Tíminn - 20.11.1975, Page 7

Tíminn - 20.11.1975, Page 7
Fimmtudagur 20. nóvember 1975. TÍMINN 7 ÍJtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ri'tstjórar: t>órarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrlmur Glsla- son. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu viö Lindargöty, simar 18300 —- 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, simi 2650P — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingaslmi 19523. Verð I lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánuði. Biaðaprenth'.f; innkaupatöskurá Lundúnaflugvelli Litil eru geð guma — það er gamalt orðtak, sem haft er, þegar menn þykja leggjast lágt andspænis mikilli rangsleitni og ósvifni. Á landi hér hefur verið talið til manndóms að reyna að bera höfuðið hátt i lengstu lög. Það gerðist hér á dögunum, samtimis þvi, að Bretar höfðu uppi dylgjufullar hótanir um vernd til handa þeim togurum, sem sendir yrðu til eins konar sjórána á íslandsmið og sérstök skip voru tygjuð til þess háttar „verndar”, að i blöðum birt- ust fregnir um það, að leitað hefði verið á Lund- únaflugvelli I innkaupatöskum islenzkra hús- mæðra, eins og að orði var komizt. Nú er það ekk- ert furðulegt, að leitað skyldi i töskum þeirra, sem þar voru staddir — þvi veldur varúð, sem viðhöfð er vegna tiðra sprengjutilræða og þess háttar ó- hæfuverka. En sumir ráku upp stór augu af öðrum ástæðum. í þessari frétt felst, að héðan af landi fjölmennir fólk til búðarferða i Englandi. Þetta fólk fer slikra erinda úr landi horfinna gjaldeyrissjóða, og þó frá fullum búðum hvers konar varnings, sömu dag- ana og tekið var gjaldeyrislán upp á 7—8 milljarða til þess að hafa til reiðu, svo að okkur beri ekki upp á sker. Ferðin er gerð til þess lands, sem hefur hvað eftir annað beitt okkur valdi og efnahagsþvingunum þvi til hnekkis, að við getum verndað þá auðlind, sem er undirstaða alls mann- lifs á íslandi. Og hana ber upp á samtimis þvi að brezk stjórnarvöld eru enn á ný að sýna okkur tennurnar, án þess að skeyta hið minnsta um, að það jafngildir örbirgðardómi fyrir heila þjóð, þótt litil sé, ef hin brezka valdbeiting ber þann árang- ur, sem eftir er keppt. Það kvað rétt vera, að Bretland sé nú eina landið i nálægð við okkur, þar sem vöruverð er lægra yfirleitt heldur en hér á landi, þrátt fyrir alla þá dýrtið, sem okkur verður tiðrætt um heima fyrir. Eigi að siður mun verða að gera meira en litil kaup til þess, að verðmunurinn vegi upp ferðakostnað- inn, og tæpast munu bankar leggja ferðafólki i hendur þær fúlgur, er hafa þarf i höndum til sliks. En sleppum þvi. Hitt er nefnilega ekki siður atriði til umhugsunar, að hér opinberast lágkúrulegt geðleysi og átakanleg vöntun á heilbrigðu þjóðar- stolti, andspænis mikilli ögrun og hótunum, sem ekki verða kallaðar annað en grimmilegar, þegar til þess er litið, hvað við eigum i húfi. Hér á það þess vegna við, að litil eru geð guma. I fréttinni um leitina i innkaupatöskunum var talað um islenzkar húsmæður. Varlega er þvi trú- andi, að i hópnum hafi einvörðungu verið konur, og þá þær, sem gegna húsmóðurstöðu, þótt matar- meira hafi þótt að orða það svo. En hvort heldur var, þá er þessi atburður talandi tákn um skeyt- ingarleysi og skilningsleysi á þvi, hvað það er að vera íslendingur og standa undir þvi nafni. For- feður og formæður þessa fólks, sem þarna stóð yfir opnum innkaupatöskum, hvers kyns og hverrar stöðu sem það var, háðu i örbirgð harða baráttu fyrir endurheimt landsréttinda og verzlunarháttum, sem fólki