Tíminn - 21.11.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 21.11.1975, Blaðsíða 13
Föstudagur 21. nóvemher 1975. TÍMINN 13 illJBL'i |il| liiiiBiIlHl, Borgarfjarðarbrúin Friðrik Þorvaldsson skrifar: í Lesbók Mbl. 12. okt. er grein um ótimabæra veizlu, sem sam- gönguráðherra sé að láta þjóðina halda fyrir Borgnesinga. Ég hygg, að hinn ágæti greinarhöf- undur hafi ekki skoðað þetta frá nógu mörgúm sjónarhornum. Samt fór nú svo, að Þjóðviljinn endurprentaði greinina 14 s.m. orðrétt. Það sýnist þvi vera nokkur breidd i þröngsýninni, en þessi sameiginlega ádeila er um hraðbraut og brúarstubb yfir Borgarfjörð, samtals tæpl. 2 km að lengd, milli Seleyrar og lands, austanvert við Borgarneskaup- tún. Það er laukrétt, að hinn at- hafnasami bær stendur þarna á norðurbakkanum, en það er álika naglaskapur að telja, að ibúar þar sitji einir að þessum umbót- um svo sem þvi hefði veriö haldið fram, að Hvi'tárbrúin hefði verið gerð i þágu bændanna i Ferjukoti og Hvitárvöllum. Þeir voru slikir félagshyggjumenn og framsýnir höfðingjar að umbera möglunar- laust, að á öllu laxveiðitimabilinu 1928 væri skvampað i ánni við stöplagerð og uppslátt. Mér er sem ég kenni andblæ frá dögum Tryggva Þórhallssonar eftir að núverandi samgönguráðherra, Halldör E. Sigurðsson, kom til valda. Alit þeirra fer saman um það m.a., að samgöngur eiga að stytta bilið milli byggða, svo að léttara, ódýrara og manneskju- legra verði að lifa og starfa i landinu. Hinn ágæti fræðin\aður og Austlendingur, Benedikt Gislason frá Hofteigi hefur i dag staðfest við mig með tilvitnun i heimildir, að landsjóður hafi varið 16% af tekjum sinum til að smíða hina 302 m löngu Lagarfljótsbrú árið 1905. Hverjir sátu að þvi „veizlu- borði”, veitég ekki, en þótt Egils- staðakauptún hefði þá verið á öðrum bakkanum, er vafasamt, að nokkrum hefði dottið i hug að sneypa ibúana með þvi, að nú væri verið að dekra við þá. Sam- göngur eru félagslegt átak, og á fyrri hluta þessarar aldar ræddu menn um að vegir væru kerfi. Þegarþessi tæplega 2km spotti kemst i notkun, og þegar litið eitt lengri brú verður komin yfir Hvalfjörð, mun flutningaleið úr Borgarfirði t.d. með afurðir stytt- ast um meira en helming, og hin samvizkusamlega verðlagning á búvöru mun láta það koma fram gagnvart neytendum. Þannig verður öll stytting á vegum þjóðhagsleg velferð á breiðum grundvelli. Snæbjörn Jónasson verkfræð- ingur gerði þessari vegabót ágæt skil i sjónvarpsþætti. Sá þáttur og almenn rökhyggja tóku af öll tvi- mæli um réttmæti þessarar fram- kvæmdar. Vist eru erfiðir timar nú. Þeir hafa verið það áður. Mér er minnisstætt peningaleysið, þegar Hvftárbrúin var gerð. En þjóðin mun ekki leggjast i hiði fremur en þá. Fólkið þarf vinnu og lifibrauð, og i þvi falli er vegagerð hentug, auk þess að skapa velmegun eftirleiðis. Ég tel það óþurftar- verk, þegar loks djarfar fyrir stórhug i þessum málum, að espa upp hreppapólitik, rétt eins og vegakerfið væri fyrir einn mann eða eina sveit. Þrátt fyrir það, að Snæbjörn Jónasson upplýsti, að kostnaður yrði allt að helmingi minni en greinarhöfundur