Tíminn - 21.11.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 21.11.1975, Blaðsíða 11
Fbstudagur 21. nóvember 1975. TÍMINN 11 Tónlistargagnrýni Af f jóröu tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands FJÓRÐU tónleikar Sinfóniu- hljómsveitar Islands voru haldnir i Háskólabiói 13. nóvem- ber 1975. Stjórnandi var Karsten Andersen, aðalstjórnandi hljómsveitarinnar, en einleik- arar tvær ungar dömur, Hideko Udagawa frá Tokyo og Gayle Smith frá Los Angeles. Auk þess söng kór Menntaskólans við Hamrahlið, en kórstjóri hans er Þorgerður Ingólfsdóttir. Þrjú verk voru á efnisskránni, eftir Claude Debussy, Arna Björns- son og Jóhannes Brahms. Nokturnurnar þrjár eftir Debussy heita Nugaes (ský), Féter (hátið) og Sirénes (Siren- ur). Þessar noktúrnur eru ákaf- lega fallegt og skemmtilegt verk, og voru stórvel fluttar af hljómsveit og kór. Meðan verið var að flytja hina fyrstu þeirra tindust 20-30 manns i salinn og ráfuðu þar um leitandi að sæt- um sinum. Þennan ósið ættu forráðamenn tónleikanna að fyrirbyggja með þvi að loka sal- ardyrunum þegar hljómlistin hefst, og hleypa hinum siðbúnu gestum ekki inn fyrr en milli verka. Tónleikaskráin lýsir þessum verkum Debussys þannig að ekki verður á betra kosið: „Debussy leitaðist við, eins og margir listabræður hans gerðu i ljóðum og myndum sinum, að skapa hughrif með tónlist sinni. 1 stað túlkunarmáttar verða blæbrigðin i fyrirrúmi, og um- hverf isáhrif koma i stað sinfón- iskra laghátta. Hann málar af hljómlitaspjaldi sinu tindrandi tibrá i gagnsæjum þokuhjúp og nær með þeim hætti jafn fjöl- breyttum áhrifum og vinir hans gerðu i listaverkum sinum. Glitrandi tónaflóðið mettast dulmögnuðum töfrum, sem fin- gerð viðkvæmni tvinnast saman við á þann hátt, sem frans- mönnum einum ' virðist lagið....." Noktúrnurnar eru semsagt e.k. prógrammtónlist: Hin fyrsta lýsir skýjafari, eða leitast öllu heldur við að fram- kalla hughrif manns sem horfir upp i loftið, önnur um hátiðar- höld með skrúðgöngu og lúðra- blæstri, og i hinni þriðju „hljómar heillandi hafmeyja- söngur i vaggandi öldunið". Þeir, sem sáu og heyrðu hinn glæsilega sirenukór Mennta- skólans við Hamrahlið munu taka undir með Ogden Nash, sem yrkir: ,,I would rather see one of the Sirens than two Lord Byrons". Sirenur eru til vor komnar úr Odysseifs-kviðu. Gyðjan Kirka leggur Ódysseifi lifsreglurnar um það hvernig hann eigi að sleppa fram hjá eyjum Sirenanna (i þýðingu Sveinbjarnar Egilssonar): „Hin tignarlega Kirka talaði þá til min þessum orðum: „Þannig eru þá allar þessar þrautir unnar. Hygg nú að ' þvi, sem ég segi þér, mun og guð sjálfur minna þig þar á. Fyrst muntu koma til Sirena, er seiða alla menn, er nokkur kemur nærri þeim. Ef nokkur nálgast Sirenur óvörum og heyrir rödd þeirra, þá mun ekki kona hans koma á fund hans, né ungbörn hans verða fegin heim- komu hans, þvi Sirenur sitja á engi nokkru og seiða menn með snjöllum söng, þar er hjá þeim stór hrúga af beinum þeirra manna, er fúna þar og þorna upp i skinni. Þú skalt róa langt út