Tíminn - 23.11.1975, Blaðsíða 21

Tíminn - 23.11.1975, Blaðsíða 21
20 TÍMINN Sunnudagur 23. nóvember 1975 Sunnudagur 23. nóvember 1975 TÍMINN 21 ÆVISTARF í ÞJÓNUSTU O UPPVAXANDI KYNSLÓÐAR Skólabörn á Eyrarbakka aðleikjum á Isnum á Hópinu, rétt viö skólann. Myndin er tekin einhvern tfma á árunum 1921-1928. Á ÞEIM DEGI, sem þetta blaða- viðtalvar tekiðupp, 13. nóvember 1975, voru liðin rétt áttatiu og fjögur ár siðan Ingimar Jó- hannesson, kennari og fyrrver- andi fulltrúi, fæddist. Sjálfur tók hann reyndar fram, að þetta væri ekki neitt „spariafmæli” hjá sér, hann ætlaði ekki fyrir sitt leyti að halda sérstaklega upp á daginn, en þó leyfði hann blaðamanni Timans að láta þess getið, að það var einmitt á fæðingardegi hans, sem fundum okkar bar saman. Glæpsamlegt athæfi erlendra veiðiþjófa En þegar talað er við slikan mann sem Ingimar Jóhannesson, mann, sem á að baki langa og af- ar starfsama ævi og er slikur haf- sjór af fróðleik, þá má nærri geta, að ekki er hægt að ræða nema fátt eitt af þvi, sem fýsilegt væri að tala um. Hér varð þvi að velja og hafna, og blaðamaðurinn tók þann kost að stikla á þvi stærsta i lifi og störfum Ingimars sjálfs, ef verða mætti til nokkurs fróðleiks og jafnvel umhugsunar þeim sem yngri eru. Og þar með vorum við staddir við eina vörðuna á ævi- vegi Ingimars, þótti við hæfi að byrja á byrjuninni og spyrja: — Hvar var það, sem þú sást fyrst dagsins ljós, Ingimar? — Það gerðist að Meira-Garði i Dýrafirði. Foreldrar minir voru vinnuhjú þar, hjá Friðriki Bjarnasyni og Ingibjörgu Mar- gréti Guðmundsdóttur frá Mýr- um. Vorið 1894 fluttust foreldrar minur að Bessastöðum i Dýra- firði, og þar voru þau þangað til faðir minn dó, 10. október árið 1899. Faðir minn var einn þeirra islenzku sjómanna, sem erlendir togaramenn drekktu á Dýrafirði, þegar nærri lá að Hannes Haf- stein ráðherra færi sömu leið. Þetta niðingsverk hins útlenda togara við varnarlausan islenzk- an bát er svo alkunnugt, að þarf- laust er að fjölyrða um það hér, enda geta menn lesið um það i Sunnudagsblaði Timans, 33. tbl. 1969. þar sem ég lýsi nákvæmlega þvi sem gerðist. Og þessi hörmu- legi atburður hjó nærri mér á fleiri vegu en þann að granda föð- ur mlnum. Þar fórust einnig móðurbróðir minn og frændi minn af næsta bæ. — Foreldrar þinir hafa losnað úr vinnumennskunni, þegar þau fluttust frá Meira-Garði? — Já, þau voru það sem kall- að er þurrabúðarfólk. Faðir minn byggði sér ásamt öðrum manni bæ á gömlu býli, sem heitir Bessastaðir. Þangað fluttust þau vorið 1894, eins og ég sagði áðan, og þaráttu þau heima, þangað tií ógæfan dundi yfir. Hann stundaði sjó á sumrin, en smiðar á vetrum, og þannig drógu þau fram lifið. — Fékkstþú ekki að fljóta á sjó með föður þinum, þegar þú varst ungur? . ■ — Nei, aldrei. Pabbi var alltaf á þilskipum, og það var að sjálf- sögðu ekki staður fyrir dreng inn- an átta ára aldurs. Og það átti ekki heldur fyrir mér að liggja að stunda sjó, þótt æviárum minum fjölgaði. Þegar móðir min hafði misst bæði eiginmann sinn og bróður með svo sviplegum hætti, bilaði hjarta hennar að nokkru. Hún var eftir það haldin ótta, og gat ekki til þess hugsað, að við, synir hennar, færum á sjó. Kom þá ekki til mála að við gerðum það á móti vilja hennar, enda engin ástæða til sliks, þar sem nóg annað var hægt að taka sér fyrir hendur. Fyrsti nemendahópur- inn á Núpi i Dýrafirði — Hver voru svo þin fyrstu störf, þegar þú fórst að vinna fyrir þér? — Min fyrsta alvarlega vinna