Tíminn - 19.11.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 19.11.1975, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Miðvikudagur 19. nóvember 1975. PÁLL HÉLT VÍKINGUM Á FLOTI — þegar Islandsmeistararnir mörðu sigur (17:15) yfir Gróttu d elleftu stundu í gærkvöldi — Svona barningur verður þetta gegn Gummersbach, sagöi Páll Björgvinsson, fvrirliði tslands- meistara Vikings, en þeir rétt mörðu sigur (17:15) yfir Gröttu i Laugardalshöilinni í gærkvöldi. Það var ekki fyrr en rétt fyrir leikslok, að Vikingar tryggðu sér sigur — staðan var þá 15:15 og ieikurinn æsispennandi. Þá misstu Gröttumenn — Magniis Sigurösson — btaf og léku þvi ein- um færri lokaminíiturnar. Þetta notfærðu Vikingar sér. Páll Björgvinsson skoraði (16:15) úr vítakasti og siöan innsiglaði Stef- án Halldörsson sigur (17:15) Vikingsiiðsins, þegar hann skoraði gott mark eftir hraðupp- hlaup. Páll Björgvinsson var hetja Vikings-liðsins — hann hélt liðinu á floti og skoraði 6 göð mörk. Annars náði liðið sér aldrei á strik, og t.d. skoruðu Vikingar að- eins eitt mark siðustu 15. min. af fyrri hálfleik, er lauk með jafn- tefli 7:7. Sama sagan endurtök sig i siðari hálfleik, en þá komst Vikingsliðið i 15:11 um miðjan hálfleikinn — misstu leikinn þá niöur og Grottumenn, með KR-ingana Björn Pétursson og Atla Þör Héðinsson sem beztu menn, náðu að jafna 15:15. En þá vöknuðu Vikingar til lifsins og gerðu ht um leikinn, sem var frekar lélegur. Páll var bezti maður Vikings- liðsins, skoraði 6 (2 viti) mörk, en aðrir sem skoruðu voru: Viggb 4, Stefán 2, Þorbergur 2, Magnbs, Ólafur og Skarphéðinn, eitt hver. Knattspyrnumennirnir br KR, Atli Þör og Björn, ásamt mark- verðinum Guömundi Ingimundarsyni, sem varði mjög vel, voru beztu menn Gröttu- liösins. Atli og Björn skoruðu sin hvor 6 mörkin, en Axel, Magnbs og Árni, skoruðu hin mörk liösins. -SOS. PALL BJÖRGVINSSON.... lék aðaihlutverkið hjá Vlkingum i gær- kvöldi — hann skoraði 6 mörk. VALUR SIGRAÐI! Leik Fram og Vals lauk i gærkvöldi með sigri Vals, 13-12. —Staðan i hálfleik var 9-8, Val i vil. Leikurinn hélzt mjög jafn allann timann og varð mjög spennandi undir lokin. r „Ég hef alltaf hrifinn af ítö — segir Matthías — Ég væri ekki á móti þvi að fá ítala sem mót- herja. Ég hef alltaf verið hrifinn af spyrn- Hallgrímsson, landslið unni sem þeir leika — góðri knattspyrnu, sagði landsliðsmiðherjinn Matthias Hallgrimsson frá Akranesi, sem hefur leikið flesta landsleiki fyrir hönd íslands, eða 38. Þá væri einnig gaman að lenda i riðli MATTIIIAS HALLGRIMSSON.. hefur leikið flesta iandsleiki is lands, eða 38. kostlegt að kom- ast á Wembley” — segir Marteinn Geirsson, sem vildi fá Englendinga sem mótherja í HM ★ Dregið verður i HM-keppninni í Guatemala á morgun — Það væri gaman að fá Englendinga sem mót- herja, og jafnvel Hollendinga, sagði Marteinn Geirsson, landsliðsmiðvörður Fram, þegar við spurðum hann hvaða mótherja hann vildi helzt fá i HM-keppninni. —Það væri stórkostlegt að komast á Wembley og leika þar. Ég hef einu sinni verið þar sem áhorfandi og þvi gleymi ég aldrei,stemmningin var gífurleg. — Ég held að eini möguleikinn fyrir Islendinga til að komast á Wembley sé að dragast gegn Englendingum — og ekki væri minna gaman að leika gegn Eng- lendingum á Laugardalsvellin- um. Já, það væri gaman að fá enska liðið, með alla sina sterk- ustu menn, á Laugardalsvöllinn — og yfir 20 þús. áhorfendur, sagði Marteinn. Drátturinn I undankeppni heimsmeistarakeppninnar mun fara fram á morgun i Guatemala i Mið-Afriku, en þá verður skorið úr þvi, með