frá þeim, þú skalt taka upp hungangs ætt vax, og hnoða, og drepa i eyru förunauta þinna, svo • enginn þeirra heyri. En langi þig sjálfan til að heyra, þá_ skulu þeir binda þig á þvi fljóta skipi á höndum og fót- um uppréttan við siglufót- inn, og festa reipsendana við siglutréð getur þú svo með þvi móti haft þá skemmtun, að heyra rödd beggja Sir- ena. En ef þú biður félaga þina, og mælist til, að þeir leysi þig, þá skulu þeir binda þig með enn fleiri böndum „Odysseifur fór i öllu að fyrir- mælum Kirku: „Þá tók ég stóra vaxköku og skar i smátt með beittu eirsaxi, óg hnoðaði milli minna sterku handa. Blotnaði vaxið skjótt, þvi mitt mikla afl og skin hins máttuga Heliuss Hýperionssonar knúði það. Sið- an drap ég þvi i eyru á öllum skipverjum, en þeir bundu mig innanborðs á höndum og fótum uppréttan við siglutréð, settust siðan niður og lustu árum hinn gráa sæ. Nú vorum vér komnir svo nærri, að mál mátti nema, þvi vér rérum hart þá urðu þær varar við, að hið örskreiða skip renndi þar hjá, og hófu upp snjallan söng: „Kom hingað lofsæli Odysseifur, prýðimaður Akkea! Legg hér að skipi þinu, svo þú megir heyra sönghljóð okkar beggja, þvi enn hefur Hydrodamalis af ættbálki Sirenia (sækýr) enginn farið hér svo framhjá á skipi, að hann hafi ekki fyrst hlýtt á hina sætthljómandi rödd af munnum vorum, enda fer sá svo á burt, að hann hefir skemmt sér og er margs fróð- ari." Sirenur og hafmeyjar eru annars náskyldar, og er hug- myndin talin stafa af missýnum langsigldra sæfara, er sýndust sækýr (Sirenia) vera fagrar meyjar er dilluðu sér seiðandi i öldunum (sjá mynd). Kór Menntaskólans við Hamrahlið söng fagurlega eins og Sirenum býður, og Hljóm- sveitin sýndi sitt bezta. Var vel að þessum flutningi staðið á all- an hátt. Hljómsveitarsvita Arna Björnssonar, Upp til fjalla, er fyrsta hljómsveitarverkið sem hann samdi. Hún er byggð á alkunnum stefjum „úr Bjarna Þorsteinssyni", og tónmyndum, sem minna á fjöll og dali, trölí og álfa. Mé fannst skemmtilegt aðheyra þetta verk. Svona ortu islenzku tónskáldin fyrra helm- ing aldarinnar, og sé hasgt að tala um islenzka tónlist, sem allir þekkja sem slika þótt þeir hafi hvori heyrt verkið áður, né viti nein deili á þvi, þá er það „sveitasælumúsik" i stil Upp til fjalla. Siðasta verkið á efnisskránni var Konsert fyrir fiðlu og selló i a-moll eftir Jóhannes Brahms. Þessi konsert er mikið verk og voldugt, eins og allur skáld- skapur Brahms. Enda var hann ekki skrifaður fyrir ungar stúlk- ur, þótt seigir spilarar séu. Brahms skrifaði ákaflega erfða músik.og það er i rauninni að- eins á færi hinna þroskuðustu tónlistarmanna, sem lagt hafa óll tæknivandræði að baki, að skila honum svo mynd sé á. Ungu stúlkurnar, Udagawa og Smith gerðu margt vel. En þær vantaði þann myndugleik sem nauðsynlegur er, og virtust auk þess ekki ráða meira en svo við suma staðina. Samleikur þeirra og hljómsveitarinnar var heldur ekki nógu góður á köflum: ein- leikshljóðfærin vildu drukkna i hljómhviðunum, og tætingslegt yfirbragð benti til þess að