Tíminn - 21.11.1975, Blaðsíða 10

Tíminn - 21.11.1975, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Föstudagur 21. nóvember 1975. LEYFIÐ BARNINU OKKAR AÐ DEYJA! A PÖGUNUM var felldur dóm- ur i Morristown i Bandarikjun- iiin um lif ungrar stúlku. i málaferlunum, sem eru einstæð i sögunni, krafðist kjörfaðir stúlkunnar þess að öndunarvél- in, sem heldur i henni lífinu, væri tckin úr sambandi. Heili hennar er óhæfur til að hugsa og likaminn svarar ertingum eins og sársauka, hávaða og ljósi að- éins m jög veikt. Pómurinn féll á þá leið, að viðhalda bæri lifi hcnnar i lengstu lög, og þvi mætti ekki taka öndunarvélina úr sambandi. Karen hætti að lifa lifinu 14. april þessa árs. Hún hefur ekki lengið að deyja enn. Hin 21 árs gamla stúlka, með falleg brún augu, hafði tekið sterk, róandi lyf. t heimabæ hennar, Morristown i New Jersey fylki, er sagt að hún hafi viljað lifa frjálsara lifi en hinir kaþólsku kjörforeldrar hennar kæröu sig um. Þannig hafði komið til missættis i Quinlan l'jölskyldunni, þar sem Karen ólst upp með tveimur börnum hjónanna. Þann 14. april þessa árs tók Karen inn Valium töflur þegar um morguninn, til þess að róa sig. Eftir hádegið tók hún þátt i afmælisfagnaði vinkonu sinnar með ungu fólki á vinstofu. Hún drakk mikiðmagnaf gini og datt skyndilega meðvitundarlaus fram á barborðið. Sennilega hefur blandan af róandi lyfjun- um og áfenginu valdið alvarlegu hjartaáfalli. Vinur hennar bar hana yfir i hús kunningjakonu. Þegar hún gaf ekkert lifsmark l'rá sér, reyndi hann að lifga hana méð blásturs'aðferðinni og hringdi á sjúkrabil. Móðirin sat við rúm með- vitundarlausrar stúlku og talaði við hana Ef heili manns fær ekki súr- efni i fjórar minútur eða lengur, hætta frumur stóra heilans að starfa. Alvarlegar skemmdir verða á miðtaugakerfinu, og talað er um heiladauða. Þegar komið var með Karen á gjör- gæzludeild St. Clare sjúkra- hússins i Denville, var slóri heilinn að miklu leyti hættur að starfa. En rafeindaheilinn, sem er tæki til að mæla rafstrauma heilans, sýndi enn veik merki, sem endurtóku sig reglulega. Augsýnilega var önnur hlið stóra heilans óstarfhæf, en hin starfaði að órlitlu leyti áfram. Þegar engir straumar koma lengur frá heilanum, tala sér- fræðingar um ,,húllíinur". Ef um það hefði verið að ræða, hefði Karen verið talin látin. En eins og ástatt var, var hún, i augum lækna hins kaþólska sjúkrahúss, sjúklingur, sem ef til vill hefði lifsvon. Ondun og hjartslætti, blóðrás og efna- skiptum var haldið við með tækjum, Það bætti ekki ástand- Karenar. Siðan 14. april er hún, eins og blaðafyrirsagnir segja, „lifandi látin". Karen léttist um helming likamsþunga sins, en hún var 60 kiló. Magur likami hennar krepptist svo mikið saman, að hún minnir á fóstur. Andlitið er innfallið og húðin rök af svita. Augun eru opin, en stara aðeins út i loftið. Tvisvar á minútu er eina lifsmarkið sjáanlegt, — hún deplar augunum. Úr bark- anum liggur slanga til öndunar- vélarinnar, sem dælir jafnt og þétt lofti i lungun. Ef vélin væri stöðvuð, myndi öndunin stöðv- ast og hjartað hætta að slá. 1 fjóra mánuði gerðu kjörfor- eldrar Karenar sér örlitla von um að Karen gæti vaknað úr dauðakenndu dái sinu. Tvisvar á dag settust þau við sjúkra- rúmið, og Julia Quinlan talaði alltaf lágt til hinnar meðvit- undarlausu. Hún sagði við blaðamenn: — Ég gat ekki farið frá henni, án þess að hafa sagt eitthvað við hana. En eftir þvi sem leið á sumarið og Karen hrakaði stöð- ugt, misstu foreldrarnir trúna á að undur gerðist. Læknarnir lýstu ástandi Karenar eins og óbreytanlegri visnun plöntu. Nú væri kominn timi til, sagði Joseph Quinlan, sem er efna- fræðingur, að láta hana deyja — á sómasamlegan og virðulegan hátt. Hann fór fram á það við stjórn St. Clare sjúkrahtissins, að öndunarvélin yrði tekin úr sambandi. Milljónir manna, ekki aðeins i Bandarikjunum, heldur um allan heim, hafa skipzt i tvo hópa varðandi þessa kröfu. Meirihlutinn er þvi fylgjandi að tækið sé tekið úr sambandi. Nú- tima læknisfræði, sem getur sett tæki i stað flestra liffæra nema heilans, skapar ekki aðeins von meðal manna, heldur einnig ótta. Faðirinn vill sjálfur taka tækið úr sambandi Meðan Karen var ennþá lifandi, hafði mál þetta verið rætt i Quinlan-fjölskyldunni. Kjörforeldrarnir muna eftir þvi, að dóttirin hafi sagt, að hún