Tíminn - 19.11.1975, Qupperneq 1

Tíminn - 19.11.1975, Qupperneq 1
Löndunarbann í Bretlandi OÓ—Reykjavik. — Landssam- band isl. útvegsmanna fékk i gær- morgun eftirfarandi skilaboð frá brezkum togaraeigendum: 1 ljósi þess að árekstrar halda áfram, og gerðar eru tilraunir til að klippa á víra brezkra togara af islenzkum varðskipum, og ,,til þess að sam- band milli tslands og Bretlands versni ekki”, (eins og það er orð- að) hefur Samband brezkra togaraeigenda fyrir milligöngu Félags brezkra útgerðarmanna i Grimsby, ákveðið, að veita is- lenzkum skipum ekki aögang að löndunarbúnaði, fyrr en þessum árekstrum lýkur. Þessi skilaboð voru afhent Jóni Olgeirssyni vararæðismanni ts- lands i Grimsby. Til stóð að Lárus Sveinsson SH landaði i Grimsby i gær, en bátnum var snúið til Ostende i Belgiu. Er hér um að ræða alveg sams konar löndunarbann og sett var á islenzk skip árið 1952. Þá voru Islendingum meinuð afnot af löndunarbúnaði, sem er 1 eigu út- vegsmanna, það eru löndunar- kranar, kassar, spil, uppboðssali og jafnvel hafnarbakkar. Hins vegar voru það þeir, sém að lönduninni starfa, sem neituðu að landa úr islenzkum skipum 1973 er fært var út i 50 milur. Jón Olgeirsson sagði i viðtali við Timann i gær, að honum hafi verið tilkynnt á mánudagskvöld að löndunarbann væri skollið á og stæðu fram til að fulltr. brezkra togaraeigenda héldu fund með Hattersley, aðstoðarutanrikis- ráðherra. Sá fundur á að vera i dag, miðvikudag. Mun Hattersley gefa þeim skýrslu um hvað gerð- ist á fundunum i Reykjavik. Var neitað að landa úr Lárusi Sveins- syni SH, sem átti að selja afla i gær, þriðjudag. Ekki er vitað til að fleiri islenzk skip séu á leið til Bretlands með afla. Hins vegar hafa bátarnir selt talsvert i haust fyrir ágætt verð. Fyrirmælinum löndunarbannið komu frá skrifstofu Sambands brezkra togaraeigenda i Hull, og mun löndunarbannið jafnt eiga við höfnina þar. 1 orðsendingunni um löndunar- bannið var komizt svo að orði, að löndunartækin stæðu tslendingum ekki til boða fram að fundinum með Hattersley. Hvað sem siðar verður. Jón sagði, að þungt hljóð væri i mönnum i Grimsby, og talsverð vonbrigði vegna þess að fundur- inn i Reykjavik varð árangurs- laus. Er svo að heyra, að verði mikið um viraklippingar aftan úr brezkum togurum muni út- gerðarmenn og sjómenn heimta herskipavernd og að þeir muni fá hana. Allir virðast samt vera á einu máli um, að Bretar eigi sjálfir að taka sér 200 mílna fiskveiðilögsögu, en ekkert verð- ur gert i þvi fyrr en eftir haf- réttarráðstefnu. Niels P. Sigurðsson, ambassa- dor i London, sagði, að maður úr stjórn Sambands brezkra togara- eigenda hefði tilkynnt Jóni Olgeirssyni munnlega um löndunarbannið. Hins vegar hafi brugðið svo við i gær að samtökin Þriðji Bretinn „halastýfður' innan 200 mina hafi ekki fengizt til að kannast opinberlega við að löndunarbann hefði verið sett á. Timinn hafði aftur samband við Niels i gærkvöldi, og staðfesti hann þá, að löndunarbann væri i framkvæmd. Þótt Samband brezkra togaraeigenda hafi ekki sett bannið sem slikt hafi þeir góðu menn samt sem áður komið málúnum svo fyrir, að ekki er landað úrislenzkum fiskiskipum i brezkum höfnum. Staðreyndin er sú, að neitað var um alla löndunarað- stöðu i gær, er tittnefndur bátur átti að selja i Grimsby. Er þvi löndunarbann i framkvæmd, þótt togaraeigendur hafi ekki gefið út opinbera yfirlýsingu um málið. M.a. segir Austin Laing, að löndunarbannið væri ekki opin- bert, en hann vissi ekki hvað þeir i Grimsby kynnu að gera i hita dagsins. Nokkrir brezkir þingmenn og togaraeigendur hafa beðið um herskipavernd á tslandsmiðum, en brezka stjórnin enga ákvörð- un tekið I þvi máli enn, en bætt við einum dráttarbáti I verndarflot- Kristján Þórsteinsson starfsmaður Fiskiþings gæöii sér hér á hertum kolmunna sem er mjög bragðgóður Timamynd Gunnar Kolmunni til Nígeríu gébé Rvik — Samlag skreiðarframieiðenda, er nú að ieita fyrir sér með markað I Nigeriu fyrir kol- munnaskreið, og nú á næstunni verða send nokkur hundruð kiló til reynslu til Nigeríu. Þetta kom fram I erindi er Björn Dagbjartsson, forstöðumaður Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins hélt á Fiski- þinginu i gær. Björn sagði, að það hlyti að vera áhugamál fyrir fiskiðnaðinn þegar samdráttur verður á framboði á hefðbundnum fiskafurðum, að leita nýrra tegunda. Benti hann á kolmunnann sem liklegan „kandidat”, en kolmunni er likur að bragði og efnasamsetningu, og t.d. þorskur. — Kolmunni finnst bæði fyrir austan og vestan land sagði Björn, en er nokkuð dreifður, þó hefur verið talað um að i