Tíminn - 23.11.1975, Blaðsíða 26

Tíminn - 23.11.1975, Blaðsíða 26
26 TÍMINN Sunnudagur 23. nóveniber 1975 KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR TONABIO: ÁSTFANGNAR KONUR Með afbrigðum langdregin og leiðinleg mýnd. Tilgangsleysi hennar er ein- stakt i sinni röð, þvi hún gegnir hreint engu hlutverki. Það sem hæst ber i myndinni eru samskipti þeirra Alan Bates og Oliver Reed, sem óneitanlega eru athyglisverð á stundum. Skil- greiningar þeirra á vináttu og viðbrögð þeirra við henni eru allrar athygli verðar, en það er hreint og klárt óhóf að eyða yfir tveim klukkustundum til reikuls káfs á engu, ef afraksturinn er sá einn. Það hefði þá mátt beina athygl- inni meir að þvi sem i vináttunni felst, en minna að öðru. Það er nú það. KVIKMYNDA HORNIÐ Umsjónarmaður Halldór Valdimarsson Þægileg stund FATÆKLEG FYNDNI i góðu skapi og langar verulega til að hlæja, getur skemmt sér nokk- uð vel framan af myndinni. Þá má og kumra ofurlitið yfir lokaatriðum hennar, þó ekki væri nema af feginleik vegna fyrirsjá- anlegs endis. Nýja bió Ævintýri meistara Jakobs Aðalhlutverk: Luois De Funes Frönsk. „Mynd þessi hefur alls staðar farið sannkallaða sigurför og var sýnd með metaðsókn bæði i Evrópu og Bandarikjunum sumarið 1974”, segir i auglýsing- um Nýja Biós i dagblöðum, um kvikmyndina „The mad ad- ventures of Rabbi Jacob”. Ekki ber að efa það. Auglýsing- ar islenzkra kvikmyndahúsa eru þekktar fyrir sannleiksgildi sitt og áreiðanleika. Það skrifast þvi á smekkleysi undirritaðs og tregðu til að taka þátt i athöfnum samborgara sinna, að hann feng- ist ekki með nokkru móti til að blanda sér i skrúðgönguna þá. 1 fyrsta lagi er ekki að fullu ljóst af hverju myndin ber nafnið „Ævintýri meistara Jakobs”. Jakob kemur ákaflega takmark- að við sögu og lendir sjálfur i fá- um ævintýrum. 1 öðru lagi gengur myndin heimskulega i ö.fgar. Heimsku- legar myndir eru slæmar, öfga- kenndar ekki skárri að neinu marki, og þegar hvorttveggja einkennir eina og sömu mynd, fyllist mælirinn alveg. Til að gæta fullrar sanngirni skal þó tekið fram, aö vel hvildur og afslappaður áhorfandi, sem er Það er þó hálfgerð skömm að svona skuli hafa til tekist, þvi efniviður myndarinnar býður upp á nokkra möguleika, einkum þó i höndum Frakka, sem þora öðrum fremur að gefa imyndunaraflinu lausan tauminn. Fáir sérstöðuhópar eru jafn vel til þess fallnir og gyðingar að gert sé að þeim ofurlitið grin. Þeir hafa enda þann eiginleika að hlæja alltaf sjálfir að lokum og hlæja þvi best. Engir eiga heldur meir skilið að að þeim sé gert gys en þeir sem leggja krafta sina og lif i heimskulega baktjaldabaráttu um fánýt völd. Þeir menn kunna sjaldnastað hlæja og er þvi vel til fallið að hlæja að þeim. Luois De Funes ber þjóðerni sitt utan á sér og i öllu látbragði sinu. Honum hefur oft tekist nokkuð vel upp i kvikmyndum sinum — mun betur en i þetta sinn. Útkoman er þvi sorglega fátæk- leg. — HV RETT SKAL RETT VERA Athygii undirritaðs hefur verið vakin á þvi, að i grein um Emma- nuelle, siðastliðinn sunnudag, var ekki að fullu rétt meö staðreyndir farið. tslenskir embættismenn höfðu engin afskipti af samförum þeirra Emmanuelle og Bee, hvorki I fossinum, né annars staðar. Það atriði er sýnt eins og það kom af klippiborðum er- lendis. Aftur á móti var annað atriði myndarinnar klippt úr henni hér, samkvæmt fyrirmælum