Tíminn - 23.11.1975, Blaðsíða 19

Tíminn - 23.11.1975, Blaðsíða 19
Sumiudagur 23. nóvember 1975 TÍMINN 19 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: f>órarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Glsla- son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargöty, simar 18300 — 18306. Skrifstofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð I lausasölu kr. 40.00. Áskriftargjald kr. 800.00 á mánuði. KaðaprentK'.f; Innri gagnrýni Kannski er engum láandi, þótt hann spyrji. Gagn- rýni þeirrar tegundar er ekki áberandi i islenzku þjóðlifi. Oft hefur verið talað um þrýstihópa i seinni tið, og öllum skilst, hvað er átt við. Innri gagnrýni er hugtak, sem táknar einfaldlega, að mannfélags- hópar, samtök og stéttir, láti ekki við það sitja að keppa eftir hærri launum, styttri vinnutima, betri aðbúð og meiri fyrirgreiðslu, heldur tileinki sér einnig þann hugsunarhátt, að öllum beri að stunda þolanlega vinnu sina, leysa störf sin þokkalega af hendi og misnota ekki þau friðindi,sem fengizt hafa. Til þess að rækta þetta hugarfar, og halda þvi við, væri innri gagnrýni, sjálfsgagnrýni hópsins, áhrifa- rikt meðal, þvi að hver er sinum hnútum kunnug- astur. Fólki kann að þykja eitthvað kinverskt við þetta — og þarf raunar ekki að vera verra þar fyrir. Við værum ekki verr farin, þótt við tileinkuðum okkur eitthvað af kinverskum dyggðum. En reyndar er hugsunin bak við þetta keimlik þvi, sem drottinn allsherjar kvað hafa sagt við hinn fyrsta mann: í sveita þins andlitis skaltu brauðs þins neyta. Nema hvað hér er meint, að stallbræður og lögunautar segi sér það sjálfir i stað þess að fá fyrirmælin frá drottni. Enginn skyldi telja sjálfum sér trú um, að alls staðar sé eins vel unnið og fólk hefði getu: og hæfi- leika til. Á því er misbrestur mikill — i öllum stétt- um og öllum stofnunum. Fjöldi fólks, vel hæfur til verka, vinnur með hálfum afköstum. Þegar farið er fram á hærra kaup, eða knúið fram hærra kaup, er þvi svarað til, oft réttilega, en stundum lika ranglega, að þessar kröfur riði öllu á slig. En sann- leikurinn er sá, að oft gætu skaplegri vinnubrögð mætt þessum kröfum, ef fólk vildi gefa þeirri hlið málsins gaum. Þar kæmi hin innri gagnrýni að haldi. En þessi innri gagnrýni er okkur ekki lagin. Við erum yfirleitt heldur frábitin gagnrýni, nema hún lendi á öðrum. Hver hefur heyrt þess getið, að sam- tök rikisstarfsmanna eða starfsmanna hálf- opinberra stofnana boði fund til þess að ræða sin á milli um óstundvisi, ótimabærar fjarvistir og seina- gang i kerfinu og leita leiða til þess að kveða þess háttar niður? í hvaða verkalýðsfélögum er það umræðuefni, til dæmis að fenginni kauphækkun, að viðhlitandi vinnuafköst, og vinnugæði séu, einnig i timavinnu, forsenda góðra kjara? Hvar er það, sem kaupmenn hafa þingað um það sin á milli, hvernig þeir geti stutt bezt við bakið á þjóð sinni með þvi að sporna gegn þvi, að gjaldeyri okkar sé kastað i súginn með kaupum á fánýti og rusli eða þvi, sem framleitt er eða framleiða mætti innan lands? Og svo ekki vanti sjálfsgagnrýnina: Hvað hefur sú stétt manna, sem fyllir blöðin dag hvern, gert til þess að skilgreina veilurnar i verkum sinum og fari og vinna gegn þeim? Svar: Það fer litið fyrir þessu, enginn undan- skilinn. Þrýstihóparnir svonefndu hafa réttilega verið skilgreindir sem eitt af stjórntækjum þjóð- félagsins, og þvi nauðsynlegir á meðan þeir þekkja sin takmörk. Með innri gagnrýni til daglegrar brúkunar yrðu þeir betri og heillavænlegri stjórn- tæki. Og siðast en ekki sizt: Hún á einnig heima i stjórnmálaflokkunum — i öllum einingum þeirra og á öllum stigum skipulagskerfis þeirra. —JH Arbeiderbladet norska: Lítið og fátækt land í heljargreipum Þorri karlmanna í vinnu utan landamæranna LESÓTHÓ er litið land i miðri Suður-Afriku svo að segja, rétt eins og aðskotahlutur, sem stórt dýr hefur gleypt. Hvert sem stefnt er, er komið að suð- ur-afriskum landamærum. Þó er þetta