Tíminn - 21.11.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.11.1975, Blaðsíða 2
TÍMINN Föstudagur 21. nóvember 1975. Elfa Björk ráðin borgarbókavörður HHJ-Rvik. — A borgarstjórnar- liiinli í gær voru greidd atkvæöi um þaö hvern ráða skyldi I stöðu borgarbókavarðar. Féllu atkvæði þannig að Elfa Björk Gunnars- dóttir hlaut mikinn meiri hluta atkvæða eða ellefu alls. Elsa Mia Rádstefna um húsfriðun Gsal-Reykjavik — Húsfriðunar- ráðstefna hefstá morgun kl. 9.30 í Hátiðasal Háskóla Islands, en að ráðstefnunni standa Arkitekta- félag Islands, Samband isl. sveitarfélaga og umhverfisnetnd Reykjavikurborgar. Ráðstefnan hefst með ávarpi Birgis tsleifs Gunnarssonar, borgarstjóra, en að þvi loknu flyt- ur Dr. Kristján Eldjárn, forseti Islands, ræðu. A ráðstefnunni verða ennfrem- ur fluttir fyrirlestrar um ýmsa þætti húsfriðunarmála, en ráð- stefnunni lýkur á sunnudag. Einarsdóttir fékk tvö atkvæði og þeir Björn Teitsson og Hilmar Jónsson hlutu sitt atkvæðið hvor. Umsækjendur voru alls fimm. Elfa Björk stundaði nám i al- mennri og enskri bókmennta- fræði við háskólann i Stokkhólmi og lauk einnig prófi frá háskólan- um i verzlunartæknilegri ensku. Af þvi loknu hóf hún nám við Stockholms Stads biblioteks Biblioteksskola, en þar komast jafnan færri inn en sækja um skólavist. Þannig var Elfa Björk ein af tólf umsækjendum sem inn komust, en 170 sóttu. Að prófi loknu 1967 starfaði hun við Borgarbókasafn Stokkhólms allt til 1974, þegar hún kom heim og hóf störf við Borgarbókasafn Reykjavikur, þar sem hún hefur byggt upp þjónustu safnsins við fatlaða og blinda, þ.e. „Bókin heim". Að undanförnu hefur hún unnið að þvi að koma upp tal- bókasafni handa blindu fólki og sjónskertu. Ráðstef na um verka- lýðsmoí á vegum SUF SJ-Reykjavik. Helgina 29. og 30. nóvember efnir Samband ungra framsóknarmanna til ráðstefnu um verkalýðsmál að Hótel Hofi, Rauðarárstlg 18. Þetta er fyrsta Asgeir Eyjólfsson er formaður undirbúningsnefndar verka- lýðsráðstefnunnar. Vængir hefja áætl flug til Súgandafja unar- roar vetrareinangrun Súgfirðinga rofin BH—Reykjavik. — Sl. sunnudag lenti Hugvél frá Vængjum hf. i Reykjavfk á hinum nýja flugvelli á Suðureyri viö Súgandafjörð, og er þar með hafinn nýr kafli i stórbættum samgöngumálum við þetta afskekkta byggðarlag, sem fram til þessa hefur veriö einangrað að heita má allan vet- urinn, nema á sjó. Timinn ræddi af þessu tilefni við sveitarstjórann á Suðureyri, Sigurjón Valdimarsson, og skýrði hann okkur svo frá, að fullbúin væri nú 480 metra merkt braut, en búið væri að byggja undir 525 metra alls. Ætluniner, aðbrautin verði 600 metrar að lengd. — Þetta skiptir alveg sköpum fyrir okkur að fá þennan flugvöll, sem er að heita má við þröskuld- inn hjá okkur, uppi á hjöllunum, skammt ofan við bæinn, undir fjallinu Spilli, sagði Sigurjón. Til þessa hefur þurft að fara yfir Bontsheiði og Breiðdalsheiði til. tsafjarðar til þess að komast i samband við umheiminn, og það hefur verið timafrekt og erfitt ferðalag urn vetrarmánuðina, oft á þremfarartækjum.svo að minnstur