Tíminn - 16.11.1975, Blaðsíða 33

Tíminn - 16.11.1975, Blaðsíða 33
Sunnudagur 16. nóvember 1975. TÍMINN 33 auðvitað réð hún þvi, eins og ævinlega. Lasar reis nú á fætur og gekk að skáp á veggnum. Þaðan tók hún armband úr tini. — Gefðu Aisling þetta armband. Segðu henni, að það muni veita henni hamingju, en þó þvi að- eins að hún beri það dag hvern og fari i hvivetna eftir þeim fyrirmælum, sem þú gefur henni. — Hvers konar fyrirmæli eru það? spurði Ina forvitin. — Hún á að fara út þrjá morgna i röð og lið- sinna þeim, sem hún rekst á og eru hjálpar þurfi. Ef hún neitar að veita aðstoð, mun arm- bandið skerast inn i hör- und hennar, en ef hún gerir skyldu sina, breyt- ir armbandið um lit i samræmi við það góð- verk, sem hún gerir. — Aisling verður áreiðanlega himinlif- andi. Hún hefur oft beðið mig að útvega sér ein- hvern hlut frá þér, sagði Ina, um leið og hún þakkaði Lasar fyrir hjálpina og kvaddi. Aisling tók hin ánægð- asta við armbandinu, og strax næsta morgunn fór hún i gönguferð áleiðis til næsta þorps. í útjaðri þorpsins kom hún auga á konu, sem sat úti undir vegg á litlu húsi. Skyndi- lega byrjaði konan að hljóða, og þá tók Aisling eftir þvi, að eldur gaus upp um þakið á húsinu. — Ég er lömuð og get ekki staðið upp, hrópaði konan til Aisling. — En inni I húsinu er litið barn i vöggu, og það er enginn hjá þvi. Aisling hikaði. En þá fann hún að armbandið góða tók að þrengja mjög að handleggnum á henni. Þá áttaði hún sig og hljóp inn i brennandi húsið. Þar greip hún vögguna með barninu og bar hana út. Ekki var P hún fy rr komin út en hún tók eftir þvi, að arm- bandið hafði breytt um lit. Og hún sá ekki betur en að tinið væri orðið að skiragulli. Nú komu nágrannar úr þorpinu og slökktu eldinn, og skömmu siðar birtust foreldrar litla barnsins. Þau höfðu ver- ið að vinna úti á akri og ekki komizt heim i tæka tið. Þau þökkuðu Aisling kærlega fyrir að hafa bjargað barninu þeirra. — En nú er húsið okk- ar ónýtt, sagði konan með grátstafinn i kverkunum. — Hvað eigum við að gera? — Þetta verður allt i lagi, sagði Aisling hug- hreystandi. Á morgun skal ég senda hingað smiði til þess að gera við húsið eða byggja nýtt, ef með þarf. — Þetta likar mér að heyra, sagði Ina, þegar Aisling sagði henni, hvað gerzt hafði. — ó, Ina, sagði þá Aisling. — Ég vorkenndi vesalings fólkinu. Hugsaðu þér ef húsið okkar brynni ofan af okkur! Og littu á arm- bandið mitt! Sérðu hvað það hefur breytzt mikið? Næsta morgun fór Aisling aftur út að ganga. I þetta sinn gekk hún niður að sjó. Strönd- in var mannlaus að sjá, en brátt kom Aisling auga á gamlan mann sem sat á kletti, og horfði út yfir hafið. Hún gekk i áttina til hans, og skyndileg fór gamli maðurinn að hrópa hástöfum og baðaði út höndunum. — Sjáðu, hrópaði hann og benti út á sjó- inn. — Litli sonarsonur- inn minn er að drukkna. Ég get ekki bjargað hon- um, af þvi að ég kann ekki að synda. Drengurinn hafði ver- ið að busla i f jörunni, en ekki gætt að sér, og nú var hann kominn svo langt frá landi, að hann botnaði ekki. Þótt Aisling væri frábær sundmanneskja, hikaði hún samt við að fleygja sér til sunds i is- köldum sjónum. En hún hikaði ekki lengi, þvi armbandið frá Lasar fór strax að þrengja að handleggnum á henni. Hún synti út til drengs- ins og bjargaði honum að landi. Þegar henni varð litið á armbandið á handlegg sér, sá hún, að það var nú alsett fagur- bláum safirum. Giamli maðurinn tok litla drenginn i fangið og fleygði sér siðan á hnén. til þess að þakka ungu stúlkunni, sem hafði bjargað honum. Ina var að vonum mjög ánægð þegar hún heyrði frásögn frænku