hverj- um Islendingar lenda i riðli. Miklar likur eru á þvi, að Is- lendingar leiki i riðli, sem verðurskipaðurfjórum þjóðum. Eitt er vist, að íslendingar lenda i riðli með einhverri Evrópuþjóðanna, sem léku i 16- liða úrslitunum i HM-keppninni i V-Þýzkalandi 1974 — þ.e.a.s. Hollendingum, Pólverjum, ítöl- um, A-Þjóðverjum, Svium, Júgóslövum, Búlgörum eða Skotum. Þessar þjóðir verða sin i hverjum Evrópuriðlinum, sem eru 8 að tölu. Þannig að Is- lendingar gætu t.d. lent i riðli með Hollendingum og Eng- lendingum. En það verður sem sé ljóst á morgun, með hvaða þjóðum Islendingar lenda i riðli. -SOS. Miðvikudagur 19. nóvember 1975. TÍMINN 17 MARTEINN GEIRSSON... sést hér I landsleik gegn Rússum I Moskvu. Argentina78 Heims- meist- ararnir opna HM í Argen- tínu 1978 Það verða heims- meistararnir frá V-Þýzka- landi, sem munu leika opnunarleik HM-keppninnar I Argentinu 1978. Opnunarleík- urinn mun fara fram á River Plate’s Buenos Aires-leik- vanginuin i Buenos Aires, sem tekur 80 þús. áhorfendur, 1. júni, en þar fer einnig fram úrsiitaleikurinn 25. júni. — Eins og við undanfarnar heimsmeistarakeppnir, þá verður nú leikið i f jórum riðl- um, sem verða skipaðir fjór- um þjóðum. Gestgjafarnir frá Argentinu leika i 1. riðli, en heimsmeistararnir frá V- Þýzkalandi leika i 2. riðli. verið lum" smiðherji frd Akranesi með Hollendingum eða Englendingum. — Það væri mikil upplifun að leika á Wembley. Islendingar hafa aldrei leikið þar og italskir knattspyrnumenn hafa aldrei leikið á Islandi. Það eru miklir möguleikar á, að viö fáum ttala, Hollendinga eða Englendinga, sem mótherja — maður biður spenntur eftir þvi að dregið verði, sagði Matthias. -SOS. „Við berjumst eins og grenjandi Ijón" — segir Karl Benediktsson, þjálfari Víkingsliðsins, sem mætir Hansa Schmidt og félögum í Evrópukeppninni HILL • PETTIGREW TIL BAYERN? MUNCHEN — Evrópumeistarar Bayern Múnchen eru nú á höttum eftir nýjum miðherja. Forráða- menn félagsins hafa nú augastað á Willie Pettigrew, hinum mark- sækna leikmanni Motherwell, sem er nú markhæstur i Skotlandi (16 mörk) • MILLWALL ÞURFTI AÐ LIFA LONPON — ,,Við seldum ekki Gordon Hill, til að kaupa aðra leikmenn — við gátum ekki annað, þvi að okkur vantaði peninga, til að lifa á,” sagði Gordon Jago, framkvæmda- stjóri Millwall, þegar hann seldi útherjann Gordon Hill.sem er 21 árs til Manchester United, sem borgaði Millwall 70 þús. pund fyrir Ilill. • VILJA BORGA 65 ÞÚS. PUND FYRIR MARSH BELGIA. — Rodney Marsh er nú staddur i Belgiu þar sem hann hefur verið að ræða við forráða- menn Anderlecht. Eins og hefur komið fram, þá féllst Anderlecht ekki á, að borga Manchester City 100 þús. pund fyrir Marsh. I gær sögðust forráðamenn Anderlecht, að þeir væru tilbúnir að greiða 65 þús. pund fyrir Marsh — þannig að Marsh gerði tveggja ára samning við félagið. Miklar likur eru á, að Manchester City samþykki þessa upphæð og selji Marsh. • ÆSTIR STUÐN- INGSMENN REYKJAVIK. — 40 æstir stuðningsmenn Gummersbach koma með liðinu hingað, til að hvetja þá til dáða gegn Viking. Þá koma hingað sjónvarpsmenn frá V-Þýzkalandi, sem munu taka leikinn i heild upp fyrir v-þýzka sjónvarpið. verður þvi gaman að sjá hvernig tekst upp á móti „Risanum” hinum léttleikandi Vikingum Hansa og félögum hans. —SOS „HANSI ER GÍFURLEGUR RUDDI" — Við munum berjast eins og grenjandi Ijón, og ætlum okkur ekkert að gefa eftir, sagði Karl Benediktsson, þjálfari Víkingsliðsins, sem mætir Gummersbach í Evrópu- keppni meistaraliða á laugardaginn i Laugar- dalshöllinni. — Ég er ekki í nokkrum vafa um, að ef