Tíminn - 21.11.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 21.11.1975, Blaðsíða 8
TÍMINN Föstudagur 21. nóvember 1975. Árni Benediktsson: Skýrsla Hafrannsóknar stofnunarinnar Skýrsla Hafrannsóknastofnun- arínnar um ástand fiskstofna vi6 Island hefur vakið ugg i brjósti margra. Það er að vonum, þvi að i raun og veru segir skýrslan fyrir um gjöreyðingu þorsksstofnsins og þar með um efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar. Það veikir skýrsluna nokkuð, að hún kom fram á þeim tima, að hún gæti virzt áróðursplagg gegn samningum við aðrar þjóðir um veiðar innan 200 milna fiskveiði- lögsögunnar. Einnig gæti orðalag hennar sums staðar bent til hins sama. Þessi atriði munu væntan- lega hafa nokkur áhrif á afstöðu annarra þjóða til skýrslunnar. Sjávarútvegsráðuneytið boðaði fyrir nokkrum dögum til ráð- stefnu um skýrsluna. A þeirri ráðstefnu var tiltölulega auðvelt að sannfærast um réttmæti hennar. Sá sem þetta ritar sann- færðisl um að ekkert mætti út af bera, ef ekki ætti að útrýma þorskstofninum. Hann sannfærð- ist um, að hvað sem það kostar verði ekki hjá þvi komizt, að skera sóknina i þorskstofninn verulega niður þegar á næsta ári. Sá niðurskurður verður að vera tvenns konar. I fyrsta lagi að loka smáfisksvæðum miskunnarlaust fyrir veiðum, og i öðru lagi að stórauka friðun hrygningar- svæða. Um þetta verður að vera samstaða allra hagsmunaaðila i sjávarútvegi, það er ekkert undanfæri. Það verður að fara að undirbúa nauð synlegar ráðstafanir i þessu skyni þegar i stað. Það er svo spurning, hvort ekki þarf að huga að meiri aðgerðum til þess að tryggja viðgang fisk- stofnanna hér við land. Við ts- lendingar eigum flest undir fiski, bregðist fiskurinn er vá fyrir dyr- um. Klak bregzt oft og tiðum að verulegu leyti i tvö, þrjú eða fjög- ur ár i röð. Siðan kemur oftast eitt ár, þegar klak heppnast vel, og inn kemur sterkur árgangur. Ef klak heppnaðist sæmilega á hverju ári þyrfti ekkert að óttast. Astæðurnar fyrir þvi að klak bregzt eru tvenns konar: liffræði- legar og veðurfarslegar. Á und- anförnum áratugum hefur það ekki gerzt, að klak hafi brugðizt af liffræðilegum orsökum, heldur af veðurfarslegum orsökum. Ljóst ætti að vera, að ekkert er þvi til fyrirstöðu að klak gæti brugðizt að mestu leyti, jafnvel áratugum saman, úr þvi að það hefur iðulega brugðizt 2—4 ár i röð. Þorskstofninn gefur þvi gengið til þurrðar, án þess að nokkur ofveiði komi til. Það má þvi vera mikið kæru- leysi, að ekki skuli ennþá hafa verið hugleitt, hvort ekki er unnt að finna aðferðir til þess að tryggja að klak heppnist. Erlend- is hafa verið gerðar smávægileg- ar tilraunir með klak. Þær til- raunir hafa ekki verið gerðar við náttúrlegar kringumstæður, enda hafa þær misheppnazt. Af þeirri reynzlu, sem fengizt hefur við þessar tilraunir, virðist það væn- legast, að tilraunir til að hjálpa til við klak fari fram á hrygningar- svæðunum sjálfum, við eðlilegar kringumstæður. Þorskurinn velur sjálfur hrygn- ingarsvæði, þar sem aðstæður eru þannig, að mestar likur séu til að klakið heppnist. Siðar tekur veðurfarið við. Komi sterkur af- landsvindur eða álandsvindur