Tíminn - 21.11.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 21.11.1975, Blaðsíða 11
10 TÍMINN LEYFIÐ BARNINU OKKAR AÐ DEYJA! A PÖGUNUM var felldur dóm- ur i Morristown i Bandarikjun- um um lif ungrar stúlku. i málaferlunum, scm eru einstæö i sögunni, kraföist kjörfaðir stúlkunnar þess aö öndunarvél- in. sem licldur i hcnni lifinu, væri tekin úr sambandi. Ilcili liennar er óhæfur til aö hugsa og likaininn svarar crtingum eins og sársauka, hávaöa og Ijósi aö- eins mjög veikt. Dómurinn féll á þá leið, aö viöhalda bæri lifi licnnar i lengstu lög, og þvi mætti ekki taka öndunarvélina úr sambandi. Karen hætti að lifa lifinu 14. april þessa árs. Hún hefur ekki fengið að deyja enn. Hin 21 árs gamla stúlka, með faileg brún augu, hafði tekið sterk, róandi lyf. t heimabæ hennar, Morristown i New Jersey fylki, er sagt að hún hafi viljaö lifa frjálsara iifi en hinir kaþólsku kjörforeldrar hennar kærðu sig um. Þannig haföi komið til missættis i Quinian fjölskyldunni, þar sem Karen ólst upp með tveimur börnum hjónanna. Þann 14. april þessa árs tók Karen inn Valium töflur þegar um morguninn, tii þess að róa sig. Eftir hádegið tók hún þátt i afmælisfagnaði vinkonu sinnar með ungu fólki á vinstofu. Hún drakk mikiðmagnaf gini og datt skyndilega meðvitundarlaus fram á barborðið. Sennilega hefur blandan af róandi lyfjun- um og áfenginu valdið alvarlegu hjartaáfalli. Vinur hennar bar hana yfir i hús kunningjakonu. Þegar hún gaf ekkert lifsmark frá sér, reyndi hann að lifga hana með blásturs'aðferðinni og hringdi á sjúkrabil. Móðirin sat við rúm með- vitundarlausrar stúlku og talaði við hana Ef heili manns fær ekki súr- efni i fjórar minútur eða lengur, hætta frumur stóra heilans að starfa. Alvarlegar skemmdir verða á miðtaugakerfinu, og talað er um heiladauða. Þegar komið var með Karen á gjör- gæzludeild St. Clare sjúkra- hússins i Denville, var stóri heilinn að miklu leyti hættur að starfa. En rafeindaheilinn, sem er tæki til að mæla rafstrauma heilans, sýndi enn veik merki, sem endurtóku sig reglulega. Augsýnilega var önnur hlið stóra heilans óstarfhæf, en hin starfaði að örlitlu leyti áfram. Þegar engir straumar koma lengur frá heilanum, tala sér- fræðingar um „núlllinur”. Ef um það hefði verið að ræða, hefði Karen verið talin látin. En eins og ástatt var, var hún, i augum lækna hins kaþólska sjúkrahúss, sjúklingur, sem ef til vill hefði lifsvon. öndun og hjartslætti, blóðrás og efna- skiptum var haldið við með tækjum, Það bætti ekki ástand Karenar. Siðan 14. aprii er hún, eins og blaðafyrirsagnir segja, „lifandi látin”. Karen léttist um helming likamsþunga sins, en hún var 60 kiló. Magur likami hennar krepptist svo mikið saman, að hún minnir á fóstur. Andlitið er innfallið og húðin rök af svita. Augun eru opin, en stara aðeins út i loftið. Tvisvar á minútu er eina lifsmarkið sjáanlegt, — hún deplar augunum. Úr bark- anum liggur slanga til öndunar- vélarinnar, sem dælir jafnt og þétt lofti i lungun. Ef vélin væri stöðvuð, myndi öndunin stöðv- ast og hjartað hætta að slá. i fjóra mánuði gerðu kjörfor- eldrar Karenar sér örlitla von um að Karen gæti vaknað úr dauðakenndu dái sinu. Tvisvar á dag settust þau við sjúkra- rúmið, og Juiia Quinlan talaði alltaf lágt til hinnar meðvit- undarlausu. Hún sagði við blaðamenn: — Ég gat ekki farið frá henni, án þess að hafa sagt eitthvað við hana. En eftir þvi sem leið á sumarið og Karen hrakaði stöð- ugt, misstu foreldrarnir trúna á að undur gerðist. Læknarnir lýstu ástandi Karenar eins