Tíminn - 18.11.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 18.11.1975, Blaðsíða 1
Lcmdvélarhf 264. tbl. — Þriðjudagur 18. nóvember — 59. árgangur PRIMUS HREYFILHITARAR í VÖRUBÍLA OG VINNUVÉLAR HF HÖRÐUR ODIÍSARSSOM SKÚLATUNI B - SIMI (91)19460. Samningaviðræðurnar út um þúfur: Engar líkur á frekari viðræðum við Breta — nema þeir fallist á tillögur okkar, segir formaour utanríkismálanefndar BH/Gsal-Reykjavík. — Samningafundur brezku og is- lenzku nefndanna um landhelgis- mál fór út um þúfur i gær, er ljóst var, að umræðugrundvöllur var ekki fyrir hendi. Kom þegar fram i viðræðunum, að Bretar voru fastir fyrir varðandi veiðiheimild sér til handa, sem næmi 110 þús- und tonnum, en islenzka samninganefndin hélt fast við ákvörðunina um 65 þúsund tonn, og þau skilyrði, að viðurkenning landheiginnar og tollalækkanir hjá Efnahagsbandalaginu fengj- ust. í dag heldur islenzka sendi- nefndin til Vestur-Þýzkalands, þar sem viðræður við V-Þjóð- verja hefjast í Bonn á miðviku- dag. Brezka sendinefndin hélt heimleiðis siðdegis i gær. Þórarinn Þórarinsson, formab- ur utanríkismálanefndar og einn nefndarmanna, veitti Timanum þær upplýsingar i gærkvöldi, að i undirbúningsviðræðum sér- fræðinga um sjávarútveg, sem fram fóru fyrir nokkruhefðu sér- fræðingar islenzku rikisstjórnar- innar haldið fast við það sjónar- mið, að veiðiheimild til handa Bretum skyldi miðast við 65 þús- und tonn og samkomulag um það aðeins ná til eins árs, og jafn- framt var það skilyrði sett fram af islenzkum - stjórnvöldum, að viðurkenning fylgdi á útfærslu landhelginnar auk tollalækkana hjá Efnahagsbandalagsrikjum. Um skipaf jölda hafi alls ekki ver- ið að ræða, svo langt hafi við- ræðurnar ekki komizt. Timinn lagði þá spurningu fyrir formann utanríkismálanefndar, hvort til tals hefði komið að slita stjórnmálasambandi við Breta, ef brezk herskip yrðu send inn fyrir islenzka landhelgi, og kvað hann ekkert slikt hafa komið til tals. Þá spurði Timinn, hvort ein- hverjar likur væru á viðræðum Bann við síld- veiðum í Norður- sjó frá 25. nóv. 00—Reykjavik. islenzku fulltrúarnir á fundi Norður-Atlantshafsfiskveiði- nefndarinnar I London lögðu i gær fram tillögu um algjört bann við síldveiðum i Norður- sjtí. Jafnframt gaf sjávarút- vegsráðuneytið út reglugerð um að stöðva veiðar íslenzkra sild- veiðibáta I Norðursjó. Verður siðasti veiðidagur bátanna 25. nóv. Frá 1. júli hafa islenzku sildveiðikipin aflað um 11 þús. tonn I Norðursjónum. Þegar tillagan var lögð fram i London i gærmorgun hafði mál- ið litið verið rætt á fundum nefndarinnar. Niels P. Sigurðs- son, ambassador, sagði i gær- kvöldi, að tillagan hefði hlotið sæmilegar undirtektir fulltrúa annarra þjóða á fundinum, en ekkert er vitað um. endanlega niðurstöðu málsins, og tæpast er við þvi að búast að hún verði samþykkt. Tillagan var rædd eitthvað eftir að hún var lögð fram, en verður tekin fyrir aftur á fund- inum siðar. Eina þjóðin, sem lýsli sig fylgjandi tillögunni um bann við sildveiðum, voru Þjóð- verjar, en fulltrúar