Tíminn - 19.11.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.11.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Miövikudagur 19. nóvember 1975. Norðlenzkirbæjar- stjórnarmenn ræða við dóms- mólaróðherra, Framkvæmda- stofnun og hagsýslustjóra Eimskipafélagið eignast 20. skipið Níræðisafmæli Jóns Árnasonar bankastjóra gébé Rvik — i gærmorgun var Eimskipafélagi islands formlega afhent tuttugasta skip sitt, f Ham- borg, og var því gefið nafnið BÆJARFOSS. Er skipið væntan- legt hingað til lands um næstu mánaðamót, en fyrir hönd Eim- skips veittu þvi viðtöku Kristján Guðmundsson skipstjóri og Viggó E. Maack skipaverkfræðingur. Bæjarfoss hét áður Nordkyn- frost og var smiðað i Noregi árið 1972. Er skipið 240 brtittótonn að stærð, D.W. 530 tonn, Tvær frysti- lestir eru i skipinu, samtals 35 þtisund teningsfet. Mest mun skipið verða notað til að safna saman frystum fiski á Islands- höfnum oglosa siðan i stærri skip, sem sigla með farminn til Ut- landa, en þegar um minni farma verður að ræða til Evrópu, mun Bæjarfoss sigla með þá. Ferðum skipsins verður þvi á mestan hátt hagað eins og ferðum Ljósafoss, sem er aðeins minni en Bæjar- foss. Þótt Bæjarfoss sé talinn tuttug- asta skip Eimskips, er félagið með fleiri skip i þjónustu sinni. Hofsjökull er i fastri leigu hjá félaginu og einnig Askja, sem er eign Eimskipafélags Reykjavik- ur. Það eru þvi i rauninni 22 skip, sem Eimskipafélag Islands rek- ur. Jón Árnason, fyrrverandi bankastjóri, átti niræðisafmæli 17. nóvember. Hann mun nh elztur þeirra manna, sem um langt skeið áttu sæti i blaðstjórn Timans og miðstjórn Framsóknarflokksins. Jón Árnason er Skagfirðing- ur að uppruna, stundaði á æsku- árum sveitavinnu og sjóróðra á sumrin, en farkennslu á vetrum að loknu námi i gagnfræða- skólanum á Akureyri. Arið 1917 gerðist hann fastur starfsmaður hjá Sambandi islenzkra sam- vinnufélaga og varð siðar fram- kvæmdastjóri Utflutningsdeild- ar, allt til ársloka 1945, er hann var bankastjóri i Landsbankan- um. Af þvi starfi lét hann haust- ið 1956, og var siðan tvö ár bankastjóri við alþjóðabankann i Washington i umboði Norður- landaþjóðanna. Hann átti sæti i stjórnum fjöl- margra fyrirtækja, sem og mikilvægum milliþinganefnd- um, og i fjölda samninganefnda á erlendum vettvangi, þar sem bæði var fjallað um viðskipta- mál og fjármál. Meðal annars varhann i samninganefnd utan- rikisviðskipta, sem fjallaði um nær alla viðskiptasamninga á árunum 1939-1949. t miðstjórn Framsóknar- flokksins var hann árin 1932-1944. Hann er þannig einn þeirra manna, sem markaði hvað bands Norðlendinga i viðtali við Timann i gær, en hann er staddur hér i Reykjavik um þessar mund- ir, ásamt Hauki Harðarsyni, bæjarstjóra á Hásavik, Valdimar Bragasyni, bæjarstjóra á Dalvik og Bjarna Þór Jónssyni, bæjar stjóra á Siglufirði, en þeir eru m.a. komnir til Reykjavikur i þeim erindagjörðum að kynna hugmyndir sinar um stjórnunar- miðstöðvar. Áskell sagði að þeir hefðu geng- ið á fund Ólafs Jóhannessonar, dómsmálaráðherra, rætt við full- trha Framkvæmdastofnunar rikisins og haft tal af hagsýslu- stjóra rikisins. Áskell sagði, að flest benti til þess, að Framkvæmdastofnunin léti gera athugun á hugmyndinni um stjórnunarmiðstöð og gerði siðan áætlun byggða á grundvelli niður- staða hennar. Þegar rætt er um stjórnunar- miðstöð er átt við miðstöð opin- berrar þjónustu og almennrar stjórnsýslu. í stjórnunarmiðstöð væru m.a. skrifstofur bæjar- og sveitarfélags, skrifstofur syslu- mannsembættis, sparisjóður, bókhaldsþjónusta, innheimta opinberra gjalda, Utibti Vega- gerðar rikisins og Rafmagns- veitna ríkisins,verkfræðiþjón- usta, aðsetur ymissa fyrirtækja bæði fyrirtækja sem rekin