voru samboðnir, og margir lögðu allt að veði til þess að sigur mætti vinnast. Nú eru uppi margt fólk, sem i alisnægtum stenzt ekki þá freistingu að fara i búðir i öðrum löndum—og einmitt i þvi landi, sem stjórnað er af mönnum, sem nú vilja enn á ný beita afli sinu til þess að niðurlægja okkur og kippa grundvellinum undan lifsafkomu okkar. Það er litilsiglt að falla fyrir þeirri freistingu. —JH Vladimir Lomeiko, fréttaskýrandi APN: Hver er ástæða heimsóknar Walter Scheel til Moskvu? Þáttur í bættum samskiptum landanna Vestur-þýzki forsetinn, Walter Seheel. ASTÆÐAN er fyrst og fremst traust tengsl Sovétrikj- anna og Vestur-Þýzkalands og áframhaldandi þróun þeirra. Þetta er söguleg heimsókn, þvi að Walter Scheel er fyrsti vestur-þýzki forsetinn, sem fer i opinbera heimsókn til Sovétrikjanna. Heimsóknin á sér stað á tuttugu ára afmæli stjórnmálatengsla landanna og fimm ára afmæli Moskvu- samningsins, sem gerbreytti samskiptum Sovétríkjanna og Vestur-Þýzkalands. Fyrir Walter Scheel hefur heim- sóknin sérstaka þýðingu. Hann hefur heimsótt Moskvu nokkrum sinnum áður, en nú i fyrsta sinn sem forseti. Hann á marga kunningja i Moskvu, sem fyrir mörgum árum ruddu, ásamt honum, braut nýrra sambúðarhátta V-Þýzkalands og Sovétrikj- anna. Hann hefur unnið kapp- samlega að þvi að koma á þeim endurbótum, sem gerðar hafaveriðá siðustu 5 árum. Sem stjórnmálamaður hefur hann persónulega átt þátt i að koma á eðlilegum og bættum samskiptum landanna og er ánægður með árangurinn. Það sem unnizt hefur siðustu fimm ár, er bætt sam- búð Sovétrikjanna og V-Þýzkalands. Reglulegar viðræður leiðtoga landanna tveggja eru orðin föst venja. Það er athyglisvert, að slikir fundir eru ekki lengur óvenju- legir atburðir, heldur venju- legur hlutur. Heimsókn Walt- er Scheel til Sovétrikjanna er framhald þessarar venju. t viðræðum sinum við Leonid Brézjnéf, aðalritara mið- stjórnar KFS, Nikolai Pod- gorni forseta og Andrei Gromiko utanrikisráðherra, skiptust Walter Scheel og vestur-þýzki utanrikisráð- herrann, Hans-Dietrich Genscher, á skoðunum um helztu mál tvihliða samvinnu og á alþjóðavettvangi. Vestur-þýzka stjórnarskráin leyfir ekki forseta rikisins að gera neina opinbera samninga um utanrikismál. það er hlut- verk kanslarans. Engu að siður hefur forsetinn míkil áhrif, bæði i Bonn og erlendis. Það er þvi ótviræð staðreynd, að þau skoðanaskipti sem fram fóru milli aðila meðan á heimsókninni stóð, hafa stuðlað að þvi að marka af- stöðu hvors þeirra um sig skýrar, m.a. i ágreiningsefn- um. Það sem nú hefur verið gert, mun mjög auðvelda samninga i framtiðinni. Þetta er skoðun þeirra, sem fylgzt hafa með þessum viðræðum Walter Scheel og Hans-Diet- rich Genscher við sovézka leiðtoga. SUMIR menn leggja mikið upp úr tölum. Tölur gefa einn- ig til kynna aukin og bætt samskipti Sovétrikjanna og Vestur-Þýzkalands. Á siðustu fimm árum hafa löndin gert meira en þau gerðu áður á aldarfjórðungi. Verzlunarvið- skipti hafa fjórfaldazt og Vest- ur-Þýzkaland er komið i hóp mestu viðskiptaaðila Sovét- rikjanna á Vesturlöndum. Tiu ára samningur um þróun efnahags-, iðnaðar- og tækni- samvinnu, sem Leonid Brézjnéf undirritaði i Bonn 1973, hefur verið framkvæmd- ur með góðum árangri. Það er mikilvægt, að samningurinn gerir ráð fyrir að unnin séu stórverkefni. Vestur-þýzk fyr- irtæki taka t.d. þátt i byggingu mikils stáliðjuvers i Kursk. Sovétrikin hafa látið Vestur-Þýzkalandi i té gas frá þvi 1973, sem greiðslu fyrir vestur-þýzkar pipur og tækni- aðstoð. Gert er ráð fyrir