Tíminn - 19.11.1975, Blaðsíða 10

Tíminn - 19.11.1975, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Miðvikudagur 19. nóvember 1975. Miövikudagur 19. nóvember Thorvaldsens- félagið í Reykjavík 100 ára í dag: Vöggustofa Thorvaldsens félagsins að Dyngjuvegi 18. TIL HJALPAR OG LIKNAR BH-Reykjavik. — i dag, miðviku- daginn 19. nóvembcr, heldur Thorvaldsensfélagið í Reykjavik hátiðlegt citt hundrað ára afmæli sitt, cn þann dag eru liðin 205 ár frá fæðingu Bertels Thorvald- sens, sem félagið hcitir eftir. Bertel Thorvaldsen var fræg- astur listamaður á Norðurlöndum á sinni tið. Hann dvaldist rúmlega 40 ár á ítaliu og stundaði þar list sina, en Danir buðu honum heim og byggðu musteri yfir listaverk hans, Thorvaldsens ðíuseum i Kaupmannahöfn. Bertel Thorvaldsen var af is- lenzku bergi brotinn, en faðir hans var Gottskálk Þorvaldsson frá Miklabæ i Skagaf.. Bar Ber- tel ávallt hlýjan hug til föðurþjóð- ar sinnar, og árið 1839 gaf hann Islandi forkunnarfagran skirnar- font úr hvitum marmara, sem stendur enn i dag i Dómkirkjunni i Reykjavik. Bertel Thorvaldsen fæddist i Kaupmannahöfn árið 1770 og lézt þar árið 1844. 1 tilefni þúsund ára byggðar ts- lands, árið 1874, gaf Kaupmanna- höfn Reykjavik eirlikneski Ber- tels Thorvaldsens, sem hann hafði sjálfur gert, og var það fyrsta minnismerki, sem reist var á almannafæri i Reykjavik, en sá atburður gerðist 19. nóvem- ber 1875. Austurvöllur var af þvi tilefni gerður að hátiðasvæði girt- ur og græddur grasi. Ungar kon- ur, 24 talsins, tóku sig saman og skreyttu svæðið með blómurn, lit- fögrum borðum og merkjum. Þessi samtök urðu upphaf Thor- vaidsensfélagsins. Thorvaldsensfélagið hefur sér- stöðu meðal allra félagsstofnana landsins. Það hefur aðeins eitt mark, að rétta samborgurunum hjálparhönd, þegar erfiðleika ber að höndum, þegar fátækt sverfur að, eða óhöpp og slys henda. 1 félagslögunum frá 1856 segir svo um markmið félagsins: „Til- gangur félagsins er að kenna fá- tækum stúlkum handavinnu, með þvi að halda handavinnuskóla nokkurn tima á ári”. Starfssvið félagsins var mjög aukið siðar. Arið 1906 var Barna- uppeldissjóður Thorvaldsens- félagsins stofnaður. Arið 1942 segir svo i lögum félagsins: „Félagið styður eftir föngum inn- lendan iðnað, eykur hann og eflir á hvern þann hátt, sem félagið álitur heppilegast.” Að þessu markmiði hefur félag- ið unnið á margan hátt. Um það ber verzlun félagsins, Thor- valdsensbazarínn i Austurstræti gleggstan vott. Þar eru til sýnis og sölu heimaunnar vörur i miklu úrvali, en félagskonur vinna án launa við verzlunarstörfin. Á áttatiu ára afmæli félagsins, árið 1955, var stofnaður „Hjálpar- og liknarsjóður Thorvaldsens- félagsins” með 100 þúsund króna framlagi. Fær sjóðurinn árlegar tekjur, sem ráðstafað er til hjálp- ar bágstöddum. Vöggustofa Thorvaldsens- félagsins stendur við Dyngjuvog 18 i Reykjavik. Að baki þessarar byggingar liggur áratuga starf félagskvenna, og það er Barna- uppeldissjóðurinn frá 1906, sem gert hefur þetta þrekvirki kleift fjárhagslega. Starfsemi Thorvaldsensfélags- ins einkennist af tvennu: að afla fjár og eyða þvi. Það er ekki Eirstytta Bertels Thorvaldsens. stefnt að þvi að eiga fé i sjóðum, heldur ráðstafa þeim til nyt- samra framkvæmda. A 95 ára afmæli félagsins af- henti