var þegar ég fór i kaupavinnu ár- ið 1907 til Guðmundar bónda á Læk i Dýrafirði. Þar fékk ég i kaup sex krónúr á viku. En þótt þetta væri min fyrsta vinna utan heimilis, fór þvi auðvitað fjarri, að ég hefði aldrei tekið til hendi áður. Eftir að móðir min var orð- in ekkja, fluttist hún með okkur börnin að Meira-Garði, þar sem við höfðum áður verið. Þar bjuggu þá Sigriður móðursystir min og Kristján Ólafsson skip- stjóri, maður hennar, og áttu þau Garð. Þeim ágætu hjónum var það að þakka, að móðir min þurfti ekki að láta börnin frá sér, þegar pabbi féll frá. Þar ólurnst við upp, þrjú systkinin, og auðvitað unn- um við heimilinu þaðgagn er við gátum, strax og við höfðum aldur og þroska til. — Er það ekki rétt, að fyrstu spor þin á námsbrautinni hafi verið i skólanum á Núpi I Dýra- firði? — Jú, rétt er það. Ég var einn þeirra tuttugu nemenda, sem þangað komu i ársbyrjun 1907, fyrsta starfsár skólans. Seinna komstégað raunumþað, — en að visu ekki fyrr en löngu seinna, — að þrir fjórðu hlutar af þessum tuttugu ungmennum voru af sömu ættinni. — Það litur út fyrir að námfýsi sé i blóðinu! — Var ekki gaman að vera á Núpi, þegar hann var að risa á legg sem skóli? — Jú, sannarlega. Mig hafði alltaf langað til þess að fara i skóla, og ég efast um að ég hafi nokkurn tima á ævinni orðið eins glaður, og þegar móðir min kom heim utan úr sveitinni, rétt fyrir jólin, og sagði, að hún væri búin að ráða mig i unglingaskólann á Núpi. Ég var aldrei neitt i barna- skóla, að undanskildum fimm vikum, eða svo, sem ég var á næstabæ,Mýrum i Dýrafirði, þar sem var heimiliskennari. — Það hafa auðvitað ekki verið margir kennarar á Núpi, svona fyrst i stað? — Nei, séra Sigtryggur var eini kennarinn tvö fyrstu námstima- bilin. En næstu ár þar á eftir, það er, að segja 1908-09, var ég vinnu- maður hjá Kristni, bróður séra Sigtryggs, en hann hafði selt okk- ur fæði þegar ég var i skólanum. Fjórðungur nemendanna fékk fæði og húsnæði hjá honum fyrsta námstimabilið. Siðan tók heima- vist við. Búnaðarnám, kennsla, vinnumennska Þegar verunni á Núpi lauk, fór ég aftur heim að Garði og var þar vinnumaður i 1 ár. En mig langaði að læra meira. Vinur minn einn hafði farið i bænda- skólann á Hvanneyri, og hann sagði mér að þar væri gott að vera og ódýr sjiólavist. — För þin að Hvanneyri hefur þá stafað að þvi, að þar var ódýrt að vera, en ekki af þvi að þig langaði til þess að verða bóndi? — Ekki er það alls kostar rétt. Mig langaði einmitt til þess að yrkja jörð, vinna að jarðabótum. A þessum árum var I rauninni ekki nema um tvo kosti að ræða fyrir unga menn: landbúnað eða sjósókn. Iðnaður var naumast til, og fráleitt að ég gæti gert mér vonir um að komast þar að. Og þar sem sjórinn var mér lokuð leið, af þeim ástæðum, sem ég hef þegar tilgreint, var ekki annað sem lá beinna við en að hugsa til landbúskapar. — Samt varð nú rás viðburð- anna sú, að leið þin lá til bóka en ekki búskapar? — Já,vistfórþaðsvo,en þar er ég hræddur um að við þurfum að gera langa sögu stutta. En ég gæti kannski reynt að segja frá þvi, hvernig ég varð kennari. Þegar ég hafði lokið prófi á Hvanneyri vorið 1913, fékk ég bréf frá þeim ráðamönnum heimasveit'ar minnar, séra Sig- tryggi Guðlaugssyni skólanefnd- arformanni og Birni á Núpi, þar sem þeir báðu mig að koma vest- ur og kenna þann vetur og hinn næsta, þar sem væntanlegur kennari sveitarinnar væri enn við nám, og þvi ekki reiðubúinn að hefja störf. Ég svaraði þvi til, að ég skyldi reyna