Tíminn - 21.11.1975, Síða 20

Tíminn - 21.11.1975, Síða 20
METSÖLUBÆKUR Á ENSKU í VASABROTI SÍS'FÓDUU SUNDAHÖFN fyrirgódan mai $ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Andldt Francos: Spænskir kommúnistar til róttækra aðgerða! Reuter/Moskvu. I.eiðtogi spænskra kommúnista, Dolores Ibarruri, hvatti spænsku þjóðina til róttækra aðgerða i kjölfar láts Fransiscos Francos, þjóðarleið- toga, sem lézt i fyrrinótt, 82 ára að aldri. Ibarruri, sagði i viðtali við sovézku fréttastofuna Tass i gær, að breytingar á spænsku þjóðskipulagi gætu ekki orðið af sjálfu sér, því þyrfti fjöldinn að gripa til sinna ráða. „Það þarf að skipuleggja útbreidda hreyfingu vcrkamanna og alþýðumanna,” sagði Ibarruri, sem er 79 ára og hefur búið i Moskvu frá þvi i lok borgarastyrjaldarinnar á Spáni, 1929. „Dauði Francos skapar skil- yrði fyrir lýðræði á Spáni,” sagði hún loks. brjátiu daga þjóðarsorg hefur verið fyrirskipuð á Spáni og verð- ur skólum m.a. lokað i eina viku. Fréttir frá Baskahéruðunum, þar sem andspyrna gegn Franco hefur verið hvað mest, herma, að þar sé allt með kyrrum kjörum. Franco verður jarðsettur á laugardag. Franco var á árunum 1927 til 1931 stjórnandi herskólans i Saragossa, en skólanum var lok- að, er lýðveldissinnar tóku við völdum 1931, vegna konungholl- ustu nemenda og kennara skól- ans. Franco varð yfirmaður for- ingjaráðs landhersins 1935 og ári siðar stjórnaði hann uppreisnar- tilraunum fasista og myndaði þá rikisstjórn, sem Þjóðverjar og Italir viðurkenndu þegar i stað og veittu stuðning. Franco útnefndi sig sem foringja 1937. Arið 1947 var þvi lýst yfir, að Franco væri þjóðarleiðtogi ævilangt, og hon- um var jafnframt veitt heimild til þess að útnefna sjálfur eftirmann sinn. Það gerði hann og hinn 22. júli 1969, er hann útnefndi Juan Carlos af Bourbounaætt, sem eftirmann sinn, er hann siðar færi frá. Reuter/Beirut. Til harðra skot- bardaga kom i miðborg Beirut i gær, og létu að minnsta kosti 11 manns lifið. Einnig eru fréttir af átökum I úthverfum borgarinnar. Óttast borgarbúar mjög, að vopnahléð, sem um var samið fyrir um það bil tveimur vikum, sé að fara út um þúfur. Þó að skotbardagarnir í dag hafi ekki verið eins harðir og átökin áður en vopnahléð var undirritað, hvarf allt fólk af göt- um miðborgarinnar. Leyniskytt- ur notfærðu sér ástandið við sólarupprás i morgun, en miklar rigningarhafa verið i borginni að undanförnu. 1 fyrrinótt drundi i eldflaugum og vélbyssum, er til átaka kom milli deiluaðila i suðurhverfum borgarinnar. Það varð mjög til að auka á spennuna i Beirut og i borgunum Sidon og Tyre, en loft- varnarlúðrar voru þeyttir í tilefni þess, að israelskar orrustuflug- vélar flugu inn yfir libanskt yfir- ráðasvæði, en gerðu þó ekki árás. Palestinskir herforingjar skýrðu frá þvi, að skotið hefði verið að israelskum herflug- vélum, sem hefðu flogið yfir libanskt yfirráðasvæði i fyrra- dag. Fyrir skömmu gerðu israelskar orrustuflugvélar árásir á palestlnskar flótta- mannabúðir. Flest likin, sem fundust i gær, fundust i austurhverfum borgar- innar og úthverfum hennar. Margir fréttaskýrendur eru þeirrar skoðunar, að skotbar- dagarnir siðustu daga hafi þann tilgang að grafa undan árangri af starfi nefndar þeirrar, er franska stjórnin hefur sent til Beirut i þvi skyni að aðstoða við lausn deilunnar milli múhameðstrúar- manna og kristinna manna. For- maður nefndarinnar er Couve de Murville, fyrrverandi forsætis- ráðherra Frakklands. 