timinn fer i sjálfa flug- ferðina frá Isafirði. Nú má heita, að flugvél lendi við húsdyrnar hjá okkur og við getum stigið um borð og flogið til Reykjavikur. Við inntum Sigurjón eftir þvi, á hvaða dögum yrði flogið milli Suðureyrar og Reykjavikur. — Aætlunin er ekki tilbúin ennþá, en væntanleg næstu daga. Ég geri ráð fyrir, að flogið verði á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum. Gáfu tíu milliónir í sjóð til sér- menntunar kennara vanheillo barna A aldarafmæli Thorvaldsens- félagsins i hófi á Hótel Borg á miðvikudagskvöld afhenti for- maður félagsins, frú Unnur Agiistsdóttir, mennttamála- ráðherra skrautritað skjal með eftirfarandi texta: „Konur i Thorvaldsensfélaginu i Reykjavik hafa ákveðið i tílefni aldarafmælis félagsins að stofna sjóð, til þess að stuðla að sér- menntun þeirra, sem kenna og leiðbeina vanheilum börnum. Stofnfé sjóðsins er 10 milljónir króna og ber að ráðstafa þvi og ávaxta i samræmi við skipulags- skrá, sem sjóðnum verður sett i samráði við menntamála- ráðherra." Undir þetta ritar stjórn félagsins en hana skipa: Unnur Agústsdóttir.formaður, Svanlaug Bjarnadóttir, varaformaður, Evelyn Þ. Hobbs, ritari, Sigur- laug Eggertsdóttir, gjaldkeri og Júliana Oddsdóttir. Menntamálaráðherra þakkaði og sagði m.a.: ,,Með þakklátum huga hef ég móttekið ykkar höfðinglegu gjöf. Hun skal verða meðhöndluð á þann hátt, sem þið mælið fyrir um. A bak við slika gjöf er mikill góðhugur og mikið starf og glögg- ur skilningur á sárri þörf. — Mun hér og rætast það, sem skrifað stendur, að eins og maðurinn sáir mun hann upp skera. Margt gott mun leiða af gjöf þeirri, sem hér er fram borin." — Hefur flugvallargerðin verið kostnaðarsöm? — Það er búið að verja 9 milljónum i flugvöllinn. Fjórar milljónir voru á fjárlögum 1974 og fimm á árinu 1975, og nú eru þeir peningar búnir, en það er talsverð vinna eftir. Það verður ekki gert meira að sinni fyrr en ný fjárveit- ing fæst. Flugvöllurinnkemur auk þessa að gagni varðandi flugferðir til Isafjarðar? — Já, það er flugfélagið Ernir á Isafirði, sem það ahnast, og er ætlunin að það verði skiðaflugvél, sem flýgur til okkar i vetur, þrisvar í viku. — Ég vil að lokum, sagði Sigur- jón Valdimarsson, sveitarstjóri á Suðureyri, taka það sérstaklega fram, að flugsamgöngur þrisvar i viku við Reykjavík eru byggðar laginu mikils virði. Hvort unnt verðuraðhalda þeim uppi svo oft hlýtur i framtiðinni að ráðast af þvi, hve mikil flutningaþörfin er, hversu rika ástæðu Súgfirðingar sjá til þess að notfæra sér þessa þjónustu Vængja hf, sem ég tel hina mikilvægustu. Sigurjón Valdimarsson sveitar- stjóri. ráðstefna um verkalýðsmál, sem haldin hefur verið I nokkur ár, á vegum Framsóknarflokks- ins, og hvetja þeir, sem staðið hafa að undirbúningi hennar, menn eindregið til að taka þátt i henni. Ráðstefnugestum utanaf landi gefst kostur á að biia á hótelinu um helgina með sér- stökum afsláttarkjörum. Ráðstefnan hefst kl. 10 á laugardag með þvi að ólafur Jóhannesson viðskiptaráð- herra, formaður Framsóknar- flokksins flytur ávarp. Þá