verk- ið hefði þolað meir æfingu. Að lokum var hljómsveit og einleikurum ákaft fagnað og hinum siðarnefndu bornir veg- legir blómvendir. Sigurður Steinþórsson Á BOKAMARKADINUM Haust- og jólabækur Helgafells 1975 EIN af þrem haustbókum Helgafells er Fólk á förum eftir Ragnhildi ólafsdóttur, sem lengi hefur verið búsett i Danmörku. Bókin gerist á elliheimili i vel- ferðarriki (Danmörku) en Ragn- hildur hefur einmitt starfað á slikri stofnunum árabil og þekkir vel vandamál þeirra, sem dveljast i „biðsal dauðans". Bókin er skrifuð af mikilli reynslu og þekkingu, enda hefur hún hlotið ágætar viðtökur i Dan- mörku. önnur bók haustsins er litil ljóöabók eftir Ninu Björk Arna- dóttur. Þetta er i rauninni sam- felldur ljóðaflokkur, og fjallar hann um Jesúm Krist. Þriðja haustbók Helgafells er litil ljóðabók eftir Ninu Björk Arnadóttur. Þetta er i rauninni samfelldur ljóðaflokkur, og fjallar hann um Jesúm Krit. Þriðja haustbók Helgafells er Sagan af Þuriði formanni og Kambránsmönnum eftir Brynjúlf Jónsson frá Minna-Núpi. Bókin er byggð á samtima heimildum, yfirheyrslum og réttarskjölum varðandi Kambsránið. Þótt bókin segi frá sönnum atburðum, er hún bókmenntalegt verk. Henni svipar um margt til Islendinga- sagna og ævisögu séra Jóns Steingrimssonar, eldklerksins fræga. Af þeim bókum, sem komið hafa siðar á haustinu, og standa nær jólamarkaði ársins, ber fyrst að nefna nýtt og glæsi- legt skáldverk Halldórs Laxness. Nefnistþað 1 túninu heima, og WSíMsgmmm Halldór Laxness Nina Björk Arnadóttir Steinn Steinarr er að verulegu leyti byggt á bernskuminningum skáldsins og samanburði á þvi lifi sem nú er lifað og lifinu eins og það var ná- lægt siðustu aldamótum. Hagleiksverk Hjálmars i Bólu heitir ný bók eftir dr. Kristján Eldjárn, forseta Islands. Eins og kunnugt er var Bólu-Hjálmar ekki einungis eitt af höfuðskáld- um sinnar tiðar — og þótt gerður væri samanburður sem næði til skálda bæði fyrir og eftir hans daga — heldur var hann einnig mikill hagleiksmaður i höndum og skar út kistur, rúmfjalir, hillur, kistla og fleira. I þessari bók eru yfir sextiu myndir af ýhisum beztu hagleiksverkum Hjálmars. Stærsta og veigamesta verkið, sem Helgafell gefur út i ár, er heildarútgáfa á ljóðum Magnúsar Ásgeirssonar, þýddum og frum- sömdum. Verkið er i.tveim bind- um, og fylgir þvi ritgerð eftir Kristján Karlsson bókmennta- fræðing, sem var nákunnugur Magnúsi.Anna Guðmundsdóttir, ekkja Magniisar Asgeirssonar, ritar formálsorð, og birt er eftir- mælagrein, sem Ragnar Jónsson skrifaði, þegar Magnús féll frá. Þá gefur Helgafell út Timann og vatnið eftir Stein Steinarr, myndskreytt af Einari Hákonar- syni listmálara._ Skáldsaga Jóns Thoroddsens, Maður og kona, kemur út hjá Helgafelli i nýrri viðhafnarút- gáfu,ogerui bókinniyfir fjörutiu listaverk eftir Gunnlaug Scheving. Að lokum er svo skáldsagan Una saga danska, eftir Þórarin Helgason, bónda i Þykkvabæ i Landbroti. Er efni hennar meðal annars sótt i Landnámu. Magnús Asgeirsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.