sjálf vildi ekki sæta meðferð, sem drægi liffræðilegan dauðdaga á langinn, á lokastigi ólæknandi s.júkdóms. Dagblað Vatikansins „Osser- vatore Romano", gerðist tals- maður andstæðinganna fyrir skömmu. Guðfræðingurinn Gino Convetti skýrði frá þvi i blaðinu, að það yrði að meðhöndla hina ungu bandarisku stúlku áfram. — Mannslifi verður að halda viö fram að yztu mörkum. Visindin færðu út landamæri sin á degi hverjum og fyndu lækningaað- ferðir gegn sjúkdómum, sem til þessa hefðu verið álitnir ósigr- andi. Þegar i september hafnaði sjúkrahúsið að verða við kröfu kjörföður Karenar af fyrr- greindri ástæðu, og einnig af áhyggjum yfir að stöðvun öndunarvélarinnar gæti verið álitin manndráp samkvæmt bandariskum lögum. Þá fór Joseph Quinlan fyrir dómstól- ana i Morristown með mál, sem er einsdæmi i réttarsögunni. Hann krafðist þess að mega sjálfur taka öndunarvélina úr sambandi ,,til þess að binda enda á tilveru dóttur minnar með virðingu og i náð og friði." Læknir varar við sjúkra- deildum fullum af skrimslum t samráði við kaþólska presta, sem setja sig upp á móti Vatikaninu i þessu dæmi, grundvallar faðirinn liknar- dauðakröfu sina lika á trúarleg- um rökum: Jarðneskt lif sé samkvæmt rómversk-kaþólskri trú aðeins millistig til eilifs lifs. Þannig sé ekki skylda að binda tilveru Karenar i tilgangsleysi við öndunarvél. Hugleiðingar um raunverulegan vilja Guðs voru einnig á dagskrá i Morris- town. Hvað vill Guð eiginlega? Vill hann láta Karenu deyja eða viðhalda likamlegri tilveru hennar? t einu dæminu yrði trúaður kristinn maður að slökkva á tækinu, i hinu að halda þvi i gangi, þangað til ekki einu. sinni væri hægt að framkvæma óeðlilega öndun við likama stúlkunnar. Á fyrsta stigi umræðnanna i timburklæddum fundarsal héraðsdómsins i Morristown lét Robert Muir dómari, sem er sérfræðingur i sveitarrétti, þýð- ingarmikla persónu úr lækna- stétt fyrst hafa orðið. Taugasér- fræðingurinn dr. Julius Korein frá New York, sem hafði áöur aðeins staðfest „ósjálfráð" yfir- borðskennd viðbrögð við ertingu eins og ljósi, sársauka, hávaða og lykt, taldi, að sjúklingurinn væri óhæfur til að hugsa. Hún væri eins og barn, sem hefði fæðzt án heila. Engu væri hægt að breyta þar um. Taugasérfræðingurinn kom fram með þá kröfu, að hinir óvenjulegu möguleikar nýtizku gjörgæzlustöðvar yrðu notaðir i þágu sjúklinga, sem hefðu von um bata. Annars yrðu sjúkra- húsin brátt yfirfull af heilalaus- um skrimslum. Kaþólski sjúkrahúspresturinn Pascale Cacaovalla tók i sama streng. Hann studdi kjörföðurinn Quin- lan, sem hafði sárbænt réttinn: — Takið Karen úr stállunganu, svö að hún geti falizt guði á hönd. Faðirinn varð siðan að hlusta á ásakanir verjandans, sem ver hina meðvitundarlausu dóttur hans. Málafærslumaðurinn Daniel Coburn fannst sér bera skylda til að halda uppi vörnum fyrir „rétt Karenar Quinlan til að lifa samkvæmt stjórnar- skránni". Það að taka öndunar- vélina úr sambandi væri dráp. Þessi 32 ára gamli maður gekk svo langt að halda.þvi fram, sem enginn annar i salnum gerði, að Karen ætti batavon. Máíafærslumaður, sem talaði fyrir hönd St. Clare sjúkrahúss- ins, beindi þeim tilmælum til réttarins, að örlög stúlkunnar yrðu látin liggja i höndum lækn- anna. Enginn dómari gæti firrt læknana ábyrgð. Meðan Muir dómari vó og mat hvernig dómsúrskurðurinn ætti að hljóða, gerði St. Clare sjúkrahúsið reikningsyfirlit yfir sjúkrahúskostnaðinn fyrir meðhöndlun Karenar Quinlan. Reikningurinn fyrir fyrstu sex mánuðina: 130.000 dollarar. Þar sem stúlkan var ekki i sjúkra- samlagi, er enn i rannsókn, hver á að greiða kostnaðinn, hjálpar- stofnun á vegum rikisins eða kjörforeldrarnir, sem ekki eru sérstaklega efnaðir. (ÞýttMM) Karen Quinlan var 21 árs þegar hún datt niður eftir aö hafa neytt róandi lyfja og áfengis. alvarlegar ólæknandi heilaskemmdir var hún tengd við öndunartæki. An tækisins mundi deyja, i tengslum við tækið gerir likami hennar veik viðbrögð gagnvart sársauka, hávaC Ijósi. Læknarnir veigra sér við að binda enda á lil' af þessu tagi. ¦'m^. ' ,! ¦ i hálft ár hafa Quinlan hjónin orðið að horfa upp á, hvernig líf kjördóttur þeirra fj út, en hún er meðvitundarlaus i tengslum við öndunarvél. An árangurs mæltist Joseph ( lan til þess við læknana að þeir tækju tækið úr sambandi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.