Tíminn - 23.11.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.11.1975, Blaðsíða 1
.J A LandvéJdrhf Fleiri varðskip send ausfur SJ-ReykjavIk.Að sögn Péturs Sigurössonar forstjóra Land- helgisgæzlunnar i gærmorgun stóð til að herða eftirlit með erlendum togurum á Aust- fjarðamiðum i gær. Pétur sagði, að ekki hefði komið til átaka eða aðgerða á miðunum i fyrrinótt og gærmorgun, en álagið á varðskipsmönnum væri mikið fyrir austan land. Ávísanahefti stolið BH-Reykjavik. — Aðfaranótt sl. miðvikudags var brotizt inn i lag- metisverksmiðju Sigló-sildar á Siglufirði. Var þaðan stolið litlum peningaskáp með einhverju af peningum og nótum. Einnig hvarf skjalataska, sem i var m.a. ávis- anahefti, og höfðu sumar ávisan- irnár verið undirtitaðar, auk þess sem stimpill fyrirtækisins var i töskunni. Hefur bönkum um land allt verið gert viöv.art um ávis- anaheftishvarfið, en ekki hafði tekizt að upplýsa málið i gær, þegar Timinn hafði samband við lögregluna á Siglufirði. Bæjarstjórnar- fundur í Eyjum í dag BH-Reykjavik — „Menn eru að kæla sig f dag, og stóru orð- in eru ekki i notkun," sagði Sigfinnur Sigurðsson, bæjar- stjóri I Vestmannaeyjum við Timann i gær. „A morgun, sunnudag, höldum við bæjar- stjórnarfund, þar sem niður- stöður endurskoðunarnefnd- arinnar verða lagðar fyrir. Að bæjarstjórnarfundinum lokn- um mun ég senda út fréttatil- kynningu. Eins og segir i fregn Timans i gærmorgun hefur minnihluti ásakað Sigfinn bæjarstjóra um misferlivarðandi fjárreið- ur bæjarins. Hefur Sigfinnur borið þær ásakanir af sér og bent á misskilning hjá starfs- mönnum launadeildar bæjar- ins, og hafi sá misskilningur verið leiðréttur um leið og hans varð vart. Þá hefur Sig- finnur stefnt ritstjóra fjölrit- aðs fréttablaðs i Eyjum, sem fjallað hefur um málið. PRIMUS HREYFILHITARAR í VÖRUBÍLA OG VINNUVÉLAR 269. tbl. — Sunnudagur 23. nóvember — 29. árgangur HF HÖRÐUR GUNHARSSON SKÚLATÚNI 6 -SÍMI (91)19460 Niðurstöður komnar eftir sumarið: SJOTIU ÞUSUND LAXAR — laxveiðin aldrei meiri en í sumar — jókst um 25% frá í fyrra gébé-Rvik — Nú er sýnt, að heildarveiði á laxi hér á landi s.l. sumar hafi numið sjötiu þús- und löxuin og er árið 1975 met- veiðiár, þvi að aldrei hefur svo mikið af laxi komið á land hér- lendis fyrr á einu sumri. Fyrra metveiðiár var 1973, en þá fengust sextlu og sex þúsund laxar, en hins vegar var veiðin léleg árið 1974 og komu aðeins um fimmtlu ogsex þúsund laxar t Laxá í Aðaldal og Langá á Mýrum voru menn fengsælastir f sumar. á land þá, þannig að aukningin frá þvi I fyrra nemur um 25%. Þessar upplýsingar fékk blaðið hjá Veiðimálastofnun i gærdag, en þar er nú verið að vinna úr veiðibókum áa af iillu landinu. Af þessum sjötiu þúsund löx- um sem veiddust i ár, eru tæp- lega sjö þúsund laxar, eða 10%, sem kom úr sjó i Laxeldisstöð- ina i Kollafirði. Þessar tölur Veiðimálastofnunar sýna vel hversu stórfelldir möguleikar eru á að margfalda laxveiði hér á landi. Allar likur eru á þvi, að Laxá i Aðaldal sé með hæstu laxatöl- una frá i sumar, eða 2297 laxa. Langá á Mýrum fylgir fast á eftir með nokkrum löxum færra. Úr Grimsá komu um 2100 laxar, rúmlega 2000 laxar bæði úr Elliðaám og Norðurá og úr Blöndu komu tæplega 2000 lax- ar. Algjör metveiði var i Laxá á Asum, eða tæplega nitján hundruð laxar, sem veiddir eru á tvær stengur. Árið 1973 veidd- ust þar 1605 laxar og 1502 laxar 1974. AðSögnEinars Hannessonar hjá Veiðimálastofnun, er nú veriðað vinna að tölvuúrvinnslu veiðibóka frá ám á öllu landinu, en ekki hafa allir veiði- verðir þó enn sent bækur sinar til stofnunarinnar, og eru þeir þvi hér með minntir á að gera það sem fyrst. Vatn á fjölda bæja í Ölfusi ekki neyzluhæft talið að mengunin stafi fró Varmá gébé—Rvik — Vlðtækar athugan- irhafa