Tíminn - 23.11.1975, Blaðsíða 17

Tíminn - 23.11.1975, Blaðsíða 17
Sunnudagur 23. nóvember 1975 TÍMINN 17 Læknar og aðstoðarfólk við uppskurðinn Abdul segist vera 68 ára, en veit ekki nákvæmlega, hvenær hann fæddist. Hann er hirðingi að atvinnu. Þaðer að segja hann var hirðingi, þangað tilfyrir nokkrum árum, að sjón hans fór að hraka unz hann missti hana alveg. Hann er eitt af mörgum fórnar- lömbum veiki, sem læknar kalla „trachom”, en hún er betur þekkt undir nafninu egypzka augna- bólgan. Þessi augnsjúkdómur, em getur til dæmis borizt með flugum, er útbreiddur i Afriku og Asiu. Aðalorsökin er skortur á hreinlæti, en þurra loftið, sandur- inn og glampandi sólin hafa sin áhrif. Trachom-veikin er læknanleg, ef nógu snemma er tekið eftir henni, og hin glerkenndu gráu korn, sem myndast fyrst á augnslimhúðinni, hafa ekki skaddað homhimnuna. En nákvæmlega það hafði gerzt hjá Abdul. I Evrópu, eða annars staðar i heiminum, hefði senni - lega verið grædd hornhimna úr manni á auga hans, úr lifandi eða dánum gefanda. En i Dubai er það ekki hægt af trúarlegum ástæðum, þó að nóg sé af læknum og sjúkrahúsum til að fram- kvæmda slika aðgerð. Hann hefði sem sagt sennilega orðið að vera blindur það sem hann átti eftir ólifað, ef ekki hefði verið fyrir atbeina pakistanska læknisins, dr. Moinul Haq, sem er 45 ára og settist að sem augn- læknir i Dubai fyrir fimm árum, eftir að hann hafði unnið á vegum Sameinuðu Þjóðanna að út- rýmingu á trachom-sjúkdómn- um. Við rannsóknir sinar hafði dr. Haq komizt að þvi, að nota mætti hornhimnu úr vissum fisktegund- um i stað hornhimnu manns- augans. Læknirinn, sem nú hefur fyrir löngu sannað kenningar sinar i reynd, réðst i fyrstu i græðinguna eftir margar tilraunir. Sérstök karfategund, sem innfæddir fiskimenn kalla „Hamoor” og þykir óvenju harðgerð, lagði til hornhimnuna. Karfinn er deyfður með sprautu skömmufyrir uppskurðinn. Augu hans eru siðan skorin varlega úr. Skurðgerðarmaðurinn fjarlægir slimhúðina, sem liggur utan á, og þannig fæst fullkomlega gerla- snauð hornhimna. Þá er röðin komin að sjúklingn- um. Læknirinn tekur burt horn- himnuna, sem orðin er ógegnsæ, og þar með ónothæf. I staðinn kemur tilsniðin þynna hornhimn- unnar úr karfaauganu, sem er saumuð með örmjóum þræði við leifar hornhimnunnar i manns- auganu. Þannig er fyrst annað, siðan hitt augað meðhöndlað. Þremur dögum seinna, þegar umbúðirnar eru teknar frá aug- anu, getur sjúklingurinn aftur séð. Að visu ekki íyllilega skýrt," en samt sem áður er þetta mikil bót. Siðan 1972 hefur dr. Haq framkvæmt 25 slikar aðgerðir, og allar með góðum árangri. Það sem merkilegast má telja, er, að likaminn hefur ekki i einu einasta tilfelli hafnað fiskhornhimnunni sem getur leitt til þeirrar álykt- unar, að ónæmiskerfi þessarar karfategundar sé að minnsta kosti mjög likt þvi, sem er hjá mönnum. Nákvæmar tilraunir á rann- sóknastofum verða að gefa upplýsingar um þetta fyrirbrigði. En Abdul og öðrum sjúklingum, sem gengið hafa undir árangurs- rikanuppskurð, er sama um það. Þeim er nóg að sjá aftur i gegnum tæra hornhimnu fiskaugans. VARMAL-ofninn er gerður úr stálrörum og áli og framleiddur með nýtísku aðferðum, sem tryggir gæða framleiðslu og lágt verð. BILALEIGAN EKILL Ford Bronco Land-Rover Cherokee Blazer Fíat VW-fólksbílar Nýtt vetrarverð. SÍMAR: 28340-37199; Laugavegi 118 Rauðarárstígsmegin DATSUN . 7,5 I pr. 100 km Bilaleigan Miðborg Car Rental | Q A oni Sendum I-V4-92I AUGLÝSIÐ Í TÍMANUAA iXÍJf. VARMAL-ofninn hefur 3/8“ stúta, báða á sama enda og má snúa ofninum og tengja til hægri eða vinstri að vild. HAGKVÆMNI * ÖRYGGI • HEIMILISPRÝÖI Merki Ofnasmiójunnar tryggir yóur gædin W HF. OFNASMiaiAN HÁTEIGSVÉGI 7 - REYKJAVÍK - PÓSTHÓLf 5091 - SfMt 21220

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.