þetta, en með þvi skilyrði þó, að þeir veittu mér nauðsynlega leiðsögn, óvönum manni og auk þess ekki kennara- lærðum. Þetta varð. Ég tók að mér kennsluna og likaði hún ágætlega. En að tveim árum liðnum kom nýi kennarinn heim frá námi, og þá stóð ég vitanlega upp af kenn- arastólnum. Nú var ekki um ann- að að gera en að leita sér að at- vinnu. En mér hafði likað kennsl- an vel, eins og ég sagði, og nú hét ég þvi'með sjálfum mér, að annað hvort skyldu ég aldrei koma ná- lægt kennslu framar, eða búa svo um hnútana, að ég þyrfti ekki að vikja úr starfi sökum þess að mig skorti tilskilin réttindi. En það geisaði heimsstyrjöld, margvislegir erfiðleikar steðjuðu að þjóðinni, og það var alls ekkert hlaupið að þvi að fá góða vinnu. Ég staðnæmdist I Reykjavik um skeið, var einn vetur á Eiði, en fór siðan austur á Stöðvarfjörð ti'l skólabróður mins og vinar, og var þar viðloðandi I þrjú ár, stundum vinnumaður, vetrármaður eða kaupamaður, allt eftir þvi hvað bauðst hverju’sinni. Þá var þar enn á lifi séra Guttormur Vigfús- son, hinn merkasti maður, og meðal annars einn mesti latinu- maður landsins á þeirri tið. Sig- urður sonur hans var skólabróðir minn. Hann hafði tekið við búinu vorið 1916, ásamt Benedikt bróð- ur sinum, siðar bankastjóra, sem þá var aðéins seytján ára. Á Eyrarbakka og Flúð- um ! Árnessýslu — Svo drifur þú þig I Kennara- skólann? — Já, það var nú dálitið sögu- legt. Skólaárið 1917—’18lá skólinn niðri vegna kolaleysis, en vetur- inn 1918—’19 var nemendum gef- inn kostur á þvi að sækja um skól- ann og vera þar aðeins einn vetur, ef þeir væru nógu vel undirbúnir. Ég sótti um skólann og fékk inn- göngu, en um haustið kom spánska veikin, Austfirðir voru einangraðir, og ég komst ekki suður fyrr en i febrúar. Ég settist þá i annan bekk og var þar nokkr- ar vikur, en var svo alveg i skól- anum næsta vetui; það er að segja 1919—-'20, og tók próf þá um vorið. Við vorum aðeins sex, skólasystkinin, og það er lang- samlega fámennasti hópur, sem nokkru sinni hefur útskrifazt úr Ken na ra skólánum. — Hvenær hófst þú svo þitt aðalstarf sem kennari? — Haustið 1920 gerðist ég kennari austur á Eyrarbakka og var þar i niu ár. Á Eyrarbákka hafði ég aldrei komið áður, og ég vissi ekki ýkjamikið um staðinn. Þó var mér kunnugt um að þar hafði verið stærsti og fjölsóttasti verzlunarstaður landsins um ald- ir, og að á þeim slóðum höfðu Kambsránsmenn átt heima, en sögu þeirra hafði ég lesið og þótt mikiðtil koma. Ennfremur hafði rithöfundur nokkur sagt mér, að á Eyrarbakka væru fallegar stúlk- ur. Siðar átti ég eftir að komast að raun um, að mikið var rétt i þessu. Á Eyrarbakka kynntist ég eiginkonu minni, Sólveigu Guð- mundsdóttur, útvegsbónda á Stóru-Háeyri á Eyrarbakka. Við gengum i hjónaband 2. des. 1922, byrjuðum búskapinn á Eyrar- bakka, og þar fæddust þrjú barna okkar. Saga min er þvi og verður órjúfanlega tengd Eyrarbakka, enda hef ég aldrei iðrazt þess að hafa flutzt þangað. — En hvernig slóð þá á þvi að þú fluttist þaðan? — Arið 1929 hafði fólki fækkað svo á Eyrarbakka, að þar þurfti lika að fækka kennurum. Þá gerðist það einn góðan veðurdag, að mér barst bréf frá séra Kjart- ani i Hruna, þar sem hann spurði mig, hvort ég myndi sækja um stöðu uppi i Hrunamannahreppi, ef skóli yrði byggður þar. Ég svaraði þessu játandi, og nú er hægt að fara íljótt yfir sögu. Á nokkrum mánuðum var byggður heimavistarskóli að Flúðum i Hrunamannahreppi. Ég tók við skólastjórninni haustið 