hinna þjóðanna kváðust þurfa að athuga málið betur. Ambassadorinn sagði, að birzt hafi heldur leiðinlegar greinar i brezkum blöðum, um að tslendingar þættust vilja friða eigin mið en eyðileggja önnur, og að hamrað sé á þvi að við mótmæltum sildveiði- kvótanum á sinum tima. Jónas Haraldsson, skrifstofu- stjtíri Llú sagði i gær, að 15 is- lenzk skip stunduðu nú sildveið- ar i Norðursjó. Aður hafa ekki verið svo mörg skip að þessum veiðum svona lengi. En hefði reglugerðin ekki verið gefin út hefðu þessi skip verið að veiðum að minnsta kosti fram i miðjan desembermánuð. Undanfarið hafa sölur verið góðar. Bátarnir, sem nú eru á Norðursjó, og aðrir af svipaðri stærð og gerð verða nú verk- efnalausir fram að loðnuvertið. Lágt verð er á loðnu og útlitið mjög svart fyrir þessa báta. Verði sildveiðar i Norðursjó bannaðar á næsta ári eru litil verkefni framundan fyrir allan þennan flota. við Breta i bráð. — Ég tel það afskaplega ólik- legt, svaraði Þórarinn Þórarins- son, — nema þvi aðeins að Bretar fallist á tillögur Islendinga. Talið barst að viðræðunum við V-Þjdðverja, sem hefjast á mið- vikudag, og spurðum við Þórarin, Brezku ráðherrarnir Hattersley og Bishop ásamt sendiherra Breta á fslandi, Kenneth Arthur East, ræða við Einar Agústsson, utan- rlkisráðherra, í gærmorgun. Frá viðræðunum i gær- morgun. Bretar á vinstri hönd. tslensku viðræðunefndina skipuðu auk utanrikisráðherra, Þtírarinn Þtírarinsson og Guðmundur H. Garðarsson, alþingismenn, Jón Arnalds, ráðuneytisstjóri, Hans G Andersen, sendiherra, Jón Jtínsson, forstöðumaður Haf rannstíkna stofnunar- innar, og Ólafur Egilsson i utanrlkisráðuneytinu. Tima- myndir: Gunnar. hvort hann teldi likur vænlegar á 'samkomulagi. — Um það er ekki gott að segja, það ber minna á milli þar en á milli okkar og Breta en engu að siðureru veruleg ágreiningsmál i veginum. Eftir fund Hattersleys og Bishops með islenzku viðræðu- nefndinni í gær, sem stóð aðeins i fjörutiu minútur, sendi Hatters- ley frá sér yfirlýsingu, þar sem sagði m.a. að þeir hafi komið til Reykjavikur i þeirra von, að þeim tækist að ná samkomulagi við Is- léndinga um nýjar fiskveiði- heimildir. 1 yfirlýsingunni kvaðst Hattersley harma að ekki skyldi hafa tekizt að ná samkomulagi. Hattersley greinir f rá því, að þeir hefðu verið reiðubúnir að fallast á minna aflamagn en kveðið var á um i siðustu samningum og þeir hefðu gengið lengra I átt til sam- komulags hvað hámarksafla snerti en áður. Islenzka rikis- stjórnin hefði hins vegar ekki komið til móts við þá. Hattersley segir, að þeir hafi verið reiðubúnir til þess að ræða Lögð af stað BH-Reykjavik. — Brezku verndarskipin, sem legið hafa i Leirvik á Hjaltlandi, eru lögð af stað áleiðis til islands. Þau létu úr höfn I gær, en skipstjtírar þeirra munu hafa fyrirmæli um að fara ekki innfyrir 200 milna landhelgina við island að svc stöddu. Tom Neilson, sem er ritari togaraskipstjórasambandsins i Hull, sagði i gær, að ef brezka stjórnin vildi láta þá stunda veiðar innan 200 milna land- helginnar