Tíminn - 21.11.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 21.11.1975, Blaðsíða 9
Föstudagur 21. nóvember 1975. TÍMINN (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ri'tstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjöri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur f Aoalstræti 7, simi 26500 — afgreioslusimi 12323 — auglýsingaslmi 19523. Verö I lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánuöi. — Blaoaprent H'.f. Verðþensla og hugarfar Fyrrum riðu draugar lágreistum og illa lýstum torfbæjum landsmanna og lömdu hælum i freðn- ar þekjur. Á þessari öld hefur verðbólgan riðið húsum i hálfan fjórða áratug — finum húsum allsnægtafólks, sem baðar sig i birtu og yl og hleður margt i kring um sig öllu þvi, sem hugur þess girnist þá og þá. Draugar fyrri alda voru hugarfóstur uggandi fólks, getnir i myrkri i fleiri en einum skilningi. Verðbólgan er afkvæmi lifs- gæðakapphlaupsins, sem einnig er háð af ugg- andi fólki, — uggandi um peningana sina, eða verðgildi þeirra, ef þeir eru geymdir degi lengur i banka eða sparisjóði. Svo magnaður er þessi uggur, þegar verð- bólguhjólið snýst sem hraðast, að þjóðin ver ekki einungis öllu, sem hún innvinnur sér, heldur miklu, miklu meira, til kaupa á útlendum varn- ingi, jafnt óþörfum sem þörfum. Afleiðingin er sú, að erlendar skuldir hrannast upp, og óhemju- legum byrðum er velt yfir á ókomna tið, sam- timis og við blasir, að fiskstofnarnir á miðunum, undirstaða alls mannlifs, eru komnir á heljar- þröm, og ein grannþjóða okkar gerir sig liklega til þess að ganga enn nær þeim en orðið er. Við sitjum andvaralaus að veizluborði, við ná- lega öll, og hömumst við að éta framtiðina. Einn af prestum landsins orðaði þetta, að sögn, á þann veg i útvarpsmessu, að við værum að selja barnabörnin okkar — fyrir bila, húsgögn og bilifi. Það eru að sjálfsögðu tvö aðskilin mál, verð- bólgan og viðskiptahallinn, en þó með þeim ör- lagarika snertipunkti, hvernig stöðug verðþensla ginnir og rekur fólk til þess að kaupa meira og meira með það efst i huga, að þetta verði dýrara seinna, og skuldir, sem einstaklingar stofna til, greiðist siðar með gildisrýrari og léttfengnari krónum. Bréf það, sem viðskiptaráðuneytið skrifaði verðlagsnefnd i gær, sem og öllum ráðuneytum, er f jalla um verðákvarðanir, er veigamikið spor i þá átt að hamla gegn verðþenslunni. Þar er ákveðið, að ýmsir kostnaðarliðir, sem áður komu óðar fram i verðlaginu, skuli ekk'i teknir til greina við verðlagningu á vöru og þjónustu næstu f jóra mánuði. Efnislega lét Ólafur Jóhannesson við- skiptamálaráðherra svo ummælt við Timann, i sambandi við þetta nýmæli, að með þessu væri ætlunin að spyrna við fótum, hægja á verðþensl- unni og draga sem mest úr verðhækkunum. Þetta ætti að hafa nokkur áhrif á hugarfar fólks og meðhöndlun peninga, en slik hugarfarsbreyt- ing er ein meginforsenda þess, að við getum yfir- leitt fótað okkur á hinu hála svelli efnahagsmál- anna. Þetta ætti einnig að hamla gegn látlausum þrýstingi úr mörgum áttum i þá veru að f jölga krónunum, þótt þær minnki að sama skapi. Hvort tveggja er, að vöruverð mun ekki stiga að sama skapi og ella hefði orðið — undan- tekningarnar eru hækkað hráefnisverð hjá fram- leiðslufyrirtækjum, hækkaður efniskostnaður hjá þjónustufyrirtækjum og hækkun á innkaupsverði hjá verzlunarfyrirtækjum, þvi að verðlagi er- lendis verðum við að lúta nauðugir viljugir — og gjöldum ýmsum, svo sem þeim, er renna til pósts og sima, rafveitna og hitaveitna, verður haldið i skefjum. í þessu er fólgin talsverð trygging