Tíminn - 19.11.1975, Blaðsíða 20

Tíminn - 19.11.1975, Blaðsíða 20
fyrirgóéan mai ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS - VERNDARSKIP BREZKU VEIÐI- ÞJÓFANNA KOMIN Á ÍSLANDSAAIÐ Reuter/London. Brezka stjörnin gaf i gær fjörum óvopnuðum dr&ttarbátum fyrirtæli um að halda á islandsmið til verndar brezkum togurum þar, vegna þess að nú séu allar likur á þvi að til þorskastriðs komi, eftir að slitnaði upp úr samninga- viðræðum fulltrúa íslenzku og brezku rikisstjórnanna um mál- ið. Dr'attarb'atar þessir hafa fengið fyrirmæli um að taka upp, „varnarstöðu” innan 200 milna markanna og vernda brezku togarana fyrir vira- klippingum og annarri áreitni islenzku varðskipanna. Tals- maður i landbúnaðarráðuneyti Breta sagði i gær, að 3 drátt- arbátanna yrðu komnir á miðin við Island snemma i dag, en þeir héldu frá Leirvik á Skot- landi i fyrrakvöld. Fjórði dráttarbáturinn, The Lloydsman, átti i gærkvöldi að halda frá Invergordon, sem er einnig á Skotlandi, reiðbúinn til þess að taka aftur við verndar- hlutverki þvi, er hann gegndi i þorskastriðinu 1973, segir Reut- er. Brezkir sjóliðsforingjar sögðu i gær, að sjóherinn hefði ekki fengið fyrirmæli um að senda freigátur til tslands, eins og gert var 1973. Eins og kunnugt er af fréttum var islenzku togskipi á leið til Grimsby snúið til Ostende i Belgiu, þvi að hafnaryfirvöld i Grimsby tilkynntu skipinu, að ekki yrði unnt að ábyrgjast öryggi áhafnarinnar, ef skipið reyndi að landa i Grimsby. Talsmaður samtaka togara- útgerðarmanna i Hull neitaði þvi hins vegar að algjört hafn- bann væri á islenzkum skipum i, brezkum höfnum vegna land- helgisdeilunnar. Hann sagði, að það væri áframhaldandi markaður fyrir landanir is-r lenzkra skipa, og að það hefði verið von brezkra togaraút- gerðarmanna að aukning slikra landana hefði verið einn liður i málamiðlunarsamkomulagi milli Islendinga og Breta. Tom Neilsen, ritari i félagi yfirmanna á Hulltogurum, sagði i gær, að hann væri hlynntur öllum áformum um al- gjört bann á landanir islenzkra skipa i Bretlandi. Fulltrúar sjó- manna, útgerðarmanna og iðn- rekenda i fiskiðnaði, munu i dag beina þeim tilmælum til brezku rikisstjórnarinnar, að hún sendi herskip til verndar togurunum. PORTÚGAL: SOARES VILL MYNDA SAMSTJÓRN PPD OG SÓSÍALDEMÓKRATA Reuter/Ntb/Lissabon. Valda- baráttan i Portúgal I siðustu viku leiðir að öllum likindum til þess, aö skipt verður um menn i stjórn landsins, að þvi er fréttaskyrend- ur telja. Rikisstjórn landsins sat á fundi i gærkvöldi til þess að reyna að finna lausn á deilunni milli kommúnista og PPD alþýðu- demökrata, sem báðir eiga aðild að rikisstjórninni, en deilur milli þessara tvcggja flokka hafa stöð- ugt farið barðnandi. Fransiscoda Costa Gomes for- seti og Otelo Carvalho, yfirmaður öryggissveitanna, voru einnig á fundinum. Mario Soares, leíðtogi sosialdemókrata, lagði til i gær, að mynduð yrði ný rikisstjórn, sem einungis væri skipuð fulltrú- um úr flokki hans og PPD, þar sem útilokað væri að samstarf gæti haldizt með PPD og kommúnistum. Soares' sagði ennfremur að rikisstjórnin og stjórnvöld önnur i landinu ættu að einbeita sér að ástandi mála i norðurhluta Portú- gals, en þar á Soares við orðróm