og eftirprentari hans álita, er það málefni út af fyrir sig að horfa i peninginn, og auðvelt að pexa um það, hvort betra sé að gera þetta eða hitt. Ég veit að þessi fram kvæmd er vel undirbúin. Talað var um tvær bryr, sem við þessar aðstæður var réttilega horfið frá. Það verð- ur hægara að hemja hafrennslið og árnar i einni gátt, og mun þó ástæða til að kviða þeirri straum- kvörn, sem þar mun svarra. En að öðru leyti þarf ekki að óttast. Eyrin i Hvalfirði sýnir stöðug- leika sandfyllinga, og vestur i Staparsveit er ölduhryggur, sem Atlantshafið hefur gert. Skammt frá Atlantic City gnauðar sama haf á sandeiði, en eftir þvi endi- löngu liggur hraðbraut. Þetta ótrúlega mjóa og lága eiði er grjótbryddað sjávarmegin, en hinum megin er vatnasvæði með seglbáta á þönum. Ég hef rökstudda vissu um það, að þessi framkvæmd verður ekki eins dýr og ýmsir hyggja. Þaðfer eftir aðferðum og út- sjónarsemi, hve marga daga tekur að dæla úr hinum oþrjót- andi sandflákum inn i vegarstæði, sem ýmist allt eða að mestu leyti er á þurru um fjörur. Ég hef séð svipað verkefni i sambandi viö japönsk/Kanadisk viðskipti, skammt frá Tsawwassen á' vesturströnd Norður-Ameriku. Alengdar sá ég ekki dælurnar, sem voru á flotprömmum úti fyrir uppfyllingunum, en ég sá þann landburð af sandi, sem haugaðist upp og ég ætla ekki að reyna að lýsa. Hver maður, sem aðeins hefur séð hið islenzka mjatl, kynni að telja það upp- spuna. Já, það er málefnalegt að horfa i peninginn. Árið 1972 luku Sviar við brú, sem er með 5 siglingabil- um. rúmlega 6 km á lengd og helmingi breiðari en Borgar- fjarðarbrúin verður, fyrir 345 milljónlr isl. kr. hvern km. Og á sl. sumri bauðst enskt fyrirtæki til að gera Bfj.brúna fyrir miklu lægri fjárhæð en nú er nefnd, og lána framkvæmdaféð i 15 ár með 7% vöxtum og affallalaust. Þetta fyrirtæki var stofnað 1877, og snemma á árum byggði það Zambesibrúna, sem nýlega kom við sögu i sambandi við leiðtoga- fund. Á hundraðasta afmælisár- inu mun brúarfyrirtæki þetta ljúka við lengstu hengibrú i heimi. Það verður þvi skammt stórra högga milli, þvi i fyrra af- henti það Brasiliustjórn fullgerða tæpl. 14 kflómetra langa brú, sem heitir þvi virðulega nafni Ponte Presidente Artur Costa de Silva. Rúml. 13 km brúarinnar eru úr steinsteypu, en siglingabilin (848 m) eru úr stáli. Liklega hafa að- eins tveir Islendingar skoðað þessa brú, þ.e. Jón Ármann Jléðinsson alþm. og Valgarð Ólafsson frkvstj. Þessi brú á að baki sér langa baráttusögu. Hún sparar 2 1/2 klst. akstur inn fyrir fjarðarbotn og leysti af hólmi ferjukvotlið milli Rió og Niterói. Með þetta i huga minnist ég þess nú, að þýzkur verkfræðingur sagði eitt sinn við mig sem svo: Ef þér veiktust af torkennilegum sjúkdómi, er liklegt, að þér yrðuð sendur á erlent sjúkrahús, þar sem reynsla og meiri þekking kynni að vera til boða, eða sér- fræðingur kallaður til. Þetta er alþekkt um allan heim. Ef þið þurfið að gera vandasama fram kvæmd og hafið ekki reynslu að sinni, er eðlilegt að leita til er- lendra manna. Þetta er einnig þekkt um allan heim og þykir varkárni og trygging. Svo