fyrstu vikurnar eftir að hrygning hefur farið fram, berast hrognin fyrir straumi út af þeim svæðum, sem þeim eru eðlileg, annaðhvort til hafs eða upp i fjöru. Þá mis- heppnast klakið. Þetta getur gerzt og gerist oft og tiðum ár eftirár. Spurningin er: Er mögu- legt að koma i veg fyrir að hrogn- in berist út af hrygningarsvæðun- um? Er mögulegt að girða fyrir hrognin á hrygningarsvæðunum sjálfum? Svar við þvi fæst ekki, nema reynt sé. Hugsanlegt er, að unnt sé að girða hluta af hrygningarsvæði með lofti, — kljúfa strauminn með lofti, þannig að hrognin ber- ist ekki burtu. Þetta væri ef til vill unnt að gera með þvi að girða af ákveðið svæði, eftir að hrygning hefur farið fram á eðlilegan hátt, girða með mjóum, götuðum rör- um. Lofti væri síðan dælt i gegn- um þessi götuðu rör úr dælustöð i landi, hafið klofið með lofti, þann- Arni Benediktsson ig að hrognin gætu ekki borizt út af hinu afgirta svæði. Ef til vill er þetta ekki hægt. Ef til vill yrði kostnaðurinn of mikill. Ef til vill hrykki þetta ekki til. En við eigum mest allt okkar undir sjávarútvegi. Við megum ekki láta af að hugleiða, hvað við get- um gert til þess að tryggja við- gang fiskstofnanna. Þó að sú hug- mynd, sem lýst er hér að framan, sé vafalitið fáránleg, gæti hún valdið þvi að aðrir menn og fær- ari hugleiddu leiðir til þess að tryggja klak. Þá væri tilgangin- um með þessu greinarkorni náð. Landhelgismálið Flestir Islendingar hafa velt þeirri spurningu fyrir sér, hvernig á þvi hafi eiginlega staðið, að hinar svokölluðu vinaþjóðir okkar i NATO sendu á hendur okkur hernaðarlegt of- beldi, þegar við vorum ekkert annað að gera en að tryggja þá einu auðlind, sem afkoma þjóðarinnar byggist á. Hér var ekki um annað að ræða en tryggingu á þjóðartilveru ís-. lendinga. Þótt menn og þjóðir hafi greint á um einhver lagaatriði hér að lútandi, var málið svo augljóst, að hér var og er ein- göngu um neyðarrétt að ræða, og þá þegar á þeirri forsendu var íslendingum heimilt að gera það, sem þeir gerðu. Það má minna á þá staðreynd, að varnarmál Islands eru ekki sið- ur unnin á Islandsmiðum i dag- legu striði sjómanna okkar við náttiíruöflin heldur en i hernaðarstjórnar- og tækja- stöðvum varnarliðsins á Kefla- vfkurflugvelli. Þar sem staðreyndir máls þessa eru eins augljósar og raun ber vitni, furðaði margan góðan íslendinginn á þvi, hvernig á þvi gat staðið, að bæði NATO og Bandarikjastjórn leyfðu það með afskiptaleysi sinu að NATO-rikið Bretland sendi hernaðarofbeldisflota sinn á Islandsmið 1973. Hvernig gat staðið á þessu leyfi? A því er aðeins til ein skýring. Þeir trúðu á þá brezku fullyrðingu, að 12 milurnar væru alþjóðalög, og að hafsvæð- ið þar fyrir utan væri hið frjálsa, opna úthaf, þar sem engin sérréttindi skyldu gilda, ekki heldur sérréttindi Islands til 50 mílna fiskveiðilögsögu. NATO yrðingu um alþjóðalög, sem var hafnað af alþjóðadómstólnum I Haag. Þeim bar undir öllum kringumstæðum að koma i veg fyrirhernaðarofbeldi Breta fyrr enfyrirlá,aðBretarhefðu lögin með sér. Bretar haf a gert litið annað en að tapa málum fyrir dómstóln- stórlega i það fólk, sem getur látið sér detta sllkur mál- flutningur