Norðaustur-Atlantshafi sé stofn- inn geysilega stór, eða um tiu milljón tonn. Kol- munninn hrygnir norðvestur af Bretlandseyjum og safnast þar saman I þéttar torfur, em tiltölulega auðvelt er að veiða. — Tilraunaveiðar fóru fram s.l. sumar, sagði Björn, og fengu skipin allt upp i eitt til tvö hundruð tonn á dag. Það litla, sem tslendingar hafa hingað til veitt af kolmunna, hefur allt farið i bræðslu. Björn bauö þingfulltrúum á Fiskiþingi aö smakka hertan kol- munna og þótti þeim öllum það hinn bezti matur. Kolmunninn er litill, verður fullþroskaður um 30- 35 cm langur ogum 150-200gr að þyngd. Sagði Björn að óhugsandi væri að vinna hann öðruvisi en i vél- um, og minntist á i þvi sambandi, að breyta mætti sildarvinnsluvélum þannig að unnt yrði aö vinna kolmunna i þeim. Gsal-Reykjavik — Um hádegis- bilið i gær var klippt á togvira þriðja brezka togarans frá þvi bráðabirgðasamningur miili rikisstjórna tslands og Bretlands féll úr gildi 13. nóv. s.l. Þriðji togarinn sem fékk að finna fyrir klippum varðskips heitir Saint Giles H-220 og var togarinn um 40 miiur austur af Norðfjarðarhorni, þegar varðskip klippti á báða tog- víra hans. Að sögn Hálfdánar Henrysson- ar hjá Landhelgisgæzlu voru um 10-15 togarar á þessum slóðum, þegar atburðurinn gerðist. Hálf- dán sagði, að togarinn hefði ögrað varðskipinu með þeim hætti að kasta trolli sinu beint fyrir fram- an stefni varðskipsins og ætla sið- an að hefja veiðar. Varðskipsmenn svöruðu ögrun veiðiþjófsins á þann áhrifarika hátt að skera á báða togvira togarans. Hálfdán sagði i gær, að 42 brezkir togarar væru nú á miðun- um við Island. Kvað hann togar- ana einkum halda sig norður af Horni og fyrir Austfjörðum. A laugardag var klippt á tvo brezka togara, Þór klippti á tog- vira Primellu frá Hull á Halamið- um og Týr klippti á annan togvir togarans Boston Marauder frá Fleetwood austur af Hvalbak. Kærir tónlistarfélagið í Garðahreppi fyrii * uppsögn og aðdróttun um þjófnað BH-Reykjavik. — Guðmundur Norðdahl, sem verið hefur skóiastjóri Tónlistarskólans i Garðahreppi frá stofnun hans eða i 11 ár, hcfur stefnt stjórn Tónlistarfélagsins á staðnum fyrir rétt og gerir kröfur um miskabætur fyrir ólöglega upp- sögn og aðdróttanir um þjófnað á hljóðfærum, sem hann segir koma fram I bréfi frá Tónlisíar- félaginu, undirrituðu af for- manni stjórnarinnar, Ragnari Magnússyni. Timinn sneri sér I gær til Guð- mundar Norðdahl og innti hann eftir málavöxtum, en hann kvað aðdraganda máls þessa ekki langan. — Það gerðist i haust I ágúst- byrjun, er ég var staddur i Vesturheimi, á sléttum Sáskat- chewan, að hringt var til min héðan að heiman og mér sagt, að auglýsing hefði komið i dag- blaði, þar sem starf mitt sem skólastjóri Tónlistarskólans i Garðahreppi væri auglýst laust til umsóknar. Umsóknarfrestur var heldur ekki nein ósköp, starfið auglýst á föstudegi og umsóknarfresturinn útrunninn á mánudegi! Það vakti og at- hygli, að auglýsingin var birt af sveitarstjóranum i Garða- hreppi, Garðari Sigurgeirssyni. Guðmundur Norðdahl kvaðst hafa snúið sér að þvi strax, eftir heimkomuna að ná einhvers konar samkomulagi við stjórn Tónlistarfélagsins, og hafi skrifað henni bréf i þeim til- gangi, þar sem hann m.a. benti á, að honum hefði aldrei verið löglega sagt upp starfinu. — Svo fékk ég bréf frá þeim, undirritað af Ragnari Magnús- syni, formanni stjórnar Tón- listarfélagsins, þar sem sam- komulagstilraunum er alger- lega visað á bug, en þess krafizt af mér, að ég skili þeim hljóð- færum skólans, sem upp á vanti, og muni vera um helmingur þeirra! Þá fannst mér mælirinn fullur og þann 16. október skrif- aði ég kærubréf til Einars Ingi- mundarsonar, sýslumanns Kjósarsýslu, þar sem ég kæröi stjórn Tónlistarfélagsins fyrir ólöglega starfssviptingu og niðrandi aðdróttanir i minn garð. Guðmundur Norðdahl kvaðst siðan hafa búizt við þvi, að bréf- ið yrði tekið til greina og málið gengi sinn gang. — En þvi virðist ekki hafa verið til að dreifa. Þegar ég gekk á fund sýslumanns i sið- ustu viku, kvaöst hann kannast við bréfið, en þaö hlyti að liggja hjá einhverjum fulltrúanum. Þeir,sem ég ræddi við, könnuð- ust ekki við að hafa það i sinum fórum. Ég get ekki gert að þvi, •að þetta finnst mér vægast sagt furðuleg málsmeðferð. Guðmundur Norðdahl kvaðst mundu vinna allt til að máliö nái fram að ganga, og engan veginn væru öll kurl komin til grafar enn. Þetta myndi draga dilk á eftir sér, þvi að kaupgreiðslur frá skólanum væru enn ókomn- ar til sin, og myndi hann ekkert gefa eftir af þeim.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.