það Landakotsspitala tals- verða fjárhæð. Félagið hefur styrkt barnadeild Landakots- spitala, og voru spitalanum gefin 30barnarúm með öllu tilheyrandi árið 1972, og einnig lagt fram fé til rannsóknartækjakaupa. Þá hefur félagið lagt fram fé til Styrktar- félags vangefinna og Styrktar- félags lamaðra. Þegar jarðeldar kviknuðu i Eyjum gaf félagið 100 þúsund krónur til Rauða krossins. En stærsta átak félagsins er bygging Vöggustofunnar, er af- hent var Reykjavikurborg að gjöf þann 19. júni 1963. Hafði félagið allan veg og vanda af byggingu hennar og hefur lagt i hana mikið starf og fé. Seinni hlutinn, dvalar- heimili fyrir eldri börn, var af- hent 19. nóvember 1968. Thorvaldsensfélagið hefur aldrei verið fjölmennt félag, upp- haflega voru félagskonur 24, oft hafa þær verið 40-50 talsins, en nú eru þær 75. Fyrstu stjórn félagsins skipuðu: Þórunn Jónassen, for- maður, og meðstjórnendur Þóra Pétursdóttir og Jarþrúður Jóns- dóttir. Núverandi stjórn skipa: Unnur Agústsdóttir, formaður og meðstjórnendur Svanlaug Bjarnadóttir, Sigurlaug Eggerts- dóttir, Evelyn Hobbs og Júliana Oddsdóttir. Samfara þrotlausu starfi, sem beindist að þvi að hjálpa öðrum, hafa félagskonur Thorvaldsens- félagsins ekki siður einbeitt kröft- um sinum að þvi að gieðja aðra, og voru oft fyrr á árum haldnar skemmtanir fyrir eldra fólk, þar sem safnað var saman þvi gömlu fólki, sem til náðist, og þá helzt þvi, sem ekki hafði úr miklu að spila, og þvi veitt rikulega, auk þess sem skemmtiatriði voru flutt, og um skeið gekkst Thor- valdsensfélagið fyrir sjónleikja- haldi enda margir liðtækir kraft- ar i þeim efnum i röðum félags- kvenna. Má segja, að bókstaflega sannist á þessum sérstæða félagsskap orð skáldsins, sem segir: „Gleðin er eins og ljósið. Ef þú kveikir það fyrir aðra, skin það á sjálfan þig.” Þrotlaust starf og fórnfýsi er aðalsmerki félags- kvenna Thorvaldsensfélagsins. Það er þeirra yndi. Þær hafa lagt sitt af mörkum til að vefa hjúp ánægjunnar um dapran heim. 1 tilefni 100 ára afmælis félags- ins hafa félagskonur myndað sjóð með 10 milljón króna stofnfé. Skal fé úr sjóðnum varið til þess að sérmennta fólk, sem kennir og leiðbeinir vanheilum börnum. Verður sjóðurinn i umsjón menntamálaráðuneytisins og verður menntamálaráðherra af- hent gjafabréfið i hófi, sem haldið er að Hótel Borg i kvöld. Þá bregður félagið heldur ekki út af vana sinum gagnvart Landakotsspitala, en i dag verður spitalanum fært að gjöf lækninga- tæki, sem barnadeildina vanhag- aði mjög um. Stjórn Thorvaldsensfélagsins. F.v. Svanlaug Bjarnadóttir, Sigurlaug Eggertsdóttir, Unnur Ágústsdótti, Evelyn Hobbs og Júliana Oddsdótt- ir. Stjórn Barnauppeldissjóðsins: Halldóra Guömundsdóttir formaður, Guðný Albertsson, gjaldkeri, Sigriöur Bergsdóttir, ritari. TÍMINN n Á BÓKAMARKAÐINUM Bækur frá Skuggsjá A þessu ári koma út hjá Skugg- sjá i Hafnarfirði alls 19 bækur. Meðal þeirra eru tvær kennslu- bækur sem komu út i haust, Mál- og málfræðiæfingar, eftir Skúla Benediktsson kennara og Hagnýt siðfræði eftir Norah Mackenzie, i þýðingu Patrick O’Brian Holt. Bók Skúla Benediktssonar er not- uð við kennslu i allflestum gagn- fræðaskólum landsins og þykir fylla þar vel i óbrúað bil við is- lenzkukennslu. Hagnýt siðfræði er hinsvegar notuð við kennslu i Hjúkrunarskóla og á kjörsviði I hjúkrunarfræðum i gagnfræða- skólum. Aðrar bækur forlagsins, sem út koma næstu tvo mánuð- ina, eru þessar: íslendingasögur IX. Nafna- og atriðisorðaskrá.