yrðu togararnir að njóta fullkominnar verndar brezka sjóhersins. Að öðrum kosti myndu skipstjórarnir tvimælalaust sigla út fyrir mórkin. um þátttöku Breta varðandi verndun fiskstofnanna og i þvi sambandi nefnir hann möskva- stærð, sem hann kveður koma i veg fyrir smáfiskadráp i rikara mæli en verið hefur. Um 65.000 tonna hámarksafla brezkra togara, en það er sú tala sem tslendingar segjastgeta fall- izt á, — segir Hattersley, að sú tala sé algjörlega óaðgengileg fyrir brezkan sjávarútveg. Utanrikisráðherrann kveðst hafa mótmælt „ögrun við brezk fiskiskip á alþjóðasiglingaleið- um" og að lokum segir hann, að brezkir togarar muni halda áfram veiðum eins og að sam- komulagið væri enn i gildi. Undir- strikar hann, að brezkir togarar muni fá vernd verði þeir fyrir áreitni af hálfu Islendinga. ALLT AÐ TIFALDUR MUNUR HJÁ SÍMNOTENDUM í REYKJAVÍK OG ÚTI Á LANDI SJ-ReykjavIk. — Það er réttlætis- mál, að Ibúar hvar sem er á landinu njtíti hliðstæðra kjara og þjónustu og þeir sem byggja höfuðborgarsvæðið. Sérstaklega vegna þess að þar eru helztu stofnanir og stærstu fyrirtæki landsins, sem mikið þarf að leita til, án tillits til búsetu i landinu. Svo segir I ályktun Fjórðungs- þings Norðlendinga, sem haldið var 1.-3. september i haust á Raufarhöfn, ennfremur gerði þingið ályktun um bætta sima- þjónustu i sveitum. Timanum hefur borizt itarlegt yfirlit frá Fjórðungssambandinu um gjald- skrármun simaþjónustu eftir búsetu miðað við Norðurland. Allt að tifaldur aðstöðumunur er hjá fyrirtækjum á t.d. Akur- eyri, Isafirði, Egilsstöðum, Höfn i Hornafirði, sem þurfa að hringja til Reykjavíkur vegna starfsemi sinnar miðað við fyrirtæki I Reykjavik. Ef hringt er fimm sinnum á dag frá fyrirtæki á Akureyri til Reykjavikur og hvert simtal er þrjár minútur, þarf að greiða fyrir það 274 þús. á ári. Ef sama fyrirtæki væri i Reykjavik og jafnmörg simtöl hringd þaðan innan svæðis er kostnaður kr. 9-10 þús. Fyrir 274.500.- kr. getur simnotandi I Reykjavik hringt 150 umframsímtöl á dag. Sé nú enn gert ráð fyrir að hvert simtal standi i þrjár minútur verða þetta sjö og hálf klukkustund á dag. Slmaþjónustan er ódýrust á Reykjavikursvæðinu, segir i yfir- liti Fjórðungssambandsins. A þvi gjaldskrársvæði eru um 66% notenda sjálfvirku stöðvanna. Þessi hópur er innan lægsta gjaldflokks, þar sem hvert simtal er aðeins reiknað eitt skref eða kr. 7,32. Innan þessa svæðis eru allar greinar þjónustustarfsemi i landinu og mest af umsvifum þjóðfélagsins. Gjald fyrir hvert teljaraskref .hefur hækkað með almennu verðlagi, en afnotagjöldin hafa ekki fylgt eftir. Meginhluti skrefagjalda i Reykjavik er i lægsta flokki og svæðið greiðir ekki hlutfallslega skrefafjölda miðað við simnotendafjölda, og við það bætist að afnotagjöldin hafa ekki fylgt verðlagsþróun. Þetta hefur skapað mismun, sem nemur um 65% i verðlagi af- notagjalda. Væri þetta léiðrétt má færa niður skrefagjöldin um 400-500 milljónir króna á ári, segir i ályktuninni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.