fulltrúa lögreglustjórans i Reykjavik. Það atriði var seinna i myndinni og meiddi að einhverju leyti vel- sæmiskennd viðkomandi fulltrúa. Það skal skýrt tekið fram, að athugasemd þessi hnikar á engan hátt ummælum um kvikmynda- eftirlit i viðkomandi grein. Það er jafn mikill hroki og sjálfbirgings- háttur að klippa úr verkum kvik- myndagerðarmanna, hvert sem atriðið er. Það er enn jafn æskilegt að is- lenskir kvikmyndaeftirlitsmenn leggi ira ser skærin og dusti þess i stað rykið af skynseminni. Einnig hefur komið fram, vegna greinar þessarar, að það eru ekki skipaðir meðlimir kvik- myndaeftirlits rikisins, sem fyrirskipa klippingar kvikmynda. Þeir skoða aðeins myndirnar, en tilkynna til lögreglunnar, ef þeim þykir eitthvað á mörkum velsæmis i þeim. Að þvi loknu þvo þeir hendur sinar, en fulltrúi lög- reglustjóra geysist fram á völlinn til verndar augum okkar og eyr- um. Það . er hann sem beitir skærunum. Reynt hefur verið að skjóta kvikmyndaeftirlitinu undan ábyrgö með þessum hætti, en án árangurs, þvi um leið og fulltrúi lögreglustjóra fremur skæraaf- glöp sin, er hann orðinn aðili að kvikmyndaeftirliti. „Það var ekki ég sem stal kök- unum, heldur Palli bróðir. Ég njósnaði bara um mömmu þegar hún faldi þær og sagði svo Palla hvar þær væru.” Gamla Bió Hefðarfrúin og Umrenningurinn. Stjórnendur myndgerðar: Hamil- ton Luske, CÍyde Geronimi og Wilfred Jackson. Raddir: Peggy Lee, Bill Bancom, George Givot, Alan Reed, Barbara Luddyj Dallas McKennon, Larry Roberts, Verna Felton, Lee Miller, Stan Freberg, Bill Thompson, The Mello Men. Framleidd af Walt Disney Það þarf ekki mörgum orðum að fara um þessa mynd, fremur en aðrar teiknimyndir frá Walt Disney kvikmyndaverinu. Hún hefur flest það til að bera, sem prýtt getur þægilega teiknimynd og hefur þann stóra kost, að þótt hún vekji ef til vill ekki verulega til umhugsunar, eða valdi breyt- ingu á hugarfari áhorfenda, þá er hún með öllu skaðlaus afþreying og það er meir en hægt er að segja um afþreyingu yfirleitt. Þægileg tillitssöm og næm kimni, hæfilega blönduð við- kvæmni, einkenna gjarna dýra- myndir Disneys og svo er einnig um þessa. Lýsingar hennar á lifi, vandamálum og ánægjuefnum dýra — þar sem sannleikanum er hagrætt til áhrifaauka — svo og skoðun á atferli mannsins frá sjónarhóli húsdýra hans, vekja það besta i hverjum manni. Að visu aðeins um stund, þar sem við eru fljót að ná okkur og verða skepnur á ný, en þó eitt augnablik og við erum rikari eftir. Þegar við bætist frábær vinnsla myndarinnar er tryggð ánægju- leg stund fyrir hvern sem er. Engan skyldi undra, þótt siðari STJÖRNUBÍÓ: EMMANUELLE Mynd þessi er af mörgum talin ein af bestu kvikmyndum Frakka og stendur hún fyllilega undir þvi áliti. 1 henni kemur fram nokkuð greinagott yfirlit um skoðanir og kenningar um kynlif, sem undan- farna áratugi hafa haft áhrif á bæði leikmenn og fræðimenn. Emmanuelle tekst að lýsa mikilvægi kynlifsins og mögu- leikum likama okkar til að breyta jörðinni úr táradal i paradfs, án þess hún beiti klámfengnum að- ferðum eða óhreinki á nokkurn hátt uppáhaldsafþreyingu flestra mannvera. Emmanuelle er einn af gim- steinum kvikmyndaframleiðslu, sem því miður heldur sig um of i skitnum. Hún ris yfir flestar aðr- ar myndir og verður vonandi að vopni i baráttu mannsins við að losna undan fargi heimskulegra siðaboða þröngsýnna og