voru af sveitarfélaginu sjálfu og fyrir- tækja, sem tengd væru sveitar- félaginu beint eða óbeint, um- boðsmaður skattstofu og fleira og fleira. Askell nefndi, að ráðværi fyrir þvi gert, að i stjórnunarmiðstöð fengju einnig inni ymis félög og félagasamtök, sem ekki hefði bol- magn til þess að reka skrifstofu og uppiysingaþjónustu að öðrum kosti. — 1 stjórnunarmiðstöð er hægt að sameina ymsa þætti, s.s. sima- þjónustu, fjölritun, ljósritun, og almenna skrifstofuþjónustu, svo dæmi séu nefnd, sagði Askell, — Með stjórnunarmiðstöð er hægt að spara mjög mikið fé með beinni hagræðingu.'sem slik mið- stöð býður upp á, t.d. með sam- eiginlegri nýtingu starfskrafta. Markmiðið er fyrst og fremst það, að koma upp sameiginlegri þjónustumiðstöð, bæði með það i huga að gera rekstur slikrar þjónustu hagkvæmari en ella og auká á hagræðingu varðandi al- menna þjónustu og stjórnsyslu. Enn er ótalinn sá kostur, sem hvað þyngst vegur á metunum fyrirallanalmenning,ensáer, að geta sótt á einn stað alla þá þjón- ustu, sem ella þyrfti að sækja á marga staði, sagði Askell. Geta má þess, að i stjórnunar- miðstöðvum er gert ráð fyrir sameiginlegum fundarsal, kaffi- stofu og fleira. Þá er einnig gert ráð fyrir þvi, að ýmsir aðilar s.s. lögfræðingar og endurskoðendur, sem fengnir væru til að vinna ákveðið verk fyrir sveitarfélagið um langan eða skamman tima, fengju inni i slikri miðstöð. A einum stað á Norðurlandi er þegar hafin bygging stjórnunar- miðstöðvar en það er á Dalvik. Teikningar af hhsinu liggja nii dýpst spor i þjóðarsögunni um langtárabil, einkum i viðskipta- málum og fjármálum. Kona Jóns er Sigriður frá Kornsá, Björnsdóttir alþingis- manns Sigfússonar. Timinn þakkar Jóni mikil störf við þessi timamót, og árn- ar þeim hjónum allra heilla. Afmæljs Jóns hefur ekki verið getið fyrr en i dag, til þess að stuðla ekki að átroðningi á heimili hins háaldraða merkis- manns, þar eð heilsu hans og þreki er mjög tekiö að hnigna. Jón Arnason, fyrrverandi bankastjóri. Bensínmál Morgunblaðsins: SENT SAKADÓMI AFTUR AAEÐ BEIÐNI UAA DÓMSRANNSÓKN gébé Rvik — Seint gengur með af- greiðsiu bensinmáls Morgun- blaðsmanna, en sem kunnugt er, fluttu nokkrir starfsmcnn Morgunblaðsins mikið inagn af bensini rétt fyrir fyrihuguð vcrk- föll s.l. vor, og ætluðu að hafa sem varabirgðir ef til verkfalls kæmi. Það nýjasta i málinu er, að það var endursent sakadóini frá rikis- saksóknara í siðustu viku, með beiðni um dómsrannsókn, sem engin haföi farið fram, auk þess sem beðið var um nánari rann- sókn á nokkrum atriðum, sem ekki lágu nógu skyrt fyrir. Að sögn Jóns Erlendssonar full- trúa hjá rikissaksóknara, en hann hafði mál þetta til meðferðar, taldi hann málið ekki nægilega rannsakað, t.d. liggur ekki ljóst fyrir, hver hafi tekið ákvörðun um afhendingu á þessu mikla magni af bensini hjá Oliufélaginu Skeljungi, en þaðan var allt magnið, rtimir þrjú þúsund litr- ar,keypt á einu bretti. Hjá yfirsakadómara, Halldóri Þorbjörnssyni, fékk blaðið þær upplýsingar, aðóvistværi hvenær hægt yrði að láta gera þessar rannsóknir sem farið er fram á, og vildi hann ekkert segja um hvenær það gæti orðið. Sagði hann, að liklegt væri að málið yrði tekið eftir röð að einhverju leyti, en mörg mál biða nú af- greiðslu hjá sakadómi. Enn virðist þvi nokkur bið á að ákvörðun verði tekin um með- höndlun þessa bensinmáls, en lik- legt þykir, að það verði ekki látið niður falla og bendir beiðni um frekari rannsókn og dómsrann- sókn eindregið til þess. Prestkosning í Bíldudalsprestakalli Gsal-Reykjavik — Talin voru at- kvæði á skrifstofu biskups á þriðjudag frá prestkosningu i Bildudalsprestakalli, Barða- strandarprófastdæmi, sem fram fór sunnudaginn 