Tíminn - 19.11.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 19.11.1975, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 19, nóvember 1975, TÍMINN 7 Saga íslenzkra manna í dönskum þrældómi VS—Reykjavik. KOMIN' ER út hjá Máli og menningu bókin Haustskip eftir Björn Th. Björnsson. Þegar höfundur vann að gagnasöfnun I bök sina ,,A tslendingaslóðum i Kaupmannahöfn” rakst hann á þrælaskrár, skjöl og bréf sem fjölluðu um örlög islenzkra manna, sem sendir höfðu verið utan til þess að afplána lifstiðar- dóma vegna sakargifta, sem mörgum nútimamanni munu þykja smávægilegar. Þau gögn sem höfundur notar hafa ekki verið áður notuð i islenzkri sagnaritun, og munu margar niðurstöður hans koma almenn- um lesanda á óvart. t þessari bók er dregin fram einstök saga tæplega tvö hundruð manna, sem sendir voru utan með haustskipum i danskan þræl- dóm. Slóðir þessara manna liggja um allt tsland, um Kaup- mannahöfn og loks norður á Kápumynd. (Teikning eftir Hilm- ar Þ. Helgason). Finnmörk, þangað sem allir is- lenzkir fangar voru fluttir nauðugir vorið 1763 þeir er þá voru lifs. — Björn Th. Björnsson lét þess getið á blaðamannafundi, að sér hefði komið á óvart, hve oft hefði reynzt unnt að rekja feril Björn Th. Björnsson. þessara manr.a. t fýrstu sagðist hann hafa haldið, að nöfnin, sem hann sá i þrælaskránum, væru aðeins nöfn, en kvaðst naumast hafa gert sér vonir um, að á bak- við nöfnin væru menn, sem hægt væri að fylgja eftir. En þegar hann fór að leita á Þjóðskjala- safninu, komst hann að raun um, aðoftast var hægt að rekja slóð mannanna, sem getið var um í þrælaskránum, alla leið heim i þeirra islenzku baðstofu. — Lauk Björn Th. Björnsson miklu lofs- orði á hjálpsemi og fyrirgreiðslu dr. Aðalgeirs Kristjánssonar skjalavarðar, sem hann kvað hafa verið sér til ómetanlegrar hjálpar. 1 bókinni Haustskip eru 24 pennateikningar eftir Hilmar Þ. Helgason. Hefur hann lagt mikla vinnu i verk sitt, og t.d. lagt áherzlu á að teikningarnar gæfu semsannasta myndaf búningum þessa tima. Auk þess prýða bók- ina skjalamyndir og siður úr þrælaskrá Stokkhússins i Kaup- mannahöfn. Sagan af Dúdúdú — barnabók fyrir börn 8 til 80 dra gébé-Rvík. — Sagan af Dúdúdú heitir nýjasta bók Arnar Snorra- sonar, en örn er óþarfi að kynna fyrir islenzkum lesendum, og er þar skemmst að minnast Kalla-bókanna og Skuggabald- urs, sem út kom 1970-’71 og 1972, en þær bækur hlutu miklar vin- sækdir. Halldór Pétursson list- málari teiknaði myndirnar i þær bækur, eins og i þessa nýju, sem segja má að sé fyrir börn á aldr- inum átta til áttatiu ára. Dúdúdú er dvergur og aðalsöguhetjan, — er honum bezt lýst með orðum Arnar, sem hann lætur söguhetj- una segja : Það er einhvers staðar i mér einhver sál. Ég er jafnsadd- ur og sæll, þótt ég geti ekki seilzt upp i himininn og er þá ekki allt i lagi með lifið? Það er gömul reynsla, að við munum lengst úr æsku okkar þær bækur, sem voru sameign barna og fullorðinna, en ekki miðaðar við aldursflokka, eins og það er kallað á skipulagningarmáli nú- timans. Sennilega eiga flestár þessar minnisstæðu bækur að minnsta kosti eitt sammerkt, — þær gefa imyndunaraflinu lausan tauminn. Sagan af Dúdúdú er ein af slikum bókum. Hér ferðast les- andinn á eigin