Tíminn - 25.11.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 25.11.1975, Blaðsíða 2
TÍMINN Þriðjudagur 25. ndvember 1975. Grjótpramminn sökk gébé Rvik — Grjótpramminn, sem notaöur hefur veriö viö hafn- argerðina i Þorlákshöfn undan- farna mánuði, sökk við nyrðri hafnargarðinn i slðustu viku. — Sjúkur maður sóttur í Þyrlu Gsal-Reykjavik — t gærmorgun kl. 9.15 barst hjálparbeiðni til Slysavarnafélags tslands frá vél- skipinu Verði ÞH-4, sem var að netaveiðum um 35 sjómilur suður af Grindavik. Skipverji þar hafði slasazt alvarlega á höfði og óskað var eftir að þyrla yröi send til að sækja sjúklinginn. Slysavarnafélagið sneri sér til vamarliðsins sem kvaðst senda þyrlu með lækni á vettvang. Um klukkutíma siðar var læknir kom- inn um borð i Vörð og um ellefu- leytið var þyrlan lent á flugvellin- um i Reykjavik, og siöan var far- ið með sjúklinginn á Borgar- spitalann. Skipverjinn sem slasaðist hafði hlotið opið höfuðkúpubrot. Unnið hefur verið að þvi siðan að ná honum upp og tókst það um miðjan dag i gær. Ekki eru skemmdir fullkannaðar á prammanum, en vonazt er til að fljótlega takist að koma honum i gagnið á ný, þar sem enn eru mikil verkefni fyrir hann við hafnargerðina. " Það var á miðvikudag i siðustu viku, að pramminn var að flytja grjót i nyrðri hafnargarðinn i Þorlákshöfn, að óhappið varð. Þegar pramminn var að sleppa grjótinu sökk hann skyndilega. Talið er sennilegast að grjótið hafi rekizt i flothylkin á pramm- anum og það valdið þvi, að hann sökk, en grunnsævi er þarna við nýja hafnargarðinn. 1 gær hafði svo tekizt að þétta prammánn og var vélbáturinn Trausti fenginn til aðstoðar við að kippa prammánum upp á yfirborðið aftur. Prammi þessi er þannig gerð- ur, að unnt er að opna botn hans og grjótinu, sem notað er i upp- fyllingu hafnargarðsins, er sleppt niður, en sérstök flothylki halda prammanum á floti á meðan. Eins og áður segir voru skemnvd- ir ekki fullkannaðar á pramman- um i gær. Mikil verkefni eru enn eftir fyrir hann við hafnargerð- ina. <'Á ) LátiB okkur ">>'? \. í ,j ' MJ > ÞVO OG BÓNA BÍLINN Erum miðsvæðis í borginní — rétt vid Hlemm Hringið í síma 2-83-40 Vestmannaeyjar: „EKKERT UNUAA" Gsal-Reykjavik— Nefnd sú, sem skipuð var af bæjarstjórn Vest- mannaeyja fyrir helgi og hafði þaðhlutverk að kanna, hvað satt væri I fullyrðingum minnihluta bæjarstjórnar, þess efnis, að Sig- finnur Sigurðsson bæjarstjóri hefði misnotað fjármuni bæjar- ins, hefur nú lokið störfum. t áliti nefndarinnar er bæjarstjórinn hreinsaður af öllum áburðim og fullyrðingum minnihlutans þvi gjörsamlega visað á bug. Niðurstaða nefndarinnar var , slðan lögð fyrir bæjarstjórn og þar gerð svohljóðandi samþykkt, sem allir bæjarstjórnarfulltrúar — niu að tölu — samþykktu: „Bæjarstjórn samþykkir niður- stöður nefndarinnar og harmar þau mistök, sem hér hafa orðið, og Htur svo á, að málinu sé þar með lokið". — Ég harma það, að þessi mis- skilningur hafi komið upp, og af minni hálfu er þetta mál úr sög- unni, sagði Sigfinnur bæjarstjóri I samtali við Timann i gær. — Við höfum allt annað að gera hér úti i Eyjum en að standa i persónuleg- um svivirðingu,. Sigfinnur hefur horfið frá því að stefna ritstjóra „Frétta" en það blað birti fyrst „fréttina" um meint misferli bæjarstjórans. Sigfinnur sagði i gær, að ritstjóri blaðsins hefði ritað sér bréf, og enn fremur komið persónulega til sln, — og beðið afsökunar á rang- túlkun sinni. í niðurstöðum nefndarinnar, sem