fyrir launþega, þar sem þeir vita nú betur en áður, hvar þeir standa á meðan þessi ákvæði eru i gildi. — JH AAagnús Ölafsson skrifar frá York: Eins og landhelgis- málið kemur fyrir sjónir í Bretlandi Atburðir síðustu heigar vekja mikla athygli Útfærsla islenzku landhelg- innar i 200 mflur hefur til skamms tima ekki verið mikið i brennidepli i Bretlandi. en um siðustu helgi gerðust at- burðir á Islandsmiðum, sem vakið hafa talsverða athygli, a.m.k. meðal fjölmiðla. Eins ogallir vita, sem þetta lesa, er hér átt við aðgerðir landhelg- isgæzlunnar, sem hófust laug- ardaginn 15. nóv. meðan á heimsókn Hattersleys til ís- lands stóð. Fram að þeim tima höfðu aðeins stærstu blöð Bretlands sagt lauslega frá helztuatriðum eins og útfærsl- unni i okt., samningaviðræð- unum bæði i Reykjavik og London f sama mánuði, svo og er undanþágusamningur Breta við Islendinga rann Ut 13. nóv. siðastliðinn. Að „klippingarnar" skuli hafa vakið svo miklu meiri athygli en málefnalegar umræður, er reyndar mjög eðlilegt. Það er eðli fréttamennskunnar, að fréttir af atburðum, þar sem mannslif og verðmæti eru i hættu, vekja meir athygli en fréttir af fundum, þar sem reynt er að bjarga sömu verð- mætum. En fjölmiðlar hafa misjafnlega sagt frá at- burðum og þvi miður hefur of t aðeins hálfur sannleikurinn komið fram. Kemur þar til, að sumir fjölmiðlar segja einungis frá atburðunum eins og þeir koma fyrir þ.e. ,,at- lögur islenzkra fallbyssubáta að óvopnuðum og óvörðum brezkum togurum". Gegn slikri fréttamennsku, sem þó er ekki beint óheiðarleg, held- ur óvönduð, þyrftu íslenzk yfirvöld nauðsynlegá að beita sér, þvi annars yrði almenn- ingsálit andstætt Islendingum fljótmyndað. Nokkur helztu blöð Bret- lands, svo og brezka útvarpið, BBC, sögðu frá för Roy Hatt- ersleys til tslands laugardag- inn 15. nóv. En meðan á flug- ferðinni stóð, bárust fyrstu fregnir af aðgerðum landhelg- isgæzlunnar og urðu þeir at- burðir aðalefni frétta útvarps- ins þá um kvöldið og allan sunnudaginn. Heldur voru fréttir þó óljósar, og greinilegt að menn biðu niðurstaða frá fundum Einars Ágústssonar og Hattersleys. Mánudagsblöðin birtu flest fréttir af laugardagsatburð- unum, en misjafnlega þó. Hið virta fjármálablað, Financial Times, sýndi hvað bezta fréttamennsku, en naut þess forræðis að hafa sent sérstak- an fréttamann til Islands. Á forsiðu blaðsins birtist ágæt, hlutlaus grein ásamt mynd af Einari ÁgUstssyni utanrikis- ráðherra. Þess má geta, að Financial Times birtir aðeins á forsiðunni þá allra mikil- vægustu atburði, sem gerast á hverjum tima, aðallega fjár- málafréttir og sjaldnast myndir. Daily Telegraph sagði vel frá og efnislega. Nefndi blaðið mikla verð- bólgu, slæm og versnandi viðskiptakjör, og þá sérstak- lega verðfall á bandariskum markaði. A forsiðu Times var visað til greinar innar i blað- inu um landh.málið. Var þar drepið á atburðina með togar- ana tvo Primella og Boston Marauder, og sagt að Bretar myndu hætta öllum samn- ingaviðræðum endurtæki sig Frá samningaviðræðum við Breta um fiskveiðar inóvember 1975. slikt atvik. En frásagnir voru raunhæfar og fyrst og fremst málefnalegar. Slikar fréttir þyrftu að vera tiðari, og þá hlutverk Islendinga að koma þeim á framfæri, þvi ekki vanda öll blöð jafnt til frétta- flutnings og þessi þrjú. Sem dæmi má nefna Daily Mail, en þar mátti sjá óttaslegna eigin- konu brezks togaraskipstjóra. Hélt frUin á simtóli i hendinni og höfðu lesendur á tilfinning- unni að hún væri að hlusta á fréttir af hinni skelfilegu baráttu, sem eiginmaðurinn og áhöfn hans háir óvopnuð