Tíminn - 19.11.1975, Blaðsíða 19

Tíminn - 19.11.1975, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 19. nóvember 1975. TÍMINN 19 0 Nútímakonur ræður áttum við við kvenyfir- lækni á fæðinga- og kvensjúk- dómadeild stórs sjúkrahúss i Vilnius. Yfir hana dundi fjöldi spurninga, sem einkum snerust þó um fóstureyðingar og getn- aðarvarnir, enda hafa þau mál verið ofarlega á baugi á öllum Norðurlöndunum að undan- förnu. Upplýsti læknirinn, að þar væru fóstureyðingar frjáls- ar fram yfir 12. viku meðgöngu- tima. Þó kvað hún þær tak- markanir á, að sama konan fengi ekki meira en tvær fóstur- eyðingar á ári, nema sérstakar heilsufarslegar eða félagslegar ástæður mæltu með þvi!! Hún tjáði okkur lika, að ekki væru haldnar hagskýrslur um fjölda fóstureyðinga, en kvaðst sjálf álita að nærri lagi væri, að ein fóstureyðingkæmi á móti hverj- um tveimur fæðingum i lýðveld- inu. öllu erfiðara reyndist að fá upplýsingar um getnaðarvarn- ir, (vegna þess hve feiminn túlkurinn okkar — 19 ára strák- ur var) en þó virðist ljóst, að getnaðarvarnarpillan, sem svo mikið er notuð á Vesturlöndum, er litið notuð þar en notkun lykkjunnar þeim mun útbreidd- ari. Að þvi er okkur skildist verður að framvisa hjúskapar- vottorði i verzlun til að kaupa getnaðarvarnir, og getnaðar- varnir karla virðast óþekkt fyrirbæri. En snúum okkur nú að öðru. Af mörgu er að taka og erfitt að hafna, en eitt er það, sem ég get alls ekki stillt mig um að minn- ast á. Litháen er i hópi minnstu Sovétrikjanna, aðeins 65.000 ferkilómetrar að stærð, og ibúar rúmar þrjár milljónir talsins. Fá riki heimsins urðu jafnilla úti i heimsstyrjöldinni siðari. Margir staðir lögðust algerlega irústog 750.000 manns létu lifið og getur rétt gert sér i hugarlund, hver blóðtaka það hefur verið ekki stærri þjóð, enda var vist heldur ömurlegt um að litast, þegar hermenn Sovétrikjanna frelsuðu höfuð- borgina, Vilnius, úr höndum nazista i júli 1944. Þessum atburðum er Litháen- um ekki ætlað að gleyma, og ýmsar minjar striðsins og hryðjuverka nazista eru vel varðveittar, svo að engin hætta er á, að þjóðin gleymi, hverjar hörmungar striðs og fasismi hafa i för með sér. Við heimsótt- um útrýmingabúðir nazista i út- jaðri Kaunas (9. Kaunas Fort). Það var óhugnanleg sjón, enda öllu haldið i sem likustu horfi og áður var, og lengi eftir að við höfðum kvatt staðinn, sat i manni hryllingurinn og undrun- ináþvi, að mennhafiraunveru- legaframið þau grimmdarverk, sem þarna var lýst fyrir okkur. Einnig heimsóttum við striðs- minjasafn i útjaðri Vilnius, þar sem áður stóð þorpið Pirciupis. A flótta sinum til Þýzkalands i lok styrjaldarinnar, brenndu nazistar þorpið til grunna, og drápu alla ibúana, sem einungis voru konur, börn og öldungar, þvi að allir vopnfærir karl- menn voru i striðinu. Þarna er að finna brunninn bein, hár- lokka og ýmislegt annað, sem náðist úr öskunni, ásamt mynd- um af þorra þeirra, sem lifið létu, og óliklegt finnst mér, að nokkur Litháani, sem safnið heimsækir gleymi hörmungum striðsins eða hryðjuverkum nazista. Moskva og ráðstefnan Þar sem ætlunin með þessum linum minum var upphaflega sú að fjalla um „Heimsráðstefnu ungra kvenna”, kann mörgum að virðast formálinn i það lengsta. En sannleikurinn er sá, að ráðstefnan sem slik olli mér talsverðum vonbrigðum og fjallaði raunverulega ekki nema að mjög litlu leyti um þau mál- efni, sem henni var ætlað. Yfir- skrift ráðstefnunnar var „Ung- ar nútimakonur og þátttaka þeirra i baráttunni fyrir jafn- rétti, frið, frelsi og félagslegri þróun.” Það vantaði svo sem ekki, að titillinn væri glæstur og gæfi tilefni til bjartra vona, en skipulag allt var með þeim hætti, að litil von var um nokk- urn raunhæfan árangur. 