Tíminn - 25.11.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 25.11.1975, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 25. nóvember 1975. TÍMINN ítarlegor rannsóknir Guðjón Ingvi Stefáns- son fram- kvæmdastjóri skrifar at- hyglísverða grein i Mbl. siðastl. laugardag, þar sem fjallað er um Borgar- fjaröarbrúna. Hann rœðir fyrst um ástand vegamáia i Borgarfirði, þar sem brýr eru orðnar gamlar og úreltar og vegir einnig. Guðjón segir siðan: ,,Forráðamenn vegamála á tsiandi hafa að vonum lengi velt fyrir sér leiöum til að leysa umferöarvandamálið fyrir Borgarfjörð. Mjög itar- legar athuganir hafa verið geröar á þeim möguleikum, sem helzt hafa þótt koma til greina. Hafa rannsóknirnar verið bæði tækniiegs og hag- ræns eðlis, auk þess sem hugsanleg áhrif mannvirkja- gerðar á iaxagöngur, Hfríki, landnytjar og fleiri þætti um- hverfis hafa verið könnuð. Auk þess hefur verið haft samráð við fjölmarga aðiia. sem hagsmuna hafa að gæta á þvi sviði. Við rannsóknirnar hafa veriö notuð likön, sem er nýmæli við brúargcrð hér á landí. Of langt mál yrfti að rekja þessar atliuganir hér i smá- atriðum, e'n meginniðurstaðan er sú, að af þremur möguleik- um gefur brú frá Selcyri til Borgarness mestan arö, en aðrar lciöir eru óiiagkvæmari, en hins ivgar nokkru ódýrari i stofnkostnaöi. Við mat á for- gangsröö eða samanburði framkvæmda hafa arðsemis- Slitlag á allar götur í Stykkis- hólmi innan 10 ára Mó-Rvik — Mikið hefur verið unnið að gatnagerð i Stykkis- hólmi á þessu ári, og framkvæmt fyrirum 25millj.kr. Aðallega var unnið aö undirbyggingu gatna undir bundið slitlag, auk þess sem hluti Aðalgötu var steyptur. Að sögn Sturlu Böövarssonar, sveitarstjóra i Stykkishólmi, er áætlað að leggja bundið slitlag á allar gðtur I Stykkishólmi á næstu 10 árum. Akveðið hefur verið að steypa Aöalgötu, Hafnargötu og Austurgötu, en aðrar götur verða lagðar ollumöl. Mikil vinna er við að undírbúa þessar framkvæmd- ir, t.d. þarf að endurnýja megnið af skólp- og vatnslögnum i þorp- inu. Þá er á döfinni að skipuleggja nýtt byggðahverfi i landi Vikur, og hefst vinna við undirbúning þess verks væntanlega á næsta ári. Drukkinn Breti tekinn á Keflavíkurflugvelli BH-Reykjavik,— Um sexleytið á laugardag haföi lögreglan & Keflavikurflugvelli afskipti af er- lendum manni, sem ók inn um aðalhlið Keflavikurflugvallar. Þegar hagirhans voru athugaðir, reyndist hann vera fréttamaður á vegum BBC, og erindi hans á Keflavikurflugvelli var það aö reyna að koma heilmiklu af film- um I flug til Bretlands. En för hans varð að sinni ekki lengri en upp á lögreglustöð vallarins. útreikningar rutt sér til rúms á sfðustu árum, til að fjár- magn skili sér sem fyrst aftur. Arðsemisútreikningar við þessa athugun voru geröir samkvæmt reglum sem AI- þjdðabankinn hefur sett og sýndu afkastavexti 11%, samanborið við endurbygg- ingu gamla vegarins. Afkasta- vextir sýna þjóðhagslegah sparnað þ.e.a.s. skattar og opinber gjbid eru ekki reiknuð með i reksturskostnaðarlið- um. Borgarfjarðarbrú sparar þvi verulegan gjaldeyri og arðbærari en fjöimargar aðr- ar fjárfestingar hér á landi. Til upplýsinga má geta þess, að sparnaður fyrir vegfarend- ur i reksturskostnaði bifreiða mun nema á annað hundrað milljónum króna á ári og verðmæti timasþarnaðar öku- manna og farþega er um 50 milljónir á ári miðað við venjulegar forsendur slikra útreikninga. Auk þess verður viðhald vega mun ódýrara." Augljós dæmi Guðjón segir enn fremur: ,,Sé dæui i tekið af vöruflutn- ingumyrðu mjólkurflutningar til Reykjavikur frá Borgar- nesi 2,4 milljónum ódýrari og i flutningi steypuefnis frá Mela- sveit til Borgarfiarðarbyggða spöruðustum 4 milljónir á ári. Þetta er ekki aðeins sparnað- ur nágrannabyggða, heldur styttast leiðir tit Snæfelisness og til Vestfjarða um Heydal u.