valda- gráðugra kirkjupreláta, sem trúa ekki meir en svo á guð sinn, að þeir telja sköpunarverk hans sið- laust. tima rannsóknir sýndu, að Walt Disney hafi verið einn ötulasti og árangursrikasti geðiæknir sam- tiðar sinnar og næstu áratuga á eftir. Mynd þessi fær' hin bestu meðmæli. Hún setur sér takmörk og nær þeim fullkomlega. Tak- mörk hennar liggja á valdsviði hins góða i heimi mannsins og annarra dýra og það gefur henni aukið gildi. IIV LEIÐINLEG OFURKVENDI Hafnarbbió Sheba, Baby Leikstjórn: William Girdles Aðalhlutverk: Pam Grier, Austin Stoker, Durville Martin Rudy Challenger, Dick Merrifield. Bandarisk. Ofurmennin eru að renna sitt skeið á enda i bandariskum kvik- myndum. Þeir hafa verið vegnir og léttvægir fundir og falla þvi nú sem fis til jarðar. Arftakar þeirra eru ofur- kvendin. Glæsilegar kynbombur, sem kunna sitthvað fyrir sér utan svefnherbergisins og eru ekki háðar vernd karlmannsins. Þvert á móti. Þær taka við i baráttunni við illmenni glæpa- heimsins, þar sem karlmenn og karlmannastofnanir, svo sem lögregluna, brestur kjark og áræði. Vopnaðar töfrum sinum, áræði, meðfæddri skarpskyggni og öðr- um baráttutólum, — svo sem vél- byssum, þekkingu á karate og fleiru — vaða þær fram fyrir skjöldu og ygla sig framan i illsku heimsins. Frammi fyrir þeim verður allt að smjöri. Jafnvel harðsvir- uðustu karlmenn guggna og flýta sér að játa syndir sinar — auk þess að skýra vendilega frá sýnd- um annarra — til þess að forða sér frá ægilegum refsivendi þeirra. Þegar þær hafa svo tvistrað glæpaklikunum, koma karlmenn- irnir og skrapa upp leyfunum. Það er gott til þess að vita, að á þessum siðustu og verstu timum, meðan lög og réttur er á skipu- legu- eða óskipulegu undanhaldi um allan heim, skuli hinn al- menni borgari þó njóta verndar á hvita tjaldinu. Ekki er það verra að verndar- arnir eru kvenkyns, þvi við getum þá öll orðið börn á ný. Móður- verndin teygir arma sina yfir okkur og við getum sofið i ró. Reigingur? Ekki verður þó með góðri sam- visku haldið fram að ofurkvendin taki sig sérlega vel út á tjaldinu. Kvikmyndir þær sem um ævin- týri þeirra og afrek fjalla, eru i flestum tilvikum einstaklega lé- legar, illa gerðar og leiðinlegar. Það þyrfti með eindæmum góðan vilja til að sjá i þeim ljósan punkt. Sú spurning vaknar, hvort engum hafi dottið i hug að gera góða glæpamynd með konu i hetjuhlutverkinu. Svar við þeirri spurningu verður erfitt að finna, liklega jafn erfitt og að fá úr þvi skorið hvers vegna áhorfendur láta bjóða sér drasl af þessu tagi — að þvi er virðist endalaust. Skýringarinnar á lélegum gæð- um kvenhetjukvikmynda gæti þó verið að leita i reigingi karlkyns- ins, einkum og sér i lagi á kvennaárinu sjálfu. Yfirgangur „veika <?)” kynsins þykir vist nógur samt, þótt þær njóti ekki jafnréttis á hvita tjaldinu. En nóg um það. öll einkenni Kvikmyndin um hana Shebu Baby er léleg og ódýr glæpamynd og ber hún öll einkenni sinnar teg- undar. Hvergi viröist einu sinni votta fyrir tilraun til að gera hana annað og meira en lélega glæpa- mynd. Meir að segja leikurinn er með afbrigðum lélegur. Hafi ætlun aðstandenda verið sú að koma við félagsleg vanda- mál með söguþræðinum, þá rennur það algeriega út i sandinn, vegna þess hve óvandaður hann er. Sumsé, tilgangslitil mynd og með afbrigðum leiðnleg. uv

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.