Tíminn - 20.11.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 20.11.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Fimmtudagur 20. nóvember 1975. liS ■ ill Hver er uppruni jólatrésins Fólki kemur ekki saman um, hver sé uppruni siðarins að hafa jólatré á heimilum og utan húss um jólin. Gamlar trúarskoðanir blandast kristindómnum, og eru meðal ástæðna til þess að fólk kaupir sér jólatrén nú til dags. Menn trúðu þvi i gamla daga i norðanverðri Evrópu, að hefðu þeir hjá sér græn blóm eða tré, gætu það leitt til þess að illir andar sæktu ekki eins að fólk- inu. og einnig var græna tréð merki um það, að vor og sumar voru á næsta leiti. Elztu frá- sagnir um að menn skreyttu herbergi sin með grænum greinum i Þýzkalandi eru allt frá fimmtándu öld. Farið var að selja jólatré vegna jólahaldsins þegar árið 1539. En það var ekki fyrr en á siðustu öld, sem menn fóru að skreyta jólatré og hengja á þau logandi ljós, epli, hnetur, sykurringlur, geislandi kúlur, bjöllur, stjörnur og glitr- andi bönd. Það er tizka viðar en á Islandi að skreyta jólatré og koma þeim fyrir á almanna færi, eins og sjá má af þessum myndum, Til vinstri er ljósum prýtt jólatré fyrir framan basi- likuna i Aschaffenburg og á myndinni til hægri er jólatré á torginu i Miltenberg við ána Main i Þýzkalandi. Senn hvað liður fara jólatrén að streyma til landsins, og við fá- um áreiðanlega að njóta jóla- ljósanna á torgum bæði i Reykjavik og úti á landi, þar sem viðast hvar eru sett upp jólatré á hverju ári, og mörg þeirra eru gjafir frá vinabæjum á Norðurlöndunum. stórkostleg Munið þið eftir Sandie Shaw, sem söng eitt sinn hið vinsæla lag Puppet on a string. Það mun hafa verið árið 1968. Eftir að hún hafði hlotið mikla viður- kenningu i Evrópusöngva- keppninni fór hún að hugsa um mann og heimili, en nú hefur hún aftur komið fram á sjónar- sviðið, sem nýr og enn álitlegri kvenmaður. Ég þoli alls ékki hlédrægni hinnar venjulegu konu, segir hún. Ég þori að segja það sem ég meina, og það er,aðég er sjálf alveg stórkost- leg. Hér er Sandie með barn kastaii orpinn eyðimerkursandi Við rætur Basjunfjalla i suður- hluta Usbekistan hefur fundist kastali sem legið hefur grafinn i eyðimerkursandi i 2500 ár. Fornleifafræðingar fundu kastalann með þvi að rekja sig eftir gömlum skurði, sem endaði við eitthvað sem likist grónum haugum er mynduðu ferhyrning. Er fornleifa- fræðingarnir höfðu grafið nokkra metra niöur i sandinn, fundu þeir fjóra turna með skot- augum, tengd saman með voldugum múr. Keramik og aðrirmunir, sem fundust þarna, gerðu það kleift að ákvaröa ald- ur kastalans, en hann er frá þvi um 600 fyrir Krist. Slikir kastalar hafa ekki fundizt áður á þessu svæði milli fljótanna Amudarja og Syrdarja.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.