9. nóv. s.l. Einn umsækjandi var um prestakallið, séra llöröur Þ. Ásbjörnsson, Reykjavik. A kjörskrá voru 211, atkvæði greiddu 101. Sr. Hörður hlaut 96 atkvæði, auðir seðlar voru fimm. Gsal—Reykjavik. — Það hefur lengi veriö hugmynd okkar að reisa á þéttby lisstöðum á Norður- landi sérstakar stjórnunarmið- stöðvar, þar sem fram færi ymiss konar opinber þjónusta, og al- menn stjórnsysla undireinu þaki. Slikum stjórnunarmiðstöðvum cr ætlað aö þjóna ibúum viðkomandi þéttbylissvæðis og næsta héraði, sagði Áskell Einarsson, fram- kvæmdastjóri Fjórðungssam- Þeir kynna ráðamönnum hugmyndir sinar um stjórnunarmiðstöðvar, t.f.v. Askell Einarsson, fram- kvæmdastjóri Fjórðungssambands Norðlendinga, Valdimar Bragason, bæjarstjóri á Dalvik, Haukur Harðarson, bæjarstjóri á Ilúsavik og Bjarni Þór Jónsson, bæjarstjóri á Siglufirði. Tímamynd: Gunnar fyrir og grunnur hefur verið steyptur. Rúmur áratugur er liðinn frá þvi að sérstakt bæjarhús var reist á Siglufirði, en byggingu þess húss hefur þó enn ekki verið lokið. Að sögn Bjarna Þórs Jónssonar bæjarstjóra er stefnt að þvi, að bæjarhúsið verði visir að stjórnunarmiðstöð. Bragi kvað stefnt að þvi, að bæjarfógetaem- bættið yrði þar til húsa, svo og sameiginleg innheimta. Þá nefndi Bjarni, að sá möguleiki væri fyrir hendi, að stækka húsið og gera bæjarhúsið að enn stærri miðstöð opinberrar þjónustu og stjórn- sýslu. Á Húsavik er einnig visir að stjórnunarmiðstöð i húsnæði þvi, sem nú eru i bæjarskrifstofur, lögregla, slökkvilið og fanga- geymsla. Það hús er á einni hæð, enbyggja má tvær hæðir þar ofan á, að sögn Hauks Harðarsonar, bæjarstjóra. Haukur sagði i sam- tali við Timann, að mikill áhugi væri á þvi, að koma upp alhliða þjónustu í þessu húsi. Sagði Haukur, að úsið væri miðsvæðis i Húsavikurkaupstað og þegar þar væri komin upp alhliða þjónustu- starfsemi og stjórnsýsla gæti hús- ið myndað eins konar torg i bæn- um með aðalmiðstöð Kaupfélags- ins, sem væri i næsta nágrenni. Askell Einarsson, fram- kvæmdastjóri Fjórðungssam- bandsins sagði, að upphaflega kveikjan að stjórnunarmiðstöðv- um hefði orðið til eftir að Fjórðungssambandið gerði könn- un á þjónustu á öllum þéttbýlis- stöðum á Norðurlandi, en þá hefði komið i ljós, að mjög skorti á að fullnægjandi þjónustustarfsemi væri til staðar —og hefði það bæði átt við einstök fyrirtæki og stofnanir. Samkvæmt hugmynd Fjórðungssambandsins er gert ráð fyrir þvi, að stjórnunarmið- stöðvar verðl i eigu sveitarfélaga og rikis. Vaknaði við haglaskot í gegnum vegg íbúðarinnar G.S.-lsafirði — Ung stúlka, Sigriður Harðardóttir, sem vinnur sem sjúkraliði á sjúkrahúsinu á isafirði, varð fyrir heldur óskemmtilegri reynslu aðfaranótt s.l. sunnu- dags. Sigriður, sem býr að Austurvegi 14, kom heim til sin kl. tæplega þrjú um nóttina og heyröi þá strax mikinn havaða og drykkjulæti úr ann- arri ibúð i húsinu. Hún lét það þó ekki á sig fá og lagðist til svefns. Um klukkan sex um morguninn vaknaði hún við mikinn hvell, og fann jafn- framt til sársauka i öxl og höfði. 1 fyrstu gerði hún sér enga grein fyrir þvi, hvað gerzt hafði, en þaut á fætur, reif sig i fötin og hljóp upp á sjúkrahús. Þar tindu læknar högl úr öxl hennar og höfði, og var lögreglu þegar tilkynnt um atburðinn. Þegar lögreglumenn komu að fyrrgreindu húsi,' var þar fyrir maður undir áhrifum deyfilyfja. Hafði maðurinn fundið haglabyssu og skot og byrjað að æfa sig að hitta kaffikönnu. Skot hafði farið i gegnum kaffikönnuna, þeytzt i gegnum vegginn milli ibúð- anna og i kodda Sigriðar — og þaðan i öxl hennar og höfuð. Maðurinn var settur i fanga- geymslu. VILJA STJÓRNUNARMIÐSTÖÐVAR Á ÞÉTTBÝLISSTÖÐUM NORÐAN LANDS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.