þann, sem verið hefur á kreiki um að ákveðnir aðilar i norðurhluta landsins ætli sér að taka völdin i landinu með byltingu. Fransisco da Costa Gomes for- seti reyndi i gær, að kveða niður orðróminn um byltingaráform. en ekkert benti tii að honum hefði tekizt það. Hann naut þó stuðnings þess manns, sem oftast hefur verið nefndur á nafn, þegar á byltingaráform hefur verið minnzt, þ.e Antonio Piers Veleso, yfirmann hersveitanna i norður- hluta landsins. Boteiro, blaðafull- trúi Azevedos.forsætisráöherra, sagði i gær, að ástandið væri svo alvarlegt að lausn yrði að finnast. Boteiro sagði, að ekkert væri hægt um það að segja frá hverj- um lausnin kæmi, hvort hún kæmi fr'a forsætisr'aðherranum, byltingarráðinu eða fjölda- hreyfingum, en lausn yrði að finna. „Það þarf að binda enda á nú- verandi ástand”, sagði hann, „þvi að við getum ekki haldið áfram á þeirri braut, sem hingað til hefur verið farin”, og er talið að þarna hafi hann átt við aga- leysið innan hersins, sem sifellt ágerist og verður stærra og stærra vandamál og hindrar rikisstjórnina i þvi að geta stjórn- að landinu á þann hátt, sem æski- legt væri. Sorphreinsunarmenn eru nú i verkfalli i Lissabon og þvi hleðst sorp og óhreinindi upp á götum borgarinnar. Starfsmenn i niður- suðuiðnaði eru einnig komnir i verkfall, en slikt getur haft mjög alvarleg áhrif i för með sér fyrir efnahagslíf landsins, því að niðursoðnar sardinur eru ein helzta útflutningsvara lands- manna. A Azoreyjum, sem lúta stjórn Portúgals, fóru um 23 þúsund manns i kröfugöngu, þar sem krafizt var sjálfstæðis eyjanna úr hendi Portúgala. Bakarar i Lissabon hafa hötað að umkringja stjórnarráðs- bygginguna i Lissabon á fimmtu- daginn verði ekki gengið að kröf- um þeirra um vinnutima. For- sætisráðherrann, forsetinn og - leiðtogar hersins komu saman til fundar i gær, og er gert ráð fyrir þvi að þeir hafi rætt leiðir til þess að koma i veg fyrir að sams konar atburðir og þeir, er byggingar- verkamenn settust að Azevedo i stjómarsetri hans i siðustu viku, verði endurteknir. Háværar raddir eru uppi um það i Portúgal, að hægri sinnar ætli sér að taka völdin með bylt ingu, en leiðtogarnir i Pórtúgal telja allt slikt tal einungis sett fram i þvi markmiði að auka á ringulreiðina i landinu i þvi skyni að skapa þeim, er hæst tala-um slika hættu, skilyrði til að gera vopnaða byltingu. Beirut: Átta biðu bana í gær Ntb/Reuter/Beirut. A.m.k. átta manns biðu bana i skotbardögum i hinum ýmsu hverfum Beirut- borgar i gær en ástandið var fremur rólegt i miðborginni. tbúar borgarinnar eru margir hverjir orðnir bjartsýnir á friðar- horfur, þar sem átök hafa að mestu legið niðri siðustu tvær vikur, eða frá þvi vopnahié var siðast undirritað af deiluaðiium. Hefur ekki komið til neinna alvarlegra átaka frá þvi vopna- hléð var undirritaö. Verzlanir og veitingahús hafa að nýju hafið starfsemi sina. Hættulegt er þó taiið að ferðast um ákveðin svæði sem liggja á mörkum yfirráðasvæða kristinna manna og múhameðstrúar- manna. Þrir þeirra, sem bana biðu i gær, voru skotnir i hinu fræga hverfi Fouad Chehab, en þrir aðr- ir voru skotnir i norðurhluta borgarinnar, en þar búa bæði kristnir menn og múhameðs- trúar. Þótt kyrrt hafi