Tíminn - 20.11.1975, Page 3

Tíminn - 20.11.1975, Page 3
Fimmtudagur 20. nóvember 1975. TÍMINN 3 Miklar birgðir af óseldu óli í Straumsvík, þótt fram- leiðsla hafi verið minnkuð um 15% fró því í fyrra SJ-Reykjavik — Það hefur orðið samdráttur hjá okkur, en ekki eins inikill og viða annars staðar. Við liöfum dregið úr framleiðsl- unni uni 15% á þessu ári miðað við 1974 og eigum miklar óseldar birgðir. Fyrirtækið Alufinance hefur keypt af okkur ál i þeirri trú, að það sé góð fjárfesting og það gerir okkur kleift að halda framleiðslunni áfram. Svo fórust Ragnari Halldórs- syni, forstjóra Islenzka álfélags- ins orð.er við leituðum álits hans vegna frétta um minnkandi eftir- spurn eftir áli að undanförnu og lækkað verð. I nýrri skýrslu frá svissneska álfélaginu Alusuisse kemur fram, að eftirspurn eftir léttmálmum minnkaði mjög haustið 1974, og sú þróun hefur haldið áfram. Sala á hrááli á fyrra helmingi ársins 1975 var þriðjungi minni en á sama tima 1974. Afkastageta er ekki nýtt til fullnustu, eða aðeins að 80 hundraðshlutum. 1 Evrópu eru 5% ekki nýtt, i Bandarikjunum 27% og i Japan 37%. Þrátt fyrir þennan samdrátt i framleiðslu hafa birgðir af óseldu áli vaxið úr 1,3 milljónum tonna um mitt ár 1974 i 3,5 milljónir tonna i septem- berlok 1975. Núverandi birgðir nægja eftirspurn i fjóra mánuði. Birgðir yrðu þó fljótt eðlilegar ef eftirspurn ykist. Verð á hrááli hefur lækkað i Evrópu, einkum i Þýzkalandi og á ttaliu um allt upp i 30% i fram- kvæmd.þótt opinberlega hafi það ekki lækkað. Aðeins i Banda- rikjunum hefur skráð verð hækk- að úr 39 i 41 sent pundið. Hálfunn- ar vörur úr áli hafa einnig átt erfitt uppdráttar. Samkeppni hef- ur verið hörð og sala gengið illa. Þegar til lengdar lætur verður framleiðslugeta álverksmiðja I heiminum ekki nægilega mikil, segir i skýrslu Alusuisse. Ekki er liklegt, að byggðar verði nýjar verksmiðjur eins og ástandið er nú, og þvi verður ál áður en langt um liður enn á ný sjaldséður málmur. Að sögn Ragnars Halldórssonar eru fáar álverksmiðjur i bygg- ingu i heiminum nú, — eitthvað þrjár eða fjórar. Þær og verk- smiðjur, sem fyrir eru, ættu þvi að geta komizt vel af, ef bati verður i efnahagsmálum heims- ins á næstunni. BREZKU SKIPSTJÓRARNIR NÁÐU EKKI SAMSTÖÐU UM HERSKIPAVERNDINA Gsal-Reykjavik. — i landhelgis- gæzluflugi i gær heyrði loft- skeytamaður Sýr á tal brezkra togaraskipstjóra, þar sem þeir voru að ræða þá hugmynd sina, að lióta að snúa togurunum heim til Bretlands, yrðu þarlend stjórnvöld ekki við þeirri kröfu um að senda herskip á miðin við island innan þriggja sólarhringa. Af tali þeirra mátti ráða að skipstjórnarmenn allra brezku togaranna hefðu þá ákveðið að senda þessa hótun til Bretlands. Það reyndist þó ekki rétt, þvi skömmu siðar, mátti enn heyra á tal þeirra og sögðu þeir þá, að ákveðið hefði verið að fresta þvi aðsenda þessa hótun. Siðar kom i Ijós, að ástæðan fyrir þvi var sú, að ekki náðist samstaða meðal brezku togaraskipstjóranna um þessa hótun. 