Tíminn - 19.11.1975, Blaðsíða 14

Tíminn - 19.11.1975, Blaðsíða 14
14 TÍMINN ÍYIiðvikutlagur 19. nóvember 1975. LÖGREGLUHA TARINN 70 Ed McBain Þýðandi Haraldur Blöndal — Hvað veizt þú um salt í graut? — Orðatiltæki maður, orðatiltæki. — Allt í lagi, Dom. Sleppum tónlistinni í svipinn. Sam- þykkt? Tölum um ANNARS KONAR VERK. Samþykkt? — Jamm. Tölum um hvers vegna ég er hér. Samþykkt? — Lestu lagabókstafinn fyrir hann, sagði Kling. — Meyer samsinnti þessu og las Miranda Escobedo yfirlýsinguna. Di Fillippi hlustaði af ákafri innlifun. Þegar Meyer lauk máli sínu hneigði hann glóbjarta lokka sína til samþykkis og sagði: — Ég get fengið lögf ræðing ef ég æski þess, ekki satt? — Jú. — Þá vil ég fá hann, svaraði Di Fillippi. — Hefur þú einhvern sérstakan í huga eða eigum við að útvega lögmann? — Ég hef ákveðinn mann í huga, svaraði Di Fillippi. XXX Leynilögreglumennirnir á stöðinni biðu argir og óþolinmóðir eftir lögmanni Di Fillipis. Steve Carella var nú rólfær og ákvaðað skreppa niður á f jórðu hæð að hitta Genero lögreglumann. Genero sat við dogg í spítalarúm- inu. Fóturinn var vaf inn í umbúðir, en hann var óðum að hressast. Genero virtist undrandi að sjá Carella. — Ja, hérna, sagði hann. — Þetta er sannur heiður, mér er sönn alvara með það. Þakka þér fyrir að gera þér ómak hingað niður. — Hvernig gengur hjá þér, Genero, spurði Carella. — Sæmilega. Ég fínn enn til í fætinum. Aldrei datt mér í hug að skotsári fylgdi slíkur sársauki. ( bíómynd- unum sé ég menn sallaða niður sí og æ. Þeir falla bara til jarðar, en maður fær aldrei séðað þeir finni neitt til. — Það er sannarlega sárt, sagði Carella og brosti. Hann settist á rúmstokkinn hjá Genero. — Ég sé að þú hefur fengið sjónvarp í herbergið. Genero fór skyndilega að hvísla: — Hann á það náung- inn í næsta rúmi, en hann horfir aldrei á það. Hann er víst mjög veikur. Annað hvort sefur hann eða stynur og kveinar. Ef ég á að segja eins og er, þá held ég að hann muni ekki lifa. — Hvað er að honum? — Ég veit það ekki. Hann bara sefur og stynur. Hjúkrunarkonurnar eru hér inni dag og nótt. Þær gefa honum allan f jandann og sprauta hann líka. Þetta er eins og í járnbrautarstöð, get ég sagt þér. — Það er nú ekki svo slæmt, sagði Carella. — Hvað áttu við? — Hjúkrunarkonurnar sífellt að koma og fara. — Nei, það er STÓRKOSTLEGT, svaraði Genero. Sumar þeirra eru líka Ijómandi laglegar. — Hvernig gerðist þetta, spurði Carella og kinkaði kolli að fæti Generos. — Veiztu það ekki, spurði hann. — Mér var sagt að þú hef ðir orðið f yrir skoti. — Jamm, svaraði Genero hikandi. — Við vorum að elt- ast við mann sem lá undir grun, sjáðu til. Þegar hann fór fram hjá mér greip ég til byssunnar til að skjóta að- vörunarskoti...Genero hikaði enn.... — Þá varð ég f yrir þessu skoti. — Slysalegt, svaraði Carella. — Við þessu má líklega alltaf búast. Sá sem vill vera lögreglumaður að ævistarf i verður að búa sig undir slíkt. — Líklegast. — Auðvitað. Þú sérð nú hvað kom fyrir þig, sagði Genero. — Mmmm, muldraði Carella í bringu sér. — Auðvitað ert þú leynilögreglumaður. — Mmmm. — Sem skiljanlegt er. — Hvað áttu við? — Það má við því búast að leynilögreglumenn lendi oftar i klandri en venjulegir lögreglumenn, ekki