f hug. En svona langt var seilzt, og skal það einnig gert hér ;i tslandi. Nú er spurningin, hvort NATO og Bandarikjastjórn ætla að láta Bretum og Þjóðverjum Hð- ast yfirgang á fiskimiðum tslands út á hugsanleg tUlkunaratriði dómshneykslis, þar sem meðal annars er gefin vlsbending um hugsanlegan rétt Þjóðverja, sem byggist á stöð- ugri veru þeirra við tsland. En styrjaldarárin voru þeir hér ekki sem friðsamlegir fiski- menn, heldur sem árásarfloti rikjastjórn geta ekki stöðugt vænzt skilnings íslendinga á nauðsyn varnaraðstöðu 4 ís- landi, á sama tima og þeir sýna lifshagsmunamáli þjóðarinnar engan skilning. Verða ts- lendingar tilneyddir til þess að leita I aðrar áttir i smbandi við sln mestu varnarmál??? Þó er versti angi þessara mála allra sú staðreynd, að Þjdðverjar og Bretar, sem við gefum hér árlega varnar- verðmæti, sem ekki verða metin i minna en hundruðum milljóna dollara árlega, skuli geta leyft sér að taka sér fyrir hendur að gerast efnahagslegir refsendur Varnar- samnlngurinn við USA Þvi væri brezki flotinn ekki að gera neitt annað en að verja alþjóðleg réttindi brezkra fiski- manna á tslandsmiðum. Þess- um aðilum hefði átt að vera ljóst, vegna fenginnar reynslu á fullyrðingum Breta i sambandi við hafréttarmál, að allar likur væru á að fullyrðingar Breta fengju ekki staðizt. Enda fór það svo í Haagdómn- um i jUH 1974, að Haagdómurinn neitaði að verða við aðal dóms- kröfu Breta og Þjóðverja, ,,að einhliða Utfærsla fiskveiðilög- sögu tslands i 50 sjómilur eigi sér ekki stoð I alþjóðalögum, og þvi beri að dæma hana ógilda." Þvi bera þessir aðilar nú ábyrgð á þvi að hafa leyft Bretum beit- ingu hernaðarofbeldis skv. full- um I Haag.oger hér bent á mál- ið & móti Noregi vegna Utfærsl- unnar i 4 milur og málið Ut af ollulindunum i Persiu. Það er vföa sem Bretinn kemur við með ofbeldið. Bretar hernámu Perslu eins og tsland i heims- styrjöldinni, meö húð og hári. Þeir nýttu á þessum tima að vild mestu auðlindir landsins, ollulindirnar. En það sýnir bezt óskammfeilni Breta, ef þeir hin- ir sömu.sem hernámu landiðog þjóðina, kærðu Persa fyrir brot á alþjóðalögum fyrir að leggja eignarhald á sinar eigin olíu- lindir,. Það var þósýnuminna en að hernema sömu þjóð og land með huð og hári og nota sér oliu- lindir og önnur gæði að vild með hernaðarofbeldi. Það vantar Þýzkalands nasistanna. Á það að verða hlutskipti Breta og Bandarikjamanna nú, að Þjóð- verjar skuli i gegnum þær styrjaldaraðgerðir, sem þeir sjálfir börðust gegn i heilli heimsstyrjöld, færa þeim rétt- indi til fiskveiða??? Það hefur verið reynt að bera ýmislegt á borðfyrir Islendinga, en hér er einum of langt gengið. Það er erf itt fyrir þá menn og konur, sem hafa unnið og vinna markvisst að þvi að tryggja tslandi sess i vestrænu varnar- samstarfi, að mæta svona fram- komu frá þeim aðilum, sem ábyrgir eru fyrir þessu sam- starfi. Þeim er blátt áfram gert ómögulegt að vinna fyrir sliku samstarfi. NATO og Banda- islendinga i Efnahagsbanda- lagi Evróputil þess að reyna að knésetja okkur f landhelgismál- inu, og veigra sér ekki við að brjóta á okkur svona eins og 5 millirlkjasamninga I leiðinni. Hér