1 gær átti Couve de Murville viðræður við Rashid Karami, for- sætisráðherra, og Kamel A1 Assad, forseta þingsins, en siðan snæddi hann hádegisverð með Suleiman Franjieh, forseta. Couve de Murville hefur gert libönskum ráðamönnum grein fyrir þvi, að franska stjórnin sé algjörlega andvig öllum áform- um um skiptingu Libanon i tvö ríki, riki múhameðstrúarmanna og riki kristinna manna. Libanon var áður frönsk nýlenda, en hlaut sjálfstæði fyrir þrjátiu árum. Múhameðstrúarmenn hafa ásakað kristna menn fyrir að reyna að koma slikri skiptingu i kring. hvetja Hattersley leggst gegn herskipavernd — telur dráttarbátana nægja þar til annað komi í Ijós Reuter/London. Roy Hattersley, aðstoðarutanrikisráðherra Breta, lagðist gegn þvi á brezka þinginu i gær, að brezk herskip yrðu send á tslandsmið til verndar togurun- um þar, en i gær voru uppi hávær- ar raddir um það á þinginu, að herskip ætti að senda til verndar togurunum gegn aðgerðum is- lenzku varðskipanna. Hattersley sagði ennfremur á þinginu, að Bretar gætu hugsað sér að slaka eitthvað til á kröf- unnium llOþúsund tonna árlegan veiðikvóta. Hattersley sagöi, að vernd sú, er togararnir fengju frá dráttar- bátunum fjórum, sem þegar hefðu verið sendir á miðin, væri bezta verndin, sem þeir gætu fengið. „Ef dráttarbátarnir reyn- ast algjörlega ófærir til þess að gegna þessu hlutverki, neyðumst við til að endurskoða afstöðu okk- ar, en enn sem komið er, hafa engin atvik gefið slikt til kynna,” sagði Hattersley. Hann undirstrikaði, að hann væri ávallt reiðubúinn til frekari viðræðna við tslendinga til lausn- ar landhelgisdeilunni, og vonaðist til þess, að islenzka stjórnin væri sömu skoðunar og sú brezka, að frekari viðræður gætu borið árangur. Reginald Maulding, talsmaður stjórnarandstöðunnar i utanrikis- málum lýsti yfir stuðningi ihalds- manna við aðgerðir þær, sem brezka stjórnin hygðist beita til verndar þeim réttindum, sem brezkir sjómenn ættu til veiða við strendur íslands. REAGAN ÆTLAR I FRAMBOÐ — skortir víðsýni til að stjórna á örlaga- tímum segir Percy, þingmaður fró lllinois Rcuter/Washington. Ronald Reagan lýsti þvi yfir i gær, að hann gæfi kost á sér sem forseta- efni Repúblikanaflokksins i Bandarikjunum i kosningunum, er fram eiga að fara á næsta ári. Reagan kvaðst ekki myndu beina spjótum sinum gegn Ford forseta og óskaði þess að baráttan fyrir útnefningu yrði heiðarleg. Reagan, sem var rikisstjóri I Kaliforniu i átta ár, sagði i gær, að hann ætlaði sér að fylgja „ellefta boðorðinu”, „þú skalt ekki tala illa um flokksbræður þina.” Hann sagðist hafa gert nákvæman lista yfir þau atriði, þar sem skildi á með honum og Ford forseta. „Ég ætla að berjast fyrir þvi, sem mér finnst ábóta- vant,” sagði Reagan, sem eitt sinn var frægur kvikmyndaleik- ari I Hollywood. „Ég er þeirrar skoðunar, að framboð mitt verði þjóðinni og flokknum til góðs,” sagði Reagan ennfremur, er hann tilkynnti framboð sitt. Einn samflokksm. Reagans, Charles Percy, þingmaður frá Illinois, gagnrýndi framboð hans ákaft. Hann sagði, að Reagan héfði ekki nægilegan skilning á