1929, flutt- ist að Flúðum með konu mina og þrjú börn okkar, hið fjórða fædd- istskömmu eftir að viðkomum að Flúðum, og þar bjuggum við i átta ár. — Þannig ert þú fyrsti kennar- inn að Flúðum. Hvernig var að vera þarna upp til landsins, eftir að hafa húið við sjóinn niðri á Eyrarbakka? — Það var öldungis ljómandi gott. Skólinn var þriðji heima- vistarbarnaskólinn, sem byggður var á landi hér, þeirra sem enn starfa. En þeim fjölgaði óðfluga, fyrst i Árnessýslu, en siðan út um allt land. Ég játa, aðég kveið dálitið fyrir þvi að taka við þessu starfi. Ég vorkenndi börnunum, sem komu þarna i fyrsta skipti og höfðu sum hver aldrei að heiman farið fyrr. En þetta fór allt vel, það var und- antekning, ef nokkru barni leidd- ist, og ég kunni ágætlega við fólk- ið i Hreppunum, bæði börn og fullorðna. Kennsla og fulltrúastörf i Reykjavik — En samt yfirgafst þú Hrepp- ana og fluttist til Ueykjavikur? — Já, og til þess lágu tvennar ástæður. Á Flúðum hafði verið leikfimisalur, sem jafnframt var samkomuhús. Þegar samkomur' voru haldnar, varð stundum að lána skólastofurnar að nokkru leyti til samkomuhaldsins, eða i þágu þess. Að þessu var mikið ó- næði og margvisleg óþægindi sem fylgdu þvi að skipta húsnæðinu þannig á milli skóla og skemmt- anahalds. Ég þreyttist á þessu, en auk þess kom annað til: Nú voru börnin min að komast á unglings- ár, og ég sá, að mér var ókleift að veita þeim framhaldsmenntun, nema að flytja mig um set. Þvi að kaupið var lágt, þótt að visu væri miklu betur launað að vera skóla- stjóri heimavistarskóla á Flúðum en kennari á Eyrarbakka. — Hvenær gerðist þú svo full- trúi á Fræðslumálaskrifstofunni? — Það var haustið 1947. Þá var ég búinn að vera kennari i tiu ár hér I Reykjavik, fyrst i litlum skóla I Skerjafirði, sem hét Skild- inganesskóli — hann rann inn i Melaskólann haustið 1946 — Saga þessa litla skóla er merkileg, en hún verður ekkisögð hér. Við vor- um sjö kennararnir, sem kennd- um þar, okkur leið vel og við nut- um vinsælda fólksins, yfirleitt. Sumir gömlu nemendurnir okkar eru nú þjóðkunnugt fólk, meðal annars alþingismenn. Þegar nú tiu ár voru liðin við kennslu I Reykjavik, gerðist það að staða losnaði á Fræðslumála- skrifstofunni i Reykjavik. Ég var kunnugur þar, og þáverandi fræðslumálastjóri óskaðieftir þvi að ég sækti um þessa stöðu. Og með þvi að hún var betur launið en kennslan, réð ég það af, enda var ég búinn að kenna i þrjátiu ár og var ekki neitt á móti því að breyta til, þótt ég væri að visu allt'af ánægður með kennara- starfið. Ég hef oft sagt það, og get gjarna endurtekið það hér, að ef það er rétt, sem sumir guðspek- ingar segja, að menn fæðist aftur og megi þá velja um starf, — að þá myndi ég ekkert vilja verða annað en barnakennari. Svo vel likaði mér það starf. — Hvernig var starf þitt á Fræðslumálaskrifstofunni, varstu i lifandi sambandi við fólk? — Já, mjög mikið. Starf mitt var beinlinis fólgið I þvi að fylgj- ast með öllum barnakennurum á landinu, auglýsa barnakennara- stöður, veita kennurum upplýs- ingar um þær, skrifa frumrit bréfa, sem fræðslumálastjóri fór yfir og siðan voru send mennta- Framhald á bls 35 4 Ingimar Jóhannesson. Timamynd G.E. Flúðir I Hrunamannahreppi. Myndin er frá árinu 1931. Sólveig Guðmundsdóttir frá Stóru-Háeyri, Eyrarbakka og maður hennar, Ingimar Jóhannesson. — Myndin mun vera tekin áriö 1952, þegar þrjátiu ár voru liðin siðan þau gengu i hjónaband. 0

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.