verða fimm erindi. Þórarinn Þórarinsson alþingismaður tal- ar um Framsóknarflokkinn og verkalýðshreyfinguna, Egill Sigurgeirsson hæstaréttarlög- maður talar ufn vinnulöggjöf- ina. Halldór Asgrimsson al- þingismaður flytur erindi um skattamál og launþega, Axel Gislason verkfræðingur um at- vinnulýðræði og samvinnu- rekstur, Daði Ólafsson formað- ur Sveinafélags bólstrara um skipulagsmál verkalýðs- hreyfingarinnar og heildar- kjarasamningana. Ráðstefnugestir skiptast sið- an i fjóra umræðuhópa eftir fjórum siðasttöldu erindunum. Frjálsar umræður verða einnig. Og á sunnudag, en þá hefst ráð- stefnan einnig kl. 10 að morgni, verður greint frá áliti umræðu- hópa i fundarlok. — Ég tel, að mjög sé vandað til framsöguerindanna á rdð- stefnunni, sagði Asgeir Eyjólfs- son formaður undirbúnings- nefndar i viðtali við Timann. Þau mái, sem rætt verður um, eru öll ofarlega á baugi hjá verkalýðshreyfingunni nú og hljdta að koma til athugunar á næstunni. Ég vil eindregið hvetja fólk til að nýta sér þetta tækifæri og býst við þátttakend- um viðs vegar að af landinu. Þeir, sem hug hafa á að sækja ráðstefnuna, eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu Framsóknarflokksins i sima 24480. 60 FRETTAMENN FRÁ TÍU LÖNDUAA HHJ — Hérlendis eru nú staddir 50-60 erlendir blaða- útvarps og sjónvarpsmenn frá 10 löndum vegna Evrópumeistarakeppni i Monopoly, sem fram fer á Hótel Loftleiðum þessa dagana. Þar á meðal eru menn frá BBC, Reuters-fréttastofunni, Times, Guardian, Daily Mirror, Sun og Playboy, svo að nefndir séu nokkrir fjölmiðlar. Sá blaðamað- ur, sem lengst er að rekinn vegna þessarar keppni, er hingað kom- inn alla leið frá Astraliu. 15-20 manns keppa um Evrópu- meistaratitilinn i Monopoly, en að keppninni hér lokinni verður Fyrirlestur um þorskfisk Næstkomandi mánudag, 24. nóvember 1975 kl. 20.30 heldur Ólafur Karvel Pálsson, fiski- fræðingur, fyrirlestur i stofu 201, Arnagarði. Fyrirlesturinn fjallar um rannsóknir á lifnaðarháttum þorskfisksungviðis i Isafjarðar- djúpi. Fyrirlesturinn er opinn öll- um áhugamönnum. haldið til Bandarikjanna, þar'sem , heimsmeistarakeppninfer fram i Washington. Aðalgatan á Suðureyri opnuð umferö BH—Reykjavfk. Aðalgatan á Suðureyri við Súgandafjörð var nýlega opnuð fyrir umferð, eftir að lokið var við að steypa alla götuna, sem er 260 metrar að lengd. Að verki þessu var unnið siðari hluta sumars, en vinna féll niður um skeið vegna slagveðurs. Að þvi er Sigurjón Valdimars- son, sveitarstjóri á Suðureyri sagði blaðinu i gær var byrjað á undirbúningi að steypuvinnu við Aðalgötu i ágúst sl., og var undir- biíningsvinnunni að mestu lokið i septemberbyrjun, en óheppilegt tiðarfar i þeim mánuði kom i veg fyrir frekari framkvæmdir. Hins vegar hagaði veðri þannig i októ- ber, að unnt var að steypa, og gekk það verk mjög vel. Notió NATIONAL Hl -Top rafhlöðurnar í vasatölvurnar frá okkur novu^ wiKS olinelli m Utiona' Hl-ToP "ia NATIONAL Mi-Top D m B 3 SKRIFSTOFUTÆKNI HJ". Tryggvatjtjtu — Simi 2B51V

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.