Tíminn - 16.11.1975, Blaðsíða 40

Tíminn - 16.11.1975, Blaðsíða 40
SÍM1 12234 HERRfi GfiRÐURINN A«Ð ALSTRÆTI3 SÍSIÓDIJU SUNDAHÖFN G0ÐI fyrir yóéan mat $ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Umferðarsl lysin í Reyl kj avík BH—Reykjavik — Hringbrautin og Miklabrautin i Keykjavik eru mestu umferðargötur borgarinn- ar, og ncmur umferðarþunginn á umfcrðarmestu stöðunum á Hringbrautinni talsvert á fjórða tug þúsunda ökutækja á sólar- hring. A Ilringbrautinni og Miklubrautinni verða lika flcst umferðaróhöppin, en á einum gatnamótum á Miklubrautinni, þ.e.a.s. við Kringlumýrarbraut, urðu þau samtals 57, og i 13 tilfell- um urðu slys á fólki. Þessar tölur eru frá siðasta ári, tölur frá árinu 1975 eru ekki fyrirliggjandi, en ætla iná, að þær séu mjög svipað- ar, og sizt lægri. Er Timinn ræddi við Guttorm Þormar, verkfræðing hjá gatna- málastjóra, kom i ljós, að frá i fyrra liggja fyrir mjög itarlegar tölur varðandi umferðarþungann og slysin i umferðinni á siðasta ári, fjölda þeirra og staðsetningu. Tölur þessa árs breytast dag frá degi, en virðast sizt lægri en i fyrra, sem álykta má af þvi, að banaslysin i umferðinni urðu alls 7 i fyrra, og um hádegi i gær voru þau orðin 8. Er þá enn hálfur annar mánuður til áramóta og svartasta skammdegið og jólaös- in framundan. Guttormur kvað miklar annir hjá embætti gatnamálastjóra hafa valdið þvi, að ekki lægju fyr- ir alveg nákvæmar tölur hjá um- ferðarkönnun þessa árs, en sfðast hefði almenn könnun farið fram i sumarbyrjun, skömmu eftir bensinhækkun, og teldi hann þá könnun ekki viðmiðunarhæfa. Myndi umferðin nú vera miklu nær þvi, sem skýrslur fyrra árs herma, og þó jafnvel meiri, og verður þvi stuðzt við þær i yfirliti þessu. Arið 1974 var mestur umferðar- þungi á Hringbraut og Miklu- braut. Fór könnunin fram á þrem stöðum og var sem hér segir: Á Hringbraut við Tjarnarenda var fjöldi ökutækja á sólarhring sam- tals 26.499. Á Hringbraut við Landspitalann reyndist hann 33.018, og á Miklubraut reyndist hann 27.362. Aðrar götur, sem komast i námunda við þessa feiknalegu umferð, eru þessar: Laugavegur 25.577, Skúlagata 23.280, Borgar- tún 20.371, Tryggvagata 14.432, Hafnarfjarðarvegur 13.311, Hverfisgata 12.223 og Hafnar- stræti með 10.150 ökutækja um- ferð á sólarhring. Verstu gatnamótin i umferðinni hvað slys snertir eru þessi og eru slys á fólki talin i svigum: Miklabraut — Kringlumýrar- braut 57 umferðaróhöpp (13), Miklatorg 38 (2), Miklabraut — Háaleitisbraut 37 (3), Hringbraut — Njarðargata 33 (6), Skúlatorg 30 (0), Grensásvegur — Fellsmúli 29 (5), Kringlumýrarbraut — Háaleitisbraut 25 (1), Hringbraut — Hofsvallagata 24 (5), Mikla- braut — Grensásvegur 24 (4), Suðurlandsbraut Skeiðarvogur 24 (3), Vesturlandsvegur — Höfðabakki 23 (2), Lækjargata — Hverfisgata 22 (1), Miklabraut — Langahlið 21 (4), Elliðavogur- tenging 20 (4) og Kringlumýrar- braut — Hamrahlið 20 (1). Sömu gatnamót eru með svipaðar tölur næsta ár á undan. Af þvi, sem að framan hefur verið sagt, má ljóst vera, hverjar eru mestu umferðargöturnar i Reykjavik og hvar slysin eru tið- ust. Hitt skiptir mestu máli að hafa það ætið hugfast, að slysin geta hvarvetna gerzt, og eru si- fellt að gerast, ekki endilega á viðurkenndum slysahornum. Það er skylda okkar hvers og eins að reyna að koma i veg fyrir þau, og það verður ekki gert með öðru en tillitssemi i umferðinni og þvi að flýta sér aldrei i hugsunarleysi. Það er hollt að hafa hugfast, að minútan getur kostað mannslif. Hér á eftir fer heildarmynd þess, sem um hefur verið fjallað i yfirlitinu, nokkur ár aftur i tim- ann. ÁburéarvGrksmiðja REYKJAVIK 1 :20000 1973 Gangandi vegfarendur fyrir bifreióum Samtals 203 fluttir d slysadeild Dauóaslys 8 GRAFARVOGUR — Sjá töflu um fjölda ökutækja og slys á bls. 39 REYKJAVÍK 1:20000

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.