spýtur undir frjáls- legri leiðsögn höfundar, sem er oftast kominn á næsta leiti á undan, áður en vitað er af. En þótt hlátursefnin séu mörg og óvænt á hverri siðu, gleymir höf- undur ekki alvörunni. Sagan hefur lærdóm að flytja, eins og allar góðar sögur. Bókaútgáfa Þórhalls Bjarna- sonar gefur bókina út, Halldór Pétursson listmálari mynd- skreytir söguna af mikilli snilld, eins og hans er von og visa. Setn- ingu og prentun sá Vikingsprent um, og Bókfell hf. annaðist bók- band. Bókin er 88 bls. Ertu 16—17 ára Þá hefur þú tækifæri til að fara sem skipti- nemi til U.S.A. eða Evrópu. Hafðu samband við skrifstofuna milli kl. 4-6 e.h. ■■ International Scholarships II f \ Hafnarstræti 17, Reykjavik, simi 2-54-50. Blóðskammarþulan og tangaklipsfororðningin Hvcr má lcggjast mcð hvcrjum? Eða betur sagt: Hver má það ekki? Því svarar blóðskammarþulan. og hana kann Sveinn Sölvason Iðg- tnaður utan bókar, því hún stendur i allranáðugastri fororðningu Kristjáns konungs sjötta frá 18. janúar 1737. Blóðskammarvítin eru þessi: 1. Móðir manns 2. Systir manns 3. Dóttir manns 4. Stjúp-móðir 5. Sonar-kona 6. Bróður-kona 7. Sonar-dóttir 8. Stjúp-dóttir 9. Dóttur-dóttir 10. Systur-dóttir 11. Bróður-dóttir 12. Móður-móðir 13. Fiiður-móðir 14. Móður-systir 15. Föður-systir 10. Móðir konu manns 17. Systir konu manns. Aiþmfnb. „Enginn kallmaður má leggjast mcð síns stjúpföðurs eftirlátinni ^iui-mo ekkÍu 1‘* a® ^oldlcgt samræði með henni. Ekki heldur rná nokk- Rvk i9ii. ur ltvcnm>nn‘pcrsóna leggjast með sinnar stjúpmóður eftirlátnum bU. >o». ekkjumanm til að hafa holdlegt samrxði mcð hönum. I>v( soddan striðir ekki einasta á móti almennilegri siðsemi, lieldur er það og einninn í sjálfu sór mjög hncyxlislegt. ^ Ef nokkrar þær |>ersónur so nákomnar að frændsemi cður mægðum sem strax voru taldar liafa holdlegt samræði sín á millum, |>á fremja |xer blóóskiuiun og ciga cftir Guðs og kongl. Majest. lögum að missa lífið." Varla er nein von til |>ess að gamall maður í Hellnaplássi undir Jökli si befarinn í þessum fræðum. |>egar stelpan Þórdís kemur til hans ( sjóbúðina og fcr að skussast til við liaiin með klæmnisorðum 46 SM 270 hljómflutningssettið samanstendur af: Utvarpi meö langbylgju, miðbylgju og FAA-bylgju, 10 Watta magnara, raf eindadrif num plötuspilara meö vökvalyftum armi og 2 hátölurum. Einnig fylgir meö Pickering liftímateljari fyrir nálina. Verö meö öllu aðeins kr. 63.590,00 2ja ára mjög góö reynsla er á þessu tæki. Takmarkað magn. //Oóhlba TOSHIBA CENTENARY Einar Farestveit & Co hf. Bergstaðastræti 10 A Sími 1-69-95 — Réykjavík Stdrkostlegt tilbod TOSHIBA TOKYO SHIBAURA ELECTRIC CO..LTO. 1875-1975 / Toshiba verksmiöjan er 100 ára á þessu ári. I dag eru þær stærstu verksmiðjur í heimi á framleiðslu electroniskra tækja. Framleiðsla þeirra nær m.a. yfir: Rafhlöður, hljómtæki, sjónvarpstæki, rafreikna, vatns- aflstöðvar, gufuafIstöðvar, kjarnorkustöðvar, gervi- hnetti og lækningatæki. Starfsmannafjöldi er 135.000. Toshiba er skrefi framar. 20.000 vísindamenn vinna að stöðugum nýjungum og endurbótum. I tilefni afmælisins hefur Toshiba boðið okkur SM 270 hljómf lutningssettið á einstaklega lágu verði. tfoóiuba

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.