Tíminn - 21.11.1975, Síða 4

Tíminn - 21.11.1975, Síða 4
4 TÍMINN Föstudagur 21. nóvember 1975. Við erum bara vinir, en hvaö þýðir það að vera bara vinir. Þau, sem þetta er sagt um, eru Liv Ullmann og Erland Jospeh- son, sem flestir munu þekkja úr sænsku sjónvarpsmyndinni sem sýnd var hér i sjónvarpinu fyrir nokkru, og vakti mikla athygli. Liv segir nú um Erland, að hann sé góður huggari, og hann segir, að hún sé svo sterk og traust, og þeim fellur sannarlega vel. hvoru við annað. Nú veltir fólk þvi fyrir sér, hvort vinátta þeirra geti átt eftir að enda með hjónabandi. Eina útivinnandi lafðin í Bretlandi Konan á meðfylgjandi mynd heitir Margrét og vinnur á póst- húsinu i Stourport i Bretlandi. Maður hennar heitir Edwin og er barnakennari, og þau eiga eina dóttur barna. Hvað er nú svo merkilegt við það? kynni einhver að spyrja. Auðvitað ekkert. Það eina sem gerir Mar- gréti forvitnilegri en allar hinar útivinnandi húsmæðurnar i Bretlandi er sú staðreynd, að hún er jafnframt meðlimur lá- varðadeildar brezka þingsins. Faðir Margrétar, jarlinn af Mar, andaðist i aprll siðast liðn- um, og þá var henni tilkynnt, að nú yrði hún að taka við sæti hans i lávarðadeildinni. Það var samt ekki fyrr en fyrir nokkrum dögum, sem hún gaf sér tima til að taka einn fridag úr vinnunni og skreppa til London i þessum erindagjörðum. — Þetta tók enga stund, sagði Margrét, þeg-' ar blaðamaður spurði hana hvernig þetta hefði gengið fyrir sig. Og ég sem var búin að kviða svo mikið fyrir. Jafnvel meira en að fara til tannlæknisins! Mérvar visað inn um einar dyrnar, látin sverja eiðinn, og siðan visað út um aðrar dyr. Að þessu loknu fékk ég mér gönguferð til þess að átta mig á hlutunum, en að þvi búnu fór ég aftur til þess að hlusta á það sem fram fór i deildinni. Allir voru ákaflega elskulegir og fúsir að leiðbeina mér, þvi að auðvitað vissi ég ekkert hvað ég átti að gera og hvernig ég átti að vera. Þetta er vitaskuld mikill heiður fyrir mig, en kemur ekki til með að breyta lifi minu. Eina breyting- in er sú, að ég hef fengið leyfi yfirmanna minna til þess að verja þrjátiu dögum á ári til Doris Day, sem margir muna eftir frá þvi i gamla daga, litur alltaf út fyrir að vera i góðu skapi, en það mun hún þó ekki alltaf vera, enda hefur lifið leikið hana grátt á stundum. Fyrst var hún gift hljóðfæra- leikara, sem barði hana. Siðan giftist hún öðrum sem yfirgaf hana eftir átta mánaða sambúö. 3ji eiginmaðurinn ætlaði sér að sjá um fjármál hennar, en sýndi henni enga ást, og endirinn varö sá, að hann stakk af með tugmilljóna skuld við hana á bakinu. Henni hefur þess vegna ekki alltaf gengið allt sem bezt. Þau vekja umtal í Stokkhólmi ★ ★ Sýnist glöð, en er það ekki þingstarfa. Nú svo kemur það auðvitað fyrir að viðskiptavin- irnir á pósthúsinu ávarpi mig sem Lafði Margréti. ★ Sefur með bangsann sinn Hver mundi trúa þvi að Teddy Kennedy, getur alls ekki sofið, nema hann sé með bangsann sinn hjá sér i rúminu. Bangsa þennan mun hann hafa fengið, þegar hann var átta ára gamall, svo hann hefur sannarlega enzt nokkuð vel. Hann er svo mjúkur, segir Ted Kennedy um bangsa gamla. ★ DENNI DÆAAALAUSI Hefurðu nokkurn tima tekið eftir því hvernig hún kallar þig elskuna sina, þegar hún gerir eitthvað, en Henry, þegar þú hefur gert eitthvað af þér.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.