en Emmanuelle. Stjörnubió: Emmanuelle Leikstjórn: Just Jackin Aðalhlutverk: Silvia Kristell, Alain Cuny, Marika Green, Daniel Sarky, Jeanne Collectin, Cristina Boesson. Gerö eftir samnefndri sögu Emmanuelle Arsan. Tónlist: Pierre Bachelet. Hvað er kvikmynd? Afþreying? Hrein og ómenguð iðnaðarframleiðsla, sem gerir alþýðu manna kleift að kaupa frá sér timann og lifið á tiltölulega ódýran hátt? Listaverk? Afrakstur sköpunarþarfa hóps manna og tjáningarþarfa annars hóps manna? Eða skoðanamyndandi og vekjandi tæki, sem jafnframt má nota til að eyða skoðunum og svæfa? Kvikmynd getur verið hvert þessara þriggja, og er og jafn- framt allt þrennt i senn. Á hverju ári er til dæmis fram- leiddur ótölulegur fjöldi mynda, sem ætlað er það hlutverk eitt að vera afþreying. Færibandafram- leiðsla kvikmyndafyrirtækjanna á misjafnlega góðum „spennuvökum” og vandlega út- mældum „hlátursskömmtum”, er of kunn til að nánar þurfi að rekja hér. HVAÐ ER LIST? Eitt sinn setti vitringur fram þá fullyrðingu að list væri sköpun og öll sköpun væri þvi list. Svo sem aðrar mannlegar kennisetningar, kallaði þessi fram ákafar mótbárur, enda hafa um aldaraðir staðið háværar deilur um það hvað talizt geti list og hvað ekki. Háværastir i deilum þessum hafa verið þeir sem sjálfir vilja teljast listamenn og vilja koma verkum sinum eða athöfnum á framfæri sem list. Hefur lista- menn greint verulega á um þessi efni og i dag er svo komið, að þeir geta ekki um nokkurn hlut orðið sammála, utan það að list skuli greiða háu verði. Sá hluti tima þeirra og tilveru, sem ekki fer i að hnotubitast um molana af borði Midasar, er undantekningalitið notaður til að reyna að krækja i viðbótarstyrki og uppbótalaun. Meðan svo stendur er það vart á færi leikmanns að skýrgreina. Þó hlýtur hver og einn að gera einmitt það — i hljóði og út af fyr- ir sig — og vafalitið eru niðurstöð- ur þær nær veruleikanum en skýrgreiningar margra lista- manna, þvi niðurstöður leik- manna eru ekki byggðar á áætl- unum um heildarupphæð lista- mannalauna næsta ár. Sá hópur fer og sivaxandi, sem telur kvikmyndun og kvikmynda- gerð til listgreina — að minnsta kosti nokkurn hluta kvikmynda- framleiðslu heimsbyggðarinnar. Einstaklingar úr hópi þessum fara i kvikmyndahús með svipuðu hugarfari og aðrir skoða mál- verkasýningar, eða opna ljóðabók — ferðin er gerð til að sjá, heyra og njóta listar. Einmitt meðal þessa hóps er ' sérstaklega áberandi sú skoðun, að kvikmyndin sé skoðanamynd- andi áhrifavaldur i daglegu lifi fólks og að þegar kvikmynd er metin beri að taka meir tillit til efnis hennar og innihalds, heldur en kvikmyndatöku og annarra þátta sköpunar hennar. Það sem myndin sýnir okkur og boðar okkur hljoti að skipta meginmáli. Það breytirþó engu um listgildi kvikmyndarinnar, einkum þar sem hún er fremur árangur af samstarfi margra listgreina en afrakstur einnar einstakrar. HVAÐSNERTIR ÞETTA EMMANUELLE? Já, hvað kemur þetta kvikmyndinni um Emmanuelle við, fremur öðrum myndum? Þvi verður ekki svarað nema á einn veg. Kvikmyndin Emmanuelle er listaverk — fágætt listaverk. öll gerð hennar, efni, kvikmyndun, leikstjórn og annað sem til hefur burft, sameinast að þvi marki að gera hana einhverja þá beztu kvikmynd, sem hér hefur sézt á hvita tjaldinu. Myndin er af mörgum talin með bestu mynd- um Frakka til þessa og undir það viðhorf hlýtur undirritaður að taka. Sem slik nýtur kvikmyndin þvi sömu verndar og réttinda og hvert annað listaverk. Hún stend-_ ur eins og hún kemur frá höfund-' um hennar og það er i engra valdi að hnika gerð hennar til, annarra en höfundanna sjálfra. Hver tekur sér það vald að skera hluta úr málverki list- málara, áður en það kemur fyrir almenningssjónir? Hver telur sig þess umkominn að strika orð eða linu úr ljóði skálds, áður en hann les það upp á mannamótum? Enginn. Það gerir enginn. Samt sem áður er hér starfandi hópur manna á vegum rikisins, sem telur sig hæfan til að umbreyta verkum kvikmynda- gerðarmanna og gera þau þar með „hæfari” til þess