satt? Venjulegur lögreglumaður, sem ekki ætlar sér starf ið að ævistarfi er tæpast þesslegur að hætta lífi sínu við að handasama grunaðan mann? Eða hvað? — Ja, svaraði Carella brosandi.... — Er það, spruði Genero þrásækinn. — Allir byrjum við sem venjulegir lögreglumenn, svaraði Carella vingjarnlega. — Auðvitað. En fólk hugsar sér að lögreglumenn stjórni bilaumferð, hjálpi bórnum yfir götu eða semji skýrslu þar sem slys verður. Þú veizt hvað ég meina. Það er yfirleitt ekki búizt við að venjulegur lög- reglumaður hætti lífi sínu. — Margir lögreglumenn láta lífið við skyldustörf sín, sagði Carella. — Það er sjálf sagt. En þó eiga menn ekki von á að það hendi. Miðvikudagur 19. nóvember 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.15 Til umhugsunar. Þáttur um áfengismál i umsjá Arna Gunnarssonar og Sveins H. Skúlasonar. 13.30 Við vinnuna: Tónleikar 14.30 Miðdegissagan: „Fingramál” eftir Joanne Greenberg. Bryndis Vig- lundsdóttir les þýðingu sina (5). 15.00 Miðdegistónleikar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphom. 17.10 Otvarpssaga barnanna: „Drengurinn i gullbuxun- um” eftir Max Lundgren. Olga Guðrún Árnadóttir les þýðingu sina (2). 17.30 Framburðarkennsla i dönsku og frönsku. 17.50 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Út atvinnulif inu . Rekstrarhagfræðingarnir Bergþór Konráðsson og Brynjólfur Bjarnason sjá um þáttinn. 20.00 Kvöldvaka. a. Einsöng- ur. Guðrún A. Simonar syngur, Guðrún Kristins- dóttir leikur á pianó. b. Þrir dagar á Gotlandi. Þóroddur Guðmundsson flytur ferða- þátt, siðari hluti. c. „Helga Jarlsdóttir” — kvæði eftir Davið Stefánsson.Elin Guð- jónsdóttir les. d. „Suður með sjó”. Séra Gisli Brynjúlfsson flytur frásögu- þátt eftir Erlend Magnússon frá Kálfatjörn. e. Um is- lenska þjóðhætti Arni Björnsson cand. mag. talar. f. Kórsöngur. Kirkjukórinn á Selfossi syngur ættjarðar- lög, Guðmundur Gilsson stjórnar. 21.30 Útvarpssagan: „Fóst- bræður” eftir Gunnar Gunnarsson. Jakob Jóh. Smári þýddi. Þorsteinn ö. Stephensen leikari les (17). 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Kjarval” eftir Thor Vilhjálmsson. Höfundur les (16). 22.40 Nútimatónlist. Þorkell Sigurbjörnsson kynnir. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. 19. nóvember 18.00 Björninn Jógi. Banda- rískur teiknimyndaflokkur. Þýðandi Jón Skaptason. 18.25 Kaplaskjól. Breskur myndaflokkur byggður á sögum eftir Monicu Dick- ens. Mislit hjörð. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 18.50 Gluggar. Bresk fræðslu- myndasyrpa. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. 19.15 Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.40 Nýjasta tækniog visindi. I þættinum verða sýndar 11 stuttar, vestur-þýskar kvik- myndir. Meðal efnis: Tölvu- stýrð slökkvistöð, Hengi- járnbrautir, Knattspyrnu- rannsóknir, Brúarsmiði. Umsjónarmaður Sigurður H. Richter. 21.10 Columbo. Nýr, banda- riskur sakamálamynda- flokkur um leynilögreglu- manninn Columbo. Aðal- hlutverk Peter Falk. Þýð- andi Jón Thor Haralds- son. 22.25 „Eigi skal gráta”. Heimildamynd um listmála a, sem geta ekki beitt höndun- um við listsköpun sina. Þýð- andi Dóra Hafsteinsdóttir. 22.45 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.