er um algjört hneyksli að ræða, sem verður að taka enda. Annars er rétt að tslendingar geri sér ljósa eina stóra stað- reynd I sambandi við sjálfa sig og stöðu sina i umheiminum! I augum umheimsins er aðeins til einn hlutur á tslandi, sem skipt- ir verulegu máli. Það er hernaðarstöðugildið. Breyting þess virðist vera orðin hið eina sem kennt getur Bretum og Þjóðverjum stafrófið i efna- hagsmálum tslendinga. Pétur Guðjónsson. Tillögur samþykktar á 16. kjördæmisþingi Fram- sóknarmanna á Suourlandi A 16. kjördæmisþingi Fram- sóknarflokksins i Suðurlands- kjördæmi, sem haldið var að Hvoli i Rangárvallasýslu fyrir skömmu voru samþykktar tillög- ur, þar sem fjallað er um vanda- mál Eyrbekkinga vegna þess tjóns, er hlauzt af flóðunum fyrir skemmstu, samgöngumál, land- helgismál, orkumál, stuðning við UMFI og loks var samþykkt til- laga um skipan atvinnumála- nefndar. Tillögurnar eru svolátandi: 1. Stuðningur við Eyrbekkinga: Kjördæmisþing framsóknar- manna i Suðurlandskjördæmi harmar þær náttUruhamfarir, sem urðu á Eyrarbakka 1. nóv. sl. og skorar á Alþingi og rikisstjórn að aðstoða hreppsfélagið við endurreisn mannvirkja og at- vinnulifs. 2. Samgöngumál: Kjördæmisþing' framsóknar- félaganna 1975 leggur áherzlu á eftirfarandi atriði I samgöngu- málum: a. Hraðað verði sem mest lagn- ingu varanlegs slitlags á Suðurlandsveg. b. Að hafizt verði sem fyrst handa við smiði bruar á ölfusá við Öseyrarnes. c. Lokið verði sem fyrst rannsóknum að undirbúningi að gerð nýrrar hafnar á suður- ströndinni. :!. Landhelgismál: ' Kjördæmisþing fagnar Utfærslu landhelginnar i 200 milur og skor- ar á þing og stjórn að standa tryggan vörð um þetta mesta hagsmunamál þjóðarinnar. Kjördæmisþingið varar við öllum undanþágum til veiða innan 50 milna markanna og hvetur stjórnvöld til að hvika hvergi i samningagerð við önnur riki. 4. Orkumál: Kjördæmisþingið leggur áherzlu á eftirfarandi atriði i orku og atvinnumálum: a. Gerð verði rækileg leit með mælingum og tilraunaborunum að nýtanlegum jarðvarma á Suðurlandi og þá alveg sérstak- lega með tilliti til þéttbýlis- hverfanna i Rangárvalla- og Vestur-Skaf tafellssýslum. b. Endurskipulögð verði yfir- stjórn orkumála i landinu, þar sem stefnt verði að samræmdri heildarstjórn i samvinnu við samtök sveitarfélaga og fái Sunnlendingar nú þegar aðild að stjórn Landsvirkjunar. c. Þingið vekur athygli á þvi, að um 90% raforku i landinu er unnin Ur sunnlenzkum fallvötn- um, en jafnframt er mestöll orkan flutt til Faxaflóasvæðis- ins. Þingið telur þvi sjálfsagt að orka frá virkjun við Hraun- eyjarfoss verði nýtt til atvinnu- rekstrar og uppbyggingar á Suðurlandi. 5. Stuðningur við U.M.F.Í. Kjördæmisþingið skorar á Alþingi að hlutast til um að Ung- mennafélagi Islands verði tryggður fastur tekjustofn i fjárlögum til þess að standa undir stóraukinni starfsemi ungmenna- félaganna um land allt. (i. Atvinnumálanefndir: 16. kjórdæmisþing fram- sóknarmanna i Suðurlands- kjördæmi ályktar að skipa beri atvinnumálanefnd, sem starfi milli " kjórdæmisþinga og felur stjórninni að tilnefna menn i slika nefnd.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.