sinnar af björguninni. Þriðja morguninn gekk Aisling sem leið lá út i skóg. Þar sá hún skógarhöggsmenn við vinnu sina. Allir höfðu þeir axir, sem þeir not- uðu til þess að höggva niður trén. Skyndilega fataðist einum mannin- um og öxin lenti i fætin- um á honum. Úr varð svöðusár, sem mikið blæddi úr. Aisling leit undan i hryllingi. Hún mátti ekki blóð sjá. En hún harkaði af sér, þegar hún fann, að armbandið góða fór að þrengjast um handlegginn á henni. Hún reif langar ræmur neðan af kjólum sinum og notaði þær til þess að binda um sár skógar- höggsmannsins. Siðan lét hún bera hann heim til sin og sendi eftir lækni til þess að búa betur um sárið. Þegar þessu var lokið, varð Aisling litið á armbandið. Innan um safirana voru nú komnir margir fagurrauðir rúbinar. Skyndilega varð henni ljóst, að gull- ið var tákn eldsins, sem hún hafði barizt við, safirarnir báru sama blá litinn og hafið, og rúbinarnir voru rauðir sem blóð. En það sem hún gerði sér ekki ljóst, var það, að sjálf var hún gjörbreytt. Fólkið, sem umgekkst hana daglega, komst þó ekki hjá þvi að veita þessari breytingu athygli. En Ina frænka hennar var sú eina sem vissi, hverju þetta sætti, og hún gladdist innilega yfir þessum stakka- skiptum. — Dóttir okkar verður fegurri með hverjum deginum sem liður, sagði móðir Aisling, þegar hún kom heim úr ferðalaginu. — Ég vildi óska að hún færi nú bráðum að giftast. — Jásvaraðifaðirinn. — Ekki vantar hana biðlana, en gallinn er sá, að hún hryggbrýtur þá alla. Skömmu seinna sátu Ina og Aisling og röbb- uðu saman. — Þú ættir að fara að gifta þig, sagði Ina. — Það er ekki nema einn maður i viðri ver- öld, sem ég vil giftast, svaraði Aisling. — Það er Ronan, og ég veit ekki einu sinni hvort hann er á lifi, þvi að ég hef ekk- ert frétt af honum siðan hann fór. Þegar Ina hafði heyrt þessa játningu frænku sinnar, var hún ekki sein á sér að senda Ronan orð um að koma heim. Um þetta leyti bar að garði ungan konungs- son, sem bað Aisling að giftast sér. Duirmuid og Mellu leizt fjarskalega vel á unga prinsinn, og ekki spillti það áhugan- um, að brátt yrði hann konungur og var þar að auki svo auðugur, að hann gat auðveldlega uppfyllt allar óskir dótt- ur þeirra. — Þú getur ekki verið þekkt fyrir að hrygg- brjóta prins, sagði Mella með vanþóknunarsvip, þegar dóttir hennar sagðist ekki vilja giftast prinsinum. — Þú ert svei mér vanþakklát dóttir, sagði Duirmuid og byrsti sig. —• Við höfum elskað þig og veitt þér allt sem hugur þinn girntist. Og þetta eru launin. Ef þú ferð ekki að okkar ósk- um núna, mun þig ávallt iðra þess. Vesalings Aisling var alveg i öngum sinum. En dag nokkurn, þegar hún stóð við kastalahlið- ið og mændi út eftir vegginum, birtist Ronan skyndilega. Aisling fagnaði honum innilega, og ekki var Ina siður ánægð. Nú virtist ráða- gerð hennar vera að heppnast. En sælan stóð ekki lengi. Foreldrar Aisling harðneituðu að veita Ronan leyfi til að giftast dóttur þeirra og heimt- uðu enn að hún giftist rika konungssyninum. Eins og ævinlega þeg- ar eitthvað bjátaði á, bað Aisling frænku sina að hjálpa sér. Ina lofaði að gera allt sem i hennar valdi stæði til þess að telja Duirmuid og Mellu hughvarf, en allt kom fyrir ekki. Þau harðneit- uðu. Loks fór Ina á fund Lasar gömlu og sagði henni upp alla söguna. Gamla konan hlustaði af athygli, og þegar Ina hafði lokið máli sinu, spurði hún, hvort það Framhald á bls. 36 Leikfangahúsið Skolavörðustíg 10, sími 14806 Fisher Price leikföng eru heimsfrœg DRAGIÐ EKKI jólainnkaupin PÓSTSENDUAA Birgðir takmarkaðar #

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.