Tíminn - 23.11.1975, Blaðsíða 27

Tíminn - 23.11.1975, Blaðsíða 27
Sunnudagur 'l'i. nóvember 15175 TÍMINN 27 nordITIende Stereo 6005 '76 módel 30 watta Fyrir þann sem vill allt í einu tæki HIFI HLJÓMBURÐUR í STEREO Veró á allri samstæðunni ca 128.000,- Þessi framleiðsla NORDMENDE verksmiðjanna gefur yður kost á margri ánægjustund. I einu og sama tækinu er sameinað: bylgjustíllír, kasettu-segulband og plötuspilari auk þess fylgja 2 hátalarar og 2 hljóðnemar. Hvort sem þér viljið hlusta á uppáhaldsplötuna, eða útvarpið, og kannske taka þáttinn upp á segulband um leið... allt þetta og margt fleira býðst yður í einni samstæðu. Fallegt útlitog hannaðtil að taka sem minnst pláss. Það ber ekki allt sama daginn Dr. Gina Cerminara Svo sem maður sáir svo mun hann og uppskera Edgar Cayce um lögmál orsaka og afleiðinga Ævar R. Kvaran þýddi og ritaði formála Bókaútgáfan örn og örlygur Höfundur þessarar bókar er sagður doktor i sálfræði og kunnur fyrirlesari i Bandarikj- unum. Ævar Kvaran segir f for- málanum að Chicagoháskóli hafi samþykkt 1954 doktorsrit- gerð sem samin var um Edgar Cayce lif hans og miðilsstarf. Hér er þvi um að ræða fyrirbæri sem visindamei.ii telja ástæðu til að gefa gaum i fullri alvöru. Þetta verður ekki afgreitt með þvi einu að segja að hér séu á ferð hugarórar og hjátrú ófróðr- ar alþýðu og annað ekki. Hitt er svo annað mál að miðilsstarf getur verið merki- legt viðfangsefni án þess að öllu sem þar kemur fram sé trúað i blindni. Þessi bók er samin um þann þátt i dálestrum Cayce sem fjalla um endurholdgunarkenn- inguna. Þvi var oft haldið fram i þeim vitrunum að eitt og annað i lifi manna ætti rætur að rekja til þess sem gerzt hefði i einhverri fortilveru þeirra. Samkvæmt þvi eigum við yfirleitt nokkur jarðlif að baki og verðum að taka afleiðingum þeirra. Það er gaman að kynnast hugmyndum um þessi efni. Þvi er ekki að neita að mér falla ekki allar þær skýringar sem þarna koma fram. Þó er á það að lita að þær geta yfirleitt ekki verið tæmandi. Verk okkar og atvik eru þættir i örlagave/ og seint verður allt rakið að rótum svo aðvið höfum full skil á or- sökum og afleiðingum. Bókin nefnir dæmi þess að likamleg bilun eða heilsuleysi sé refsing fyrir grimmd manna i fyrri tilveru. Þóertekiðfram að svo þurfi ekki að vera og sé ekki alltaf. En þá er talið að þjáning- in sé til að þroska, — eða ætti a.m.k. að vera það. Auðvitað eru þessi fræði aðgengilegri vegna sveigjanleika og fjöl- breytni en jafnframt verða hin einstöku dæmi jafn mikil ráð- gáta. Við eigum nefnilega fæst kost á þvi að fá dálestur um það hvers vegna okkur sé illt i fæti eða maga, hvers vegna við sé- um svona löt, ágjörn eða fjöl- lynd i ástum. Hins vegar eru þarna nefnd ýmis dæmi um al- mennar reglur. Konan sem skrifar þessa bók dregur saman þá lifsspeki sem byggist á þessum dálestrum. Þar segir að hvort sem erfið- leikar stafi af einmanakennd, óhæfum maka, vanmetakennd eða hverjum erfiðum kringumstæðum sem sé „verð- um vér að breyta viðhorfum vorum, breyta sjálfi voru”. „Viðhorfin mega ekki vera gagnrýnin, dómhörð, hefni- gjöm, tillitslaus og skeytingar- laus um aðra.” ,,En ræktun og umbreyting sjálfsins getur bezt átt sér stað innan ramma kerfisbundins skilnings á alheiminum og tengslum mannsins við hann.” „Þetta mynstur er trúrænt að þvi leyti að þar er gengið út frá sköpunarmætti, eða Guði, sem undirstöðu. — Og það er sál- fræðilegt frá þvi sjónarmiði séð, að það veitir ákveðnar ábend- ingar um það, hvernig snúast eigi við raunhæfum vandamál- um sálarinnar, sem myndast við vissar aðstæður i lifinu. Þetta mynstur virðist i stór- um dráttum vera á þessa leið: Guð er til. Sérhver sál er hluti af Guði. Lifið hefur tilgang. Lifið heldur áfram. Allt mannlif er undirorpið lögmáli. Kærleikurinn uppfyllir þetta lögmál. Vilji mannsins skapar örlög hans. Hugur mannsins býr yfir skapandi afli. Lausn allra vandamála er að finna innan sjálfsins.” Hér er nú ekki tóm til að ræða frekar hvernig þetta er rökstutt enda bezt að hver og einn meti það fyrir sig sjálfur. Sama er svo um að segja hvaða ályktanir höfundur dregur af þessum fræðum. En óhætt mun að treysta þvi að vegur okkar til farsældar og þroska sé öðru fremur undir þvi kominn hvernig við breytumst og hvernig við tökum þvi sem að höndum ber. Það er margt satt i þessum fræðum, þó að grund- vallarkenningin verði seint sönnuð. Á nokkrum stöðum virðist mér að pennaglöp ög vangá á málfari hafi komizt i gegnum hreinsunareld prófarkanna. H.Kr. upp á Skipholti 19- símar 23800 & 23500 Klapparstíg 26 - simi 19800 Starf fyrri hluta dags Verðlagsstjóri óskar að ráða nú þegar nokkra menn eða konur til verðlagseftir- lits fyrri hluta dags, i einn til tvo mánuði. Æskilegt er, að umsækjendur hafi verslunarpróf eða sambærilega þekkingu. Upplýsingar veitir skrifstofustjóri. Verðlagsstjórinn, Borgartúni 7, Reykjavik. Staða forstjóra N.L.F. búðanna i Reykjavik er laus til umsóknar. Veitist frá 1. janúar 1976. Umsóknum sé skilað fyrir 10. desember næst komandi til forseta Náttúru- lækningafélags íslands Arnheiðar Jóns- dóttur Tjarnargötu 10 c Reykjavik sem veitir nánari upplýsingar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.