og óbreytanlegri visnun plöntu. Nú væri kominn timi til, sagði Joseph Quinlan, sem er efna- fræðingur, að láta hana deyja — á sómasamlegan og virðulegan hátt. Hann fór fram á það við stjórn St. Clare sjúkrahússins, að öndunarvélin yrði tekin úr sambandi. Milljónir manna, ekki aðeins i Bandarikjunum, heldur um allan heim, hafa skipzt i tvo hópa varðandi þessa kröfu. Meirihlutinn er þvi fylgjandi að tækið sé tekið úr sambandi. Nú- tima læknisfræði, sem getur sett tæki i stað flestra liffæra nema heilans, skapar ekki aðeins von meðal manna, heldur einnig ótta. Faðirinn vill sjálfur taka tækið úr sambandi Meðan Karen var ennþá lifandi, hafði mál þetta verið rætt í Quinlan-fjölskyldunni. Kjörforeldrarnir muna eftir þvi, að dóttirin hafi sagt, að hún sjálf vildi ekki sæta meðferð, sem drægi liffræðilegan dauðdaga á langinn, á lokastigi ólæknandi sjúkdóms. Dagblað Vatikansins „Osser- vatore Romano”, gerðist tals- maður andstæðinganna fyrir skömmu. Guðfræðingurinn Gino Convetti skýrði frá þvi i blaðinu, að það yrði að meðhöndla hina ungu bandarisku stúlku áfram. — Mannslifi verður að halda viö fram að yztu mörkum. Visindin færðu út landamæri sin á degi hverjum og fyndu lækningaað- ferðir gegn sjúkdómum, sem til þessa hefðu verið álitnir ósigr- andi. Þegar i september hafnaði sjúkrahúsið að verða við kröfu kjörföður Karenar af fyrr- greindri ástæðu, og einnig af áhyggjum yfir að stöðvun öndunarvélarinnar gæti verið álitin manndráp samkvæmt bandariskum lögum. Þá fór Joseph Quinlan fyrir dómstól- ana i Morristown með mál, sem er einsdæmi i réttarsögunni. Hann krafðist þess að mega sjálfur taka öndunarvélina úr sambandi ,,til þess að binda enda á tilveru dóttur minnar með virðingu og i náð og friði.” Læknir varar viö sjúkra- deildum fullum af skrimslum i samráði við kaþólska presta, sem setja sig upp á móti Vatikaninu i þessu dæmi, grundvallar faðirinn liknar- dauðakröfu sina lika á trúarleg- um rökum: Jarðneskt lif sé samkvæmt rómversk-kaþólskri trú aðeins millistig til eilifs iifs. Þannig sé ekki skylda að binda tilveru Karenar i tilgangsleysi við öndunarvél. Hugleiðingar um raunverulegan vilja Guðs voru einnig á dagskrá i Morris- town. Hvað vill Guð eiginlega? Vill hann láta Karenu deyja eða viðhalda likamlegri tilveru hennar? 1 einu dæminu yrði trúaður kristinn maður að slökkva á tækinu, i hinu að halda þvi i gangi, þangað til ekki eini’. sinni væri hægt að framkvæma óeðlilega öndun við likama stúlkunnar. A fyrsta stigi umræðnanna I timburklæddum fundarsal héraðsdómsins i Morristown lét Robert Muir dómari, sem er sérfræðingur i sveitarrétti, þýð- ingarmikla persónu úr lækna- stétt fyrst hafa orðið. Taugasér- fræðingurinn dr. Julius Korein frá New York, sem hafði áður aðeins staðfest „ósjálfráð” yfir- borðskennd viðbrögð við ertingu eins og ljósi, sársauka, hávaða og lykt, taldi, að sjúklingurinn væri óhæfur tii að hugsa. Hún væri eins og barn, sem hefði fæðzt án heila. Engu væri hægt að breyta þar um. Taugasérfræðingurinn kom fram með þá kröfu, að hinir óvenjulegu möguleikar nýtizku gjörgæzlustöðvar yrðu notaðir i þágu sjúklinga, sem hefðu von um bata. Annars yrðu sjúkra- húsin brátt yfirfull af heilalaus- um skrimslum. Kaþólski sjúkrahúspresturinn Pascaie Cacaovalla tók i sama streng. Hann studdi kjörföðurinn Quin- lan, sem hafði sárbænt réttinn: — Takið Karen úr stállunganu, svo að hún geti falizt guði á hönd. Faðirinn varð siðan að hlusta á ásakanir verjandans, sem ver hina meðvitundarlausu dóttur hans. M álafærslumaðurinn