Þessi bók er búin að vera lengi i smiðum einkum hefur reynzt tafsamt að koma saman atriðisorðaskránni, sem er hin vandaðasta og alger nýlunda við útgáfu Islendinga sagna. Ráðherrar islands 1904—1971, eftir Magnús Magnússon.fyrrum ritstjóra Storms. Þessi bók mun vekja athygli og umtal, þvi Magnús er ómyrkur i máli og rit- snilld hans landskunn. Fær hér hver ráðherrann sinn skammt og eru þeir skammtar með ýmsu bragði. Hvað varstu að gera öll þessi ár? eítir Pétur Eggcrz ambassa- dor.Pétur er sem fyrr hreinskil- inn og gagnrýninn á eigin starfs- vettvang og umhverfi. Bók hans er háð og spé um hið ljúfa lif og hann dregur dár að þvi, sem aflaga fer i þjóðfélagi okkar, set- ur gæðamat landsmanna undir smásjá og fer háðskum orðum um útlendingadekrið fégræðgina og finheitin. Sem fyrr hittir Pétur i mark og undan háðskum penna hans sviður. Faðir minn — Bóndinn. Safnað hefur og ritstýrt Gisli Kristjáns- son fyrruin ritstjóri F’reys.Bókin hefur að geyma minningaþ. , um 14 landskunna bændahöfðingja, sem allir eru látnir, og eru þætt- irnir skráðir af börnum þeirra. Um marga þessa menn hafa spunnizt sögur og ýmsir þeirra eru og hafa verið hálfgerðar þjóð- sagnapersónur. Sæti númer sex, eftir Gunnar M. Magnúss. Gunnar rekur hér hinn pólitiska þátt ævi sinnar og segir frá setu sinni á Alþingi. Bókin hefst á frásögn af fram- boðsfundum á Vestfjörðum og er þar á skemmtilegan hátt sagt frá fyrstu framboðsfundum Asgeirs Ásgeirssonar fyrrum forseta, og i bókarlok eru palladómar um þá þingmenn, sem sæti áttu á Alþingi samtimis höfundinum. Sallfiskur og söngiist, eftir Haraid Guðnason bókavörð 1 Ves tm annaeyjum. Hér eru frásagnir af Skarðsselsbræðrum, þeim Bergsteini á Yrjum, Hreiö- ari i Hvammi og Jóni i Skarðsseli, þáttur er um séra Loft á Krossi i Landeyjum og frásögn af Erlendi Helgasyni i Heysholti sem snemma varð hálfgerð þjóð- sagnapersóna. Loks eru skemmtilegar frásganir af nokkrum kunnum sægörpum fyrri tima i Vestmannaeyjum. Draumar, sýnir og dulræna, eftir Halldór Pjetursson. Hér eru stórmerkar frásagnir af draumspöku og dulrænu fólki, viðsvegar að af landinu en eink- um þó úr Borgarfirði eystra. M.a. er löng frásögn af Þórunni grasa- konu Gisladóttur og ættfólki hennar, en sonur Þórunnar var hinn landskunni grasalæknir Erlingur Filippussoit. Þjóðlegar sagnir III, safnað hefur og skráð Ingólfur Jónsson Irá Prestsbakka.Svo sem i fyrra bindi þessa safnrits eru hér sagn- ir viðsvegar að af landinu, jöfnum höndum úr dreifbýli sem þéttbýli. Bókin er góður viðauki við áður útgefin sagnasögn og skemmtileg og fróðleg i bezta máta. Svó hleypur æskan unga, eftir S k ú I a Guðjónsson frá Ljótunnarstöðum. Bókin geymir minningabrot frá bernsku höfundarins, hann segir frá persónulegri reynslu sinni og bregður upp svipmyndum af mönnum, sem honum eru minnis- stæðir, auk þess sem hér er að finna þjóðlifsþætti, fjallað er um gesti og gestakomur fyrri tima og sagt er á skemmtilegan hátt frá fornum ástum og þjóðlegu klámi. A jörðu hér, eftir Ólaf Tryggva- son.