flóknum innanrikis- og utanrikis- málum, og alls ekki nægilega víðan sjóndeildarhring til þess að leiða þjóðina á þeim örlaga tim- um, sem hún nú gengi i gegnum.' Frá Washington hélt Reagan i gær til Florida og New Hamp- shire til þess að undirbúa fyrstu forkosningarnar, sem fram fara bráðlega. Harðir skotbardagar í Bei rut í 02 0 r — létu 1 UC1 1 u 1 1 uo lífið íslendingar vildu banna allar síld- veiðar í Norður- sjó á næsta ári Reuter/London. Norð-austur At- tonn, Færeyingar 5 þúsund, lantshafsnefndin komst að sam- Frakkar 5300 tonn,) Austur-Þjóð- komulagi um 87 þúsund tonna verjar 2.200,' Vestur-Þjóðverjar veiðikvóta á sild I Norðursjó 4,500, Islendingar 5,000, Holland fyrstu sex mánuði næsta árs, 7,300, Noregur 13,000, Pólland segir i fréttum frá London i gær. 3,700, Sviþjóð 5,000, Bretland 5,700, Sovétrikin 5,300. önnur Nefndin, sem i fyrradag lauk lönd: 1,200 þar af 500 tonn fyrir störfum, eftir átta daga Finna. ■> viöræður, kemur aftur saman til Nefndin ákvað sama veiðikvóta fundar 21. april til frekari fyrir þorsk og lýsu,. en iækkaði viðræðna um sildveiðar í Norður- veiðikvótann fyrir ýsu um 25%. sjó fyrir hina sex mánuði ársins. Nefndin felldi tillögu íslendinga A þeim fundi mun nefndin ákveða um algjört bann við sildveiðum i veiðikvóta einstakra þjóða fyrir Norðursjó á næsta ári, en sú til- timabilið júni til ársloka 1976. laga Islendinga var grundvölluð Nefndin ákváð veiðikvóta á þvi, að skýrsla visindamanna einstakra þjóða fyrir fyrstu sex sýndi, að sildarstofninn væri i mánuði ársins sem hér segir: bráðri hættu, ef ekki yrði gripið til Belgir 800 tonn, Danir 23.þúsund róttækra aðgerða. AAiklar skemmdir í hlöðu bruna í Skilmannahreppi Gsal-Reykjavik — A miðvikudag- inn kom upp eldur i heyhlöðu að Stóra-Lambhaga i Skilmanna- hreppi og var slökkvilið Akraness kvattá staðinn. Slökkvistarf gekk treglega, þar eð mikið af heyi þurfti að rifa upp til að komast að Gsal-Reykjavik — Innbrot var framið i Útvegsbankann á Akur- eyri aðfaranótt miðvikudags og þaðan stolið Bandaríkjadölum, sænskum krónum og islenzkum, að verðmæti tæplega áttatiu þús- und kr. Þjófurinn eða þjófarnir eldinum. Slökkvistarfi var ekki lokið fyrr-en eftir miðnætti, en urðu miklar skemmdir á heyinu, Hlaðan er hins vegar óskemmd að kalla. Talið er að eldurinn hafi komið upp I súgþurrkunarstokki. hafa komizt inn I bankann með þvi að brjóta rúðu I húsinu. Ekki voru unnin nein skemmdarverk i bankanum, og aðeins peninganna var saknað. Að sögn lögreglunnar á Akureyri hafa þjófarnir ekki fundizt. Brezku skip- stjórarnir hæðast að dróttar- bótunum HHJ—Rvik. Seint i gærkvöldi lónaði varðskip i þrjár klukku- stundir i grennd við fimm brezka togara á Þistilfjarðar- miðum, en þeir voru þar undir verndarvæng dráttarbátanna þriggja. Aðeins einn togaranna var að veiðum og gættu hans tveir dráttarbátar og tveir tog- arar og voru þvi fjórir togar- anna aðgerðalausir. 1 talstöðvunum mátti heyra brezku togaraskipstjórana hæð- astaðgetuleysi dráttarbátanna, sem aðeins ganga tólf milur. Annað varðskip rak i gær- kvöldi fimm brezka togara á undan sér með stefnu á austur- miðin. Innbrot í Útvegs- bankann d Akureyri — þýfið var að mestu leyti erlendur gjaldeyrir

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.