þ.b. 25 km og allar leiðir ti! Norðuriands, Austfjarða og Vestfjarða um Bröttubrekku um rúma 7 km. Hugsanleg vetrarleið norður. í iand um Laxárdalsheiöi styttist um 25 km. Góöar samgöngur eru undirstöðuþáttur allrar þró- unar til velmegunar i nútfma þióðfeiagi og draga úr áhrif- um fjarlægða og hindrana. Hér er þvf um veruiegt hags- munamál allrar landsbyggð- arinnar að ræða." Samanburður á kostnaði Þá segir Guðjón: „Ýmsir hafa miklað fyrir sér umfang og kostnað vænlanlegra framkvæmda. Sannleikurinnersá, aðlita má á mestan hiuta Borgarfjarðar við Borgarnes sem dsasvæði Hvitár. A stórstraumsfjöru fellur vatn af meginhluta fjarðarins, en árnar Hvftá og Andakilsá renna þar fram i ál- um, sem þær hafa myndað. Lcngd væntanlegrar brúar veröur 520 m, en til saman- burðar er Hvitárbrú 118 m, Lagarfljótsbrú 304 m, Sand- gfgjukvisl 376 m, Sula 420 m og brúin á Skeiðará 904 m. Kostnaöaráætlun Borgar- fjaröarbrúar 1. ágúst 1975 er 1550 milljónir króna og er þár allur kostnaöur, m.a. bundið slitlag á aðkeyrsluvegum inni- falinn. Umreiknað til sam- bæriiegs vcrðlags kostaði vegurinn Selás-Selfoss 1846 milljónir, sem er um 38 niilljónir á kílómetra og Keflavikurvegur um 2400 milljónir, sem ncmur 63 milijónum á kllómetra. Hring- vegur frá Klaustri að Svina- felli kostaði um 1900 milljönir á sama verðlagi. Ef miðaö er við þær vegalengdir, sem brú- in mun losa umferðina að mestu af, er kostnaður fylli- lega sambæriiegur við aðra svipaða áfanga i vegamálum þjööarinnar." Þá segir Guðjón I niöurlagi greinarinnar: „Vilji menn ræöa Borgar- fjaröarbrú á grundvelii kjör- dæma; eða hrepparigs er þvi til að svara, að framlög til vegamála Vesturlands siöustu 10ár eru lægst allra kjördæma og er þá brúin komin inn I dæmið. Við útreikning fram- laga til hafnarmála er Vestur- land hins vegar næstlægst en til flugvallargeröar hafa framlög rikisins til Vestur- lands verið langlægst." Þ.Þ. 'emkar tónmenntir, bókttiemiúr og myndlht. jáSbœttir og fornminjar. TrúarbrögÖ, stjórnmál og vilA/ih/irÁtt/i T /indih Ki/ílft fnlhii) no im/hpimurinn: Útgáfa sögu íslands hófst síðastliðið ár. Verkið vérður í 5-7 bindum. ANNAÐ BINDIÐ ER KOMIÐ ÚT Hið íslenzka bókmenntafélag Vonarstræti 12, Reykjavík. Sími.21960. ~\ Sendið mér fyrsta bindi Sögu Islands gegn póstkröfu. ] Sendið mér annað bindi Sögu íslands gegn póstkröfu. I Ég óska inngöngu í hið íslenzka bókmenntafélag. Nafn:__________ Heimili:________________ ___ Sími:________________;___________________________ Búðarverð þess er kr. 3.600.-, Félagsmenn,- og aö sjálfsögöu þeir sem gerast félagsmenn nú, fá bókina fyrir kr. 2.886.- í afgreiðslu Hins íslenska bókmenntafélags að Vonarstræti 12 í Reykjavík. Af Sögu íslands kemur út viðhafnarútgáfa í 1100 eintökum innbundin í geitarskinn og árituð. Viðhafnarútgáfan verður aðeins seld í afgreiðslu bókmenntafélagsins. Hiö íslenzka bókmenntafélag

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.