kannaði sannleiksgildi full- yrðinga minnihlutans, segir m.a.: „Nefndin telur eðlilegt, að bæjarstjóri fengi greitt upp i HÆFT í ÁSÖKUN væntanlegt kaup, meðan ósamið væri um launakjör hans. Þann 4. nóvember sl., þegar gerð voru upp laun bæjarstjóra fyrir tima- bilið 1. ágúst—31. október, urðu þau mistök milli launadeildar og fjármáladeildar, að fyrirfram-' greiðsla upp i laun var ekki dreg- in frá launum bæjarstjóra fyrir tlmabilið. Þessi mistök urðu þess valdandi, að viðskiptamanna- skuld bæjarstjóra, kr. 900 þús., stóð óbreytt, og gaf það tilefni til getsaka um misnotkun á fjár- munum bæjarsjóðs...." í nefndarálitinu er siðan gerð grein fyrir þvi, að getsakirnar áttu ekki við rök að styðjast, og bæjarstjóri þar með hreinsaður af öllum áburði. Samstaða innan stjórnarflokkanna um samningsuppkastið við V-Þjóðv. Mó-Reykjavik.Engir þingfund- ir voru á Alþingi I gær, en samn- ingsuppkastið viö Vestur-Þjóð- verja var rætt i þingflokkum stjórnarflokkanna. Ekki verður skýrt frá efni samningsupp- kastsins fyrr en að loknum fundi I landhelgisnefnd, sem hefst kl. 13.30 I dag. Þórarinn Þórarinsson form. þingflokks Framsóknarflokks- ins sagði að loknum þingflokks- fundinum, að þar hefðu málið veriö rædd Itarlega og samstaða hefði náðst um það. Þá hafði Tlminn samband við Gunnar Thoroddsen form. þingflokks Sjálfstæðisflokksins og sagði hann, að góð samstaða hefði verið um málið innan þing- flokksins, eftir Itarlegar um- ræður. Síldveiðar fyrir Suður-og Vesturl.bannaðar: Búið að salta upp í alla sölusamninga gébé—Rvik — Allar sildveiðar l'yrir Suður- og Vesturlandi hafa nú vcriö bannaðar frá og með 1. descmber. Hringnótabátar hafa nú þcgar veitt töluvert umfram þau 7.500 tonn, sem þeim var út- Slippfélagið íReykjavíkhf Málningarverksmiðjan Dugguvogi Símar 33433 og 33414 lilutað I haust, þegar sildveiðarn- ar hól'ust, og talið er að rekneta- bátar nái sinum veiðikvóta nú á næstu dögum, en hann var 2.500 tonn. Fyrrgreind ákvörðun var tekin i sjávarútvegsráðuneytinu i gær og reglugerð gefin út um bann við veiði slldar. Jafnframt til ráðu- neytið benda á, að nú þegar hefur verið saltað upp i alla sölusamn- inga og að sildin, sem nú veiðist, er ekki góð til söltunar vegna litils fitumagns. Tíðindalítið í samningamálum BH-Reykjavik. — Rikissátta- semjari, Torfi Hjartarson, tjáði Timanum i gær, að heldur væri rólegt hjá sér um þessar mundir. Samningafundum kaupstaðanna ogsveitarfélagannaannars vegar og 15 launþegafélaga hins vegar hefur verið frestað til 28. nóvem- ber,en náistekki samningar fyrir mánaðamót, fara kjaramálin fyrir kjaradóm þann 1. desember nk. Þá hefur samningamálum lækna og viðsemjenda þeirra ver- ið frestað um viku. í dag kl. 1:30 halda viðræður á- fram milli skriftvélavirkja og viðsemjenda þeirra, en skrift- vélavirkjar eru sem kunnugt er I verkfalli. denta- kjallarinn fær ekki vínleyfi FÉLAGSSTOFNUN stúdenta sótti fyrir nokkru um leyfi til framreiðslu léttra vina i Stúdentakjallaranum. sem rek- inn er I tengslum við Matstofu stúdenta i Stúdentaheimilinu við Hringbraut. Erindi þetta hefur verið til meðferðar i dómsmálaráðuneyt- inu, og hefur ráðuneytið m.a. lög- um samkvæmt leitað umsagnar borgarstjórnar Reykjavikur og matsnefndar vínveitingahúsa. Að athuguðu máli hefur ráðuneytið nú tilkynnt Félagsstofnun stiidenta, að eigi verði fallizt á út- gáfu umbeðins vinveitingaleyfis.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.