að koma fyrir sjónir kvikmyndaunnenda. Þessir menn hafa til að bera nægilegan hroka til þess að úr- skurða verk hæf eða óhæf til sýninga og vaða fram i skinhelgi sinni og hræsni með skærin að vopni og siðæðið sem skjöld. Þeir skirrast ekki við að skemma eða jafnvel eyðileggja með öllu verk, sem þeir telja almenning ekki „þola” að sjá. Hvilikur hroki er með fádæm- um, jafnvel meðal islenzkra embættismanna. Það mætti ef til vill spyrja þessa heiðursmenn þess, ef þeir eru að vinna nauðsynjastörf og keppast við að bjarga þjóðar- sálinni frá mengun, hvernig er þá þeirra eigið innræti leikið eftir að horfa á allan ósómann, ár eftir ár? Vala hafa þeir dæmt óséð. OG TILEFNIÐ? Tilefni til þessara orða hefur gerizt fyrr. Það sem veldur að þau eru fram sett nú, er að úr kvik- myndinni Emmanuelle hefur verið klippt eitt af fallegustu og áhrifamestu atriðum hennar. At- riði þetta sýnir tvær konur veita hvor annarri bliðu sina. Slikt og þvilikt fann ekki náð fyrir augum þeirra háu herra sem sinna störf- um sinum við kvikmyndaeftirlit frá degi til dags, án þess að sjá nokkuð athugavert við mann- dráp, ofbeldi, glæpi og annað það sem hér er á hverjum degi dælt yfir landslýð. Jafnvel ruddalegustu nauðganir fá ekki á þá, en bliðu- hót konu við konu virðast valda þeim ógleði. Þess má og geta, að siðastliðið miðvikudagskvöld sýndi sjónvarpið þátt einn, sem að visu var ekki af grófara taginu, en fól þó engu að siður i sér meira klám i orði, en Emmanuelle i orði og á borði samanlagt, að öllum atrið- um hennar meðtöldum. Það eru eindregin tilmæli undirritaðs til meðlima kvik- myndaeftirlitsins, að þeir leggi skærin til hliðar, en þurrki þess i stað rykið af skynseminni. UM EMMANUELLE Kvikmyndin Emmanuelle er fágætt listaverk. Sem slikt hefur hún flest til að bera, fegurð, viðkvæmni, styrk, tæknilegt öryggi og annað. Myndin er fögur vegna þess að hún sýnir okkur óniengaða náttúru i samvafi við mannlega fegurð. Hún sýnir okkur likam- legt samneyti mannlegra einstaklinga, nakið og umbúða- laust, án heimskulegra hafta og án kláms. Hún sýnir okkur hvers likamar okkur eru megnugir, ef við ekki lokum okkur innan rimla siðgæðisvitundar, sem sprottin er af eigingirninni einni saman. Myndin sýnir okkur að kynlif er ekki aðeins saklaust, heldur sterkasta vopnið, sem við höfum i baráttunni til samhyggðarfyllra mannlifs. SAMFERÐAFÓLK Söguþráður myndarinnar er ákaflega einfaldur og raunar nánast enginn. Emmanuelle er ung og fögur kona, saklaus og klækjafá. Hún er einlæg i samskiptum sinum við allar mannverur, laus við tor- tryggni og tregðast ekki við að sýna sinn innri mann. Sem hver önnur heilbrigð mannvera nýtur hún likamlegrar snertingar og samlifis við aðrar heilbrigðar mannverur og hikar ekki við að veita samferðafólki sinu ást sina, hvort sem það er henni samtiða stutta stund i flugvél, eða lengur. 1 upphafi myndarinnar er Emmanuelle á leið til eigin- manns sins, sem er henni bæði eldri og lifsreyndari, en hann starfar við sendiráð Frakka i Thailandi. Þau eru nýgift, ákaf- lega frjálslega gift, þar sem eiginmaðurinn beinlinis hvetur hana til samlifis við aðra karl- menn. Saklaust frelsi og sekt. Fljótlega kemur þó i ljós, að frelsi hefur ekki sömu merkingu i huga Emmanuelle og i hugum annarra sendiráðsáhangenda. Hennar frelsi er saklaust og miðast við að njóta unaðar og veita hann. Þeirra frelsi er sekt og miðast einkum við að leika flókinn leik, þar sem markmiðið er að komast yfir sem flestar mannverur og á sem fjölbreyti- legastan hátt. Hún leitar ástar — þau einungis fróunar. Meginboðskapur myndarinnar virðist einnig vera sá, að mann- skepnan sé i dag að glata mögu- leika sinum til ástar, en hafi tekið sér fróunina i hennar stað. Fróunina og leitina að einhverju dýpra og dularfyllra bak við kynlifið. Óður til konunnar, en gætið að.... Konan er i eðli sinu fögur. SAKLAUST FRELSI OG SEKT Likami hennar hefur til að bera fegurð fullkomleikans og Framhald á bls 39

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.