gegn f allbyssubá tum NATO-veldisins íslands. Brezka útvarpið, BBC, er fjórar stöðvar. Fyrsta og önn- ur stöðin, sem eru vinsælast- ar, hafa léttara hjal á dagskrá sinni, svosem afmæliskveðjur og kökuuppskriftir. útvarpa þær gjarnan saman og birta stutt fréttayfirlit á klukku- stundar frestí. Þessar fréttir hljóta að hafa haft neikvæð áhrif, séð frá sjónarhóli ís- lendinga. „Einungis klukku- stund eftir að Hattersley yfir- gaf ísland, gerði Islenzki fall- byssubáturinn Týr atlögu að brezkum togara" sagði BBC. 2. Þriðja stöðin kemur ekki við sögu, því að verkefni hennar er að útvarpa klassiskri tónlist. Það er gert 16 tima á sólarhring og of t af svo mikilli elju, að styrkleiki BBC 4 minnkar, en sú stöð hefur einkum fréttir og fréttaskýr- ingar á sinnikönnu. Mánudag' urinn 17. nóv. var helgaður landhelgismálinu, þrátt fyrir yfirvafandi læknaverkfall, fjárhagsvandræði Chryslers og leiðtogafund i Paris. Stöðin sendi jafnan út fréttir af land- helgismálinu og þær bárust og kl. 19 birtu þeir yfirlit og samtök við leiðandi menn I Ut- gerðarmálum. Kom þar alls staðar fram eindregin ósk um flotavernd, nema hvað fulltrUi frá brezku verkalýðssamtök- unum kvaðst hafa skilning á afstöðu Islands. Vildi hann forðast frekari árekstra, taka upp umræður að nýju og einnig minntist hann á mikil- vægi fiskveiða fyrir islenzka hagkerfið. Klukkan 22 er venjulega þriggja stundarfjórðunga fréttaskýringaþáttur og siðastliðinn mánudag var landhelgismálið enn i öndvegi. Skoðanir Hattersleys voru ræddar fram og aftur. Viðtöl við aðstoðarráðherrann fyrir og eftir flugið frá Reykjavfk voru birt, en á þeim tima var islenzkur byssubátur sagður hafa gert tilraun til „klipping- ar". Kom fram, að sjólag hefði verið slæmt og atlagan hæglega getað skapað lifs- hættu. Hattersley tók skýrt fram og endurtók, að myndu mál halda áfram að þróast sem I dag (mánudag), yrði brezki flotinn sendur á vett- vang. Þá kvaðst hann vera þess fullviss, að brezku olfu- birgðaskipin myndu, a.m.k. fyrstum sinn, vera fær um að gegna hlutverki sinu, þ.e. að sigla milli varðskipanna og togaranna. Af reynslunni úr siðasta þorskastriði ætti öllum Islendingum að vera ljóst hve hættulegur sá leikur getur orðið. Einn ljós punktur birtist i fréttum BBC 4 á manudags- kvöldið og ekki smár. Er hér um að ræða viðtal við ritstjóra International Fishing, David að nafni, en eftirnafninu náði greinarhöfundur ekki. Rit- stjórinn, sem hafði dvalizt á Islandi síðasta sumar, benti á flest þau atriði, sem skipta máli. Hann talaði um hlut fiskveioa og iðnaðar i þjóðar- framleiðslunni, og hve veik- burða annar iðnaður væri. Aðspurður hvort þjóðirnar hefðu efni á þorskastriði sagði hann tsland ekki hafa það, og notaði tækifæriðtil að benda á smæð islenzku fallbyssubát- anna. Þetta væru raunarengir byssubátar. Þá og kvaðst hann fullviss, að Islendingar yrðu mun harðari i horn að taka en i siðasta þorskastriði. Af ofangreindu ætti að vera ljóst, að tslendingar standa höllum fæti hvað fréttamiðlun varðar. Illmögulega má treysta, að menn eins og rit- stjóri International Fishing séu til staðar, rétti hlut Is- lands og forði þjóðinni frá fjandsamlegu almennings- áliti. Vitanlega er erfitt að vera brezkur togarasjóm. á íslandsmiðum. En það sem skiptir máli fyrir tslendinga að komi fram, er að islenzkir varðskipsmenn i þorskastriði eiga við engu minni erfiðleika að striða og mun hættulegri. Það sem við þurfum er öflug upplýsingastarfsemi, aug- lýsingar og yfirlýsingar, sem sýna okkar hlið málsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.