mælti hann, og sannast sagna held ég að það sé ekki for- hiaupin tið að huga að þessu i sambandi við okkar umdeildu brúargerð. Þótt mér sé hlýtt til okkar vegagerðarmanna, æðri sem lægri, og vilji veg þeirra sem mestan, þá þykir mér þó vænna um þjóðina. Hennar vegna hefði átt að fá Englendingana með sitt ókeypis námskeið að botnleysinu út af Seleyri, ekki sizt vegna þess að þeir eru sérfræðingar i stöpla- gerðá djúpum leirum og við lagn- ingu steinsteyptra vega. 1 svipinn man ég ekki hvað þeir hafa kom- izt dýpst i botnlög, en þeir eru ekki fjarri heimsmeti Portúgala við Salazarbrúna (85 m). Hitt man ég, að þeir hafa gert stöpla, sem frá brúargólfi niður að botni eru 120 m langir. Samvinna hins enska brúagerðarfélags við inn- lenda verktaka er alkunn vitt um heim, og hefði orðið hér til mikils ábata, auk þess sem brúin hefði margborgað sig á lánstimabilinu. Þessi Morgunblaðsgrein var ekki upplifgandi. Að visu hefur hér verið unnið töluvert við brýr, en það er eins og viss uggur hafi verið gagnvart stórbrúm, og er vegamálastjórninni ekki einni þar um að kenna. Hérahátturinn i sambandi við þessa brú lyftir ekki undir. Vafasamt er, hvort nokkur hefir fengið að heyra heimskulegri vaðal viðvikjandi brúm en ég, m.a. það, að sjórinn gæti etið sundurstöpla á nokkrum árum, og óforsvaranlegt gæti raunar verið að gera þá vegna vanhalda á marflóm. En hérvill- ingarnir deyja út eins og við Rió, enda miklu dauðlegri en marfló- in. Sagnir herma, að hinir fornu Súmerar hafi þekkt til brúargerð- ar 3200 árum fyrir Krist, og i Smyrna er brú, sem sannanlega er frá þvi um 850 f. kr. Tickford- brúin er að þessu leyti sem ný- gerð, þótt hún sé frá 1810. Svona hart leikur sagan þá, sem tala og ákvarða, áður en þeir hugsa. Um þýðingu Borgarfjarðarbrú- ar tel ég mig dómbæran. Bæði er, að svæðið þekki ég vel, siðan ég var mótorbátsmaður inn i árnar. og ekki þekki ég siður þessa fjöl- förnu þjóðbraut, sem styttist allt að 30 km til hagsbóta fyrir ná- grennið, allt Vesturland og nær einnig til Norðurlands og viðar. þótt i minni rna’li sé. i samgöngu- málum verður ékki allt gert i einu, en hver varanleg og gagn- ger umbót flýtur fyrir þvi, að þess betur og fyrr kemur röðin að þeim, sem urðu að biða um sinn. INNKAUPASTJÓRAR Munið að gera pantanir fyrir jól TÍMANLEGA GLIT HF HÖFÐABAKKA9 REYKJAVlK listrœn gjöf VIÐ ÖLL TÆKIFÆRI NOTIÐ bAÐBESTA ER KVEIKJAN í LAGI? KVEIKJUHLUTIR í flestar tegundir bíla og vinnuvéla frá Bretlandi og Japan. IILOSSI? H Skipholti 35 * Símar: 8-13-50 verzlun • 8-13-51 verkstæöi • 8-13-52 skrifstofa Heimsfrægar Ijósasamlokur 6 og 12 v. 7" og 5 3/4" Bílaperur — fjölbreytt úrval Sendum gegn póstkröfu um allt land. ARMULA 7 - SIMI 84450 9 i I kjarnbát GERIÐ VERÐSAAAANBURÐ Hveiti 5 Ibs. 276 Flórsykur 1 Ibs. 105 Flóru óvaxtasafi 2 I. 508 Snak Kornflakes 500 gr. 192 Fiskbollur ORA 1/ 168 Tropicana 2 I. 249 Kaffi 1/4 kg. 115 Sahi w.c. pappír 25 rúllur 1.286 Hveiti og sykur í sekkjum Kjöt, kjötvörur, ostar, smjör og fiskur. 1 Ármúld 1a Sími 86111 O .v'V’V

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.