hluti af þeirri Afriku blökkumanna, sem frjáls er kölluð, þó að ekki fari mikið fyrir frelsi i landi einræðis- herrans Jónatans. Efnahags- lega er þetta riki ekki sjálf- stætt heldur, þvi að það er harla háð Suður-Afriku, þar sem ekki er beinlinis hlaðið undir fólk, sem er svart á hör- und. 1 Lesóthó býr fólk i ullar- teppum. Það leggur þau yfir herðar sér og nælir þau að sér i hálsmálið. Höfuðstaðurinn heitir Maserú, og þar sitja konur á götum úti með prjöna sina. Það er kalt á þessum slóðum á vetrum, og kaldast um miðjan júni. Þá er allt hrimað. Frost getur verið talsvert, og snjór i fjöllum. Sums staðar minnir landslag- ið á Hallingdal i Noregi, Mexikó eða Argentinu, og til eru þau svæði. þar sem viðlika er umhorfs og á tunglinu. 1 þessu landi má heyra börnin kalla, þegar bil er ekfð um vonda vegi: Demantar, dem- antar! Og börnin rétta fram stóra steina, sem glitrar á. Hnarreistir menn fara ferða sinna riðandi, en konur þeirra ganga að jafnaði. Asnar rog- ast með plóga. Enginn blettur i Lesóthó er minna en þúsund metra yfir sjávarflöt. i höfuðstaðnum er sifellt verið að byggja ný gistihús, og meðal ferðamanna eru Suð- ur-Afrikumenn fjölmennastir. Margir þeirra koma til þess að hreppa það.sem stranglega er fyrirboðið heima fyrir: Kynni af svörtu kvenfólki. Það er þó konunum, sem uppfylla þess- ar hjartans óskir Suður-Af- rikumannanna, varla neitt ævintýri, heldur neyðarbrauð fátæklingsins. En það eru jafnvel skúrar i húsagörðum fólks til þess að sinna þessum þörfum grannanna. Marihúanajurtin dafnar lika vel uppi i fjöllunum, og K.ð er miklu smygláð af þvi tagi yfir landamærin. Um ein milljón manna býr i Lesóthó, og karlmenn þaðan vinna hópum saman i námum i Suður-Afriku —hundruð þús- und. Það er ódýrt vinnuafl, sem gróðamenn kunna að meta. Konur eru þess vegna 68% af landsmönnum á aldrin- um tuttugu til þrjátiu og fjög- urra ára . Fjöldi barna vex upp án þess að sjá föður sinn herr- ans mörg ár, og þegar þeir koma loks heim, er faðirinn eins og gerókunnugur maður. Heilsu þeirra er þá oft þannig varið eftir vistina i námunum, að þeir geta ekki tekið þátt i vinnunni i heimaþorpi sinu. Ekkert annað er til ráða en biða og þrauka — unz synirnir eru vaxnir til þess að fara i þessar sömu námur til þess að missa þar heilsuna lika. At- vinnuleysið heima fyrir er ó- skaplegt. Hluti af launum náma- verkamannanna er sendur heim. Afgangur fer i suður-af- riska banka, sem notuðu það til lána og fjárfestingar að vild. Nú hefur þósú iinun verið gerð, að peningarnir eru lagð- ir i banka i Lesóthó. Án tekn- anna af þrælavinnu i suður-af- risku námunum, yrði gjald- þrot i Lesóthó. í námurnar verða menn að fara, hvað sem tautar og raular. Vegna karl- mannafæðarinnar heima fyrir Einræðisherrann i Lesóthó — Leabúa Jónatan forsætisráð- herra. hvilir jarðyrkja, vegagerð, á- veitugerð og margt fleira mest á konunum. Þessar konur standa i röðum, sem geta verið kilómetri á lengd, við vegina, sem verið er að gera. Margar þeirra eru með litil börn á bakinu, og all- ar hafa þær ullarteppi yfir sér — ullarteppi með alls konar lit. Flestar eru með haka og skóflur, en nokkrar jafnvel að- eins spaða eða blikkdiska. Það eru verkfæri, sem þetta land hefur efni á að leggja verkafólki i hendur. Orfáir karlmenn eru I hópi þessara stritandi kvenna — gamlir menn og fáeinir yngri, sem fengið hafa að skreppa heim úr námunum. Hver eru svo laun þessára vegagerðarkvenna: Þær eru matvinnungar. Auk þess segja þær kannski við aðkomu- manninn, að það sé langt til sjúkrahúss, og þær vilji nokk- uðá sig leggja til þess, að auö- veldara verði að komast þang- að. Margar þessara kvenna eiga eiginmenn i námunum. og þær vita ekkert um það. hvenær þeir fá að koma heim. Þeirra er að biða og bjarga sér. Konur i Lesóthó hafa yfir- leitt notið meiri menntunar en karlar. Þær mega heita vel að sér, eftir þvi sem gerist i svona landi. Telpurnar eru heima við og geta skotizt i skóla, þegar