10 togaraskipstjórar neituðu að eiga hlutdeild að henni og þar með var grundvöllurinn brostinn. Togaraskipstjórarnir ákváðu þvi að biða átekta og sjá hversu megnugir dráttarbátarnir þrir yrðu við að vernda þá gegn is- lenzku varðskipunum. Eftir þvi sem komizt var næst i gær, virðist sem brezka hermála- ráðuneytið hafi ákveðið að senda Nimrodþotur til njósnastarfa við Island en sem kunnugt er gripu Bretar til þess sama ráðs eftir út- færslu islenzku fiskveiðilög- sögunnar i 50 milur. Að sögn Sigurjóns Hannessonar, sem var skipherra Sýr i gær, gefa Ndmrodþoturnar brezku togurun- um upplýsingar um stöðu varðskipanna á hverjum tima og kvaðst hann þess fullviss að hlut- verk þeirra yrði það sama nú — fæ'ri svo að þær yrðu sendar á vettvang — og i siðasta þorska- striði. Þá komu hingað upp að landinu tvær þotur á dag, önnur að morgni og hin siðari hluta dags. Þrir dráttarbátar eða verndar- skip eins og þeir hafa verið nefndir biða nú úti fyrir Aust- fjörðum eftir komu Lloydsmans til landsins, en hann mun væntan- legur i dag. Dráttarbátarnir, Aquarius, Sirius og Polaris, voru i einum hnapp úti fyrir Aust - fjörðum i gær og biðu eftir „stóra bróður” sinum, Lloydsman, sem er næstum helmingi stærri en þeir. Um borð i Aquarius er flota- fulltrúi og landhelgisgæzlumenn um borð i Sú i gær, heyrðu að flotafulltrúinn fyrirskipaði öllum brezku togurunum að hefja veiðar á ákveðnu svæði úti fyrir Austfjörðum. Að sögn Sigurjóns Hannes- sonar, skipherra, nær svæði það sem Bretarnir hyggjast freista þess að veiða á undir vernd.rátt- arbátanna — frá Borgarfirði eystra að miðunum fyrir sunnan Hvalbak. Sigurjón sagði, að Bretar hefðu beitt sömu brögðum, þegar herskipin voru hér við land i siðasta þorskastriði. — Dráttarskipin vilja fá alla togarana inn á þetta svæði til þess að auðvelda þeim veiðarnar, sagði Sigurjón. Týr var úti fyrir Austfjörðum i gær, en ekki kom þó til neinna á- taka milli varðskipsins og brezku veiðiþjófanna. Úti fyrir Aust- fjörðum voru i gærdag 29 brezkir togarar, flestir að veiðum fyrir innan 50 milna mörkin, og héldu togarnir sig aðallega á miðunum norðaustur af Austfjörðum. Brezku togararnir hafa hætt þeirri veiðiaðferð, sem þeir hafa stundað siðustu dægur, sem var fólgin i þvi, að einn togari var að veiðum, meðan tveir sinntu verndarhlutverkinu. Siðari hluta dags i gær var svo flogið vestur með Norðurlandi, en engir brezkir togarar sáust fyrr en norðvestur af Kögri. Þar voru 5 brezkir togarar og einn fær- eyskur. A Kögurgrunni voru 36 is- lenzk skip ásamt einum Breta, og einn brezkur togari hélt sig 48 milur norðvestur af Gelti. Brezku togararnir voru þvi alls 36 við landið i gær, allir innan við 50 milna mörkin. 1 fyrradag voru brezku togararnir alls 42. Brezku veiðiþjófarnir voru 36 á miöunum kringum tsland i gær og allir fyrir innan 50 milna mörkin. Þessi Grimsbytogari var að veiðum úti fyrir Austfjörðum i gær. Timamynd: Gunnar Framkvæmd ákvæða um verðstöðvun hert Viðskiptaráðuneytið ritaði verðlagsnefnd svohljóðandi bréf i gær: „Ráðuneytið telur nauðsyn- legt að herða framkvæmd ákvæða laga nr. 13/1975 þeirra, sem fjalla um verð- stöðvun. Ráðuneytið beinir þvi þeim tilmælum til verðlagsnefndar, að hún hafi hliðsjón af eftir- farandi starfsreglum við verð- ákvarðanir á timabilinu til 20. marz 1976: 1. Ekki skal hækka verð á vöru eða þjónustu frá þvi sem það var 20. nóvember 1975, sbr. þó 2. lið hér að neðan Jafnframt skal óheimilt, ef það er kaupendum i óhag, að breyta þeim afsláttarreglum og greiðslukjörum, sem i gildi voru 20. nóvember 1975. Ef hafin eru sala á nýrri vöru eða þjónustu, má ekki verðleggja hana hærra en verð var á. hliðstæðri vöru og þjónustu þann 20. nóvember 1975. 