1 fyrsta lagi má geta þess að skoðanaleg fjölbreytni þátttak- enda var alls ekki nægileg, þar sem ábyggilega um eða yfir 80% ráðstefnugesta voru kommún- istar á Moskvu-linunni, sem ekki áttu orð til að lýsa aðdáun sinni á þjóðskipulagi þar og jafnframt eymdinni i eigin lönd- um. Eyddu nær allir ræðumenn meginhluta tima sins i að lofa og prísa Sovét, Helsingfors-ráð- stefnuna, friðar- og jafn- réttisvilja Rússa o.s.frv. Hin 20%, sem i voru jafnaðarmenn, frjálslyndir, miðflokksmenn, róttækir o.fl., voru i svo miklum minnihluta, að þau gátu heldur litlu ráðið um gang mála, þótt vissulega næðust fram nokkrar orðalagsbreytingar á lokaálykt- un ráðstefnunnar. í öðru lagi má geta þess, að ekki voru starfandi neinir um- ræðuhópar, þar sem þátttak- endum gæfist timi til rökræðna og skoðanaskipta. Allar ræður þurfti að semja fyrirfram og af- henda þær til þess að hægt væri að túlka þær yfir á rússnesku, og ekki heyrði ég betur en þær væru flestar fremur keimlikar. Ekkert tækifæri gafst til að varpa fram spurningum, þvi að sakir timaskorts voru hverjum ræðumanni aðeins ætlaðar 7-10 minútur, og mátti hver aðeins tala einu sinni. 1 þriöja lagi var svo þreytandi að sitja og einbeita sér að þvi að skilja ræður fluttar á erlendum tungumálum, (þær voru túlkað- ar á sjö tungumál þ.á.m. ensku og þýzku) innan um óstöðvandi klið af allskyns röddum og tung- um, að yfirleitt var ómögulegt að fylgjast með, nema skamina stund i senn, a.m.k. þegar liða tók á dag. Einstakar ræður Þótt þvi færi fjarri, að ég væri ánægð með fyrirkomulag ráð- stefnunnar i heild, þá er hinu ekki að leyna, að þar voru flutt- ar ýmsar mjög athyglisverðar ræður. Einkum vöktu athygli ræður ýmissa fulltrúa þriðja heimsins, Mið- og Suður-Ame- riku og nokkurra Arabarikja. Ekki var örgrannt um að hugur minn hvarflaði einstaka sinnum heim til kvenna á Fróni, þegar ég hlýddi á frásagnir um þau ömurlegu lifskjör, sem konur i mörgum þessara rikja búa við. Ég held, að konurnar, sem mest hafa bölvað þessu blessaða kvennaári og tilgangsleysi þess, ættu að reyna að sjá aðeins fram fyrir sitt eigið nef. Lokaorð Eftir á að hyggja, þá hlýtur þó þessi Sovétför að hafa orðið flestum til góðs. Okkur var Jietta bráðskemmtilegt og eftir- minnilegt ferðalag. sovézkum yfirvöldum nokkuð sterkt áróðurstæki, og sovézkur al- menningur, sem fylgdist með fjölmiðlum á þessum tima, hlýt- ur að þakka hinum almáttúga kvölds og morgna fyrir að hafa fæðzt i þessu riki sælunnar. Lausar stöður Stöður fjögurra fulltrúa við embætti rikis- skattstjóra, rannsóknardeild, eru hér með auglýstar lausar til umsóknar frá 1. janú- ar nk. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist rannsókn- ardeild rikisskattstjóra, Skúlagötu 57, Reykjavik, fyrir 20. desember nk. Reykjavik, 18. nóvember 1975. Skattrannsóknarstjóri. Qj Söluskattur ^ í Kópavogi Söluskattur 3. ársfjórðungs 1975 er fallinn i gjalddaga. Lögtak er úrskurðað vegna vangreidds söluskatts og fer það fram eft- ir 8 daga frá birtingu úrskurðar þessa. Jafnframt verður atvinnurekstur þeirra, sem skulda söluskatt þennan eða eldri stöðvaður án frekari aðvörunar. Bæjarfógetinn i Kópavogi 13. leikvika — leikir 15. nóv. 1975 1. VINNINGUR: 12 réttir — kr. 374.500.