að mestu verið siðustu tvær vikur, rikir mikil ókyrrð i stjórnmálalifi landsins. Vinstri sinnaðir múhaméðstrúar- menn óttast að Karami forsætis- ráðherra standi ekki við loforð þau, sem hann hefur gefið þeim um að beita sér fyrir endurbótum á stjórnskipulagi landsins til lausnar deilunni. Sóslialistaleið- toginn Kamlal Jumblatt hefur krafizt þess, að Karami geri. nánar grein fyrir umbótum þeim, er hann hyggist beita sér fyrir. Sl. laugardag lofaði Karami að reyna að beita sér fyrir þvi, að hinum óskrifuðu lögum um rfteiri- hlutaaðild kristinna manna að þingi og opinberum embættum, en hann hefur ekki skýrt i ein- stökum atriðum, hvernig hann hafi i hyggju að standa að slikri stjórnarbót. Franskar vændis- konur vilja borga skatta af vinnu sinni Reuter/Paris. Franskar hórur sitja þungbrýndar og þinga um hag sinn á ráðstefnu i einni viröu- legustu ráðstefnuhöil Frakk- lands, Mutualite höilinni. Hafa hórurnar ali mikið iátið að sér kveða á þessu ári vegna þess, sem þær nefna stöðugar lögreglu- ofsóknir. Frönsk löggjöf leggur ekki ein- asta bann við rekstri pútnahúsa heldur liggja þungar refsingar við þvi að stunda götuvændi. Telja hórurnar að lögreglan láti ekkert færi ónotað að sekta þær og vilja þær nú komast að sam- komulagi við stjórnvöld, þar sem gert sé ráð fyrir þvi að þær borgi skatt af atvinnu sinni, en fái i staðinn viðurkenningu lögreglu- yfirvalda á þvi, að þær hafi rétt til að stunda atvinnu sina I friði. Ollum þingmönnum á franska þinginu, en þeir eru 490, var boðið til ráðstefnu vændiskvennanna, auk þess ýmsum lögfræðingum, kirkjuleiðtogum og félags- fræðingum. Vændiskonurnar vilja að hætt verði að líta á þær sem dýr. „Við viljum fá að lifa eins og aðrar konur i þjóðfélaginu,” segja þær. I Frakklandi eru nú um 30 þúsund vændiskonur og eru tekjur þeirra mjög mismunandi. Sumar þeirra segjast þurfa að borga allt að sex þúsund frönskum frönkum i hverri viku i lögreglusektir. Ugandaher býr síg undir að fara til Angóla Reuter/Kampala. öryggisráð Uganda samþykkti að allir her- mcnn Uganda skyidu bíia sig und- ir að verða sendir til Angola ef þess gerðist þörf, segir i fréttum, sem lesnar voru i útvarpinu i Kampala. t fréttinni sagði, að Idi Amin hefði verið i forsæti á fundi öry ggisráðsins, og þar hefði ver- ið samþykkt, að allir hermenn skyldu fara að æfa sig, og verða undir það búnir að fara ekki bara til Angola heldur til sérhvers þess bróðurrikis i Afriku, sem þarfnaðist hjálpar þeirra. 5% hagvöxturvestrænna iðnríkja á næsta óri Reuter/Paris. t fréttum sem bárustfrá Parisi gær segir, að búast megi við aö hagvöxtur vestrænna iðnrikja aukist um 5% á árinu 1976, en ur hag- vexti dró um 2% i vestrænum iðnrikjum á þessu'ári. Niðurstaða þessi, sem byggð er á spá sérfræðinga i efnahagsmálum, kemur nú strax i kjölfar fundar leiðtoga Japans, Bandarikjanna, Eng- lands, Vestur-Þýzkalands, og ttala, en á þeim fundi rikti mikil bjartsýni meðal leiðtog- anna um að nánara sainstarf þeirra i milli gæti leitt til aukningu hagvaxtar i löndun- um. Leiðtogarnir komu sér m.a. saman um að reyna að draga úr atvinnuleysi, sem þeir töldu cinn helzta óvin efnahagsbat- ans.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.