Daniel Coburn fannst sér bera skylda til að halda uppi vörnum fyrir ,,rétt Karenar Quinlan til að lifa samkvæmt stjórnar- skránni”. Það að taka öndunar- vélina úr sambandi væri dráp. Þessi 32 ára gamli maður gekk svo langt að halda þvi fram, sem enginn annar i salnum gerði, að Karen ætti batavon. Málafærslumaður, sem talaði fyrir hönd St. Clare sjúkrahúss- ins, beindi þeim tilmælum til réttarins, að örlög stúlkunnar yrðu látin liggja í höndum lækn- anna. Enginn dómari gæti firrt læknana ábyrgð. Meðan Muir dómari vó og mat hvernig dómsúrskurðurinn ætti að hljóða, geröi St. Clare sjúkrahúsið reikningsyfirlit yfir sjúkrahúskostnaðinn fyrir meðhöndlun Karenar Quinlan. Reikningurinn fyrir fyrstu sex mánuðina: 130.000 dollarar. Þar sem stúlkan var ekki i sjúkra- samlagi, er enn i rannsókn, hver á að greiða kostnaðinn, hjálpar- stofnun á vegum rikisins eða kjörforeldrarnir, sem ekki eru sérstaklega efnaðir. (Þýtt MM) Föstudagur 21. nóvember 1975. Karcn Quinlan var 21 árs þegar hún datt niður eftir að hafa neytt róandi lyfja og áfengis. Með alvarlegar ólæknandi lieilaskemmdir var hún tengd við öndunartæki. An tækisins mundi hún dcyja, i tengslum við tækið gerir likami hennar veik viðbrögð gagnvart sársauka, hávaða og Ijósi. Læknarnir veigra sér við að binda enda á Hf af þessu tagi. i liálft ár hafa Quinlan hjónin orðið að horfa upp á, hvernig lif kjördóttur þeirra fjarar út.en hún er meðvitundarlaus I tengslum viö öndunarvél. An árangurs mæltist Joseph Quin- lan til þess við læknana að þeir tækju tækið úr sambandi. Föstudagur 21. nóvember 1975. TÍMINN 11 Tónlistargagnrýni Af fjórðu tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands FJÓRÐU tónleikar Sinfóniu- hljómsveitar tslands voru haldnir i Háskólabiói 13. nóvem- ber 1975. Stjórnandi var Karsten Andersen, aðalstjórnandi hljómsveitarinnar, en einleik- arar tvær ungar dömur, Hideko Udagawa frá Tokyo og Gayle Smith frá Los Angeles. Auk þess söng kór Menntaskólans við Hamrahlið, en kórstjóri hans er Þorgerður Ingólfsdóttir. Þrjú verk voru á efnisskránni, eftir Claude Debussy, Arna Björns- son og Jóhannes Brahms. Noktúrnurnar þrjár eftir Debussy heita Nugaes (ský), Féter (hátið) og Sirénes (Siren- ur). Þessar noktúrnur eru ákaf- lega fallegt og skemmtilegt verk, og voru stórvel fluttar af hljómsveit og kór. Meðan verið var að flytja hina fyrstu þeirra tindust 20-30 manns i salinn og ráfuðu þar um leitandi að sæt- um sinum. Þennan ósið ættu forráðamenn tónleikanna að fyrirbyggja með þvi að loka sal- ardyrunum þegar hljómlistin hefst, og hleypa hinum siðbúnu gestum ekki inn fyrr en milli verka. Tónleikaskráin lýsir þessum verkum Debussys þannig aö ekki verður á betra kosið: „Debussy leitaðist við, eins og margir listabræður hans gerðu i ljóðum og myndum sinum, að skapa hughrif með tónlist sinni. t staö túlkunarmáttar verða blæbrigðin i fyrirrúmi, og um- hverfisáhrif koma i stað sinfón- iskra laghátta. Hann málar af hljómlitaspjaldi sinu tindrandi tibrá i gagnsæjum þokuhjúp og nær með þeim hætti jafn fjöl- breyttum áhrifum og vinir hans gerðu i listaverkum sinum. Glitrandi tónaflóðið mettast duimögnuðum töfrum, sem fin- gerð viðkvæmni tvinnast saman við á þann hátt, sem frans- mönnum einum virðist lagið...” Noktúrnurnar eru semsagt e.k. prógrammtónlist: Hin fyrsta lýsir skýjafari, eða leitast öllu heldur við að fram- kalla hughrif manns sem horfir upp i loftið, önnur um hátiðar- höld með skrúðgöngu og lúðra- blæstri, og i hinni þriðju „hljómar heillandi hafmeyja- söngur