að sovézkur gasútflutningur til V-Þýzkalands muni fara upp i lOþúsund milljónir rúmmetra á ári. Yfir 130 vestur-þýzk fyr- irtæki eiga samvinnu við Sovétrikin á sviði visinda og tækni. Meðal þeirra eru Siemens, AEG-Telefunken, Hochst, BASF, Henkel, Krupp og Daimler-Bens. Sumir i fylgdarliði Walter Scheel sögðu, að bætt efna- hags-, visinda- og tæknisam- vinna Sovétri'kjanna og V-Þýzkalands væri sérlega mikilvæg nú, er Vesturlönd ættu við að glima orku- og at- vinnuleysisvandamál. Að dómi v-þýzkra sérfræðinga tryggja núverandi viðskipti V-Þýzkalands og Sovétrikj- anna 140 þúsund v-þýzkum verkamönnum og skrifstofu- mönnum atvinnu. Þetta fólk sér, likt og sovézk alþýða, að aukin sovézk-vestur^þýzk samvinna er báðum löndunum hagkvæm og ber sýnilega árangur. Það sér sjálft, að samskipti þjóðaleiðtoga eru til góðs. Þess vegna sýndi mann- fjöldinn, sem fagnaði vestur-þýzka forsetanum og föruneyti hans i Tasjkent og Samarkand ekki aðeins gest- risni sina, heldur einnig per- sónulegan áhuga á árangurs- rikri þróun sovézk-vestur- þýzkra samskipta. ER UM einhverjar nýjungar að ræða i sambandi við sam- vinnu landanna tveggja? Nefnum aðeins eitt da'mi. Meðan á heimsókninni stóð, fékk ég tækifæri til að kynna mér starfsemi samstarfshóps sovézkra og vestur-þýzkra hönnuða, sem vinna að þvi að búa til nýja gerð rennibekkja, sem á að vera komin almennt i notkun árið 1980. Sameiginleg- ar rannsóknir spara báðum aðilum fé og tima. Heimsókn Walter Scheel til Sovétrikjanna gefur mörgum Sovétborgurum tækii'æri til að meta hið nýja sálfræðilega andrúmslofti i samskiptum landanna tveggja. Gagn- kvæmur skilningur hefur auk- izt verulega á siðustu fimm árum. Orð, látbragð og and- rúmsloft persónulegra sam- skipta við samningaborðið bera þessu vott. Tortryggni og grunsemdir liðinna ára hafa þokað fyrir yfirvegaðri og eðlilegri viðbrögðum. Reynsla undanfarinna ára af gagn- kvæmum samskiptum hjálpar aðilum til að skilja betur sjónarmið hvors annars og finna gagnkvæmt aðgengileg- ar lausnir. Án þessa hefðu gagnkvæmir samningar á ýmsum stigum og sviðum verið óhugsandi. Loks má draga þá ályktun, að án þessa hefði ekki verið um að ræða neinn Helsinkifund, þar sem sameiginlegt samkomulag náðist, mest vegna tvfhliða viðræðna. 1 SAMBANDI við heimsókn Walter Scheel lýstu báðir aðil- ar þeirri ákvörðun sinni að efla samvinnu Sovétrikjanna og Vestur-Þýzkalands. Friðarþróunin er að rvðja sér til rúms. Hún nær ekki aðeins til stjórnmála og efnahagslifs, heldur og mannlegra sam- skipta. Fyrir tiu árum heim- sóttu allmargir V-Þjóðverjar Sovétrikin árlega, en fjöldi þeirra hefur nú stóraukizt. Á sama timabili hefur fjöldi Sovétborgara. sem heimsækir V-Þýzkaland, aukizt úr 13 þús- und i 55 þúsund. Þetta fólk fintiur sjálft hið nýja and- rúmsloft i samskiptum land- anna og stuðlar að sinu levti að þvi að bæta það. Meðal þeirra, sem heimsótt hafa V-Þýzkaland á þessu ári. eru ungir verkfræðingar og vis- indamenn, sem taka þátt i sameiginlegu sovézk — vest- ur-þýzku verkefni, sem unnið verður að til aldamóta. Við trúum þvi, að unnt sé að vinna þetta verkefni, þótt við vitum. að ýmsir erfiðleikar kunni að koma upp. Reynslan hefur sýnt. að i stjórnmálum má aldrei gefa upp vonina. Sam- fara velvilja, þolinmæði og til- litssemi til hagsmuna hins að- ilans mun þessi von hjálpa aðilum til, að finna gagn- kvæmt aðgengilegar lausnir. Vinsamlegt andrúmsloft er rikti i heimsókn Walter Scheel til Sovétrikjanna ber þessu vitni.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.