- nr. 9819 (Reykjavik) 2. VINNINGUR: 11 réttir — kr. 6.100,- 53 2465 9623 35411 36268+ 36675+ 37407 + 282 2516 9989 35817 + 36522 + 36679+ 35786F 1000 4276 9819 35826 + 36571 36770+ 1707+ 9319 11039 35826+ 36589 36893 + INAFNLAUS^F : 10 vikna seðill Kærufrestur er til 8. des. kl. 12.00 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og aðalskrifstofunni. Vinningsupphæðir geta lækkað ef kærur verða teknar til greina. Vinningar fyrir 13. leikviku verða póstlagðir eftir 9. desember. Handhafar nafnlausra seðla verða að framvisa stofni eöa senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilis- fang til Getrauna fyrir greiðsludag vinninga. GETRAUNIR — íþróttamiðstöðin — R EYKJAVÍK Hafnarf jörður Framsóknarfélag Hafnarfjarðar heldur aðalfund i Góð- templarahúsinu, uppi, miðvikudaginn 19. nóv. kl. 20:30. Dag- skrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Bæjarmál. Stjórnin. Framsóknarvist Onnur framsóknarvist Framsóknarfélags Reykjavikur verður miðvikudaginn 19. nóv. að Hótel Sögu, Súlnasal kl. 20.30. Nánar auglýst siðar. Njarðvík Framsóknarfélag Njarðvikur heldur sinn árlega aðalfund i framsóknarhúsinu i Keflavik fimmtudaginn 20. nóvember kl. 8 siðd. Venjuleg aðalfundarstörf. Félagar mætið vel og stundvis- lega. Stjórnin. Almennur stjórnmálafundur verður haldinn i Félagsheimilinu Blönduósi föstudaginn 21. nóv. og hefst kl. 21. Ólafur Jóhannes- son viðskiptaráðherra og Páll Pétursson alþingism. koma á fundinn. Allir velkomnir. Framsóknarfélögin. Borgarnes Fra msóknarf élag Borgarness heldur sitt fyrsta spilakvöld á þessum vetri föstudaginn 21. nóv. i samkomuhúsinu kl. 8.30. Halldór E. Sigurðsson mætir á spilakvöldinu. Allir vel- komnir. Skagfirðingar Aðalfundur Félags ungra framsóknarmanna i Skagafirði verður haldinn i Framsóknarhúsinu Sauðárkróki fimmtud. 21. nóv. og hefst kl. 21. Venjuleg aðalfundarstörf. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing. Magnús Ólafsson form. SUF, kemur á fundinn. Stjórnin. Árnesingar Annað keppniskvöld framsóknarvistarinnar verður að Borg, Grimsnesi, föstudaginn 21. marz kl. 21.30. Ræðumaður verður séra Heimir Steinsson, rektor. Aðalverðlaun: Sunnuferð fyrir tvo til Kaupmannahafnar. Framsóknarfélag Arnessýslu. Viðtalstímar aiþingismanna og borgarfulltrúa Framsóknarflokksins Kristján Benediktsson borgarfulltrúi verður til viðtals að Rauðarárstig 18, laugardaginn 22. nóv. kl. 10-12. Vesturlandskjördæmi Laugardaginn 22. nóv. 1975 verður 15. kjördæmisþing sambands Framsóknarfélaga i Vesturlandskjördæmi haldið i félagsheim- ilinu Valfelli i Borgarhreppi, og hefst það kl. 10 árdegis. Dagskrá verður samkvæmt lögum sambandsins. Stjórnin. Félag framsóknarkvenna í Reykjavík Basarinn verður að Hallveigarstöðum, sunnudaginn 23. nóvem- ber næstkomandi. Tekið verður á móti varningi að Rauðarárstig 18, alla daga vikunnar til kl. 17, og á fimmtudaginn einnig kl. 20- 22 um kvöldið. Þær, sem hafa hugsað sér að gefa kökur, komi þeim á sunnudagsmorgun 23. nóv. að Hallveigarstöðum. Basar- nefndin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.