verkin kalla ekki — drengirnir fylgja búfénu á. haga og geta ekki komið þvi við. Landbúnaður er helzti at- vinnuvegurinn i Lesóthó. En landið. er ekki frjósamt og uppblástur er geigvænlegur. Hvað stoðar það, þó að Sam- einuðu þjóðirnar séu með hug- myndir um maisrækt á prjón- unum, ef jarðvegurinn sópast burt? heyrist sagt. Og Lesóthó er meðal tuttugu og fimm fá- tækustu landa heims. Allt morar af útlendum sérfræð- ingum og ráðgjöfum. en þess sér li'tinn stað. Ekki kemst heldur allt. sem veitt er. upp i fjöllin, en mikið er um það rætt að veita fleira fólki at- vinnu. Enda veitir ekki af þvi i landi. þar sem sex sinnum fleira eru i störfum utan landamæranna en innan. Ei er unnt að rækta nema 15% lands i Lesóthó. Fánar eru hafðir uppi i' sveitaþorpun- um, þar sem kjöt er til sölu. Þau eru viða næstá fá. Aftur á móti getur borið svo við, að hvit dula blakti yfir svo til hverjum kofa. Það þýðir, að þar er selt brennivin. — Spyrjið ekki. hvað Lesóthó hefur gert fyrir ykk- ur, heldur hvað þið hafið gert fyrir Lesóthó, segir hinn alls- ráðandi forsætisráðherra, Leabúa Jónatan. Hefði réttum lögum verið fylgt, hefðu átt að vera kosn- ingar i ár. Enn veit þó enginn. hvenær þær verða. í kosning- unum 1970 tapaði flokkur Jónatans meirihluta sinum, og þá gerði hann sér hægt um vik og hrifsaði til sin þau völd. sem kjósendurnir vildu ekki veita honum. Enginn veit hversu marga þetta vantraust kostaði lifið. En svo mikið er vist, að hvorki stjórnarflokk- urinn né andstöðuflokkurinn hafa þjóðarviljann að baki sér. Einbeittustu andstæðing- ar Jónatans flúðu land. og þeir fáu þingmenn, sem eftir sitja, honum andvigir, eru hægri- menn. En eigi að siður telur Jónatan alla. sem ekki styðja hann. vera kommúnista. og þannig hefur hann fengið stuðning kaþólsku kirkjunnar, sem rekur marga trúboðs- skóla i Lesóthó, og er þar vold- ug stofnun. Skæðar tungur herma lika. að valdarán Jónatans árið 1970 hafi verið framkvæmt að undirlagi og ráðum þyzks ráðgjafa. Meðal þeirra. sem hnepptir voru i fangelsi þá. var konungur landsins, Móshóeshóe. sem seinna var rekinn i útlegð til iðrunar og yfirbótar. Nú er svo komið. að enginn munurcrá stjórnarflokkum og þeim leilum stjórnarandstöðu. sem eftir er í landinu. Og hvorugur hópurinn hefur traust almennings. Byltingar- tilraun, sem gerð var i fyrra. var fljótt brotin á bak aftur. og málaferlin. sem á eftir fylgdu. hafa fvrir skömmu verið til lykta leidd. Þyngstu dómarnir voru sjö ára fangavist fyrir drottinsvik. E!n sumir sak- borninganna voru dauðir. áð- ur en' dómur gekk — bana- meinið sagt ..hjartabilun". Lesóthóá þvi láni að fagna. i öllu sinu óláni. að fólkið talar allt sömu tungu og er af sama þjóðflokki. En i stjórnmálum eru landsmenn ekki allir sama sinnis, fremur en annars stað- ar i veröldinni. Og i þvi efni getur bróðir hallast að öðru en systir, og eiginkona farið aðr- ar leiðir en eiginmaður. t sveitaþorpunum stofnaði landstjórnin á sinum tima „löggæzlusveitir". sem áttu að hafa hemil á vondu folki. Þær nefndust friðargæzlu- sveitir, en friðargæzlan var fólgin i þvi að brenna hus. berja fólk og ganga jafnvel af þvi dauðu. Þess vegna er talað lágum rómi um stjórnmál og stjórnarfari Lesóthó. En talað þó. Torfundnir eru þeir. sem hafa dálæti á forsætisráðherr- anum. En hann spennir greip- ar i bæn i viðurvist presta og preláta. og það eru járngreip- ar. sem enn halda öllu i skorð- um. Það er kaldhæðni. að á næsta ári hefur blaðamönnum i Lesóthó verið falið að efna til námskeiðs. þar sem fjallað er um prentfrelsi i Afriku. Og yfir öllu þessu blakta hvitu dulurnar á kofunum i þorpunum. t enska klúbbnum una menn við að skjóta odd- hvössum örvum til marks á þiljunum. likt og Rretar hafa alla tima gert i undirokuðum löndum. ..öllum stórvöxnum villidýrum i Lesotho hefur verið útrýnjt". sagði afriskur maður. ,,En enski klúbburinn er lika nokkurs konar dyra- garður".

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.