við náum upp góðum varnarieik, eins og strákarnir hafa sýnt að þeir geta leikið og ef mark- varzlan helzt í hendur við það, þá vinnum við Gummersbach hér heima. — Við vitum að róðurinn verður erfiður, þar sem Hansi Sehmidt og félagar eru engir viðvaningar. En strákarnir mæta til leiks til að sigra. — Þeir taka leikinn gegn Gummersbach mjög alvarlega, sagði Karl. Það er óþarfi að kynna Hansa Schmidt og félaga hans i Gummersbach — þeir hafa verið nær óstöðvandi undanfarin ár og fjórum sinnum hafa þeir unnið sigur i Evrópukeppninni. Hansi, eða „stóri slátrarinn”, eins og hann er oft nefndur, er einn skot- fastasti leikmaður heims — og jafnframt skapmesti handknatt- leiksmaður heims. Hann er fædd- ur i Rúmeniu og lék 18 landsleiki fyrir Rúmena — áður en hann hvarf til V-Þýzkalands. Fyrir V- Þjóðverja hefur hann leikið yfir 100 landsleiki, og verið einn helzti máttarstólpi v-þýzka landsliðsins undanfarin ár. Það verður örugglega erfitt fyrir Vikinga að stöðva Hansa, sem er frægur fyrir að berja frá sér með kjafti og klóm. — Þá eiga þeir örugglega erfitt með að koma knettinum fram hjá Klaus Kater, hinum frábæra markverði Gummersbach. Hann er snilling- ur i marki og frægur fyrir að verja vitaköst. Valsmenn hafa t.d. fengið að finna fyrir þvi — þegar þeir léku gegn Gummers- bach i Evrópukeppninni. Þrir leikmenn Gummersbach léku með heimsliðinu fyrir stuttu — þeir Schmidt, Petrop og Brand. Þetta eitt nægir til að sýna, hve liðið er geysilega sterkt. Það HANSI....sést hér vera i skot- stöðu og þá er ekki að sökum að spyrja — knötturinn hafnar i net- inu. — segir Jón Karlsson, landsliðsmaður úr Val — HANSI SCHMIPT er gifur- legur ruddi, þegar honum er gefið oinbogaskot, þá geldur hann það tvöfait til baka. Hann beinlinis nýtur þess að hafa áhorfendur á móti sér — með þvi að æsa þá upp, sagði Jón Karisson, lands- liðsmaður úr Val. — Ef Vikingum tekst að útfæra leikaðferð sina, þá eiga þeir góða möguleika á sigri — spurningin cr, hvort þeim tekst aðkoma knettinum fram hjá Kat- er, markverði. Kater iokaði markinu algjörlega gegn Val i Þýzkalandi, þá átti Ólafur Jóns- son 12 skot að marki og skoraði hann ekkert mark, en ég átti 10 skot, sem gáfu aðeins 2 mörk. Kater hreínlega greip skotin frá okkur — siðan brunuðu Þjóðverjarnir upp og skoruðu, sagði Jón. Nokkrir kunnir handknattleiks- menn hafa þetta um leik yikings og Gummersbach, að segja: Bergur Guðnason, formaður tækninefndar H.S.I., sem lék með Valsliðinu gegn Gummersbach: — Strákarnir i Viking mega alls ekki ofmeta leikmenn Gummers- bach og vera með hjartað i buxunum af hræðslu við þá. Gummersbach-liðið er að sjálf- sögðu sterkt, en þó ekki ósigr- andi. Vikingar eiga möguleika, ef þeir ná toppleik. Iiilmar Björnsson, þjálfari Valsliðsins: — Hansi Schmidt mun áreiðanlega reyna að æsa Vikingana upp — Vikingar eiga að reyna hraðaupphlaup, og ef þau ekki ganga upp, þá bara biða eftir marktækifærum. Vikingar mega ekki láta Hansa og co. hleypa leiknum upp — enn minn- ast menn hvernig Hansa tókst að æsa leikmenn Oppsal upp og þannig beinlinis koma Gummers- bach áfram. Bjarni Jónsson, Þrótti: Liðin hér heima eru farin að átta sig á taktik Vikinga — en hvort Gummersbach gerir það, er svo annað mál. I þessu tel ég mögu- leika Vikings liggja. Birgir Björnsson, fyrrum landsliðsþjálfari: Gummersbach mun örugglega leika á fullu. Það verður þvi fjör á fjölum Hallar- innar, sér i lagi ef Hansi Schmidt æsist upp, sem iðulega kemur fyrir. En ég reikna með, að Gummersbach sigri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.