i vaggandi öldunið”. Þeir, sem sáu og heyrðu hinn glæsilega sirenukór Mennta- skólans við Hamrahlið munu taka undir með Ogden Nash, sem yrkir: „I would rather see one of the Sirens than two Lord Byrons”. Sirenur eru til vor komnar úr Odysseifs-kviðu. Gyðjan Kirka leggur Ódysseifi lifsreglurnar um það hvernig hann eigi að sleppa fram hjá eyjum Sirenanna (i þýðingu Sveinbjarnar Egilssonar): „Hin tignarlega Kirka talaði þá til min þessum orðum: „Þannig eru þá allar þessar þrautir unnar. Hygg nú að þvi, sem ég segi þér, mun og guð sjálfur minna þig þar á. Fyrst muntu koma til Sirena, er seiða alla menn, er nokkur kemur nærri þeim. Ef nokkur nálgast Sirenur óvörum og heyrir rödd þeirra, þá mun ekki kona hans koma á fund hans, né ungbörn hans verða fegin heim- <? komu hans, þvi Sirenur sitja á engi nokkru og seiða menn meö snjöllum söng, þar er hjá þeim stór hrúga af beinum þeirra manna, er fúna þar og þorna upp i skinni. Þú skalt róa langt út frá þeim, þú skalt taka upp hungangs ætt vax, og hnoða, og drepa i eyru förunauta þinna, svo enginn þeirra heyri. En langi þig sjálfan til að heyra, þá skulu þeir binda þig á þvi" fljóta skipi á höndum og fót- um uppréttan við siglufót- inn, og festa reipsendana við siglutréð getur þú svo með þvi móti haft þá skemmtun, að heyra rödd beggja Sir- ena. En ef þú biður félaga þina, og mælist til, að þeir leysi þig, þá skulu þeir binda þig meðenn fleiri böndum „Odysseifur fór i öllu að fyrir- mælum Kirku: „Þá tók ég stóra vaxköku og skar i smátt með beittu eirsaxi, óg hnoðaði milli minna sterku handa. Blotnaði vaxið skjótt, þvi mitt mikla afl og skin hins máttuga Heliuss Hýperionssonar knúði það. Sið- an drap ég þvi i eyru á öllum skipverjum, en þeir bundu mig innanborðs á höndum og fótum uppréttan við siglutréð, settust siðan niður og lustu árum hinn gráa sæ. Nú vorum vér komnir svo nærri, að mál mátti nema, þvi vér rérum hart þá urðu þær varar við, að hið örskreiða skip renndi þar hjá, og hófu upp snjallan söng: „Kom hingað lofsæli Odysseifur, prýðimaður Akkea! Legg hér að skipi þinu, svo þú megir heyra sönghljóð okkar beggja, þvi enn hefur Hydrodamalis af ættbálki Sirenia (sækýr) enginn farið hér svo framhjá á skipi, að hann hafi ekki fyrst hlýtt á hina sætthljómandi rödd af munnum vorum, enda fer sá svo á burt, að hann hefir skemmt sér og er margs fróð- ari.” Sirenur og hafmeyjar eru annars náskyldar, og er hug- myndin talin stafa af missýnum langsigldra sæfara, er sýndust sækýr (Sirenia) vera fagrar meyjar er dilluðu sér seiðandi i öldunum (sjá mynd). Kór Menntaskólans við Hamrahlið söng fagurlega eins og Sirenum býður, og Hljóm- sveitin sýndi sitt bezta. Var vel að þessum flutningi staðið á all- an hátt. Hljómsveitarsvita Arna Björnssonar, Upp til fjalla, er fyrsta hljómsveitarverkið sem hann samdi. Hún er byggð á alkunnum stefjum ,,úr Bjarna Þorsteinssyni”, og tónmyndum, sem minna á fjöll og dali, tröll og álfa. Mé fannst skemmtilegt að heyra þetta verk. Svona ortu islenzku tónskáldin fyrra helm- ing aldarinnar, og sé hægt að tala um islenzka tónlist, sem allir þekkja sem siika þótt þeir hafi hvori heyrt verkið áður, né viti nein deili á þvi, þá er það „sveitasælumúsik” i stil Upp til fjalla. Siðasta verkið á efnisskránni var Konsert fyrir fiðlu og selló i a-moll eftir Jóhannes Brahms. Þessi konsert er mikið verk og voldugt, eins og allur skáid- skapur Brahms. Enda var hann ekki skrifaður fyrir ungar stúlk- ur, þótt seigir spiiarar séu. Brahms skrifaði ákaflega erfða músik.og