Tíminn - 23.11.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.11.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Sunnudagur 23. nóvember 1975 Hafernir minnast 1 drs afmælis síns í dag Piltur á vélhjóli slasast BH-Reykjavik. — Á föstudags- kvöldið gerðist það, að piltur á vélhjóli á ferð uppi i Breiðholts- hverfi, missti stjórn á farartæki sinu, er það rann til i aurbleytu. Hentisthann áftur á bak á allmik- illi ferð inn undir pall á vörubif- reið, en lenti á afturhjólinu og meiddist þvi minna en annars hefði orðið. Þó kvartaði hann um eymsl i baki, auk þess sem i ljós kom, að hann var handleggsbrot- inn. BH—Rcykjavik — Yngsta skáta- félagið i Reykjavik, Hafernir, er ársgamalt i dag, og þeir halda daginn hátiðlegan með þvi að safnast saman um eittleytið við Hólabrekkuskóla og ganga þaðan i skrúðgöngu til Fellahellis þar sem skátarnir hlýöa á messu hjá séra Hreini Hjartarsyni kl. 2. t kvöld verður svo kvöldvaka i Fellahelli með öllum tilheyrandi skátaskemmtiatriðum, og hefst hún kl. 20.00. Félagsforingi Hafarna er Björk Jónsdóttir, og mikil gróska er i starfsemi félagsins. Þar eru nú starfandi um 230 unglingar og fjölgar stöðugt. Um siðustu helgi var útilega á dagskrá. Þá mættu 51 skáti og 83 ljósálfar og ylfing- ar, svo aðfá varðinni fyrir þá sið- arnefndu á Silungapolli, svo að allur þessi fjöldi kæmist inn. NYJUSTU MODELIN FRA aana 1976 voru að koma til landsins FIAT 127 SPECIAL, 2ja og 3ja dyra, vél 53 hestöfl, eyðsla ca. 7 I pr. 100 km. FIAT 128 SPECIAL 1 100/1300, 2ja og 4ra dyra, vél 60 og 67 hestöfl, eyðsla ca. 8 I pr. 100 km. FIAT 1 31 MIRAFIORI 1300/1600, 2ja, 4ra dyra og station, vél 75 og 80 hestöfl, evðsla ca. 10 I pr. 100 km. FIAT 132 GLS 1600/1800, 4ra dyra, vél 105 og 120 hestöfl, eyðsla ca. 12 I d 100 KM. Fyrirliggjandi til afgreiðslu strax Leitið upplýsinga FIAT EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI, Davíð Sigurðsson h.f. Síðumúla 35, Símar 38845 — 38888 Hafernir fylkja liði á skátadaginn Rdðherrar íslands 1904-1971 — svipmyndir eftir Magnús Storm Skuggsjá hefur nú gefið út bók eftir Magnús Magnússon, sem nefnist Ráðherrar íslands 1904—1971. Eins og nafnið ber með sér eru þetta svipmyndir af ráðherrum landsins á þessum tima og segir höfundur i formála bókarinnar: ,,....ég vil taka fram, að ég einn ber ábyrgð alla á þvi sem sagt er ráðiierrunum til lofs eða lasts, nema þar sem ummæli annarra eru lilfærð. Ég hef viljað vera hlutlaus i dómum minum um þá, en hins hef ég af ásettu ráði ekki gætt að láta hvergi sjást hverjurn flokki ég er hlynntast- ur...” Magnús Magnússon, eða Magnús Stormur, er landskunnur fyrir ritstörf, ef til vill þó öðru fremur fyrirferil sinn sem ritstjóri Varð- ar og siðar Storms, sem hann hélt lengi úti og hlaut af mikla frægð og auknefni. Hefur hann einnig reynzt afkastamikill og snjall þýðandi og hefur þýtt fjölda bóka aðallega ævisögur og bækur sagnfræðilegs eðlis. Ráðherrar Islands 1904—1971, er 160 bls. og i henni eru myndir af öllum ráðherrunum á fyrr- greindu timabili. Um setningu og prentun sá Skuggsjá og bókband annaðist Bókfell hf. Fjármálaráðuneytið 20. nóvember 1975. Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir októbermánuð 1975, hafi hann ekki verið greiddur i siðasta lagi 25. þ.n. Viðurlög eru 2% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 10%, en siðan eru viðurlögin 1 1/2% til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. degi næsta mánaðar eftir eindaga. Nýkomnar SUNLUX smábylgjaðar plastplötur til notkunar sem einangrun og klæðning i GRIPAHÚS Verð kr. 740 fermetrinn. Plötustærð 244x66 cm og 310x66 cm. Litir: Gult og ljósblátt. Sendum yður sýnishorn ef óskað er. Nýborgc&> BYGGINGAVÖRUR ^ ÁRMÚLA 23 SÍMI 86755 GJÖRIÐ SVO VEL OG LÍTIÐ INN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.