veriðgerðar á neyzluvatni i ölfushreppi og kom i Ijós, að af sjötiu bæjum, höfðu aðeins 44 bæ- ir gott vatn, 11 höfðu gallað vatn, sem þó var neyzluhæft og 12 bæir voru með óneyzluhæft vatn. Reyndist vatnið mengað koligerl- um af sauruppruna. Páll Péturs- son tæknifræðingur, tók um niutiu sýni á tlmabilinu 18. júni til 15. september I ár og sagði hann, að þegar væri byrjuð vinna við ný vatnsból hjá 4 bæjum af þeim sem höfðu óneyzluhæft vatn, en á hin- um.bæjunum er búizt við að úr- lausn finnis't á þeirra vandamáli næsta sumar, þangað til verður fólkið að sjóða allt vatn sem notað er til manneldis. Páll Pétursson tæknifræðingur er formaður Heilbrigðis- og um- hverfisverndar ölfushrepps, og sagði hann, að þetta væri i fyrsta skipti, sem svo viðtækar vatns- rannsóknir færu fram á Suður- landi, og eftir þvi sem hann bezti vissi, hefðu heildarrannsóknir af þessu tagi aðeins verið gerðar i Mývatnshreppi áður. Verður leirinn okkur gull- náma? Islenzki leirinn úrvals- hráefni til bygginga gébé Rvik — Rannsóknir á Is- lenzkum leirsýnum hafa sýnt mjög jákvæðan árangur, og að sögn Reynis Hugasonar verk- fræðings hjá Rannsóknaráði rikisins reyndist 90% þeirra sýna, sem rannsökuð voru, vera fyrirtakshráefni. Markað- ur hefur litið verið athugaður hér á landi, en notkun á múr- steinum, og rörum úr leír til bygginga, hefur verið sáralitill hingað til, enda hefur þurft að flytja allt slikt efni inn i landið. Hér opnast þvi ný leið til fram- leiðslu á byggingarefni og gæti þctta orðið almennt byggingar- efni i framtiðinni. Rannsóknirnar á leirnum eru gerðar af Folke Sandford við háskólann i Gautaborg i Svi- þjóð. Þegar Reynir Hugason ræddi við Sandford i gærmorg- un, sagði hann, að af þeim 28 sýnum, sem hann hefði fengið til rannsóknar, hefði 90% þeirra verið íyrirt'akshráefni og reynzt vel við þurrkun og brennslu. Reynir sagði, að endanleg skýrsla Sandfords væri væntan- leg um næstu áramót, og væri þá næsta skref i þessu máli, að fá sérfræðing hingað til lands, jafnvel frá Sameinuðu þjóðun- um, tilráðlegginga, tækni- fræðslu og sem almennan ráð- gjafa á sviði markaðsmála. Fyrr er ekki hægt að hugsa til að byggja verksmiðju, en undir- .; staða þessi liggur hreint fyrir, sagði Reynir. Sandford er nú að' brenna stóra steina úr leir, eða venju- lega múrsteina, svipaða þeim sem notaðir hafa verið sem byggingarefni hér á landi og er búizt við niðurstöðum hans þar að lútandi fljótlega. Þá sagði Páll, að hann væri þessa dagana að ganga frá niður- stöðum rannsóknanna sem gerð- ar yoru á tímabilinu 18. júni til 15. september, en Rannsóknarstofn- un fiskiðnaðarins, hefur unnið að greiningu þeirra niutiu neyzlu- vatnssýna, sem Páll tók. Sagði hann að ýmsar ástæður væru fyr- ir þvi hve vatnið væri mengað á sveitabæjunum, en enn væri það ekki fullrannsakað. T.d. eru þrir bæir i einum hnapp i Saurbæjar- hverfi og ölfusi þar sem vatn reyndist óneyzluhæft, en á 6-7 bæjum var vatnið mjög slæmt og var fólki þar bent á að sjóða allt vatn, sem ætlað var til manneldis. En i allt voru bæirnir tólf, sem reyndust hafa óneyzlu- hæft vatn þó það væri með misjafnlega mikla gerlamengun. Þá sagbi Páll ab þau sýni, sem hefðu verið tekin úr Varmá f sum- ar, hefðu reynzt mjög slæm, og mengun þar mikil, enda er skólp- leiðslum i Hveragerði hleypt i ána og erhún þvimjög menguð þegar hún rennur inn i ölfushrepp. Sagði Páll það furðulegt, að ekki væri meiri áhugi fyrir hendi á þvi að laga þetta ástand, og sagði hann það ekkert launungarmál, aðbæir.sem væru með verstvatn iölfushreppi, væruinámunda við Varmá. Kvartað hefur verið við Heilbrigðiseftirlit rikisins, og mun athugun vera á þessu máli þar, en afgreiðsla öll gengur mjög seint.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.