það er i rauninni að- eins á færi hinna þroskuðustu tónlistarmanna, sem lagt hafa öll tæknivandræði að baki, að skila honum svo mynd sé á. Ungu stúlkurnar, Udagawa og Smith gerðu margt vei. En þær vantaði þann myndugleik sem nauðsynlegur er, og virtust auk þess ekki ráða meira en svo við suma staðina. Samleikur þeirra og hljómsveitarinnar var heldur ekki nógu góður á köflum: ein- leikshljóðfærin vildu drukkna i hljómhviðunum, og tætingslegt yfirbragð benti til þess að verk- ið hefði þolað meir æfingu. Aö lokum var hljómsveit og einleikurum ákaft fagnað og hinum siðarnefndu bornir veg- legir blómvendir. Sigurður Steinþórsson Á BÓKAMARKAÐINUM er að verulegu leyti byggt á bernskuminningum skáldsins og samanburði á þvi lifi sem nú er lifað og lifinu eins og það var ná- lægt siðustu aldamótum. Hagleiksverk Hjálmars i Bólu heitir ný bók eftir dr. Kristján Eldjárn, forseta tslands. Eins og kunnugt er var Bólu-Hjálmar ekki einungis eitt af höfuðskáld- um sinnar tiðar —og þótt gerður væri samanburður sem næði til skálda bæði fyrir og eftir hans daga — heldur var hann einnig mikill hagleiksmaður i höndum og skar út kistur, rúmfjalir, hillur, kistla og fleira. I þessari bók eru yfir sextiu myndir af ýmsum beztu hagleiksverkum Hjálmars. Stærsta og veigamesta verkið, sem Helgafell gefur út i ár, er heildarútgáfa á ljóðum Magnúsar Ásgeirssonar, þýddum og frum- sömdum. Verkið er i.tveim bind- um, og fylgir þvi ritgerð eftir Kristján Karlsson bókmennta- fræðing, sem var nákunnugur Magnúsi. Anna Guðmundsdóttir, ekkja Magnúsar Asgeirssonar, ritar formálsorð, og birt er eftir- mælagrein, sem Ragnar Jónsson skrifaði, þegar Magnús féll frá. Þá gefur Helgafell út Timann og vatnið eftir Stein Steinarr, myndskreytt af Einari Hákonar- syni listmálara. Skáldsaga Jo‘ns Thoroddsens, Maður og kona, kemur út hjá Helgafelli i nýrri viðhafnarút- gáfu,ogerui bókinni yfir fjörutiu listaverk eftir Gunnlaug Scheving. Að lokum er svo skáldsagan Una saga danska, eftir Þórarin Helgason, bónda i Þykkvabæ i Landbroti. Er efni hennar meðal annars sótt i Landnámu. Haust- og jólabækur Helgafells 1975 Halldór Laxness Nina Björk Arnadóttir Steinn Steinarr Magnús Asgeirsson Bótu Hjálmar EIN af þrem haustbókum Helgafells er Fólk á förum eftir Ragnhildi ólafsdóttur, sem lengi hefur verið búsett i Danmörku. Bókin gerist á elliheimili i vel- ferðarriki (Danmörku) en Ragn- hildur hefur einmitt starfað á slikri stofnunum árabil og þekkir vel vandamál þeirra, sem dveijast i „biðsal dauðans”. Bókin er skrifuð af mikilli reynslu og þekkingu, enda hefur hún hlotið ágætar viðtökur i Dan- mörku. byggð á samtima heimildum, yfirheyrslum og réttarskjölum varðandi Kambsránið. Þótt bókin segi frá sönnum atburðum, er hún bókmenntalegt verk. Henni svipar um margt til tsiendinga- sagna og ævísögu séra Jóns Steingrimssonar, eldklerksins fræga. Af þeim bókum, sem komið hafa siðar á haustinu, og standa nær jólamarkaði ársins, ber fyrst að nefna nýtt og glæsi- legt skáldverk Halldórs Laxness. Nefnistþað t túninu heima, og önnur bók haustsins er litil ljóðabók eftir Ninu Björk Árna- dóttur. Þetta er i rauninni sam- felldur ljóðafiokkur, og fjallar hann um Jesúm Krist. Þriðja haustbók Helgafells er litil ljóðabók eftir Ninu Björk Arnadóttur. Þetta er i rauninni samfelldur ljóðaflokkur, og fjallar hann um Jesúm Krit. Þriðja haustbók Helgafells er Sagan af Þuriði formanni og Kambránsmönnum eftir Brynjúlf Jónssonfrá Minna-Núpi. Bókin er

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.