2. Þrátt fyrir ákvæði 1. tl. telur ráðuneytið að heimila megi i eftirfarandi tilvikum fyrirtækjum að taka inn i verð þær kostnaðarhækkanir, sem sannanlega hafa orðið eftir 20. nóvember 1975: a) Framleiðslufyrirtæki. Heimila má að taka inn i verð þá upphæð, sem nauð- synleg er til að standa undir hráefnahækkunum. b) Þjónustufyrirtæki. Heimila má að hækka þjónustu, sem svarar þeirri upphæð, sem nauðsynleg er tii að standa undir hækkun þess efniskostnaðar, sem er i þjónustunni. c) Verzlunarfyrirtæki. Heimila má að hækka vöru- verð, sem svarar hækkun á innkaupsverði. Eigi skal heimila hækkun álagningar i hundraðstölu frá þvi, sem hún var 20. nóvember 1975. Hækki aðflutningsgjöld vegna verðhækkana sam- kvæmt heimild i liðum a-c hér að framan, má heimila þá hækkun inn i verð vöru og þjónustu. Fyrirtækjum, sem óska eftir hækkúnum, samanber liði a-c, ber að leggja fyrir viðkomandi verðlagsyfirvöld verðútreikn- inga með nauðsynlegum fylgi- skjölum til rökstuðnings beiðnum sinum. Ráðuneytið hefur einnig rit- að öllum ráðuneytum, sem fjalla um verðákvarðanir, og óskað þess, að itrustu varkárni verði gætt i verð- lagningu og að engar verð- ákvarðanir veröi teknar nema i samráði við viðskiptaráðu- neytið.” Frh. á bls. 15 Kristján Benediktsson um Ármannsfeilsmálið: „Fróðlegt að fá lista yfir þá, sem gáfu milljónir í byggingasjóðinn" BH-Reykjavik. — Miklar likur éru á þvi, að Armannsfellsmálið svonefnda verði til umræðu á fundi borgarstjórnar i dag, en þá verður meðal annars fjallað um fundargerð borgarráðs, þar sem lagðar voru fram niður- stöður dómsrannsóknarinnar, en að henni lokinni sá rikissak- sóknari ekki ástæðu til frekari aögerða. — Þess var aldrei að vænta, að aðrar niðurstöður en þessar fengjust af þessari takmörkuðu rannsókn. Áður en málið var tekið fyrir höfðu aöilar þess lýst þvi yfir, að peningagreiðslur höfðu átt sér stað, og dómari átti siðan að komast að þvi, hvort sambandi væri á milli þeirra og fyrirgreiðslu. Aðilar neituðu að aö svo væri, bæði fyrirfram og fyrir dómi. Hins vegar eru ýmis atriði i þessu sambandi, sem forvitnilegt hefði verið að veita almenningi vitneskju um. Þannig komst Kristján Bene- diktsson, borgarfulltrúi Fram- sóknarflokksins, að orði i gær, þegar Timinn hafði samband við hann. —Það er upplýst, að fleiri aðilar en Armannsfell gáfu eina milljón króna i byggingarsjóð Sjálfstæðisflokksins. Hitt liggur lika fyrir, að engir aðilar gáfu meira en eina milljón. Nú liggur ekki fyrir hvaða aðilar það voru, sem gáfu þessa upphæð, eða hvaða umbun þeir fengu. Það væri þvi fróðlegt að fá lista yfir þá til þess að unnt væri að gera grein fyrir þvi, hvort um meiriháttar verzlun hefur verið að ræða. — Annars kemur það fram i þessari dómsrannsókn, sagði Kristján Benediktsson, að Albert Guðmundsson óskar eftir þvi að gefendurnir i þessu tilfelli komi á hans fund til þess að hann geti þakkað þeim, og i beinu framhaldi af þvi er farið að ræða úm úthlutun lóðarinnar. — Að öðru leyti geri ég ráð fyrir, að málið verði tekið fyrir á borgarstjórnarfundi á- morgun, fimmtudag. Hvað út úr þessu kemur, er hins vegar ekki gott að segja.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.