Þegar mannvinurinn Ólafur Tryggvason lézt,hafði hann gert allar ráðstafanir varðandi út- komu þessarar siðustu bókar sinnar. Bókin er safn greina um margvisleg efni, sem allar miða að þvi að fegra og bæta mannlifið og sýna á hvern hátt skilningur, ástúð og umburðarlyndi sigra hverja raun. Lif við dauðans dyr, eftir séra Jakob Jónsson dr. theol. Dr. Jakob telur sálgæzluna þýðingar- mesta þáttinn i starfi prestsins og hann segir hér frá reynslu sinni og starfi sem sjúkrahúsprestur og huggari á raunastundum. Þvi má segja að þessi bók snerti vandamál hvers einasta manns Gisli Kristjánsson. Gunnar M. Magnúss. Séra Jakob Jónsson. ólafur Tryggvason. 1975 og hún hvetur til jákvæðrar um- hugsunar um sitt hvað varðandi reynslu sjúkra og sorgbitinna og hinna mörgu, sem eiga vini og vandamenn sem við likamlega sjúkdóma og andlega erfiðleika eiga að striða i daglegu lifi. Gluntarnir eftir Gunnar VVennerberg, hin alþekktu tvisöngslög fyrir barritón og bassa. Hér koma text- arnir við þessa vinsælu söngva i fyrsta sinn út á islenzku i þýðingu Egils Bjarnasonar. Nokkrir þess- ara tvisöngva voru gefnir út á hljómplötu af Fálkanum, sungnir af þeim Magnúsi Guðmundssyni frá Hvitarvöllum og Ásgeir Halls- syni. Sinásagnasafn eftir Jón Helga- son er væntanlegt i haust, það nefnistSteinari brauðinu. Fyrra smásagnasafnið hans, Maðkar i inysunni.seldist upp á þrem vik- um fyrir jólin 1970 og undruðust það ýmsir, þar sem smásögur hafa jafnan verið taldar litt fýsi- legar til útgáfu á íslandi. En Jón er greinilega i sérflokki hvað þetta varðar og þessár sjö sögur hans eru sagðar af mikilli frásagnarlist á fögru máli og munu vissulega vekja athygli bókamanna. Sai Baba — maður kraftaverk- unna, cl'tir Howard Murphet.— t þessari bók er sagt frá sumum af verkum eins áhrifamesta krafta- verkamanns, sem komið hefur fram um aldaraðir Satya Sai Baba. Áhangendur hans á Indlandi telja hann vera endur- fæddan Sai Baba frá Shirdi, sem dó árið 1918, og samfara krafta- verkum þessa undramanns, sem helzt mætti likja við kraftaverk Krists, fer sú ást og umhyggja, sem Kristur hlýtur einnig að hafa búið yfir, og auk þess vitneskjan um Guð, sem opnar dyrnar að nýrri lifssýn. Ásgeir Ingólfsson hefur þýtt þessa bók. Kampa vinsn jösnarinn eftir Wolfgang Lotz segir frá stór- fenglegum njósnaferli eins snjall- asta njósnara, sem sögur fara af. Lotz er Israelsmaður, fæddur i Þýzkalandi, gerðist njósnari i Egyptalandi, og varð brátt trúnaðarvinur hershöfðingja, ráðherra og leyniþj.foringja og lifði ævintýralegu óhófslifi. Hann og kona hans urðu mið- punktur stórkostlegra réttar- halda, þegar upp komst um hið raunverulega starf þeirra, og ekkert virtist biða þeirra annað en gálginn. En sexdagastriðið bjargaði þeim, þvi ísraelar leystu 5000 Egypta úr haldi i skiptum fyrir þau hjónin, þar á meðal 9 hershöfðingja. Bókin er þýdd af Hersteini Pálssyni. Loks koma út á vegum forlags- ins tvær þýddar ástarsögur, Fi'tðaski'áin eftir Theresu ('harles og Ast og metnaður eftir Barböru Cartland.Fyrri bókin er þýdd af Andrési Kristjánssyni en hin siðari af Skúla Jenssyni. Þetta eru skemmtilegar og spennandi ástarsögur, svo sem þeir geta bezt gert sér vonir um sem lesið hafa fyrri bækur þess- ara vinsælu höfunda. Hvað verður nýtt að lesa

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.